Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 KIMATTSPYRNA / ÞJALFUN íslensk lið geta náð langt með vísindalegri þjálfun - segir Dr.med. Heinz Liesen, sem var ábyrgurfyrir uppbyggingu heimsmeistara Þjóðverja Morgunblaðið/Sverrir Liesen tekurblóðprufu úr Andra Sig- þórsssyni, unglingalandsliðsmanni í KR, eftir fyrsta hlaup af fjórum. Nið- urstöðumar sýndu að Andri er á réttri leið og með réttu álagi í tvö til þijú ár ætti hann að hafa kraft og þol eins og best gerist í knattspymunni. KNATTSPYRNA hefur lengi verið vinsælasta íþróttin í Þýska- landi eins og reyndar íflestum löndum. Hins vegar brá svo við eftir slakt gengi landsliðsins í Evrópukeppninni 1984 að vinsæld- irnar dvínuðu og tennis skaust upp í efsta sætið. Forráðamenn knattspyrnuhreyfingarinnar voru alit annað en ánægðir með gang mála og réðu Franz Beckenbauer sem yfirþjálfara landsliðs- ins með það fyrir augum að endurheimta fyrsta sætið. Hann vissi um hugmyndir Dr. med. Heinz Liesens varðandi þjálfun út frá íþróttalæknisfræði með tilliti til hámarksárangurs og óskaði eftir samstarfi með breytingar og þróun í huga. Liesen vartilbú- inn að þvítilskyldu að hann yrði ekki aðeins læknir liðsins held- ur að fullt tillit yrði tekið til hugmynda sinna, Beckenbauer féllst á það og saman unnu þeir að settu marki. Knattspyrna varð aftur íþrótt númer eitt í Þýskalandi, Þjóðverjar urðu heimsmeist- arar 1990 og vísindaleg þjálfun nýtur almennrar hylli og viður- kenningar. Eftir Steinþór Guöbjartsson Liesen var á íslandi í síðustu viku í boði Knattspymufélags Reykjavíkur og greindi frá kenning- um sínum, að byggja þjálfun á líf- eðlisfræðilegri þekkingu, á ráð- stefnu, sem fræðslu- nefnd Knattspyrnusambands ís- lands stóð að um liðna helgi. „ís- lensk knattspyrna hefur alla mögu- leika á að taka miklum framfömm með því að byggja á vísindalegri þjálfun, nýta keppnisfríið í mark- vissa uppbyggingu og bæta við tæknina með keppni innanhúss á veturna," sagði hann við Morgun- blaðið. Varast ber ofþjálfun Hugmyndafræði Liesens byggir á þeirri kenningu að til að ná há- marks árangri verður heilinn að fá að starfa óhindrað. Of mikið álag hindri starfsemina, sem leiði ekki aðeins til þess að lengri hvíldartími er nauðsynlegur heldur dragi það einnig úr líkamlegri getu og meiðslahætta verður meiri. Þar sem æskilegt álag er einstaklingsbundið leggur hann áherslu á reglulegt eftirlit með hveijum íþróttamanni og notar mjólkursýmkönnun til þess, en segir að mæling á súrefnis- upptöku nægi ekki. Niðurstöðumar segja hvar viðkomandi er staddur hvað líkamlega heilsu varðar og æfíngaálagið, sem byggir fyrst og fremst á loftháðri þjálfun, miðast við þær. Hann áréttar að framfarir eiga sér hvorki stað á dögum, vikum eða mánuðum, heldur tekur nokkur ár að byggja líkamann upp. Þetta eru í raun ekki ný kenn- ing; íþróttamenn, einkum í einstakl- ingsgreinum, hafa byggt sig upp um árabil með hliðsjón af vísinda- legum rannsóknum og aðferðinni hefur verið beitt hjá keppnisliðum, en í minna mæli og í flestum tilfell- um ekki eins markvisst og Liesen leggur til. Byrjað á landsliðinu Hugmyndir Liesens áttu ekki al- mennt upp á pallborðið hjá þjálfur- um í Þýskalandi til að byija með og fjölmiðlar höfðu uppi efasemdir um ágæti kenningarinnar. En