Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 2
2 FRETTIR/INNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 EFNI Kvikmyndin Jurassic Park verður frumsýnd hér á landi 13. ágúst Leikfangabúð- ir búa sig und- ir risaeðlufár BÚIST er við því að næsta „æði“ sem grípi um sig meðal íslenskr- ar æsku verði svokaliað risaeðluæði, a.m.k. ef marka má gífurlega sölu á öllu er tengist risaeðlum í kjölfar sýninga á nýjustu kvik- mynd Stevens Spielbergs, „Jurassic Park“, í Bandaríkjunum. Nokk- uð er síðan myndin var frumsýnd þar í landi en um síðustu helgi var hún frumsýnd í Bretlandi og sló öll aðsóknarmet fyrstu sýning- arhelgina. Innkoma myndarinnar þessa tvo daga varð 5 milljónir punda eða 3 milljónum punda meira en Batman-myndin, sem átti fyrra sölumet, að sögn Alfreðs Árnasonar hjá Sambíóunum. Alfreð sagði að í kjölfar frum- sýningar myndarinnar, sem fjallaði um opnun risaeðlugarðs, hefði gripið um sig mikið risaeðlufár í Bandaríkjunum. Æðið hefði breiðst út þegar kvikmyndin hefði verið sýnd í Bretlandi en ekki yrði farið að sýna haná á hinum Norð- urlöndunum fyrr en í september eða október. Frumsýning myndar- innar á íslandi yrði síðan 13. ág- úst og yrði hún sýnd í þremur kvikmyndahúsum, Bíóhöllinni, Bíóborginni og Háskólabíói. Rísaeðlur í leikfangabúðir Eigendur leikfangaverslana eru þegar komnir í viðbragðsstöðu Innreið risaeðlu UNNIÐ að gerð kvikmyndarinnar Jurassic Park á Hawaii. vegna risaeðlufársins og sagði Jón Páll Grétarsson, verslunarstjóri Leikbæjar í Hafnarfirði, sem dæmi að von væri á ekta Jurassic-risaeðl- um í verslunina uppúr mánaðamót- um. Eðlumar eru flestar á bilinu 10-40 cm á hæð og eru þær ýms- um hæfileikum búnar, geta t.d. gefið frá sér öskur og barist. Að auki sagðist Jón Páll eiga von á brúðum sem gerðar hefðu verið eftir öðrum persónum myndarinn- ar, eðlutöskum og eðlumyndum. Myndimar em í svipuðu formi og körfuboltamyndir sem ganga nú kaupum og skiptum hjá yngri kyn- slóðinni. Ekki kvað Jón Páll heldur útilokað að risaeðlusælgæti yrði selt í versluninni en þess má geta að í tengslum við myndina hafa m.a. verið framleidd risaeðlusæng- urföt, stuttbuxur, bolir og húfur. íslenskt fyrirtæki hef- ur framleiðslu á skútum „ÉG hef trú á því að skútuframleiðsla henti vel á íslandi," segir Sigurbjöm Sigurðsson skipasmíðameistari en fyrirtæki hans mun með haustinu hefja framleiðslu á skútum í Keflavík í samstarfi við fyrirtæki í Dan- mörku. Sigurbjörn og félagar hans eru þessa dagana að koma sér fyrir í slippnum í Kefla- vík þar sem skútumar, sem eru af gerðinni BB12 Ventus, verða smíðaðar. Hann telur að um 8-10 fái vinnu vegna þessa verkefnis og að öllum líkindum verða 6-8 skútur smíðaðar fyrir Evrópumarkað fyrsta árið. „Við hófum að leita fyrir okkur í fyrra með það í huga að hefla þessa framleiðslu hér á landi,“ segir Sigurbjöm. „Við komumst í gott samstarf við þekkta danska