Morgunblaðið - 11.07.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.07.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1993 Umtalsverðir möguleikar bjóðast at- hafnamönnum í skelfiskveiðum og -vinnslu en mikið verk er þó óunnið • BreiðiJjörður eftir Guðmund Guðjónsson Nú ríkja samdráttartímar í þjóðfélaginu og ekki sér fyrir endann á þeim. Margir sam- verkandi þættir valda þessari óáran, og tiltölulega einhæft atvinnulíf bætir ekki úr skák. Með einhæfninni er átt við, að atvinnulífið snúist ef til vill um of um sjávarfang. Fyrst og fremst þorskinn, sem hefur ver- ið á undanhaldi og allir vita að loðna og síld geta verið dyntótt fyrirbæri svo ekki sé fastar að orði kveðið. Engu að síður verða menn að vera áfram opn- ir fyrir öllum möguleikum í nýtingu sjávarfangs og einn þeirra er veiði og vinnsla á ýmsum krabba- og skeldýrum. Þótt einhveijir kunni að segja að varla auki það á fjölbreytn- ina í atvinnulífinu, þá gætu þessar afurðir orðið umtalsverð búbót fyrir þjóðfélagið og að einhveiju leyti bætt okkur upp tekjutapið vegna samdráttarins í þorskveiðum. Hitt er annað mál, að íslendingar veiða þegar mikið af þremur tegundum ,„skeldýra“ og á vinsældarlist- anum yfir fiskafurðir okkar eru þau öll meðal hinna tíu efstu. Hér er átt við rælyu, sem skip- ar annað sætið á eftir þorskin- um hvað aflaverðmæti varðar, humar og hörpuskelfisk. En það eru fleiri skelfisktegundir sem bjóða upp á veiðar og vinnslu. Framundan er aukin sókn í ígulker og veiðar á kú- fiski eru að taka við sér á ný eftir misheppnaða tilraun fyrir nokkrum árum. Þá rýna menn einnig í möguleika beitukóngs og trjónukrabba á erlendum mörkuðum. Fleiri tegundir eru „girnilegar" að mati Hrafnkels Eiríkssonar fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun og eru nefndar til sögunnar tegundir eins og hafkóngur, tröllkrabbi, gaddakrabbi, öðuskel, báruskel og krókskel. Krækling hefur ekki enn borið á góma, en hann er fyrst og fremst alinn en ekki veiddur. Uppi munu áform um að ala mikið magn kræklings í Hvalfirði, þar sem tilraunaeldi var forðum, skammt frá Hvíta- nesi, og leiðir tíminn í Ijós hvernig það tekst til. Hrafnkell hefur sérstaklega lagt sig eftir rannsóknum á skelfisk við ís- land og féllst á að ræða vítt og breitt um útbreiðslu ýmissa teg- unda, veiðar og möguleika okk- ar á að koma umræddum teg- undum í verð. Hrafnkell segir að eitt og annað hafi verið reynt til þess að veiða og nýta vannýttar tegundir, en fara verði saman að vitneskja liggi fyrir hvar veiðanlegt magn sé að fínna af hverri tegund, hvernig sé best að veiða og vinna viðkomandi tegundir og síðast en ekki síst verði markaðsmálin að vera í lagi. íslendingar standa í sumum tilvik- um í þeim sporum, að þær tegund- ir sem þeir gætu hugsanlega veitt eru óþekktar á mörkuðum erlendis þó svo að náskyldar tegundir séu fyrir hendi og mikið veiddar. Má nefna krókskel og báruskel og tijónukrabba. Ekki verður hér íjallað sérstaklega um rækju, humar og hörpuskelfisk, heldur áhersla lögð á aðrar og minna þekktar tegundir. Fyrst nefnir Hrafnkell kúfískinn. Mikið magn... Hrafnkell segir að vísindamenn hafi fundið allt að 600.000 tonn af veiðanlegum kúfiski á nokkrum stöðum allt í kringum landið, aðal- lega þó út af Suðurlandi, á Faxa- flóa, Breiðafirði og á Vestfjörðum. Einnig sé vitað um „bletti“ víðar, t.d. í Skagafirði. „Fari kúfísksveið- ar í gang má búast við því að aðalveiðisvæðið verði Faxaflóinn, Vestfirðir og hafið fyrir Suður- landi þó það svæði sé ekki að sama skapi þægilegt til veiða sökum veðurs,“ segir Hrafnkell. Hann segir enn fremur, að kúfisksveiði til manneldis hafi verið reynd af og til allar götur síðan að síðari heimsstyijöldinni lauk og til dæm- is hafí útgerð á Súgandafirði veitt 5 til 6.000 tonn, niest til beitu en ekki manneldis. Á Flateyri séu nú hafnar aftur veiðar á þessari teg- und. „Við vitum um talsvert af miðum og veiðitæknin liggur fyrir. Hún er mjög afkastagóð og mark- aðir eru til fyrir þessa tegund. Aóan hefur hins vegar hlotiö lof fyrir gæói og Hrafnkell segir hana „andsk... girnilega" og veióar á henni hefóu þann kost aó hægt væri aó byr ja strax, vióa er vitaó hvar hún heldur sig og vit- aó er aó magnió er talsvert. Helst að verðið sé í lægri kantin- um, þannig að kanna þyrfti nýja markaði fyrir kúfisk,“ segir Hrafn- kell. Allt af stað í haust Mikið hefur verið lagt í að koma ígulkeraveiðum af stað í seinni tíð. Markaðir eru fyrir hendi og til- raunaveiðar hafa lofað góðu svo langt sem það nær. Hrafnkell seg- ir miklar vonir bundnar við ígul- keraveiðarnar og megi menn alveg vera bjartsýnir í þeim efnum. „En það eru engu að síður ótrúlega mörg vandamál sem þarf að yfir- stíga. Sem dæmi skal nefna, að græni ígullinn, eða skollakoppur- inn, sem veiddur er, er á mismiklu dýpi og hefur komið í ljós að hrognafylling hefur ekki reynst vera hin sama eftir breytilegu dýpi. Þetta gerir veiðar erfiðari og við eigum samkvæmt þessu eftir að finna út nákvæmlega hve- Unnið er að rannsóknum og tilraunaveiðar hafa gefið góða raun á ofangreindum stöðum en finnast víðast hvar á grunnsævi í kring um landið ígulker Veiðanlegt magn hefur fundist á ofangreindum stöðum. Að öðru leiti finnst hann allt í kring umlandið, þó minnst við suðurströndina. Trjónukrabbi Er að finna á grunnsæv. allt í kring um land, þó síst við suðurströndina. Veiðisvæði lítt kunn. Ðeitukóngur Faxaflói Veiðanlegt magn hefur fundist á ofangreindum stöðum en er að finna víðast á grunnsævi Frá Tvískerjum að Stokksnesi Kúfiskur Víkurnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.