Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 Starfsmenn Fegrunar- nefndar Reykjavíkur hjóla um götur borgar- innar og skrá hjá sér það sem betur má fara í umhirðu húsa og garða. Morgunblaðið/Kristinn eftir Urði Gunnarsdóttur Þær sinna líklega um- hverfisvænsta starfi borgarinnar, hvemig sem á það er litið. Það fer afskaplega lítið fyrir Birnu Huld Helgadóttur og Bergljótu Þórðardótt- ur þegar þær iyóla um hverja einustu götu Reykjavíkurborgar og gera athugasemdir við það sem miður fer í um- gengni. Þeir sem hafa trassað viðhald húsa og umhirðu garða fá miða inn um lúguna. Hann er frá Fegrunamefnd Reykjavíkur, nefnd á hjólum. Fyrir um fímmtán árum kom fram tillaga í Um- hverfísráði Reykjavíkur um að starfsmaður borgar- innar færi um og gerði at- hugasemdir um umhirðu. Starf Fegrunamefndar Reykjavíkur hefur verið að þróast á þeim fímmtán árum sem liðin em, fyrst var einn starfsmaður en nú tveir og hafa stúlkur aðallega sinnt starfínu. Þetta er fyrsta sumar Bergljótar og Birnu hjá Fegrunamefnd Reykjavíkur. Bergljót var í Verslunarskóla íslands síðasta vetur en er á leið til Bandaríkjanna sem skiptinemi. Bima er við nám í fatahönnun við Iðnskólann. Þær fara á hjólum um bæ- inn, enda eina skynsamlega Ieiðin þegar komast þarf að húsum og görðum og jafn- framt hratt yfir. Bima og Bergljót hófu yfirferðina í júní og fyrstu dagana skriðu þær örþreyttar í rúmið að dagsverki loknu. Enda hefur verið giskað á að þær hjóli um 25-30 km á dag í vinn- unni, og hjóla auk þess í og úr vinnu. Slík vinna tekur óneitanlega á fyrstu dagana fyrir óvana hjólareiðamenn. „Svo vomm við óvissar í fyrstu hvemig við ættum að bera okkur að. „Þetta er slæmt en er það nógu slæmt til að skrifa athugasemd?" spurðum við sjálfar okkur þegar við hjóluðum fram á illa máluð hús og óhirta garða. Við gerðum kannski athugasemd við garð sem var fullur af fíflum en svo hringdi eigandinn sármóðg- aður og sagði að sér fyndist fíflar falleg blóm,“ segir Bima. Bergljót og Birna hjóla um borgina frá kl 8-16 og í hádeginu fara þær á skrif- stofur Garðyrkjudeildar Reykjavíkurborgar, skrifa skýrslur og svara í síma. „Margir verða reiðir þegar þeir fá athugasemdir um umhirðu inn um lúguna hjá sér og hringja til að skamm- ast. Svo em þeir sem verða móðgaðir, og þeir sem vita upp á sig skömmina og kippa hlutunum í lag. I upphafi sumars er sest niður með kort af borginni og starfíð skipulagt. Byijað er vestast í Vesturbænum, á Öldugranda og endað í Rimahverfinu. Fyrsta yfir- ferð tekur mestan tíma, því þá er hvert einasta hús og hver garður skoðaður. í ann- arri yfírferðinni, sem tekur tvær til þrjár vikur er athug- að hvort fólk hafi tekið at- hugasemdimar til greina og í þriðju yfirferðinni er farið aftur yfir allar götur. Birna og Bergljót skoða bæði íbúð- ar- og iðnaðarhverfí og sé eitthvað athugavert við opin svæði, benda þær verkstjór- um Vinnuskólans á það. Það sem af er sumri hafa stúlk- urnar gert tæplega 700 at- hugasemdir, langflestar vegna girðinga. Þær segja ástandið í eldri hverfum borgarinnar verst en að sama skapi best í nýlegum hverfum á borð við Selja- hverfið. Framfarirnar era ekki miklar, sumir fá seðla ár eftir ár inn um lúguna. En þeir em líka til sem kippa hlutunum í lið samdægurs. Stúlkurnar gætu án efa orðið ágætis leigubílstjórar eftir sumarið, enda kunna þær orðið vel á borgina. „Við höfum farið um götur sem okkur datt ekki einu Pappírsvinna í HADEGINU fara Berg- ljót og Birna yfir þær at- hugasemdir sem gerðar hafa verið og svara þeim í símann sem hafa eitt- hvað við athugasemdirn- ar að athuga. sinni í hug að væru til,“ segir Bergljót. „Við höfum séð mörg falleg hús og fal- legar götur, ekki síður en óhirt hús og garða.“ Birna og Bergljót segjast ekki vera neinir hjólagarpar en þær hafi keypt sér fjalla- hjól fyrir starfið, enda þýði ekkert annað. Það sé lítið mál að hjóla um borgina á svo góðum fararskjótum. Þær hjóla nær alltaf með hjálma að eigin framkvæði og vekur nokkra athygli enda fáir fullorðnir sem láta sjá sig með slík höfuðföt þó nauðsynleg séu. Fólk á hins vegar ekki gott með að átta sig á hvaða starfí þær sinna, sumir halda að þar sé póst- urinn á ferð, aðrir halda þær vera erlenda ferðamenn. Þeir sem vita hvaða starfa þær hafa með höndum spyrja hins vegar hvort hér séu garðalöggurnar mætt- ar? Og það er ekki fjarri lagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.