Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 17 á Vögg GK 204. Daníel Ögmundsson móðurbróðir Gríms var skipstjóri á Vögg og tók Grím í skipsrúm. Fjöl- skylda Gríms var þá nýflutt í Njarð- víkumar frá Siglufirði þar sem hann fæddist. Foreldrar hans voru Karl Grímur Dúason, ættaður úr Fljótum og Eyjafirði, og Sigríður Ögmunds- dóttir frá Hellu í Beruvík á Snæfells- nesi, ættuð úr Breiðaíjarðareyjum. „Ég fór nauðugur suður,“ segir Grímur. „Sfldin hafði brugðist í nokkur ár, það var enga atvinnu að hafa á Siglufirði og menn búnir að borða upp innstæðuna á bankabók- inni. Fólkið negldi bara fyrir glugga og hurðir á húsunum sínum og flutti burt. Það var ekkert annað að gera.“ Skipstjóri hjá Stórumilljón Sjórinn dró Grím til sín ungan og hann var orðinn skipstjóri mjög ung- ur, í fyrstu á sérstakri undanþágu frá sjávarútvegsráðuneytinu. Fyrsta skipið sem Grímur var skipstjóri á hét Mars EA 74,18 tonna bátur sem hann sótti norður í Hrísey ásamt vini sínum, Sigtryggi Kristjánssyni frá Siglufirði. Það var augljóst að sjómennskan lá fyrir Grími og því lagði hann leið sína í Sjómannaskól- ann þaðan sem hann lauk skipstjórn- arnámi árið 1957. Eftir það var hann skipstjóri á ýmsum skipum, lengst af skipum frá Hraðfrystihúsi Keflavíkur. „Það fyrirtæki var kallað Stóramilljón," segir Grímur. „Allt sem þeir komu nálægt varð að pen- ingum. Á þessum árum var maður svo frjáls sem skipstjóri. Ég varð aldrei var við annað en að minn út- gerðarmaður treysti mér algerlega. Þetta var áður en kvótakerfið kom til skjalanna og múlbatt skipstjór- ana.“ Fallegur vörubíll Smiðurinn blundaði alltaf í Grími þó að hann eyddi mörgum árum á sjó. „Ég var alltaf að grípa í að smíða eitthvað ef ég hafði stund aflögu," segir hann. Fyrsti smíðis- gripurinn sem hann man verulega eftir er löngu glataður. „Þetta var vörubfll með sturtum og öllum út- búnaði. Ætli mamma hafi ekki smíð- að hann að langmestu leyti þó að ég hafi talið mig vera höfundinn. Hún var afskaplega laghent og hjálpaði mér mikið við smíðar þegar ég var strákur. Vörubíll þessi var sjálfsagt ekkert sérstakt augnayndi en mikið óskaplega þótti mér hann fallegur." Þegar Grímur var að alast upp á Siglufirði snerist lífið öðru fremur um sjóinn og Grímur segist hafa verið að sulla við sjó frá því að hann man eftir sér. „Við fórum á flot á kajökum, flekum og yfirleitt öllu sem gat flotið," segir Grímur. Þegar hann var tíu ára munaði litlu að illa færi. Hann og félagi hans, Páll Kristjáns- son, sem var tveimur árum yngri, voru komnir út á miðjan Siglufjörð á heimasmíðuðum fleka. Þá hvolfdi undir þeim. Einhver hélt verndar- hendi yfir drengjunum því að Guð- björg húsmóðir í Bakka sá hvað gerðist og kallaði á hjálp. Guðbjörg er ættuð úr Vestmannaeyjum, systir Gauja Valdasonar nafnkennds manns í Eyjum. Gaui var meðal annars fyrstur útgerðarmanna í Vestmannaeyjum til þess að ráða sjómenn upp á aflahlut en þeir höfðu fram að því aðeins verið á föstu kaupi. Blóðbragð af sjónum Sjósettur bátur lá við land af til- viljun. Þennan bát gripu systkinin Valbjörn Þorláksson, seinna kunnur íþróttamaður, sem þá var tólf ára, og Stella systir hans tveimur árum eldri. „Þau reru lífróður út til okk- ar,“ segir Grímur. „Ég hef það fyr- ir satt að þetta hafi verið eini róður Stellu á lífsleiðinni en það bar ekki á því að hún kynni ekki áralagið þar sem hún var undir árum í þess- um lífróðri. Það er óskapleg lífsreynsla að standa svona nærri dauðanum. Ég