Morgunblaðið - 11.07.1993, Blaðsíða 10
ío
i ÍJÚUfi CíiOfAJSMUOJiOM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JUU 1993
Neyðarnefitdin
Frá blaðamannafundi Neyðar-
nefndarinnar 19. ágúst 1991 þar
sem félagar í henni gerðu grein
fyrir sjónarmiðum sínum. Fund-
urinn þótti algjörlega mis-
heppnaður og framganga valda-
ræningjanna n\jög ósannfær-
andi. Fyrir miðju er Gennadíj
Janaév sem var skipaður forseti
nefndarinnar en honum á hægri
hönd er Borís Púgo sem var inn-
anríkisráðherra í tíð Míkhaíls
S. Gorbatsjovs og framdi síðar
sjálfsmorð.
Landraðamaður
leða ranglega
borinn sðkum?
Texti og mynd: Jón Ólofsson og Lórus Jóhonnesson
VALDARÁNIÐ í Sovétríkjunum í ágúst 1991 er
og verður ráðgáta. Seint skýrist hveijar voru
raunverulegar fyrirætlanir Neyðarnefndarinnar
svokölluðu, áttmenninganna sem ætluðu í samein-
ingu að stjórna Sovétríkjunum undir neyðarlögum
eftir að hafa einangrað Míkhail Gorbatsjov for-
seta þeirra. Mörgum hefur hins vegar þótt merki-
legt að þeir sem í raun fóru með æðstu völd ríkis-
ins skuli hafa þurft að ræna þeim og þess vegna
hefur sumum þótt hæpið að kalla atburði ágúst-
mánaðar 1991 valdarán. Hver var hlutur Gorbatsj-
ovs I því? Var hann fórnarlamb, eða reyndi hann
að notfæra sér fyrirætlanir samstarfsmanna sinna
í þeim pólitíska hildarleik sem hafði staðið yfir
frá því að Sovétríkin byijuðu að gliðna, í árslok
1989, þegar Kommúnistaflokkur Litháens sagði
sig í heilu lagi úr Kommúnistaflokki Sovétríkj-
anna?
Aðeins tveir af æðstu mönnum ríkisins voru
ekki í Neyðarnefndinni. Annar var auðvitað Gorb-
atsjov leiðtogi ríkisins sem sat í sumarsetri sínu
á Krím, að eigin sögn í stofufangelsi. Að sögn
ákærðra valdaránsmanna vissi hann hins vegar
nákvæmlega hvað til stóð og hefði getað komið í
veg fyrir það hefði hann viljað. Hinn var Anatolíj
Lúkjanov forseti Æðstaráðsins sem í raun var
næstur Gorbatsjov að völdum og hafði um árabil
verið vinur hans og samstarfsmaður. Hegðun
Lúkjanovs var undarleg á meðan á valdaráninu
stóð. Hann notaði tækifærið til að gefa opinbera
yfirlýsingu um andstöðu sína við nýjan sambands-
sáttmála Gorbatsjovs og leiðtoga lýðveldanna, sem
beið undirritunar. Þetta og fleira varð til þess að
marga grunaði að þótt Lúkjanov væri ekki í nefnd-
inni kynni hann að vera maðurinn á bak við
valdaránið.
Við hittum Lúkjanov að máli
á heimili hans í Moskvu, þar
sem hans bjó á meðan hann
var þingforseti og þar sem
hann býr enn eftir að honum
var sleppt úr Matijosskaja Tishina
öryggisfangelsinu, þar sem hann
satfrá 29. ágúst 1991 til 28. desem-
ber 1992. Hann heilsar okkur með
handabandi og vísar okkur inn á
vinnustofu sína. Lúkjanov er greini-
lega mikið snyrtimenni og reglu-
maður. Á skrifborði hans er allt í
röð og reglu. Við getum ráðið af
bunkum af erlendum tímaritum og
blöðum að hann fylgist vel með
heimsmálunum. En hann er líka
áhugamaður um skáldskap, einn
veggurinn á vinnustofunni er þak-
inn ljóðabókum og hann segir okkur
að í heild telji bókasafn hans ein
12.000 bindi. Sjálfur er Lúkjanov
ljóðskáld og hefur gefíð út nokkrar
ljóðabækur.
Við komum dálítið of seint og
reynum að stynja upp fáeinum af-
sökunarorðum. Umferðin hafí auk-
ist gífurlega í Moskvu síðasta árið
eða svo, á háannatímum sé ekki
nokkur leið að komast áfram í mið-
borginni nema með því að taka
neðanjarðarlestina. En óhjákvæmi-
lega setja þessi fyrstu orðaskipti
um öngþveitið í Moskvu tóninn fyr-
ir spjallið sem á eftir fylgir. Lúkj:
anov er maður gamla tímans. I
hans augum er hrun Sovétríkjanna
harmleikur, ekki aðeins í sögu
Rússlands heldur mannkynsins alls.
Sjálfur á hann samt yfír höfði sér
dóm, sem samkvæmt rússneskum
lögum gæti jafnvel orðið dauðadóm-
ur, fyrir föðurlandssvik við þetta
fallna ríki.
-Væru Sovétríkin til ennþá ef
neyðarnefndin svokallaða hefði ekki
rænt völdunum af Gorbatsjov for-
seta Sovétríkjanna?
