Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 35- með því að byija breytingar á upp- byggingu landsliðsins. Við gengum í gegnum erfiðan tíma, en uppbygg- ingin skilaði árangri og aðferðin nýtur almennrar hylli í Þýskalandi. Flestir þjálfarar í úrvalsdeildinni eru í nánu sambandi og samstarfi við rannsóknarstofnanir og ég vinn til dæmis með úrvalsdeildarliðum Bayern Múnchen, Númberg, Schalke, Wattenscheid, Leverkusen og Duisburg auk 10 eða 11 liða í 2. deild. En skilningurinn á mikilvægi þjálfunar, sem byggðist að miklu Íeyti á íþróttalæknisfræði, var ekki almennur. Blöðin sögðu að læknar hefðu ekkert með þróun knatt- spyrnunnarað gera, þjálfarar viður- kenndu ekki að þeir gætu nýtt sér aðstoð frá læknum og ef þeir gerðu það vildu þeir ekki að það færi hátt. Reyndar er mörgum enn í nöp við að fjölmiðlar viti af mælingum, þó þeir samþykki starfsaðferðirnar og skilji að við erum að þessu til að hjálpa knattspyrnunni, en starfíð er samt almennt viðurkennt og til- fellið er að margir þjálfarar vilja fýlgjast með og notfæra sér vísind- in í æ ríkara mæli. Urvalsdeildarlið Kölnar er nærtækt dæmi. Eg starfa ekki með félaginu, en það leitaði til mín í apríl í vor og bað um að- stoð, þegar útlitið var sem svartast í úrvalsdeildinni. Við reyndum að hjálpa og samvinnan var árangurs- rík.“ Of mikil keppni og líkamsþjálf- un í yngri flokkum Liesen leggur mikla áherslu á að íþróttamennirnir séu meðvitaðir um hvað þeir séu að gera, að þeir skilji hvernig uppbyggingin eigi sér stað og geri sér grein fyrir afleið- ingnnum ef rangt er að verki stað- ið. „íþróttamenn eru ekki þrælar heldur einstaklingar, sem vilja byggja sig upp, ná hámarks árangri á heilsusamlegan hátt og því er mikilvægt að þeir viti að æfíngin á sér stað í heilanun, en viðbrögðin í vöðvunum. Fijáls hugsun og frelsi tíl að þróa sjálfan sig, auka sköpun- arhæfileikana, er fyrir öllu. Til dæmis er út í hött að hlaupa alltaf í sömu átt, því til að bæta sig verð- ur maður að gera hluti, sem fá heilann til áð hugsa. Rétt þjálfun skiptir því öllu og til að bæta sig og ná árangri verður heilinn að fá að starfa óhindrað. Það gerir hann ekki, ef álagið er of mikið, og því er mikilvægt að fýlgjast með mjólk- ursýruframleiðslunni til að geta aðlagað þjálfunina líkamsástandinu hveiju sinni.“ Hann sagði að of mikið álag skemmdi ekki aðeins fyrir hjá þeim bestu heldur væri það sérstaklega varhugavert hjá unglingum. „í Þýskalandi er alltof mikil áhersla lögð á úthalds- og styrkþjálfun hjá Einföld könnun Þolprófið, sem Liesen og Birna Bjarnason framkvæmdu á fjórum íslenskum knattspyrnu- mönnum til nánari útskýringar á kenningum Þjóðveijans, er einfalt í sniðum og ódýrt í framkvæmd. íþróttamaðurinn hleypur fjórum sinnum á mismunandi hraða og er mikilvægt að halda jöfnum og rétt- um hraða í hvert sinn. Til að fylgj- ast með því er hann með sérstaka klukku, sem pípir á 100 m millibili. Fyrst er 1.600 m hlaup og þá á að fara 3 m á sek. Næst eru það 1.200 m (3,5 m/sek.), síðan 1.200 m (4,0 m/sek.) og loks 1.600 m (4,5 m/sek.). Eftir hvert hlaup er tekið blóðsýni úr eyra, en rannsókn á því gefur mjólkursýrumagnið til kynna. Niðurstöðurnar sýna þol íþrótta- mannsins, með hvaða álagi hann á að þjálfa og á hvaða hraða hann á að æfa til að endurheimta þrek eft- ir t. d. leik eða hvemig hann á að haga sér í leik eftir sprett. 15 til 16 ára strákum í stað þess að einbeita sér að tækninni. Það er auðvelt að styrkja stráka, en slík þjálfun er ekki knattspymunni til framdráttar og kemur niður á fram- fömm. Reyndar verður enn frekar að vera á varðbergi, þegar um 12 til 14 ára krakka er að ræða, en þar á sér yfirleitt stað of mikil þjálf- un og keppni. Mikilvægast er að fara að öllu með gát og gefa sér tíma í uppbygginguna, ekki ýta á leikmennina, heldur örva áhugann með því að fá leikmennina til að skilja hvað hægt sé gera. Best er að fylgja markvissri æfingaáætlun, sem miðast við niðurstöður mæl- inga, og gæta þess sérstaklega að hafa álagið í hófí svo þeir geti ein- beitt sér að tækniæfingum, lært.