man að þeirri hugsun hvort ég væri á leiðinni upp eða niður laust niður í huga mér. Við vorum búnir að margsökkva. En svo einkennilegt sem það er þá róast maður í sjón- um. Við vorum ekki gamlir og ég gerði mér grein fyrir því að ég væri líklega að deyja. Fyrst greip mig óskapleg skelfing. Svo fórum við í kaf aftur og aftur og þegar ég horfði í grænan skaflinn allt í kringum mig fór ég að róast. í sjón- um verða lika allar hreyfingar mannsins svo hægar. Ég man að ég fann blóðbragð af sjónum. Við vorum hættir að kalla á hjálp. Þeg- ar Stella og Valbjöm höfðu dröslað okkur upp í bátinn til sín gekk.sjór- inn upp úr okkur." Sparibókin tóm Grímur hætti á sjónum upp úr 1980, stundaði eftir það fiskverkun i nokkur ár en reksturinn fór að ganga erfiðlega þegar fór að standa á greiðslum fyrir skreiðina frá Níg- eríu. „Það var sjálfhætt," segir hann. „Við borguðum upp okkar skuldir og hættum.“ Fyrir nokkrum árum veiktist Grímur. „Það var blóðtappi og hjartavitleysa,“ segir hann. „Á meðan ég hef verið að jafna mig á þvi hef ég verið mikið i skúmum að smíða. En nú em peningamir á sparibókinni búnir og ég þarf að fara að leita mér að vinnu.“ Þessi orð Gríms leiða hugann að því hvort hann hafi ekki haft neitt fé upp úr líkanasmíðinni. „Ekki fer nú mikið fyrir því,“ segir hann. „Ég hef selt tvö skip en hin hef ég ýmist gefið eða á þau sjálfur. Og ég ætla að eiga þessa báta. En þetta er svo- lítið dýrt tómstundagaman. í skips- líkan dugir ekki að nota annað en úrvalsefni. Það er lítið gaman að vera búinn að ná fínu lagi á skips- skrokkinn ef hann springur þvers og kmss áður en málningin er al- mennilega þornuð.“ Hrein og klár ómenning Það kemur aftur og aftur fram í máli Gríms hve annt honum er um skipin og að saga þeirra varðveitist. Hann hefur líka ýmislegt að athuga við hvað um skipin verður þegar þau hafa lokið hlutverki sínu sem fiski- skip. „Mér finnst með ólíkindum þær reglur sem gilda um úreldingu fiski- skipa. Til þess að þau fáist úrelt verður að eyðileggja þau. Mér finnst ekki nauðsynlegt að eyðileggja hlut þó að hann sé tekinn úr notkun. Ég var á ferð í Stokkhólmi í vor og þá sá ég skip af þeirri gerð sem ég hef mest smíðað líkön af liggja í röðum við kajann. Þetta em einhveijir dýr- ustu sumarbústaðir sem hægt er að fá þar í landi. Sum skipanna em orðin að heilsársbústöðum. Maður sér vatnsleiðslumar sem liggja um borð og skolpleiðslumar sem liggja frá borði. Á skipshliðinni er póst- kassi sem á stendur Svenson. Þetta em skip af sömu gerð og við höfum verið að brenna, sökkva og eyði- leggja undanfarin ár. Mér finnst þetta hrein og klár ómenning.“ Og Grímur hefur fleira að segja um þær reglur sem gilda um úreld- ingu fiskiskipa. „Til þess að skip fáist úrelt verður það að vera skuld- laust. Þetta hefur þær afleiðingar að það em happafleyin og skipin sem skilað hafa mestum arði sem eru úrelt og þau eyðilögð. Hin sem aldr- ei hafa skilað arði sitjum við uppi með.