Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 ERLENT INNLENT Nafnvextir hækka um allt að 2V2% Nafnvextir banka og spari- sjóða hækkuðu síðastliðinn mið- vikudag um allt að 2'h%. Seðla- bankinn telur þessar hækkanir ekki fela í sér hækkun raun- vaxta, heldur jafnvel þvert á móti. Hann telur jafnframt enga hættu á því að vaxtaþróun fari úr böndum. Alþýðusambandið mótmælti hækkununum harðlega og telur þær fara þvert gegn ákvæðum nýgerðra kjarasamn- inga. Ríkisstjórnin mun boða fund eftir helgi með ráðherrum og bankastjórum og ræða hugs- anlegar raunvaxtalækkanir. Mikil óánægja með lokun veiðisvæða Sjómenn víða um land eru mjög óánægðir með setningu reglugerðar um lokun veiðisvæða til lengri tíma, einkum á miðum út af Vestfjörðum og Norður- landi. Þeir segja að lokanimar komi mjög illa við íbúa nærri fýrrnefndum miðum og telja að hægt hefði verið að ná sátt um málið. Sjávarútvegsráðuneytið segir þessar lokanir, sem tóku gildi á föstudag, aðallega beinast að vemdun smáþorsks og telur aðgerðimar áhrifaríkari þegar veiðisvæðum sé lokað í lengri tíma. OECD spáir 6,2% atvinnuleysi á íslandi 1994 Efnahags- og framfara- stofnunin, OECD, spáir því að atvinnuleysi á íslandi verði 5,3% á þessu ári og komist í 6,2% á næsta ári. Það þýddi að um 8 þúsund manns gengju atvinnu- lausir árið 1994. Þjóðhagsstofnun er nokkuð bjartsýnni í sinni spá ERLENT Bosníuviðræð- um frestað vegna árása Serba Samningaviðræður um að binda enda á stríðið í Bosníu með þátttöku leiðtoga níúslima, Serba og Króata, ásamt forseta Júgó- slavíu, sem boðað var til í Genf í Sviss á föstudag var frestað til sunnudags vegna árása Serba á Sarajevo á fimmtudag. Ætlun sáttasemjaranna Owens lávarðar og Thorvalds Stoltenbers var að viðræðumar stæðu sleitulaust þar til samkomulag næðist. Haft hefur verið eftir vestrænum emb- ættismönnum að stjórnvöld í Bandaríkjunum og helstu Evr- ópuríkjum þrýsti nú á Bosníu- stjóm að sættast á friðaráætlun sem bindi enda á stríðið nú þeg- ar, því ljóst þyki að einungis fá- einar vikur líði uns múslimar bíði algeran ósigur. Traustsyfírlýsing við stjórn Johns Majors samþykkt BRESKA stjómin beið ósigur á þingi á fimmtudag er stjómartil- laga um að staðfesta Maastrieht- samkomulagið um nánara sam- starf ríkja Evrópubandalagsins var felld með 324 atkvæðum gegn 316. Alls hlupust 23 íhalds- menn undan merkjum og greiddu atkvæði með stjómarandstöð- unni. John Major forsætisráð- herra'fór þá fram á að fram færi á atkvæðagreiðsla daginn eftir, föstudag, þar sem þingmenn myndu lýsa trausti eða van- trausti á stefnuna varðandi fé- lagsmálaákvæði Maastricht. Yrði sinni og segir atvinnuleysi þessa árs verða 5% en 5,5-6% á næsta ári. Rannveig kjörín varaformaður Rannveig Guðmundsdóttir var kjörin varaformaður Alþýðu- flokksins síðastliðinn sunnudag og fékk 66 atkvæði af 87 greidd- um. Valgerður Guðmundsdóttir var kjörin ritari flokksins. Nýtt félag um rekstur Smjörlíkis hf. Samningar hafa tekist milli Smjörlíkis hf. og helstu lánar- drottna þess. Nýtt félag hefur verið stofnað um rekstur fyrir- tækisins en það mun á næstu mánuðum ganga í gegnum fjár- hagslega endurskipulagningu. Stefnt verður að því að auka hlutafé í fyrirtækinu um 80-100 milljónir. Hitaveitan kaupir Kópavog út Kópavogsbær og Hitaveita Reykjavíkur hafa að undanfömu átt í samningaviðræðum um að Hitaveitan kaupi Kópavogsbæ út úr fyrirtækinu. Kaupverð fyrir 1,5-2% hlut bæjarins er talið vera í kringum 300 milljónir. Finnur Jónsson látinn Nestor íslenskra myndlistar- manna, Finnur Jónsson, lést að- faranótt þriðjudagsins 20. júlí á Hrafnistu í Reykjavík. Finnur, sem var einn helsti frumkvöðull íslenskrar myndlistar á þessari öld, var