“ íslendingar eiga möguieika íslenskir knattspyrnumenn búa við það hlutskipti að keppnistíma- bilið er stutt, en aðdragandinn lang- ur. Þrátt fyrir augljósar hindranir telur Liesen að íslendingar geti náð lang í alþjóða keppni. „Islensk meistaraflokkslið verða að nota vetrarmánuðina vel til að 'auka kraft og þol, en um leið er nauðsynlegt að leika reglulega knattspyrnu innanhúss. Með réttu álagi er hægt að undirbúa menn þannig að þeir haldi út allt keppnis- tímabilið, geti leikið á fullu og þurfi lítinn tíma til að jafna sig eftir leiki. Ef hlúð er að tækniæfingum með knattspymu innanhúss á veturna samfara markvissri uppbyggingu líkamans lætur árangurinn ekki á sér standa, framfarimar verða aug- ljósar." Liesen sagði einna erfiðast fyrir þjálfara að viðurkenna að álagið þyrfti ekki að vera mikið á keppnis- tímabilinu. „Mjólkursýrukönnunin segir allt sem segja þarf, en síðan er það þjálfaranna að vinna úr upp- lýsingunum og æfa samkvæmt nið- urstöðunum. Þegar við fórum með landsliðið á HM í Mexíkó 1986 héldu menn að þeir yrðu að æfa tvisvar á dag á milli leikja og það var erfitt fyrir menn að skilja að það eina, sem leikmenn þurftu að gera var að hvíla sig. Á íslandi em svo margir leikir á stuttum tíma og því skiptir mjög miklu máli að menn haldi leikgleðinni, að þeir bíði í ofvæni eftir næsta leik. Það gerist ekki ef tíminn á milli leikja er notað- ur í erfíðar æfingar. Menn verða að slappa af til að heilinn geti starf- að óhindrað svo sköpunarhæfileik- arnir nýtist í leikjum. Við lærðum þetta í Þýskalandi. Landsliðið var þekkt fyrir að leika fast, rétt eins og leikmenn í Eng- landi. Þróunin undanfarinn áratug hefur verið í þá veru að aldrei hafa verið eins margir leikmenn og nú, sem geta spilað og það mjög vel. Menn hafa náð hámarks árangri vegna þess að álaginu hefur verið stillt í hóf og leikmennirnir hafa fengið tíma og frelsi til að ná settu marki. Aðlögunartíminn hefur verið erfiður, einkum fyrir þjálfara, sem hafa fengið að heyra að þeir fái greitt fýrir að æfa en ekki fýrir að slappa af. Þjálfarar, sem hafa fylgt þessum aðferðum og náð árangri, vita samt að þeir eru á réttri leið.“ Morgunblaðið/Einar Falur Guðjón Þórðarson, þjálfari íslandsmeistara ÍA, veit hvað hann syngur. Ævintýri á gönguför Guðjón Þórðarson, þjálfari Islandsmeistara ÍA, byggirá hugmyndum Liesens GUÐJÓN Þórðarson, þjálfari íslandsmeistara Skagamanna, kynntist hugmyndum Liesens haustið 1991, en þá var hann í hópi 27 þjálfara, sem fóru héðan á vikunámskeið í Köln. Síðan hefur hann haft kenning- ar Þjóðverjans að leiðarljósi og er eini þjálfarinn í hópnum, sem hefur miðað æfingarnar við mjólkursýrustig leikmanna. Skagamenn sigruðu með yfír- burðum í 2. deild 1991 og hafa síðan nánast verið ósigrandi á meðal þeirra bestu. Þeir eru með góða forystu í 1. deild, þar sem þeir eiga titil að vetja, og eru komn- ir í undanúrslit bikarkeppninnar. „Ég byijaði strax að vinna eftir kenningum Liesens, reyndi að heim- færa það sem ég gat notað. Allt, sem varðar álagið, hef ég miðað við hugmyndir hans og allan undir- búning, sérstaklega á undirbún- ingstímanum," sagði Guðjón við Morgunblaðið. Liesen benti á mikilvægi innan- hússknattspymu tækninnar vegna og sagðist Guðjón fylgja þeirri ráð- leggingu, en mót væru af skornum skammti. Liesen áréttaði einnig að rétt þjálfun væri fyrirbyggjandi í sambandi við meiðsl, en eftir því hefur verið tekið að Skagamenn hafa sloppið við meiðsl að miklu leyti. „Við höfum verið nokkuð far- sælir að þessu leyti. Álagsmeiðsl hafa verið tiltölulega mjög sjald- gæf, en helst hefur verið um áverka að ræða.“ Aðspurður um hvort breyttum áherslum bæri að þakka árangurinn sagðist Guðjón ekki geta svarað því með vissu. Margir þættir hefðu áhrif. „Menn vinna sig hægt og sígandi í betra form til að takast á við það sem bíður þeirra.