Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 27 RÓMARBRÉF „Eg vildi sjá þá hengda...“ VIÐ INNGANGINN að Leonardo Da Vinci flug'velli rétt fyrir utan Róm er bannað að leggja bílum, aðeins leyft að stoppa til að fara út og inn í bílinn. Við lögðum bílnum þarna við innanlands- flugið meðan tveir ferðafélaga minna fóru inn til að fá sér hressingu áður en við færum til Tórínó. Við vorum tvær, sem biðum fyrir utan, höfðum sett tösk- urnar á bílhúddið og stóðum við bílinn. Of heitt til að sitja inni í honum. Án þess ég tæki beinlínis eftir því var skyndilega allt orðið fullt af lögregluþjón- um, bæði mönnum og konum sem gengu um og beindu bílum frá, sáu til þess að enginn stoppaði of lengi. Lögreglupar kom að bílnum og spurði hvað töskurnar væru að gera þarna og að ekki væri ætlast til að fólk stoppaði. Við sögðumst vera að fara og það var látið gott heita. Parið hafði öðru að sinna en að býsnast yfir okkur. Ég hallaði mér makindalega upp að bílnum og fylgdist með hvernig lögreglufólkið skeiðaði fram og til baka, um leið og það renndi haukfránum augum yfir bílastæðið og aðkeyrsluna með malandi talstöðvarnar á lofti. Umsvif lögreglunnar stungu í stúf við umhverfið, því umferðin var lítil svona um miðjan daginn og allt rólegt. Meira hvað ítalir geta alltaf verið æstir að ástæðu- lausu, hugsaði ég. Hinir ferðafélagamir komu aftur að bíln- um og við sem ætluðum að taka flugvélina til Tórínó bjuggum okkur undir að axla okkar skinn, nefnilega töskurnar á bílhúdd- inu. Allt í einu rufu sírenur talstöðvarmuldr- ið. Blár og hvítur lögreglubíll æddi upp að stöðinni og í kjölfar hans kom ómerkt, gul og beygluð bifreið. Eitt andartak sá ég mennina fjóra í bílnum. Farþegarnir þrír sátu með einbeittan svip í viðbragðsstöðu hver við sína hurð með hnéð upp að henni til stuðnings skambyssunni, sem þeir héldu á. Við innganginn var röð lögregluþjóna. Farþeginn í Iögreglubílnum stökk út og hraðaði sér inn í flugstöðina með fylgdarlið á undan og eftir. Eitt augnablik sá í hrokk- inhærðan, dökkan kollinn og einbeitt andlit- ið. Á svipstundu voru bílar og menn horfn- ir, allt jafn rólegt og áður. Ferðafélagi minn og ég litum hvort á annað um leið og við stundum upp yfir okkur: „Vá, þetta var Orlando!" Leonluca Orlando er einn af þessum ljón- hugrökku Sikileyingum, sem hafa skorið upp herör gegn Cosa Nostra, eins og sikil- eyska mafían heitir, gegn spillingu og rotn- un mannlífsins á þessari unaðslegu eyju, Sikiley. Kornungur varð Orlando borgar- stjóri í Palermo, þar sem hann var í Kristi- lega demókrataflokknum. Hann undi þó ekki í flokknum, því eins og nú er svo áþreifanlega að koma í ljós er flokkurinn gjörspilltur af samstarfi við glæpamenn, heldur stofnaði hann flokk, sem gengur undir nafninu La rete eða netið. Netinu er stefnt gegn stórfiskunum, engar sílaveiðar þar. Orlando er bæði vinsæll og dáður stjórnmálamaður og talar tæpitungulaust um ástandið. Því er enginn vafí á að hann er ofarlega á duðalista glæpasamtakanna og spilltir stjómmálamenn vildu hann vísast feigan. Þegar inn í flugstöðina kom var allt með kyrmm kjörum, ekkert óvenjulegt að sjá. Ung hjón stóðu á tali við miðaldra mann. Um leið og þau kvöddu sagði konan stund- arhátt: „Orlando fer kl. 17“. Einhvern veg- inn hafði ég reiknað með að hann gengi beint í flugvél, sem biði hans. Skrýtið að konan skyldi standa þama og gala þetta