Morgunblaðið - 11.07.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.07.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIUGAR SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1993 29 Anna Sigríður Amadóttir Wagle Fædd 27. janúar 1894 Dáin 2. júlí 1993 Anna fæddist fyrir hartnær 100 árum eða hinn 27. janúar 1894 að Gerðakoti á Miðnesi. Hún var dótt- ir merkishjóna, Elínar Ólafsdóttur og Árna Eiríkssonar útvegsbónda þar. Börnin voru níu, en sex kom- ust á legg. Anna var þeirra elzt. Elín mátti sjá af manni sínum í sjóinn, en slíkur var kjarkur þeirrar konu, að hún tók við verki bónda síns og reri til fiskjar og sá fyrir bamahópnum sínum, sem reyndar voru allt stúlkur. Eins' og allir vita, voru stúlkur á þeim árum taldar heldur verðminni til verka en drengir, en allt gekk nú upp fyrir því. Þegar tími kom til, var sózt eftir þessum stúlkum og fengu þær allar með tölu góða eiginmenn, sem sköruðu fram úr þeirri dýrkuðu meðalmennsku, sem nú tröllríður þessu þjóðfélagi. Anna Sigriður hét skjólstæðing- ur okkar fullu nafni. Hún fór ung að árum til Noregs sem húshjálp á heimili og kom sér vel á þeim bæ. Þar réðst framtíð hennar á þann veg, að hún kynntist þeim manni, sem varð eiginmaður hennar. Sá hét Henrik Schumann Wagle og var vélgæslumaður í niðursuðu- verksmiðju Bjellands hins norska. Henrik, eða reyndar Hinrik, eins og við kölluðum hann (Norðmenn bera e fram eins og við i), var reyndar fleira til lista lagt en gæta véla, hann var mjög gefínn fyrir hljómlist, spilaði á hvaða hljóðfæri, sem hann sá og gat einnig sungið, en helzt á norsku þó, því að íslenzk- an hans var aldrei alveg íslenzk. Anna og Henrik eignuðust fimm börn og með þetta fólk tóku þau upp bú sitt árið 1930 og fluttust til íslands. Hér gerðist Henrik vélgæzlumaður hjá Sláturfélagi Suðurlands hjá öðlingnum Helga Bergs, en síðan hjá SÍF, þar sem hann vann m.a. með Þorvaldi Guð- mundssyni, nú í Síld og Fiski, en báða þessa menn mat hann mikils, sem voru nú engin undur, þessir stórvezírar íslenzkrar kjötfram- leiðslu. Börnunum var komið á legg og fer hér á eftir upptalning þeirra: Árni, f. 1918 og dáinn sama ár; Ellen Ingibjörg, f. 24. desember 1919. Hún giftist William G. Down- ey, sem var foringi í bandaríska hernum, og eignuðust þau einn sonn, William Gerald 3. Ellen og drengurinn fórust með Goðafossi, þegar hann var skotinn í kaf við Reykjanes 1944. William G. Down- ey lézt fyrir nokkru. Herdís Al- vilda, f. 10. júní 1922. Hún var gift Einari A. Jónssyni, sem var áratugum saman aðalgjaldkeri hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrenn- is, en hann lézt 1982. Þau eignuð- ust þrjú börn, dreng og tvær stúlk- ur. Hann lézt í flugslysi fyrir tæp- um 20 árum, en þær hafa báðar gifzt og búa í Reykjavík. Ida Elísa- bet, f. 8. apríl 1925. Hún er gift undirrituðum og eigum við tvær dætur, en misstum dreng í æsku. Þær eru báðar giftar og býr önnur í Garðabæ, en hin í Kaupmanna- höfn. Árni Marselíus, f. 7. marz Morgunblaðið/Árai Helgason Afkomendur Árna Thorlacius Ólafssonar við minnisvarðann um hann. Heimsækja fomar slóðir Stykkishólmi. Á STYKKISHÓLMI voru nýlega á ferð nokkrir af afkomendum Árna Thorlacius Ólafssonar sem talinn er fyrsti íbúi Stykkis- hólms, bæði til að minnast forföður síns og eins að líta á minnis- varðann sem honum hefur verið reistur. Árni