Morgunblaðið - 11.07.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.07.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1993 KYIKMYNDIR/SAMBÍÚIN sýna kvikmyndina The Vanishing, spennumynd með sál- legu ívafi. Þetta er endurgerð hollensku myndarinnar Spoorloos frá 1988 og í aðalhlutverkum eru Jeff Bridges, Kiefer Sutherland, Nancy Travis-og Sandra Bullock Leikstjórinn HOLLENSKI leikstjórinn George Sluizer við tökur á kvikmyndinni The Vanishing sem er endurgerð fyrri myndar hans, Spoorloos. NAGANDI ÓVISSA Leitandi JEFF er með hvarf kærustunnar á heilanum og er hann óþreytandi við að reyna að komast að því hvað varð um hana. SAMBÍÓIN sýna bandaríska endurgerð hollensku spennumyndarinnar Spoorloos sem á ensku kallast The Vanishing, eða hvarfið, en leikstjóri beggja myndanna er Hollendingurinn George Sluizer. Aðalhlutverkin I myndinni leika þau Jeff Bridges, Kiefer Sutherland, Nancy Travis og Sandra Bullock. Þetta er ein af fjöl- mörgum evrópskum kvikmyndum sem endurgerðar hafa verið í Hollywood upp á síðkastið, en meðal endur- gerðanna eru Scent of a Woman, Sommersby og The Assassin, sem bráðlega verður frumsýnd hér á landi. The Vanishing hefur hlotið ágæta dóma gagnrýnenda og þá ekki síst fyrir frammistöðu Ieikaranna í aðalhlut- verkum og t.d. hlaut myndin þrjár stjörnur hjá hinu virta breska kvikmyndatímariti Empire. T he Vanishing hefst á bílferðalagi skötuhjúanna Jeff og Díana (Kiefer Sut- herland og Sandra Bullock), en þau eru farin að fara nokkuð í taugarnar á hvort öðru þegar þau koma að er- ilsamri bensínstöð við þjóð- veginn. Díana hverfur þar hins vegar alveg sporlaust, en aðeins áhorfendur vita að það er furðufuglinn Bamey (Jeff Bridges) sem á sök á hvarfi hennar. Tíminn líður og þremur árum eftir hvarfið hefur enn ekkert spurst til Díönu. Lögreglan hefur fyrir löngu síðan misst allan áhuga á málinu og það er aðeins Jeff sem heldur áfram leitinni að konunni sem hann hafði lofað að yfirgefa aldrei í lífinu. Þörfin fyrir að vita hver örlög hennar urðu knýr hann áfram og leitin sjálf er orðin að þráhyggju hjá honum sem hlýtur einhvern- tíma að taka enda. Nýstárlegur efniviður Hollenski leikstjórinn Ge- orge Sluizer gerði sálfræð- itryllinn Spoorloos árið 1988, en myndin var byggð á skáldsögu eftir Tim Krabbé. Þegar bandaríska kvik- myndaframleiðandanum Larry Brezner, sem á að baki myndimar Good Morn- ing, Vietnam og Throw Momma from the Train var kynnt myndin, þá sá hann strax að hún bjó yfir öllum einkennum góðrar spennu- myndar, auk þess sem í henni væri fjallað um nýstár- legt efni sem ekki hafði ver- ið gert nein tæmandi skil í bándarískum kvikmyndum fram til þessa. „Við höfum Fæddur til að leika ÞAÐ MÁ með sanni segja að Jeff Bridges hafi fæðst í þennan heim til að leika í kvikmyndum. Hann er sonur kvikmyndaieikarans Lloyd Bridges, og hann var aðeins fjögurra mánaða gamall þegar hann kom fyrst fram í kvikmynd. Jeff hefur leikið í aragrúa kvikmynda og hefur hann þrisvar sinnum verið tilnefndur til Óskars- verðlauna fyrir leik sinn, en skemmst er að minnast hans úr myndinni The Fisher King sem hann lék I á móti Robin Williams. (Jeff Bridges er fæddur í Los Angeles en hann lærði leiklist í Berghoff Studio í New York. Fyrsta kvikmyndahlutverkið fékk hann árið 1969 í myndinni Halls of Anger. Skömmu síð- ar lék hann með Stacy Keach í Fat City og sfðan á móti Clint Eastwood í Thunder- bolt and Lightfood, en fyrir það hlutverk var hann til- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestan leik í aukahlut- verki. í gegnum tíðina hefur Jeff Bridges leikið í kvikmyndum margra þekktustu leikstjóra samtímans, og má þar nefna þá Peter Bogdanovich, Alan Hjálparhella NANCY Travis leikur Ritu Baker, gengilbeinu sem leggur Jeff lið við leitina að horfinni kærustu hans. Uppgjör JEFF (Kiefer Sutherland) á óuppgerðar sakir við