skútusmíðastöð, Borgesen Bádebyggeri í Vejle, en það er annað tveggja fyrirtækja, sem mega smíða hina þekktu Soling- báta, m.a. til nota í keppni á Ólympíuleikunum." Sigurbjörn segir að Ventus hf. muni taka við framleiðslu einnar skútutegundar danska fyrir- tækisins en sú smíði hafi ekki hentað Dönunum. „Við sömdum um það, sem mun reynast okkur mjög mikilvægt, að framleiðsla okkar verði seld undir sama vörumerki og Dananna. Við þurfum þá ekki að kynna alveg nýja vöru heldur njótum þekkingar þeirra í markaðssetningu.“ Að sögn hans mun danska fyrirtækið aðstoða íslenska fyrirtækið í upphafi og verða ráðgjafi í framtíð- inni en það eigi nú um 8% hlutafjár í Ventus hf. Og hvað mun nýsmíðuð íslensk skúta kosta? „Það fer allt eftir hvað lagt er í smíði hennar," segir Sigurbjöm. „Þessi framleiðsla er ekki ósvip- uð sölu aukahluta í bfla en segja má að hver og einn geti valið hvaða aukahlutir fylgja skútunni. Líklega munu þær kosta 7-10 milljónir króna." Aðspurður sagði hann að þær 6-8 skútur, sem fyrirhugað væri að smíða fyrsta árið, yrðu seldar á markaði í Evrópu, einkum í Sviss eða Þýska- landi. Skapar atvinnutækifæri Þetta verkefni segir Sigurbjöm að muni skapa nokkur störf. „Tveir menn munu hafa af því at- vinnu að smíða skrokkana fyrir okkur hjá Plast- verki hf. í Sandgerði. Þá geri ég ráð fyrir að 6 manns muni í upphafi starfa við skútusmíðina." Hann bendir á að afköstin geti verið tvöfölduð með því að ráða tvo starfsmenn í viðbót. Keflavíkurbær hefur útvegað fyrirtækinu að- stöðu í slippnum. Loks hefur verkefnið fengið vilyrði um fyrirgreiðslu frá Eignarhaldsfélagi og Hitaveitu Suðumesja en það er styrkur úr sjóði til atvinnuuppbyggingar á Suðumesjum. Morgunblaðið/Þorkell Fjöldi á hafnardegi HAFNARDAGUR var haldinn í gömlu höfninni í Reykjavík í gær í mjög góðu veðri. Strax í gærmorgun dreif að mikinn mannfjölda, enda var ókeypis í tívolíið. Hestaíþróttir Fyrstu titl- arnir unn- ust í gær MAGNEA Rós Axelsdóttir varð fyrst til að vinna sér titil á íslands- mótinu í hestaíþróttum á Akureyri í gær er hún sigraði í hlýðni- keppni barna á hryssunni Drottn- ingu frá Reykjavík. Sigríður Pjet- ursdóttir á Skagfjörð frá Þverá sigraði í ungingaflokki og Gísli Geir Gylfason vann f ungmenna- flokki á Ófeigi frá Grófargili. Sigurbjöm Bárðarson sigraði í hlýðnikeppni fullorðinna á Hæringi frá Víðidal. Forkeppni í tölti hófst í gær og varð Sigríður Pjetursdóttir efst í unglingaflokki á Skagfjörð með 83,20 stig. Úrslit í öllum hringvallargreinum ásamt gæðingaskeiði fara fram í dag. Verðbreytifigar v. gengis- lækkunarfnnar fíippo Berio ólivuoiía, 0,51 Vérðið Veröið hækkar var kr. er nú kr. um 292,- 312,- 6,8% 6,8% hækkun á ólívuolíu GENGISFELLINGIN hefur m.a. haft í för með sér að ítalska Filippo Berio-ólívuolían í hálfs lítra flöskum hefur hækkað úr 292 krónum í 312 krónur. Það er um 6,8% hækkun. Björgunarmiðstöðin í Madrid