fýrir hvern sem heyra vildi... Á skjánum var enn ekki komin tilkynning um flugið kl. 17, klukkan var ekki nema rúmlega 14. Ósjálfrátt sat ég og skimaðist um eftir skuggalegum náungum, en enga slíka var að sjá. Mér hefur líka verið bent á að að- keyrslan að flugvellinum er mjög krókótt, gert til að aðsvífandi geti ekki keyrt of hratt, til dæmis á flótta. Samt gat ég ekki almennilega slappað af. Inni í brottfararsalnum var heldur ekki neitt óvenjulegt að sjá. Á skjánum voru komnar brottfarir kl. 17. Vélin til Palermo átti að fara þá. Orlando líklega á heimleið. Hann býr í Róm, því það er álitið örugg- ara, en fjölskyldan býr énn á Sikiley. Því miður fór vélin mín kl. 16.30, svo ég gat ekki vakað yfir ferðum Orlandos lengur og þar með skildu leiðir okkar. Þegar ég fór að segja ítölskum kunningj- um frá flugsýn minni af Orlando, hafði einn þeirra einu sinni rekist á hann á svipaðan hátt. Hann ákvað að vera viðstaddur þegar háskólinn í Tórínó sæmdi gamlan sikileysk- an dómara heiðursnafnbót. Dómarinn er nokkurs konar lærifaðir dómarakynslóðar- innar, sem Giovanni Faljcone og Paolo Bor- sellino tilheyrðu, en þeir urðu fórnarlömb Cosa Nostra í fyrra. Til að komast að há- skólanum þurfti að fara í gegnum nokkrar lögreglusveitir. Inni í salnum stóðu menn, sem þessi kunningi minn sagðist ekki hafa órað fyrir að væru til nema í bíómyndum, 95 kg vöðvafjöll með 20 kg brynjur utan um sig, Rambó fjölfaldaður. Við hlið hans í salnum stóð svo Orlando og fleiri, sem eru þekktir fyrir að betjast gegn glæpasam- tökunum. í Tórínó var mér gengið fram hjá húsi nálægt miðbænum, þar sem lögregluvörður var fyrir utan. Ég veitti þessu enga sér- staka athygli, hélt bara að þeir væru þarna sisona, en ítalskur samferðamaður minn var ekki í vafa um að þarna byggi einhver, sem þyrfti á vernd að halda. Kunningjafólk sem býr skammt frá gat frætt okkur á að þarna byggi formaður and-mafíunefndarinnar og húsið er vaktað dag og nótt, svo enginn í hverfinu hefur áhyggjur af að vera á ferli seint. Hitt er svo annað mál að slíkur ná- granni getur vakið áhyggjur um annað. Dómararnir og stjórnmálamenn eins og Orlando eiga það allir sameiginlegt að búa undir verndarvæng lífvarða. Lífverðirnir Skömmu eftir þessar svipmyndir af líf- vörðunum fór ég að sjá nýja, ítalska kvik- mynd, sem hlaut mikið umtal þegar hún var frumsýnd í vetur. „La scorta" heitir hún. Nafnið þýðir fylgdarliðið, en engum ítala dettur annað fylgdarlið í hug en líf- verðirnir, sem fylgja Orlando og öðrum, sem þurfa vernd. Myndin segir líka frá nokkrum ungum mönnum, sem eru lífverðir dómara á Sikiley, samskiptum þeirra innbyrðis, við dómarann og fjölskyldur sínar. Áhorfandinn fær ekki mikið að vita um aðstæður ungu mannanna eða forsendur þeirra fyrir að velja einmitt þessa vinnu, sem er satt að segja skelfileg, en hún lýsir á yfirþyrmandi hátt hvemig tíminn líður hjá þeim. Hvernig hvunndagslegir hlutir eins og kyrrstæður og mannlaus bíll á þjóð- veginum eða fjarstýrt hlið, sem stendur á sér, þenja taugarnar til hins ítrasta. Dómar- inn býr einn og gefið er I skyn að konan hafi gefist upp á taugaspennunni, sem fylg- ir starfi hans. Eiginkona eins úr fylgdarlið- inu er alveg að gefast upp á spennunni og hræðslunni, sem fylgir því að vita af eigin- manninum í eldlínunni. Taugaspennan í myndinni var smitandi. Að minnsta kosti sat ég hreyfingarlaus og stíf af