á 101. aldursári. Tímamótafornleifafundur við Flatey í ljós hefur komið að fomleifa- fundurinn við Flatey, þar sem í fyrra fundust tvo skipsflök, er mun merkilegri en búist hafði verið við. Líklegt er talið að eldra skipsflakið sé flak hollensks kaupfars frá miðri 17. öld. " stjómin undir yrði efnt til nýrra kosninga. Traustsyfirlýsingin var samþykkt með 339 atkvæðum gegn 299 og lauk þar með þing- meðferð Maastricht-samkomu- lagsins i Bretlandi. Miyasawa segir af sér KIICHI Miyasawa sagði af sér starfi forsætisráðherra Japans á fimmtudag eftir ósigur stjórnar- flokksins, Fijálslynda lýðræðis- flokksins (LDP), í þingkosningum sl. sunnudag. Flokkurinn er sem fyrr öflugastur á þinginu, með 223 sæti af 511, og þarf að laða umbótaflokk sem nefnist Nýi flokkurinn (JNP) til samstarfs til að fá meirihluta á þingi. Ungir umbótasinnar í flokki Miyasawa kröfðust þess að arftakinn yrði kosinn með lýðræðislegum hætti og mótmæltu harðlega tillögu um að hópi gamalla flokksleiðtoga yrði falið að finna heppilegan frambjóðanda í embættið með hefðbundnu baktjaldamakki. Reyklaus ríkisstjórn í Litháen RÁÐHERRAR í ríkisstjórn ythá- ens, en þeir eru 17 að tölu, hafa allir hætt reykingum og skrifað undir sérstaka samninga þar að lútandi við heilbrigðisráðherrann Jurgis Bredekis sem sjálfur er fyrrum stórreykingamaður. Mun þetta vera eina reyklausa ríkis- stjómin í heiminum, að sögn Bre- dekis. Vilja banna reykingar heima Umhverfísverndarráð Banda- ríkjanna (EPA), sem er stjórnar- stofnun, hefur nú hafíð herferð gegn óbeinum reykingum og meðal annars hvatt almenning til að banna reykingar í heimahús- um sínum. Baráttan um forsetaembættið í Finnlandi Ahtisaari tákn um breytta tíma Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. MARTTI Ahtisaari heitir 56 ára, 130 kílógramma þungur Finni, sem virðist líklegastur til að verða kjörinn tíundi forseti finnska lýðveld- isins í febrúar næstkomandi. Þar sem kjörtímabil Finnlandsforseta er sex ár yrði hann þannig síðastur i þvi embætti á þessarí öld. Hann er talinn búa yfir miklum hæfileikum til að draga úr spennu milli stríðsaðila enda var hann fyrir skömmu skipaður fulitrúi Bout- ros Boutros-Ghali, framkvæmdasljóra Sameinuðu þjóðanna, í friðar- viðræðum i Bosníu-Herzegóvínu. Þykir þessi eiginleiki Ahtisaarís kannski helsti kostur tilvonandi forseta einkum þegar tekið er til- lit til ástandsins í nágrannarikjum Finnlands í austri og suðri, þ.e. Rússlandi og Eystrasaltsríkjunum og til samskipta þessara ríkja. Verði Ahtisaari kjörinn yrði hann annar sósíalistinn í því emb- ætti, en Ahtisaari er meðlimur í jafnaðarmannaflokknum eins og Mauno Koivisto, núverandi forseti, var fyrir embættistöku sína 1. mars 1992. Stuðningsmenn Ahtisa- aris koma hins vegar úr mjög mis- munandi áttum enda er stuðningur við hann mun meiri en fylgi jafnað- armanna. Síðustu skoðanakannan- ir gefa honum allt að 40 til 50 prósenta fylgi í fyrri umferð kosn- inganna. I síðari umferðinni þar sem aðeins tveir frambjóðendur verða eftir mætti Ahtisaari reikna með 60-70 prósenta fylgi. Forsetaembættið í Finnlandi er jafn valdamikið og í Frakklandi og Bandaríkjunum en Finnlandsfor- setar hafa notað völd sín misjafn- lega mikið. Margir hafa þó ekki hikað við að láta til sín taka jafnt í innanríkismálum sem á helsta sviði forseta, þ.e. í utanríkispólitík. Þess vegna hafa flestir forsetar einnig verið kjömir úr röðum stjórnmálamanna. Ahtisaari er ráðuneytisstjóri fínnska utanríkisráðuneytisins og hefur starfað sem stjómarerindreki í marga áratugi, mest í Afríku og hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann hafði m.a. yfírumsjón með fyrstu lýðræðislegu kosningunum í Namibíu