fæddist árið 1802. Hann setti upp verslun í Stykkishólmi árið 1845 og var umsvifamikill athafnamaður á Snæfellsnesi. Honum var reistur veglegur minn- isvarði við Stykkishólm fyrir nokkru til að minnast umsvifa hans. Margir afkomenda hans hafa, þegar þeir eru á ferð um Snæfellsnes, komið við og stað- næmst við varðann og rifjað upp minningar. - Árni. Komum heil heim - átak sem alla varðar SLYSAVARNAFÉLAG íslands hefur um árabil í samstarfi við fjölda aðila staðið að sérstöku átaki til að vekja athygli almennings á þeim miklu hættum sem geta fylgt ferðalögum innanlands og bent alveg sérstaklega á hættu við ár og vötn, við akstur yfir óbrúaðar ár, í báts- ferðum, á tjaldstæðum, í og við sumarbústaði og svo í hinni miklu og geigvænlegu umferð, jafnt í bæjum sem úti á þjóðvegum. Slysavamafélagið hefur leitað til fjölmiðla. til að koma fræðsluefni bæði í formi auglýsinga, heilræða og greinaskrifa er þetta varðar til almennings og mun það birtast fólki á næstu vikum. Ein þáttur átaksins er prentun og dreifing límmiða í afturrúður bífreiða með hvatningu um að koma heil heim. Miðamir verða til dreifingar á öllum bensínstöðvum landsins. Fjölmargir aðilar styrkja þetta forvarnarátak og gera þannig Slysa- varnafélaginu mögulegt að sinna betur sínu mikilvæga verkefni. Það vilja allir koma heilir heim en því miður eru allof margir sem gera sér ekki grein fyrir þeirri ábyrgð og hættum sem ferðalögum fylgja. Slysavarnafélagið hvetur landsmenn til að vera varkára og varast slysin. 1930. Hann var giftur Helgu Henr- ýsdóttur og áttu þau sex börn, sem öll eru á lífi. Árni Marselíus lézt 18. september 1975. Ég kynntist Önnu fyrst þegar ég var um fermingu, þar eð Wagle- fólkið bjó í næsta húsi við okkur á þeim árum. Lítið minnist ég Önnu frá þeim tíma, enda var þá aðallega lesið fyrir skóla og svo verið úti í stórfiskaleik eða einhverju álíka á milli lestrarins. Þetta var mjög fyr- irferðarlítið fólk. Henrik kynntist ég aldrei nema lítillega, þar eð hann féll frá einu og hálfu ári eftir að kunningsskap- ur hófst. Hann var dulur maður og prúður. Önnu hef ég þekkt í 40 ár og næstum allan þann tíma hefur hún verið ekkja, sem reyndar verður hluskipti annarrar hverrar konu. Þar eð efnin voru aldrei mikil af veraldlega taginu í búi Önnu og Hinriks, reyndi á samheldni fjöl- skyldunnar, og kom það í hlut Ein- STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Yf ir 30 tegund ir Stærðir: 36-41 Litir: Hvítur, blár og vínrauður PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 Domus Medica, Egilsgölu 3, sími 18519 V____________ J Þú svalar lestrarþörf dagsins ' síðum Moggans! ars og Herdísar að taka hana inn á heimili sitt. Alltaf er vandi að umgangast gamalt fólk (reyndar var Anna ekki nema um sextugt, þegar hún missti Henrik) inn á heimili, en bezt ber það vott um þægindi og geðprýði Önnu, og reyndar ekki síður Herdísar og Ein- ars, að þeir hlutir gengu ágætlega vel upp öll árin. Er mér nær að halda, að Anna hafi haldið vel á sínu, enda samvizkusöm, myndarleg og köttur þrifinn og nýtni hafði hún lært í foreldrahúsum. Þegar Annafvar komin um nír- ætt, datt hún á sléttu gólfi og lær- brotnaði. Ekki var búizt við, að hún kæmist gegnum þær hremmingar, stóra svæfingu og uppskurð. Hún var komin í fullan gang eftir nokkra mánuði og þégar hún brotnaði aft- ur á lærlegg tveim