“ Að ná rétta svipnum Grímur segir að þegar hann smíði skipslíkön sé vitaskuld handhægast og auðveldast að styðjast við teikn- ingar af skipunum. „Það er ekki svo mikill vandi að ná réttum hlutföllum í skipin," segir Grímur. „Mesti vand- inn er fólginn í því að ná rétta svipn- um. Þegar ég var að smíða Snæfell- ið EA eftir teikningu þá skildi ég ekki hvers vegna módelið fékk útlit Fagrakletts en ekki Snæfellsins. Ég hringdi í vin minn sem hafði verið skipstjóri á Snæfellinu og spurði hann hvort það gæti verið að hval- bakurinn á skipinu hefði verið stytt- ur í smíðinni. Og það stóð heima. Hann sendi mér mynd af skipinu og þegar ég mældi hana upp reiknaðist mér til að hvalbakurinn hefði verið styttur um 80 sentímetra. Þegar ég hafði stytt hvalbakinn á líkaninu sem því svaraði var Snæfellið komið í hendumar á mér. Þetta er erfiðara þegar maður er að gera báta eingöngu eftir myndum og minni,“ segir Grímur. „Þá þarf maður að vera tilbúinn til þess að leggja þá til hliðar og geyma á með- an undirmeðvitundin er að vinna að smíðinni. Þá er það sem maður fer að vakna á nóttinni við það að um daginn hefur maður gert einhveija vitleysu. Og það þýðir ekkert að fara að sofa fyrr en maður er búinn að gera eitthvað með vitleysuna. Ég gef mig allan í þessa smíði á meðan ég er að fást við ákveðið skip. Svo þegar smíðinni er lokið er ég alger- lega dasaður. En hver spyr um það? Ég hef svo óskaplega gaman af þessu. Þetta er mitt golf. Ég hef aldrei haft neitt annað hobbý.“ Morgunblaðið/Sigurgeir Skógafoss VE 320. Smíðaður úr furu í Noregi árið 1913. Skipið komst fyrst í eigu íslendinga árið 1924 og hét þá Hænir RE 261. Peter Ándersen, kallaður Danski-Pétur, í Vestmannaeyjum keypti skipið árið 1944 og eftir það hét það Skógafoss VE 320. Skógafoss var tekinn af skrá árið 1956. Líkanið er í eigu Byggðasafns Vest- mannaeyja. Morgunblaðið/Sigurgeir Helgi VE 333, 118 tonna eikarskip sem smíðað var í Vestmannaeyj- um 1939 og þá stærsta tréskip sem byggt hafði verið á íslandi. Gunnar Marel Jónsson yfirmaður skipasmíðastöðvarinnar og þekkt- ur skipasmiður í Eyjum hannaði Helga og stjórnaði smíðinni. Helgi Benediktsson lét smíða skipið til fiskveiða. 011 striðsárin sigldi Helgi með ísfisk til Fleetwood í Englandi án þess að hlekkjast á, alls á þriðja hundrað ferðir. Örlög þessa áður farsæla skips urðu þó hörmu- lega sorgleg, því að það fórst við Faxasker i Vestmannaeyjum 7. janúar 1950. Sjö manna áhöfn og þrír farþegar fórust með skipinu. Líkanið er í eigu Byggðasafns Vestmannaeyja. Malasíukynning á Holiday Inn 29. júlí kl. 20.30. 29. júlí kynnum við sannkallaða draumaferð sem farin verður I haust. Fulltrúar frá flugfélagi Malasíu og Ferðamálaráði Malasíu mæta og sýna m.a. myndbönd frá þessari töfraveröld. Malasíuferðir okkar hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Fagurskreytt musteri, risavaxin Búddalíkneski úr skíragulli, hellamusteri, eplagarðar og jarðarberjaakrar, blaktandi pálmar á hvítum ströndum, fljótandi markaðir, fiðrildabúgarður og snákamusteri, er aðeins brot af því sem gefur að líta í þessum löndum dulúðar og töfra. Með þessu ferðalagi komumst við í snertingu við ótrúlega náttúrufegurð og heillandi andrúmsloft. Kynnid ykkur málið á Holiday Inn. Allir velkomnir! QAilAiu* ^ Verði fyrir Saiuvininiferðii’ Landsýn Reyk|avík: Auslurslræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandsferðir S. 91 • 6910 70 • Slmbréf 91 • 2 77 96 / 6910 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu viö Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Slmbrél 91 - 62 24 60 Halnart|SrSur: Reykjavlkurvegur 72 • S. 91 - 5 11 55 Kellavlk: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400 • Slmbrél 92 • 13 490 Akranea: Breiöargötu 1 • S. 93 • 1 13 86 • Slmbrél 93 ■ 111 95 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Símbréf 96-1 10 35 Vestmannaeylar. Vestmannabraut 38 • S. 98 • 112 71 • Slmbrél 98 -1 27 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.