í umboði SÞ þegar landið öðlaðist sjálfstæði. Óvænt úrslit Forsprakkar jafnaðarmanna vildu að Kalevi Sorsa, fyrrum flokksformaður og ráðherra yrði forsetaframbjóðandi. Til þess að gefa valinu lýðræðislegt yfirbragð efndu kratar til forkosninga i vor. Ahtisaari var ásamt nokkrum öðr- um fenginn til að bjóða sig fram á móti Sorsa. Svo gerðist það sem enginn bjóst við: Ahtisaari sigraði og varð formlegt forsetaefni jafn- aðarmanna. Nokkrum vikum síðar var flokksforystan einnig endumýj- uð. Skoðanakannanir sýna nú Ahtisaari langmest fylgi þeirra sein eru í framboði. Helstu mótfram- bjóðendur hans eru Raimo Ilaskivi, fyrrum borgarstjóri í Helsinki (Hægriflokknum), og Paavo Vay- rynen, fyrrum ráðherra og flokks- formaður (Miðflokknum). Hversdagspólitík gefið langt nef Af þrem stærstu stjómmála- flokkum landsins bjóða tveir fram forsetaefni sem ekki eru beint úr hversdagspólitíkinni. Auk jafnað- armannsins Ahtisaaris má telja hægrimanninn Ilaskivi meðal þeirra sem hafa sniðgengið flokks- forystu flokks sins. Ilaskivi sigraði Pertti Salolainen flokksformann í forvali hægri manna. Váyrynen er hins vegar flokksmaður af gömlum toga, atvinnustjómmálamaður sem hefur fullan stuðning flokksforystu sinnar, en mætir um leið mestri andstöðu meðal kjósenda annarra flokka. Framboð Ilaskivis en einkum Ahtisaaris mætti ef til vill telja Stjórnvitring’ur á alþj óðavettvangi MARTTI Ahtisaari reynir að skapa sér ímynd sem stjórnvitr- ingur á alþjóðavettvangi. Hann hefur tekið sér hlé frá kosn- ingabaráttunni til þess að starfa á vegum Sameinuðu þjóðanna í Bosníu næstu fimm mánuði. Sem verðandi forseti ætlar Ahtisaari einnig aðallega að skipta sér af utanrikismálum. tákn um breytta tíma í finnskum stjómmálum. Þjóðin hafí allt í einu tekið frumkvæðið og vilji breyta til í æðstu embættum ríkisins. Óljóst þykir hins vegar hversu mikil breyting yrði í reynd að fá Ahtisa- ari eða Ilaskivi. Eins og flestum æðstu embætt- is- og stjómmálamönnum Finna finnst Ahtisaari mjög brýnt að Finnland verði aðili að Evrópu- bandalaginu (EB) sem fyrst. Þetta veldur því að fylgi hans er minnst meðal bænda í Norður-Finnlandi en meðal þeirra er EB-andstaðan öflugust. Campbell tvistar NÝR forsætisráðherra Kanada, Kim Campbell, sést hér tvista af miklum móð við gesti í teiti sem haldið var í tengslum við frumsýningu á kvik- myndinni Twist fyrir skömmu. Campbell, sem er 47 ára gömul og: fráskil- in, einstæð móðir, þykir hafa gott lag á að vekja á sér athygli fjölmiðla. Henni hefur tekist að hrista upp í kanadískum stjómmálum með hrein- skilni og hispurslausu orðavali og íhaldsflokkur hennar, sem hefur staðið illa í skoðanakönnunum, virðist vera að rétta úr kútnum. Norski Hægri- flokkurinn Lágmarks- laun lækki Markmiðið að fleiri fái vinnu KACI Kullmann Five, leiðtogi norska Hægriflokksins, segir að byrjendalaun þurfi að lækka og draga verði úr vægi ákvæða sem vernda starfsfólk fyrir uppsögn- um. Einnig þurfi reglur um lág- markslaun að verða sveigjan- legri. Með þessu móti verði ungu fólki gert hægara um vik að fá vinnu. „Það verður að auðvelda vinnu- veitendum að taka við ungu fólki í atvinnuleit. Svo er komið að mörg fyrirtæki vísa atvinnuum- sækjendum frá vegna þess að það er hreinlega of dýrt að ráða þá,“ hefur Aftenposten eftir Kullmann Five. Segir hún það því vera skoð- un flokksins, að ef lágmarkslaun lækki muni ungt fólk eiga auðveld- ara með að verða sér úti um starfs- reynslu, sem sé nauðsynleg til þess að atvinnuveitendur sjái sér fært að ráða það til starfa. Kullmann Five segir að ríkið eigi að sýna fordæmi í þessum efnum, og breyta ákvæðum um lágmarkslaun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.