Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBÍAÖIÐ áÚNÖUDAÖUR 25. JÖLÍ 1993 13 íslendingar styrktir um 31,5 milljónir til Evrópusamstarfs ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra beitti sér fyrir því að á fjárlögnm þessa árs er gert ráð fyrir allt að 55,5 milijónum króna framlagi til vísindasamstarfs íslands og Evrópubandalags- ins. Af þessari upphæð hefur nú verið úthlutað 31,5 milljón- um íslenskra króna til ís- lenskra stofnana, fyrirtækja og vísindamanna sem taka þátt í samstarfsverkefnum sem tengjast vísindastarfi EB og hafa verið dæmd faglega hæf af viðeigandi matsnefnd- um. í öllum tilvikum hefur verið leitað faglegrar um- sagnar Vísindaráðs eða Rann- sóknaráðs ríkisins. Eftirfarandi er yfirlit um verk- efni sem styrkt hafa verið: 1. Verkefni Iðntæknistofnunar (Jakob K. Kristjánsson) um rann- sóknir og hagnýtingu á hitakærum örverum. Verkefnið er hluti af líf- tækniáætlun EB. Fjárframlag ráðuneytisins er 3.300.000 kr. á þessu ári. 2. Verkefni Rannsóknastofnun- ar fiskiðnaðarins (Hjörleifur Ein- arsson) um rannsóknir á geymslu- þoli kjöt- og fiskafurða. Verkefnið er hluti af landbúnaðar- og sjáv- arútvegsrannsóknaáætlun EB. Fjárframlag ráðuneytisins er 2.000.000 kr. á þessu ári. 3. Verkefni Rannsóknastofnun- ar fiskiðnaðarins (Guðmundur Stefánsson) um rannsóknir á verk- un síldar. Verkefnið er hluti af landbúnaðar- og sjávarútvegs- rannsóknaáætlun EB. Fjárframlag ráðuneytisins er 2.000.000 kr. á þessu ári. 4. Verkefni Iðntækistofnunar og Alpan (Halldór Guðmundsson o.fl.) um trefjastyrkingu álhluta. Verkefnið er hluti af iðn- og efnis- tækniáætlun EB. Fjárframlag ráðuneytisins er 4.000.000 kr. á þessu ári. 5. Verkefni Iðntæknistofnunar, Marel og Granda (Ingvar Kristins- son, Hörður Arnarson o.fl.) um mötun hausara með róbóta. Verk- efnið er hluti af upplýsingatækni- áætlun EB. Fjárframlag ráðuneyt- isins er 5.770.00 kr. á þessu ári. 6. Verkefni Veðurstofu íslands (Þór Jakobsson) vegna rannsókna á hafís og víxláhrifum hafs og lofts á hafsvæðunum norður af íslandi. Verkefnið er hluti af ha- frannsóknaáætlun EB. Fjárfram- lag ráðuneytisins er 4.000.000 kr. á þessu ári. 8. Verkefni Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar (Guðmundur Sig- valdason) vegna eldfjallarann- sókna á Azoreyjum. Verkefnið er hluti af umhverfisrannsóknaáætl- un EB. Fjárfrarnlag ráðuneytisins er 2.000.000 kr. á þessu ári. 9. Verkefni Iðntæknistofnunar (Guðmundur Gunnarsson) um 'fyrir ferðalanga MNMMMWI framleiðslu á örkúlum fyrir plama- húðun. Verkefnið hefur verið sam- þykkt sem verkefni fyrir Evrópu- samvinnu um vísinda- og tækni- rannsóknir. Fjárframlag ráðuneyt- isins er 2.000.000 kr. á þessu ári. 10. Verkefni Fangs (Gylfi Aðal- steinsson) til að þróa alþjóðlegt upplýsinga- og samskiptakerfi fyr- ir viðskiptaupplýsingar tengdar sjávarútvegi. Verkefnið hefur ver- ið samþykkt sem EVREKA-verk- efni, samstarf Evrópulanda og Evrópubandalagsins um tækni- og iðnþróun. Fjárframlag ráðuneytis- ins er 1.500.000 kr. á þessu ári. 11. Verkefni Vaka (Hermann Kristjánsson) um þróun á búnaði til talningar og lífmassagreiningar í fiskeldi. Verkefnið hefur verið samþykkt sem EVREKA-verkefni. Fjárframlag ráðuneytisins er 1.000.000 kr. á þessu ári. 12. Verkefni Iðntæknistofnunar (Hilmar B. Janusson) um þróun rafkeramíkdufts til bandmótunar. Verkefnið hefur verið samþykkt sem EVREKA-verkefni. Fjárfram- lag ráðuneytisins er 1.000.000 kr. á þessu ári. Samkvæmt EES-samningi, frá og með 1. janúar 1994 að telja, opnast fyrirtækjum hér á landi möguleikar á að rannsóknasjóðir EB fjármagni samastarfsverkefni við aðila í EB-ríkjum um allt að 50% af verkefniskostnaði. Þegar um háskóla og opinberar rann- sóknastofnanir er að ræða er mögúlegt í einstökum tilvikum að rannsóknasjóðir EB fjármagni allt að 100% af verkefniskostnaði. FJAÐRAGORMAR ÍÝMSABÍLA Sími622262 INNANLANDS Akureyri 6.490 Egilsstaðir 8.550 Hornafjörður 7.570 Húsavík 7.300 Ísafjörður 6.080 Patreksfjörður 5.890 Sauðárkrókur 5.860 Þingeyri 5.830 Vestmannaeyjar 4.330 NOHH.... KEMUR A OVAKT R,k hí'i’ 50 jlytur þig Miðað er við að greitt sé fyrir báðar leiðir, fram á fljúgandiferð milli Reykjavikur °§ dl baka> með a.m.k. tveggja daga fyrirvara og að og níu áfangastaéa clvakð sc lengur en þrjár nætur. Bókunum er ekki hægt áhlandi á étrúlegu APMrerói að breYta- Flugvallarskattur, 330 krónur, er inni- falinn og sætaframboð er takmarkað. Það hefur aldrei verið jafnhagstætt að fljúga innanlands. FLUGLEiÐiRf* . þjóðbraut innanlands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.