Barn- ey (Jeff Bridges) í sálfræðitryllinum The Vanishing. Verðlaunaður leikstjóri Á síðasta ári vann mynd George Sluizer, Utz, til nokkurra helstu verðlauna á 42. kvikmyndahátíðinni í Berlín, m.a. sem besta mynd og fyrir besta leikara í aðal- hlutverki, en Sluizer var þá þegar orðinn þekktur víða um heim fyrir Spoorloos. Upphaflega ætlaði hann sér ekki að verða kvikmynda- gerðarmaður heldur stóð hugur hans til að verða rit- höfundur. Eftir að hafa eytt nokkrum árum á sjónum til að afla sér lífsreynslu fékk hann starf sem aðstoðar- maður hjá hollensku kvik- myndafyrirtæki, en það J. Pakula, Francis Ford Coppola, Sidney Lumet, John Huston, Michael Cimino, John Carpenter og Hal As- hby. Meðal mynda sem hann hefur leikið í eru The Last Picture Show, sem hann fékk tilnefningu til Óskarsverð- launa fyrir, King Kong, Stay Hungry, Bad Company, Hea- vens Gate, 8 Million Ways to Die, The Fabulous Baker Boys, sem hann lék í á móti bróður sínum Beau, Nadine, The Morning After og Jag- ged Edge. Meðal þekktra leikkvenna sem hann hefur leikið á móti má nefna Isa- bellu Rosselini, Michelle Pfeiffer, Farrah FawCett, Kim Basinger, Rosanna Arquette, Jane Fonda, Sally Field og Glenn Close. Nýj- asta myndin sem hann leikur í er Fearless, sem Peter Weir leikstýrði, en sú mynd verður væntanlega frumsýnd síðar á þessu ári. Þá hefur hann nýlokið við að framleiða og leika í myndinni American Heart, sem fjallar um mann sem leitar gæfunnar ásamt syni sínum, en leikstjóri nægði honum síðar til að hefja nám við kvikmynda- skóla í París. Eftir að hafa lokið námi þaðan í leikstjórn og klippingu starfaði Sluizer sem aðstoðarleikstjóri við ýmsar kvikmyndir og m.a. aðstoðaði hann Mike Todd við gerð myndarinnar Um- hverfis jörðina á 80 dögum. Síðar tók við gerð ýmissa heimildarmynda, en fyrstu leiknu myndina í fullri lengd gerði hann í Brasilíu árið 1972, og síðan þá hefur hann gert nokkrar myndir fyrir enskumælandi markað, m.a. Twiee a Woman með Bibi Anderson og Anthony Perk- ins í aðalhlutverkum. þeirrar myndar er Martin Bell. Árið 1988 varð Jeff Bridges yngsti leikarinn til að hljóta þann heiður að sér- stök kvikmyndakynning var tileinkuð honum hjá National Film Theatre í London, en þar voru helstu myndir hans sýndar á þriggja vikna kvik- myndahátíð. Fleiri viður- kenningar hafa fallið honum í skaut aúk tilnefninga til Óskarsverðlauna og Golden Globe verðlauna, og til dæm- is árið 1990 völdu samtök kvikmyndahúsaeigenda í Bandaríkjunum hann stjörnu ársins. Kvikmyndaleikur er þó ekki það eina sem Jeff Bridges leggur stund á því hann er liðtækur lagahöf- undur, listmálari og ljós- myndari. Verk eftir hann er að finna í sýningarsölum í Los Angeles og Montana þar sem hann á búgarð, en ann- ars býr hann ásamt eigin- konu sinni og þremur dætr- um í Santa Monica í Kaliforn- íu. orðið vitni að angistarfullri þjáningu foreldra sem misst hafa bamið sitt, en sá horfni bytjar smátt og smátt að taka yfir líf þeirra sem eftir eru á annan og meiri hátt en skýra má eingöngu með sársaukafullum söknuði. Þörfin fyrir að vita eitthvað um afdrif hins horfna er knýjandi, jafnvel þó um hörmulegan atburð sé að ræða, og hún er mun sterk- ari en að lifa í óvissu og spennu þess að vita ekki.“ Brezner hitti Sluizer til að kanna hvort leikstjórinn væri tilbúinn til þess að gera aðra útgáfu myndarinnar þar sem helstu frumatriði hennar væru látin halda sér en sagan sjálf gerð mun víð- tækari. Handritshöfundur- inn Todd Graff (Used Pe- ople) var kallaður til og eftir samráð hans og leikstjórans varð til handrit sem Sluizer segir að erfitt sé að bera saman við handrit uppruna- legu myndarinnar, þar sem það sé á ýmsan hátt gjör- ólíkt þrátt fyrir að atburðirn- ir sem fjallað er um séu svip- aðir. Jeff Bridges í hlutverki Barneys í The Vanishing.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.