spennu alla myndina í gegn. Einn dó í sprengjutilræði, sem var ætlað tíu ára dóttur dómarans. En kannski var angist eiginkvennanna mest skerandi. Dómarinn og lífverðirnir hafa þó altént kosið þetta starf. Þeir eru líka alltaf saman og hafa heilmikinn andlegan stuðning hver af öðrum og á milli þeirra myndast samkennd líkt og þekkt er úr herbúðalífi. En eiginkonurn- ar eru einar með ótta sinn og það lendir mest á þeim- að hugga börnin og sefa ótta þeirra. Myndin endar á að dómarinn er sendur annað, eftir að hafa beint rannsókn sinni að þingmanni, sem virtist í samkrulli við glæpamenn, en er myrtur, eftir að dómarinn leggur hald á pappíra -hans. Þar með er honum gefið að sök að hafa óbeint verið valdur að morðinu á þingmanninum. Mynd- in endar því á sama hátt og margir Italir eru hræddir um að hreinsanirnar núna endi. Stjórnmálamenn + glæpmenn = háspenna, lífshætta! Tilfinningin sem sat eftir og sem hrein- iega kom út á mér tárunum eftir tilfinninga- sveiflur myndarinnar, er aðdáun á kjarki þeirra sem snúast gegn glæpum. í raun eru þeir nútíma dýrlingar, sem gefa frá sér grundvallarhluti eins og fjölskyldulíf og eðlilegt líf. En ekki síst vekur myndin reiði I garð stjórnmálamanna. í stórum löndum eins og Þýskalandi, Frakklandi og Banda- ríkjunum fyrirfinnst líka skipulögð glæpa- starfsemi. Ítalía er ekkert einstök að því leyti. En af hveiju eru ítalskir dómarar, stjórnmálamenn og lífverðir þeirra í stöð- ugri lífshættu? Svarið er ekki einhlítt, en stór þáttur í því er að samkrull ítalskra stjórnmálamanna og glæpamanna virðist miklu meira en til dæmis í áðurnefndum löndum. Spilltir stjórnmálamenn skapa eldfimt ástand, því þeir eiga allt sitt vald undir því að ekki komist upp um þá og í glæpamönnunum eiga þeir liðsmenn í viðleitni sinni til að halda aftur af þeim sem ógna valdi þeirra. Þar með skapa þeir gífurlega hættu fyrir þá sem rannsaka glæpastarfsemina. Það eru þá ekki aðeins glæpamennimir, sem vilja dómarana og aðra þá sem beijast gegn glæpum feiga. Þeir sem neyðast af þessum orsökum til að lifa lífinu í skjóli lífvarða vita að þrátt fyrir öryggisráðstafanir, lögreglufylgd og líf innan virkisveggja þá kemur þetta allt fyrir lítið. Eins og Falcone orðaði það þá megnar ríkið í raun ekki að vernda þá. Þeir lifa aðeins þar til glæpasamtökin ákveða eitthvað annað. í fyrra sönnuðust þessi orð enn einu sinni og þá á Falcone sjálfum. En stjómmálamennimir sem hafa selt sál sína skrattanum fá að svitna áfram, því að dómararnir láta ekki deigan síga og það vantar heldur ekki lífverði. Og fólk er reitt, ofsareitt út í stjórnmálamennina og það er fylgst vel með gerðum þeirra og hvort túlka megi skoðanir þeirra sem tjónk- un við glæpamennina. „Ég vildi sjá þá hengda, hreinlega hengda alla með tölu“, sagði fáguð eldri frú með sannfæringar- hita, þegar hún talaði um spilltu stjórnmála- mennina. En baráttan á enn langt í land ... Sigrún Davíðsdóttir. REGNBOGINN 808 HOSKIHS JBHH LÍGUIZflHfl DENHIS DOFPER FLUG OG HÓTEL í EINAVIKU FRÁ KR. 31.700* FLUG OG BÍLL í EINAVIKU FRÁ KR. 24.200* VIKULEGAR BROTTFARIR ERU 3., 10., I7.0G 24.ÁGÚST *VIÐ BÆTIST FLUGVALLARSKATTUR OG FORFALLATRYGGING KR. 3.150 á verði fyrír þig AÐEINS KR. I FERÐAMIÐSTÖÐ AUSTURLANDS HF - DRAGHÁLSI 6, 110 REYKJAVÍK, SÍMI 91-678545 - - SKÓGARLÖND 3,700 EGILSSTAÐIR, SlMI 97-12000 -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.