Morgunblaðið - 11.07.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.07.1993, Blaðsíða 38
KAPPAKSTUR / FORMULA 1 MORGÚNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTÍR SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1993 Fjarstýrðir keppnisbíiar? Morgunblaðið/Gunnlaugur ÞAÐ er ekkert grin að aka Formula 1 keppnisbíl, enda hraðinn í keppni oft yfír 300 kílómetrar á klukkustund. Stórstígar tækniframfarir hafa nú orðið þannig að tölvumenn að tjaldabaki fylgjast grannt með bílnum og geta breytt ýmsum þáttum sem skipta máli, meðan leikur stendur sem hæst. Þeir eru líka í sambandi við bílstjórann í gegnum fjarskiptakerfi. Stórstígar tækniframfarir sem valdið hafa deilum Sumir segja keppendur orðna eins og farþega — bOnum sé nánast fjarstýrt að tjaldabaki ALAIN Prost og Ayrton Senna, mennirnir sem slást um heims- meistaratitilinn í Formula 1 kappakstri aka fyrir ríkustu liðin og er ekki vel til vina eftir að hafa barist á kappakstursbrautum um allan heim íheimsmeistarakeppninni íkappakstri. Peningaveltan i tengslum við Formula 1 kappakstur er svo mikil að í íþróttaheim- inum eru Ólympíuleikarnir aðeins hærri hvað fjármagn varðar. Af þeim sökum er líka mikil keppni, hamagangurinn og tæknibún- aðurinn f kringum Formula 1 hefur aldrei verið meiri. bestu dýrmætir liðunum sínum. Þessa dagana er mikið rifist um tæknilegar framfarir, en bílafram- leiðendur hafa alltaf nýtt mikið af tækninni úr Formula 1 bílum í almennri bílaframleiðslu. Honda var lengi vel leiðandi í Formula 1 kappasktri og nýtti þátttöku í hon- um til að þróa 16 ventla bílvélar, en núna eru það Ford og Renault sem leggja mest uppúr Formula 1. Renault hjá Williams liðinu og Ford hjá Benetton og McLaren, en þessi þijú lið standa upp úr í dag. Ferrari liðið fræga hefur átt erfitt uppdráttar, en með nýjum mönnum gæti hagur þess vænkast á næstu mánuðum. Tvær sekúndur 1100 km hraða Keppt er í heimsmeistarakeppn- inni í dag, að þessu sinni á Silvers- tone kappakstursbrautinni í Eng- landi. Þar er hópur Islendinga nú Heimsmeistarinn í Formula 1 kappakstri, Bretinn Nigel Mansell hætti í Formula 1 og færði sig til Bandaríkj- Gunnlaugur anna, þar sem hann Rögnvaldsson býr og keppir í Indy skrifar Car kappakstri. Hann hefur tvívegis unnið keppni og klesst keppnisbíl í tvígang, en hann var alltaf þekkt- ur fyrir að vinna eða tapa ellegar „illa“ í Formula 1. Hans er sárt saknað af Formula 1 aðdáendum, en launin sem hann fær vestan- hafs eru 10 miljónir dollara fyrir keppnistímabilið, eða rúmar 700 milljónir íslenskar; dágóð summa það. En ástæðan fyrir þessum launum er sú að hann hefur farið í gegnum strangan skóla síðustu ár, nefnilega Formula 1 kappakst- ur, þar sem keppendur aka 6-800 hestafla keppnisbílum, oft á yfir 300 km hraða á hlykkjóttum brautum. Síðustu ár hefur tæknin tekið stórstígum framförum í bíl- unum, þannig að alþjóðasamband bílaíþrótta vill nú stemma stigu við tæknilegum framförum. Rifist um tæknibúnaðinn Núna eru bílarnir í Formula 1 keppninni útbúnir tölvustýrðri fjöðrun og þannig úr garði gerðir að fjarstýra má bæði fjöðrun og vélarstillingu úr bílskýlum keppnisliðanna á kappaksturs- brautunum. Má breyta stillingu vélanna á augabragði, en að tjaldabaki fylgjast tæknimenn lið- anna með eldsneytiseyðslu, hvað vélin skilar í hestöflum, öndun hennar og öðru sem fær hana til að virka. Allt er stillt í samræmi við legu brautarinnar, hve margar beygjurnar eru og brekkurnar, hvernig andrúmsloftið er og aðrir þættir sem hafa áhrif á vinnsluna. Með nokkrum tökkum má breyta allri virkni vélarinnar og sömu sögu má segja um fjöðrunarkerfi toppbílanna. Mörgum þykir sem ökumennirnir séu orðnir farþegar frekar en keppendur, en þrátt fyr- ir slíkar fullyrðingar þá eru þeir KNATTSPYRNA Pollamót Þórs haldið ífimmta sinn á Akureyri um síðustu helgi Víkveiji sigraði í vítakeppni POLLAMÓT Þórs var haldið á Akureyri um síðustu helgi. Þar voru mætt til leiks 47 lið og hafa þau aldrei verið fleiri. Lið Víkverja sigraði á mótinu eftir úrslitaleik og vítaspyrnukeppni við C-lið Þórs. Til þess að vera gjaldgengur í Pollamótinu þarf aðeins að uppfylla eitt skilyrði, en það er að vera eldri en þrí- tugur. Keppnin fór fram á föstudag og laugardag og var leikið á átta völlum frá morgni til kvölds, og þeg- HHBH ar upp var staðið var Reynir búið að leika um 180 Eiríksson leiki. Það var greinilegt að margir höfðu litlu gleymt og sáust margir skemmtilegir taktar hjá leik- mönnum en það mátti þó sjá að ein- hverjir höfðu bætt utan á sig frá því á árum áður. Aðstandendur mótsins voru mjög ánægðir með það og sögðu að það væri virkilega gam- an að standa að því. Að þessu sinni var keppt í tveim- ur „deildum“, fyrir þrítuga og eldri og síðan lávarðadeild, fyrir 40 ára og eldri. Til keppni í lávarðadeildinni mættu sex lið cg var það Fram sem fór með sigur af hólmi eftir úrslita- leik við ÍBK. í Pollamótinu sjálfu léku til úrslita Víkveiji og Þór C, og höfðu Víkveijar betur eftir víta- spyrnukeppni. Markahæstu menn mótsins voru Sverrir Brynjólfsson Þrótti B og Haraldur Guðmundsson Aftureldingu með átta mörk, og í Lávarðadeildinni gerði Heiðar Breið- fjörð Breiðabliki sjö mörk. Að venju var haldin mikil veisla að mótinu loknu, þar sem veitt voru margháttuð verðlaun og má m.a. nefna að liðið Garpar frá Akureyri var kosið persónuleiki Pollamótsins. Þeir höfðu sett sér það markmið að skora helmingi fleiri mörk í ár en í fyrra, en þá gerðu þeir eitt mark. Kristinn Peterseb Fram var valinn persónuleiki Lávarðadeildarinnar. Árni Stefánsson Tindastóli og Þor- steinn Ólafsson ÍBK voru kosnir bestu markverðir mótsins, Gunnar Austfjörð Þór og Haraldur Erlends- son Breiðabliki voru bestu varnar- mennirnir, en Karl Þórðarson ÍA og Atli Jósafatsson Fram voru valdir bestu sóknarmennirnir. Wpm w 'Á tJfWfsn P /ái| mm Ú :$ |D 1* & [ zw W mmm mtm'- J ðtWV f 'lj&L % Jj Hr Pollarnir Lið Víkverja og Þórs C sem Iéku til úrslita á Pollamóti Þórs á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.