árum seinna, komin þá á tíræðisaldur, komst hún enn á stjá og varð ekki rúmföst fyrr en við þriðja brot af sama tagi. Komu þá til Hrafnistumenn í Hafn- arfirði og tóku henni opnum örmum og það sem meira var, sinntu henni með virðingu og einstakri hugulsemi til loka ævikvöldsins. Starfsfólki þar og stjórn eru tjáðar miklar þakkir. Þegar gamla konan lézt hinn 2. júlí síðastliðinn, var hún sett dáin í sérherbergi, þar sem aðstandend- ur fengu að vera hjá henni nokkra klukkutíma, en inni var á borðinu logandi kerti og biblía, sem heimil- ið hafði sett þar á borðið hennar. Þetta var virðuleg kveðja stofnun- arinnar til skjólstæðings síns. Ég vil þakka Önnu skuggalausa viðkynningu og aldrei hallaði hún til mín orði, enda þótt ég væri stundum brokkgengur sem tengda- sonur. Blessuð sé minning hennar, Hen- riks og litla drengsins, sem hvílir á milli þeirra. Sveinn Torfi Sveinsson. Á morgun verður jarðsungin frá Dómkirkjunni Anna Sigríður Árna- dóttir Wagle, en hún lést á dvalar- heimilinu í Hafnarfirði í hárri elli, vantaði sex mánuði í hundrað ára afmælisdaginn. Anna Sigríður var stórkostleg kona, ég; sem þessar línur skrifa, bjó með Önnu í tvo áratugi. Ég var unglingur þegar Anna fluttist til okkar á Hallveigarstíginn og man ég ekki eftir að þar hafi nokkurn tíma fallið skuggi á. Anna var ekkja eftir Hinrik Wagle. Hann var norskur og bjuggu þau í Noregi fyrstu ár sín saman. í lífshlaupi Önnu dró oft ský fyrir sólu. Hún missti elstu dóttur sína í flugslysi og fékk sinn skammt af sorginni. Ég man ekki eftir að maður sæi neitt á Önnu, hún var sú sterka. Mér er minnis- stæður sá dagur þegar Goðafoss var skotinn niður. Það var ábyggi- lega einn lengsti dagur í lífi Önnu, enginn vissi hver hefði komist af. Svo kom fréttin hræðilega, Ellen og Billy höfðu farist með skipinu. Ég mun aldrei gleyma þessum degi, ég dáðist að Önnu, annað var ekki hægt. Þakka ég alit það góða sem Anna gerði fyrir bróður minn sem var helsjúkur síðustu árin sem hann lifði. Það var lærdómsríkt að þekkja Önnu, hún var einstök móðir, amma og húsmóðir, heimilið var henni allt. Anna var mjög trúuð kona og kveið ekki heimkomunni, enda margir sem taka á móti henni. Góð kona er gengin, en ég veit í hjarta mínu að henni líður vel. Við Erlendur sendum dætrum, tengdasyni og öllum ástvinum ein- lægar samúðarkveðjur. Guð blessi Önnu á nýjum leiðum. Anna Clara Sigurðardóttir. THE EDINBURGH MBA Heilsársnám Alþjóðlegt námsefni og þátttakendur (1992 komu námsmenn frá 26 þjóðlöndum, þrír komu frá íslandi) Námið byggist á: Fyrirlestrum, dæma- verkefnum, ráðgjöf fyrir Sicosk fyrirtæki, stjórnunarleik, hópvinnuverkefnum og gestafyrirlesurum. Gerð er krafa til að minnsta kosti tveggja ára starfsreynslu (meðalaldur var 29 ár skóla- árið 1992). Námsuppbygging: 1. Kjarni, helstu viðskiptagreinar 2. Fjórir valáfangar ásamt stefnumark- andi stjórnun 3. Lokaritgerð til MBA-gráðu Nám í einum af merkustu háskólum Evrópu. Dvalið í einni fallegustu borg Evrópu. Nánari upplýsingar og ráðleggingar veitir: Trish Fraser, sími: 9044 31 650 8066 EUMS, 7 Bristo Square Edinborg EH8 9AL, Skotland, UK Símbréf: 9044 31 6506501 mm EDINBURGH UNIVERSITY MANAGEMENT SCHOOL MEST SELDU STEIKUR Á ÍSLANDI Nauta-, lamba- 09 svínagrillsteikur frá 690 krónum. Ódýrara en að elda heima!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.