“ Hann vildi líkja þessu við fjallgöngu. „Ef menn ætla á Geirmundartind á Akrafjalli er um nokkrar leiðir að ræða. Hefðbundna leiðin var og hefur alltaf verið sú að fara upp hjá Vatnsveitunni, upp flóann, byija þar í mjög erfiðri brekku og ganga tiltölulega erfíða leið þangað upp*. Þeir, sem vilja vera í eins góðu standi og hægt er, þegar þeir koma á toppinn, fara austur fyrir fjallið. Það eru eitthvað fleiri skref en um aflíðandi brekku er að ræða þannig að menn finna lítið fyrir henni og líður vel, þegar upp er komið. Töff- ararnir segja, þetta er ekkert mál, fara beint að norðurhliðinni, þar sem hún er bröttust og reyna áð klifra upp. Einhveijir renna til baka, aðrir ná upp, en skyldu þeir vera í nokkru standi til að njóta útsýnis- ins, þegar þeir koma upp?“ Guðjón sagði að mjög mikilvægt væri að leikmennirnir væru meðvit- aðir um hvernig reynt sé að vinna og um hvað málið snúist. „Ég hef alla tíð reynt að láta þá vita af því hvað við værum að gera. Þegar við vorum að byrja töldu menn, vanir gömlu, góðu keyrslunni og því öllu saman, að þetta væri tóm vitleysa og sögðu: Hvað, á þetta að vera einhver göngutúr? Allir voru ekki trúaðir á þetta í upphafi, en ég hef tekið mjólkursýrupróf með ákveðnu millibili til að fullvissa mig og færa þeim sönnur á að þeir væru í góðu standi, að við værum á réttri leið. í þessu sambandi má vitna í Kalla Þórðar. [Karl Þórðarson). Hann sagði eftir keppnina í 2. deild að hann hefði sjaldan eða aldrei verið í eins góðu formi en aldrei þurft að hafa eins lítið fyrir því. Þegar ég bytjaði með þessar æfingar í nóvember var sagt: Þú klárar liðið. í agríl verðurðu með liðið í júlíformi. Áður fyrr var sagt að hægt væri að vera með lið í formi í tvo til þijá mánuði, en fyrst var hægt að vera með lið í formi í fleiri mánuði erlendis hlaut það einnig að vera hægt á íslandi. Margir voru efíns, þegar Liesen bar hugmyndir sínar á borð, en þó ég hafi verið farinn að þreifa fyrir mér á svipuðum brautum, varð þetta til þess að ég fór inná ákveðna línu, sem ég hef reynt að halda síð- an. Menn hafa verið að ræða niður- slag hjá okkur að undanförnu, en ef það er niðurslag að vinna leik 4:1 og eiga að auki sjö til átta önn- ur góð marktækifæri mega menn fara að passa sig þegar við förum að spila vel. Hugmyndir Liesens hafa verið rauði þráðurinn í okkar þjálfun, en hvort það er tilviljun ein sem ræður árangrinum, verða aðrir að dæma um.“ Morgunblaðið/Sverrir Dr. Birna Bjarnason, vinnur með Liesen í Köln, athugar að klukkan hjá Ásdísi Þorgilsdóttur í U-20 ára landsliðinu sé rétt stillt. Liesen er tilbúinn með tímatökuna fyrir aftan, en Ama Steinsen, þjálfari og leikmaður kvennaliðs KR, bíður átekta. Prof. Dr. med. Heinz Liesen Prof. Dr. með Heinz Liesen, sem fæddist i Þýskalandi 1941, lauk læknisfræðiprófi 1970. Hann hefur hlotið viðurkenningar fyrir rann- sóknir í íþróttalæknisfræði og störf í þágu íþrótta og iþróttaþjálfunar á undanfórnum árum. •Frá 1972 til 1987 var hann háskólakennari við íþróttaháskólann í Köln í Þýskalandi. •Hann hefur starfað við rannsóknir og kennslu við þjálfunarmiðstöð- ina í Köln frá opnun hennar, en þar er m.a. unnið að þjálffræði með tiliiti til hámarks árangurs, íþróttalæknisfræði og þætti tengda þjálf- un og kepprii. •Frá 1982 hefur hann verið fastur kennari hjá þýska knattspymu- sambandinu og séð um kennslu í íþróttalæknisfræði og þjálffræði. • Hann hefur verið íþróttalæknir þýska hokkísambandsins frá 1974, en landslið Þjóðveija er eitt af bestu landsliðum heims. •Hann var íþróttalæknir þýska skíðasambandsins 1980 til 1988. •Þegar Franz Beckenbauer var yfírþjálfari þýska knattspyrnusam- bandsins hafði Liesen yfirumsjón með heilsufari þýsku leikmann- anna, en einkum var um vinnu á sviði lífeðlisfræðilegra og íþróttalækn- isfræðilegra atriða í tengslum við þjálfun að ræða og var hann ábyrg- ur fyrir andlegri og líkamlegri heilsu leikmanna sem og öllum tengds- um þáttum. Hann hætti um leið og Beckenbauer en hefur verið íþróttalæknir hjá sambandinu síðan 1992.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.