Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 39 Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Kúla á kollinn? Bíðið þið, farið ekki lengra. Það er aldrei að vita hvert þessar kúl- ur fara, sögðu elskuleg hjón með golfkylfur á ftötinni við Hótel Ork. Strákurinn þeirra var að miða kúlu á gat úti á flötinni og við að gana þangað á rölti kring um höggmyndir á sýningu þama á grasflötinni. Ef þeirra kúla færi nákvæmlega þar sem hún átti að fara og ef við skoð- uðum ystu högg- myndimar í svolít- illi fjarlægð og ekki frá öllum hliðum var ekki hætta á ferðum. Hvorki hjónin né við tók- um áhættuna. Eft- ir að hafa gengið með ör á enni langa ævi eftir stein sem lenti svo- lítið „á skjön“ við kaststefnuna út út kartöflugarði end- ur fyrir löngu, tek- ur maður enga áhættu á að fá kúlu á flugi á koll- inn. Trúir því illa að golfkúlur eigi erindi þar sem kall- að er almennt úti- vistarsvæði. Eins og kúla í polli tók þetta atvik í Hveragerði að senda frá sér gár- ur. Eru ráðendur í Kópavogi ekki að búa sig undir að stefna mönnum með golfkúlur og kylfur niður í Fossvogsdalinn? Verða þeir þar ekki eins og refir í hænsnabúi? Splundra almenna liðinu í allar áttir? Ætli þessir 200 golfarar verði ekki eins og Davíð að hrekja með kúlum almenna risann Golíat á flótta. Löngum hefur þetta svæði verið kallað grænt útivist- arsvæði sem bæði Reykvíkingar og Kópavogsbúar hafa viljað veija sem slíkt. Viðurkennt með því að það krefjist rándýrrar niðurgra- finnar umferðar, ef hún kemur þá nokkum tíma. Lítið gagn í að fjarlægja umferð ef kúlur fljúga um loft. Raunar er ekki mikið svigrúm eftir fyrir grænt opið svæði fyrir almenning. Kannski tekst að sannfæra fólk um að það sé bara holl og góð útivist að ganga um í kúlnahríð. Eitt sinn komu áhugamenn utan af landi á fund í náttúruvemdarráði til að sannfæra þá sem þar sátu um að ekkert væri því til fyrirstöðu að útivistarfólk gæti fijálst ferða sinna haldið áfram að ganga eftir vinsælum árbakka inn á dal, þótt þeir fengju að leggja þar golfvöll. Hann yrði ekki afgirtur og mundi ekki hindra för fólks. Að vísu týna þeir iðulega golfkúlum í ána, en það er víst ekkert tiltökumál. Kannski spurning um hvort séu harðara, golfkúlumar eða fólkið. Hvort flýi fyrr af hólmi. Fréttir eru um að milli Korp- úlfsstaða og sjávar verði lagður golfvöllur. Þarna er eina óskemmda ströndin í Reykjavík- urlandi og hún og landið upp af alltaf verið ætluð almenningi til að fara með sjónum. í aðalskipu- laginu sem gilda á til 2010 er þetta merkt „opið svæði“. í því skipulagi segir að golfvöllur sé áætlaður í Gufunesi þar sem sorp- haugar borgarinnar vom fram til vorsins 1991. Sem sagt sitt á hvomm staðnum. Skipulagsbók var gefin út í fyrra, en þar verður ekki fundin í viðauka nein breyt- ing á landnotkun er hniki þeim skilningi að skynsamlegt sé að hafa dálítið langt á milli golfkúl- anna og útivistarfólks á gangi. Golfvellir inni í byggð er út af fyrir sig nýtt og órætt viðhorf, svo holl og góð sem sú íþrótt er. Ég fékk þær upplýsingar að golf- arar hefðu fullvissað skipulags- fólk um að allt væri í lagi, það mætti leggja brautimar þannig að ef slegið væri í rétta átt gæti fólk verið ömggt og fijálst til að flandra með krakkana sína í fjör- unni og upp af henni. Erfitt er að sjá þetta en á korti virðist fjar- lægðin milli fjömborðs og golf- vallar vera um 150 metrar og allt niður í 100 m. En ef kúla eða krakki fara nú ekki í rétta átt? Hvort ætli víki þarna fyrst? í frétt um golfvöll í Fossvogs- dal stóð að í dalnum væri lítið annað en þúfnakollar með sinu- stráum, lækur sem sé framræslu- skurður ásamt ömurlegum göngu- stígum. Satt er það að búið er að ganga svo nærri dalnum beggja megin frá að fuglar em mikið flúnir. Og rétt er að ef böm og gangandi flæmast burt undan golfkúlum þá þarf enga göngu- sttga og þúfnakolla, gróður og önnur virki em ekki fyrir þá sem slá kúlur á hörðum uppþurrkuðum grasvöllum. En við emm svo heppin að ísland er stórt og er ekki hægt að ætlast til þess að slíkum kúluslætti sé ekki niður skipað í þéttbýli? Er ekki æði víða farið að blanda saman útivistar- svæðum fyrir almenning og sér- þörfum skemmtilegra íþrótta- greina fyrir afmarkaða hópa fólks? Kalla víggirta velli útivist- arsvæði. Þegar hin rómaða Græna bylting var kosningamál í borg- inni með tilheyrandi loforðum vom í hverfunum ætluð almenn útivistarsvæði, fyrir utan það að teknar vora frá samfelldar leiðir um dalverpin svo ganga mætti eða hjóla ótmfiaður eftir grænum svæðum frá Laugarnesi, inn eftir Laugadalnum, yfir á græna svæð- ið milli Suðurlandsbrautar og Mi- klubrautar og áfram upp Elliðaár- dalinn og þaðan í Rauðhóla. Hins vegar eftir Fossvogsdal í Elliðaár- dal. Er ekki farið að trosna úr því? Og í sumum hverfunum a.m.k., þar sem grænt útivistar- svæði átti að verða íbúunum til augnayndis, em komnar háar girðingar um íþróttavelli jafnvel stundum steyptir veggir með aug- lýsingum á. Það er eins og menn átti sig ekki á því að sitt hvað er almennt útivistarsvæði með svigrúmi eða afgirt leiksvæði. Væri nú ekki rétt að setjast niður á ráðstefnu, gera upp grænu bylt- inguna, setja aftur niður skil- greiningar? Hefur þetta ekki ein- hvers staðar á leiðinni klúðrast saman, sérþarfir á lokuðum svæð- um og fijáls útivist fyrir almenn- ing? frá kr. 1.482.000,- á götuna án vsk. á grind frá þremur til einnig 4x4 BÍLHEIMAR Fosshálsi 1, sími 634000 Burðargeta sex tonn, 6 1 S Trönuhrauni 6 • 220 Hafnarfirði • Sími 651660 Butasal l-i \i{ rllCHfNf SJ Okkar frábœra bútasala hefst í fyrramálið Og en meiri verðlækkun á útsöluefnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.