„Því er ómögulegt að svara. Hins
vegar er fjarri lagi að kenna neyðar-
nefndinni um hrun Sovétríkjanna
þótt aðrir hafí notfæit sér aðgerðir
hennar til að leysa ríkið upp. Þjóðin
hafði lýst yfir vilja sínum til þess
að Sovétríkin væru áfram til í at-
kvæðagreiðslu í mars 1991 og í
samræmi við þá niðurstöðu var
unnið að nýjum sambandssáttmála.
Samkvæmt honum átti að auka
Anatolíj Lúkjanov fyrrum forseti Æóstaráós
Sovétríkjanna rœóir vió Morgunblaóió
unt valdaránió, hrun Sovétríkjanna
og Mikhail Gorbatsjov
rétt lýðvelda, sjálfstjórn borga og
valdaumboð sveitarstjóma auk þess
að styrkja tengsl þeirra við stjórn
ríkisins í Moskvu. Allt hefði þetta
rúmast innan ramma sovésku
stjórnarskrárinnar og gert Sovét-
ríkin að sambandsríki í svipuðum
skilningi og Bandaríkin og Þýska-
land.
En starf okkar miðaðist einnig
að því að endurnýja og færa til
nútímans þá sósíalísku þjóðfélags-
skipan sem við bjuggum við.
Framapólitík og aðrir þættir óvið-
komandi hagsmunum þjóðarinnar
ollu hmni SovétríkjannaiValdabar-
átta, öfgafull þjóðemishyggja og
aðskilnaðarstefna sem af henni
leiddi. Þjóðernishyggjahafði auðvit-
að alls staðar verið í vexti, ekki
bara í Sovétríkjnum en hún hefði
ekki þurft að valda aðskilnaði Sov-
étlýðveldanna."
Almennur stuðningur við
sambandssáttmála
-Nú lýstuð þér sjalfir andstöðu við
sambandssáttmálann á meðan á
valdaráninu stóð. Hvernig samrým-
ist það því sem þér segið nú um
að nýr sambandssáttmáli hefði get-
að bjargað Sovétríkjunum og að
slíkur sáttmáli hafi haft nægilegan
pólitískan stuðning?
„Sjáið þið til, Sambandssáttmál-
inn varð til með eftirfarandi hætti:
Þegar ákveðið var að styrkja ríkið
með því að auka réttindi og völd
lýðveldanna þurfti að breyta stjórn-
arskránni en hluti af henni var
samningurinn á milli Úkraínu, Hvít-
arússlands, Suður-Kákasuslýðveld-
isins og Rússlands sem gerður var
1922 þegar Sovétríkin vo.ru stofn-
uð. Þótt Sovétríkin hafi fengið nýja
stjórnarskrá 1936 og aftur 1977,
var sá samningur í grundvallaratr-
iðum óbreyttur. En á meðan á þessu
starfi stóð fóru þjóðernisástríður
að segja til sín. Eystrasaltsríkin
lögðu til að gerður yrði nýr samn-
ingur um ríkjasamband en ekki
sambandsríki og um það vom
haldnar viðræður, sem þó urðu aldr-
ei neitt meira en skoðanaskipti. Það
kom í minn hlut að setja á blað
fyrstu drögin að nýjum sambands-
sáttmála, í nafni Æðstaráðsins og
forsetans. Hugmyndin var frá upp-
hafi sú að gera Sovétríkin að sam-
bandsríki á gmndvelli gildandi laga
og stjórnarskrár. Þess vegna er
ekki hægt að halda því fram að ég
hafi verið á móti nýjum sambands-
sáttmála.
Spumingin var hins vegar hvers
konar sáttmála við vildum gera.
Aðalatriðið var að Sovétríkin yrðu
áfram eitt ríki. Aukin réttindi Iýð-
veldanna og fullt fjárhagslegt sjálf-
stæði mátti hvorki hindra að ríkis-
fjármálin væru á einni hendi, né
að sovésk stjómarskrá og sovésk
lög hefðu forgang fram yfir stjórn-
arskrá og lög lýðveldanna eða að
lýðveldin yfírtækju eignir Sam-
bandsríkisins. Það mátti ekki gerast
að eignarhald tvístraðist á járn-
brautum eða orkulögnum og orku-
auðlindum. Ennþá síður að lýðveld-
in tækju í sínar hendur það sem
nauðsynlegt er vömum ríkisins, eða
tækju við hergagnaiðnaðinum.
Nokkrum sinnum var þessi sam-
bandssáttmáli tekinn til umræðu í
Æðstaráðinu og á Fulltrúaþinginu.
Til þess að tryggja stuðning þjóðar-
innar, ákvað fulltrúaþingið að halda
þjóðaratkvæðagreiðslu um hann 17.
mars 1991. Tveir þriðju þeirra sem
tóku þátt í henni lýstu stuðningi
við endurnýjað Samband Sósíal-
ískra Sovétlýðvelda, við sambands-
ríki þar sem tryggð væru jöfn rétt-
indi allra borgaranna sama af hvaða
þjóðerni þeir væru. Eftir það sner-
ist allt mitt starf um að veija þessa
hugmynd að áframhaldandi Sovét-
ríkjum, því það var vilji þjóðarinnar.
En lýðveldin snerust gegn þessu;
einkum Rússland og Úkraína. I
Úkraínu höfðu menn aðrar hug-
myndir, Úkraínumönnum fannst að
sambandið ætti að verða líkara
Evrópubandalaginu. Moldavía og
Kírgísía voru líka fylgjandi þeirri
hugmynd. Eystrasaltsríkin höfðu
sérstöðu því þar vildu menn segja
sig úr sambandinu hvert svo sem
það yrði. í Eystrasaltslöndunum
höfðu þjóðernissinnar náð mestum