Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 Grímur hjá líkani sínu af Sigurkarfa GK 480. Líkanið er á Sjóminjasýn- ingn í Geysis- húsinu. Saga skipanna er samofin sögu og lífsbaráttu þjóðarinnar, segir Grímur Karlsson skipstjóri í Ytri-Njaróvík. Hann hefur smíöaö á þriöja tug líkana af skipum. Meö smíöinni vill hann halda minningu skipanna í heiöri. eftir Trausta Ólafsson „ÞESSIR bátar voru svo fallegar fleytur og duglegar. Að baki smiði þeirra lá margra alda reynsla og þekking. Þetta voru afburða sjóskip. Það þurfti ekki að hálffylla þau af steinsteypu til þess að hægt væri að sigla þeim. Auk þess er saga mesta upp- gangstíma i íslensku samfélagi mjög bundin þessum skipum. Þessi skip borguðu sig margsinn- is, sum þeirra fluttu árlega að landi afla sem var jafnvirði þess sem kostaði að smíða þau í upp- hafi. Þetta var á meðan landið allt var okkar verksmiðjutogari. Skipin sem veiðarnar voru mest stundaðar á voru alhliða veiði- skip. Þau voru notuð eins og púls- hestar og fluttu aflann að landi til vinnslu þar.“ Svo farast Grími Karlssyni fyrrver- andi skipstjóra í Ytri-Njarðvík orð um skipin sem hann hefur feng- ist við að smíða iíkön af mörg undan- farin ár. Líkönin sem Grímur hefur smíðað eru orðin yfir tuttugu talsins og mörg þeirra eru af skipum sem hann var sjálfur skipstjóri á. Grímur segir að hann hafí viljað gera sitt til þess að varðveita sögu og minn- ingu þessara skipa. Önnur skip sem Grímur hefur gert líkön af koma sögu hans sem skipstjóra ekki beint við, en hann vill ekki að skipin og saga þeirra falli í gleymsku. „Mér líkar alltaf vel við það liðna. Við þurfum að varðveita söguna, bæði fyrir okkur sjálf og þá sem á eftir koma. Skipin eiga oft mjög merka sögu, sögu sem er samofin sögu og lífsbaráttu þjóðarinnar." Fór nauðugursuður Bergur á siglingu við Vestmannaeyjar. Morgunbiaðið/sigurgeir Skaftfellingur á siglingu við Vestmannaeyjar. Grímur var ungur að árum þegar hann byrjaði sjómennsku. Aðeins 14 ára gamall var hann orðinn háseti Bergur VE 44. Skipið var smíðað úr eik í Svíþjóð árið 1946, 77 tonn. Skipið var fyrst í eigu Seyðfirðinga og hét þá Ásþór NS 9. Magnús Bergsson og Kristinn Pálsson í Vest- mannaeyjum eignuðust skipið árið 1954 og fékk það þá nafnið Bergur. Skipið sökk út af Snæ- fellsnesi 6. desember Morgunbiaðið Sigurgeir 1962. Ellefu manna áhöfn bjargaðist í gúmmíbát og skipshöfnin á Halkion VE 205 bjargaði mönnunum úr bátnum. Líkanið er í eigu Byggðasafns Vestmannaeyja. Skaftfellingur VE 33, 60 tonn að stærð. Smíð- aður úr eik og beyki í Danmörku árið 1917 fyrir Skaftfelling hf. í Reykjavík. Bændur í Austur-Skaftafellssýslu voru að stórum hluta stofnendur þessa hluta- félags. Árin 1917 til 1936 var Skaftfellingur í strandferðum milli Reykjavíkur Og Öræfa Morgunblaðið/Sigurgeir með viðkomu á Eyrarbakka, í Vestmannaeyjum, Vík í Mýrdal, Skaftá- rósi og víðar á söndunum sunnan lands. Skipið flutti vörur, farþega og póst milli þessara staða. Helgi Benediktsson í Vestmannaeyjum keypti Skaftfelling árið 1936 og notaði hann til fiskveiða og flutn- inga. Eins og fjölmörg önnur skip var Skaftfellingur í siglingum til Englands á stríðsárunum. í einni af þeim ferðum bjargaði skipshöfn- in á Skaftfellingi undir skipstjórn Páls Þorbjörnssonar skipveijum af þýskum kafbáti sem hafði verið sökkt. Þegar til Englands kom var öll áhöfnin af Skaftfellingi fangelsuð fyrir tiltækið. Þjóðverjarn- ir höfðu gefið björgunarmönnum sínum ýmsa muni en þeir voru allir gerðir upptækir nema einn bjarghringur af kafbátnum, sem enn er varðveittur á Byggðasafni Vestmannaeyja. Skaftfellingur var talinn ónýtur og tekinn af skrá árið 1975, en hann hafði þá staðið í slipp í Vestmannaeyjum í 10 til 15 ár. Líkanið er i eigu Byggða- safns Vestmannaeyja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.