Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 166. tbl. 81. árg. SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ1993 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Haukur Snorrason _______________________SELIR Á RA UÐASANDI________________________ Róttæk uppstokkun á peningakerfi Rússlands Moskvu, Pétursborg. Frá Lárusi Jóhannessyni og Reuter. RUSSNESKI seðlabankinn hefur ákveðið að allir peningaseðlar sem gefnir hafa ver- ið út fyrir 1993 skuli innkallaðir frá og með mánudegi. Þessi óvænta ráðstöfun, sem tilkynnt var á laugardag, hefur að markmiði að binda enda á ringulreið í peningamál- unum sem stafar af því að margs konar seðlar eru í umferð. Einnig verður reynt að torvelda glæpasamtökum, sem sum ráða yfir nýtísku Ijósritunarvélum, að falsa seðla. Skyndibita- skapvonska TEXASBÚI nokkur var nýlega dæmd- ur í tíu ára fangelsi fyrir að nefbrjóta afgreiðslustúlku á skyndibitastað með tómatsósuflösku. Akærandinn sagði að maðurinn hefði pantað sér ham- borgara með osti en látið senda hann aftur í eldhúsið vegna þess að ekki var notuð rétt osttegund. Næst kvart- aði hann yfir því að laukurinn hefði verið sparaður um of og að síðustu fannst honum óþolandi að ekki væri neitt af súrsuðum gúrkum í hamborg- aranum. Þegar hér var komið fékk afgreiðslustúlkan að fara heim og önnur, 17 ára gömul og óþreytt, tók við. Maðurinn bað nú um tómatsósu en mislikaði að stúlkan skyldi ekki rétta sér strax flöskuna. Hann taldi þetta rakinn dónaskap og barði stúlk- una með flöskunni. Dómari taldi að maðurinn ætti skilið þunga refsingu af því að líta mætti á flöskuna sem lífshættulegt vopn. Karlremba í söngnum HLUTI af textanum í kanadíska þjóð- söngnum veldur nú hugarangri þeirra sem láta sér annt um jafnrétti kynj- anna. Túlka má orðin svo að það séu einvörðungu „synir“ þjóðarinnar sem geti verið föðurlandsvinir. Þingmaður hefur stungið upp á því að textanum verði breytt, í staðinn fyrir „synir þínir“ standi „hjörtu vor“, þá ættu bæði kyn að geta vel við unað. Nefnd hefur verið sett í málið. Ráð við ósón- eyðingrmni RÁÐIÐ við ósón-eyðingunni yfir heimsskautasvæðunum er að senda á vettvang 40 risastór loftskip sem bera málmpalla, hlaðna rafmagni og á stærð við knattspyrnuvelli, að sögn Alfreds Wongs, eðlisfræðings í Kali- forníu. Skipin yrðu látin svífa yfir hafinu í 12-35 kílómetra hæð. Sðlin myndi síðan leysa úr læðingi elektrón- ur málmsins í pöllunum, þær bærust út í andrúmsloftið og myndu gera skaðlausar klórvetnis-sameindir sem eyða ósóninu. Að sögn Alexanders Kandrújevs aðstoðar- seðlabankastjóra var ákvörðunin tekin að höfðu samráði við ríkisstjórn Borísar Jeltsíns forseta. Rúblan er enn gjaldmiðill margra fyrrverandi Sovétlýðvelda og er ljóst að ákvörðun bankans getur valdið miklum vand- ræðum í sumum lýðveldanna. Stjórnvöld í Moskvu sögðu að breytingunni væri ekki beint gegn lýðveldunum en reynt yrði að koma á víðtækri samvinnu við þau um mynt, skuldamál og stefnuna í fjármálum. Almenningur í Moskvu þusti þegar í bank- ana til að skipta seðlum sínum er skýrt hafði verið frá umskiptunum fyrirhuguðu og margir óttast um sparifé sitt. Bankar og sparisjóðir voru margir lokaðir og þegar náðist í starfsfólk sagðist það ekki hafa feng- ið neinar leiðbeiningar varðandi breytinguna. Stjórnvöld reyndu að sefa fólk, sögðu að allir myndu fá gömlu seðlana endurgreidda. Skýrt var frá því að skipta mætti allt að 35.000 rúblum, um 2.500 krónum, í nýja seðla en væri fjárhæðin hærri yrði fólk að leggja féð inn á sex mánaða reikning. Verð- bólga á ársgrundvelli er nú um 750% en vextir af bankareikningum mun lægri. Gengi rúblunnar hefur hækkað nokkuð að undanförnu m.a. vegna þess að fyrirtæki þurftu að gera upp skatta sína að hluta í júlí og notuðu þá gjaldeyrissjóði sína til að kaupa rúblur. Einnig hefur trú manna á að efnahagsumbætur Jeltsíns beri árangur eflst. Þótt verðbólgan sé mikil hefur hún ekki aukist það sem af er árinu. Þingið, þar sem afturhaldsöfl eru í meiri- hluta, samþykkti í vikunni fjárlög sem talin eru geta magnað enn verðbólguna. Einnig hafa afturhaldsöflin sakað nokkra ráðherra Jeltsíns um fjármálaspillingu. Forsetinn hef- ur ákveðið að stytta sumarleyfi sitt vegna þessara ásakana sem hann kallaði ógn við lýðræðið. Er hann væntanlegur til Moskvu í dag. með börnin ----------14 smomK í BJtíKSJESLII? IÁADTAKAUPP GREIÐSLUAÐLÖGUNAR- KERFIÁ ÍSLANDISVIPAD OG í NOREGI? Að smíða — falleg fley Islandsvinurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.