biður um aðstoð þyrlu varnarliðsins Sjúkraflug með spánskan sjómann ÞYRLA frá varnarliðinu var köll- uð út á laugardagsmorgun til að sækja veikan spánskan sjómann um borð í togara sem staddur var um 300 mílur suðvestur af Reykjanesi. Það var björgunar- miðstöð í Madrid sem kom beiðni um sjúkraflugið á framfæri og öll boðskipti við togarann fóru í gegnum þá miðstöð. Að sögn Landhelgisgæslunnar hafði Madrid fyrst samband vegna þessa máls seint á föstudagskvöld en sjómaðurinn þjáðist af innvortis blæðingum. Á laugardagsmorgun hafði ástand hans versnað það mikið að ákveðið var að kalla þyrlu til aðstoðar. Fór ein af þyrlum Land- helgisgæslunnar til togarans og var hún yfir honum um tólf-leytið. Gekk að óskum að hífa hann um borð. Sjómaðurinn var síðan fluttur á Borgarspítalann. Var komið með manninn í land um klukkan hálf þijú. A ► 1-40 jjÍ0tgaeSfUbib[ Skuldarar í gjör- gæslu? ►Ýmsir telja ástæðu til að taka upp greiðsluaðlögunarkerfí hér á landi, þar sem hið opinbera aðstoð- ar skuldara við að lækka greiðslu- byrði gegn því að hann afsali sér ! reynd fjárráðum sínum í fimm ár./lO Hulunni svipt af bresku leyniþjón- ustunni ►Ljósi varpað á konuna sem stjómarMI5, Stellu Rimington./12 Beðið með börnin ►Fresta ungar konur barneignum vegna langskólanáms eða starfs- frama eða liggja aðrar ástæður að baki?/14 Að smíða falleg fley ►Eftir Grím Karlsson fyrrverandi skipstjóra og líkanasmið í Ytri- Njarðvík liggja á þriðja tug skips- líkana. Nokkur líkananna eru á sjóminjasýningu í Geysishúsi./16 Garðalöggur á hjólum ► Starfsmenn Fegrunamefndar Reykjavíkur hjóla um borgina þvera og endilanga og gera at- hugasemdir við það sem miður fer í umhverfinu./18 B ► l-24 smmmGm íslandsvinurinn ►Um aldamótin 1800 var nátt- úmfræðingurinn Sir Joseph Banks sjálfskipaður vemdari íslands. Dr. Anna Agnarsdóttir safnar nú heimildum um samskipti Banks og íslendinga sem verða gefnar út á bók í Bretlandi./l Fjölskylda í fjarlægu landi ►Antonio Ruiz Ochoa, ræðismað- ur íslands í Puerto Rico hefur heimsótt íslands og rennt fyrir lax í tuttugu ár./4 Rokkafi ►Þrátt fyrir að rokkarinn Mick Jagger verði fimmtugur á morgun er hann ekki hættur að ólmast á sviðinu./9 Eru mörgæsir á ís- landi? ►Myndir frá eyjunni Kergulen, óbyggðri „frænku" íslands hinum megin á hnettinum. Þar setja mör- gæsir og sæfílar mestan svip á umhverfíð./4 C ► 1-8 Golf ►Aukablað þar sem fjallað er um golfíþróttina frá ýmsum hliðum. fastir þættir lOb llb 14b 16b 16b 16b 16b 17b Fréttir 1/2/4/6/bak Kvikmyndahúsin 22 Leiðari Helgispjall Reykjavíkurbréf Minningar íþróttir Útvarp/sjónvarp 36 Gárur 39 * daK 8b Velvakandi Mannlífsstr. 6b Samsafnið INNLENDAR FRÉTTIR- 2—6—BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4 Dægurtónlist Kvikmyndir Fólkifréttum Myndasögur Brids Stjðmuspá Skák Bíó/dans Bréf til blaðsins 20b 20b 22b

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.