Beckenbauer var á öðru máli. „Hann taldi aðeins mögulegt að hefja knattspymuna á stall á ný Spennandi tími framundan í þjátfun - segir Janus Guðlaugsson, námssljóri í íþróttum Janus Guðlaugsson, námsstjóri í íþróttum og þjálfari 2. flokks KR, hefur um árabil tekið mið af vísindalegum aðferðum í sambandi við þjálfun og hugsað í árum frekar en í mánuðum í því sambandi. Þeg- ar Janus lék með Fortuna Köln fyr- ir áratug, hjálpaði Dr. Bima Bjarna- son honum við að komast á fyrir- lestra í íþróttalæknisfræði í Köln og þar kynntist hann hugmyndum Lies- ens. „Þá vaknaði áhugi minn á«ð fara sjálfur í svona próf og sjá hvar ég stæði og hvað ég þyrfti að gera til að bæta mig, en þetta var á miðju keppnistímabili. Hann sagði mér hvað ég þyrti að gera til að ná mér niður eftir leik, þannig að ég væri alltaf frískur. I öðru lagi sagði hann mér á hvaða hraða ég ætti að hlaupa og vinna til að bæta við þolið. Þá hafði ég lítið unnið með púls, há- markssúrefnisupptöku, en mjólkur- sýmkönnun er næsta stig fyrir ofan, og ég gerði mér grein fyrir að ég var í kolröngu álagi. Þegar ég fór út til Þýskalands tveimur árum áður var ég oft að hugsa um ástæðu þess að ég hljóp beint í meiðsl þó ég væri þrælfrísk- ur, en þegar ég lít til baka var handa- hófskenndum vinnubrögðum þjálf- ara þar um að kenna, því miður. Síðan hef ég gælt við þetta og reynt að finna út hvernig best væri að nota þetta í sambandi við mína þjálf- un. Hingað til hef ég notað hámarks súrefnisupptökuna með pípprófí, en sérfræðingamir vilja ýta því út, þar sem það gefur ekki alveg rétta mynd af stöðunni miðað við upplýs- ingamar, sem fást með mjólkursýru- könnun." Janus sagði að prófið, sem Liesen og Birna tóku á leikmönnum um síðustu helgi, hefði sýnt að hann væri nokkuð rétt staddur, en strák- amir væra á mismunandi róli og þar sem hann gæti ekki gert það sama með báða þyrfti hann að reikna út æskilegt álag fyrir hvom um sig. „Þar sem við eram á miðju keppn- istímabili hugsum við ekki svo mikið um að bæta þolið núna heldur er aðalatriðið að missa ekki niður það sem fyrir er og miða álagið við að þeir nái sér eftir leiki á sem stystum tíma. Þetta held ég að þjálfarar al- mennt hafí ekki áttað sig á. Við höfum verið með rangt álag eftir leiki og síðan í uppbyggingunni." Janus sagði mikilvægt að lands- liðsþjálfarar væru í miklu nánara samstarfí við þjálfara félganna til að vita hvar einstakir leikmenn stæðu og hvað þeir væru að gera. Liesen hefði opnað augu margra fyrir nauðsynlegri samvinnu og eft- irliti, en því miður hefðu alltof fáir landsliðsþjálfarar sótt ráðstefnuna, sem hefði verið hvalreki á fjörur þjálfara. „Það var ánægjulegt að fá tæki- færi til að taka þátt í þessu og vinna með þeim, en það sem snerti mig mest var hvemig Liesen nálgaðist hámarks árangur íþrótta- manna í gegnum heilbrigði og persónuleika. Ef þessi vinnu- brögð eiga að takast verður að fá leikmennina með, því þetta er aðferð til að skilja. Þetta tengist því sem við erum að vinna í framhaldskól- unum, að byggja ákveðinn grunn til að fólk skilji betur hvað á sér stað í líkamanum, og það er mjög spennandi tími framundan í þjálfuninni." Morgunblaðið/Kristinn Llesen skýrir kenningar sýnar á þjálfraráðstefnu KSÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.