Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JUU 1993 23 12,9% Aldur atvinnulausra í marslok 1993 16- 20- 30- 40- 50- 60- 19ára 29ára 39ára 49ára 59ára 69ára Meðaltal Vísbendingar um fjárhags- aðstæður atvinnulausra í marslok 1993 Hefur selt húseign 3,8% Hefur selt bifreið 11,5% Hefur selt húsbúnað/lausamuni 5,1% Hefur gengið á sparifé 26,1% Hefur selt verðbréf/hlutafé eða aðrar eignir 4,5% Hefur ekki gengið á eignir 58,6% Á hvorki eignir né sparifé 5,1% Aðrir á heimili hafa fengið aðstoð sveitarf. 8,3% Hefurtekið lán vegna atvinnuleysis 27,4% Fjöldi spurðra 157 Mesta atvinnuleysið meðal yngra fólks samkvæmt Hagstofu Meðaltekjur atvinnu- lausra 38 þús. í mars ATVINNULEYSI er mest í yngsta aldursflokknum, það er 16 til 19 ára, eða 12,9%, samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar sem gerð var i marslok á þessu ári. Fram kemur að atvinnuleysi er meira þjá lítið menntuðu fólki en því sem hefur meiri menntun. Meðaltekjur atvinnulausra reyndust vera 38 þúsund kr. á mánuði og rösklega þriðj- ungur þeirra hefur þurft að ganga á eignir eða sparifé. Hagstofan gerði fímmtu vinnu- markaðskönnun sína um mánaða- mótin mars/apríl síðastliðinn. Hringt var í 4.098 einstaklinga á aldrinum 16-74 ára sem voru valdir af handa- hófi úr þjóðskrá. Svör fengust frá 90,8% úrtaksins. 7.700 án vinnu Heildarfjöldi á vinnumarkaði er áætlaður 148.700 sem er 1% færra en í könnun Hagstofunnar í nóvemb- erlok. Heildarfjöldi fólks í vinnu er áætlaður 141 þúsund og er það einn- ig 1% færra en í nóvember. Fækkun- in kemur nær öll fram hjá körlum. Atvinnuleysi í lok mars mældist 5,2% samanborið við 4,7% í nóvem- ber 1992. Samsvarar það því að 7.700 manns hafa verið án vinnu. Þetta eru heldur hærri tölur en koma fram í samantekt félagsmálaráðu- neytisins á skráðum atvinnuleysis- dögum hjá opinberum vinnumiðlun- um. Þessi skráning er forsenda þess að fólk fái greiddar atvinnuleysis- bætur. Hagstofan segir að slíkar atvinnuleysistölur mæli því yfirleitt ekki alla þá, sem hafa ekki verið á vinnumarkaði af einhverjum ástæð- um en vilja hefja störf, svo sem nem- endur eða heimavinnandi fólk. Því sé eðlilegt að tölur um atvinnuleysi, sem fást í vinnumarkaðskönnunum, séu hærri en skráð atvinnuleysi. Samkvæmt könnuninni var vinnu- vikan að meðaltali 50,1 klukkustund meðal karla í síðustu vikunni í mars en 34,6 klst. meðal kvenna. Vinnu- stundum fækkaði heldur hjá körlum frá þvi í nóvember en fjölgaði hjá konum. Morgunblaðið/Sveinn Birkir Björnsson Hátt er horft SIGURÐUR Blöndal sýnir gestum töfra Hallormsstaðaskógar. Trjásafn opnað í HaJlomisstaðaskógi Egilsstöðum. SKOGRÆKT Ríkisins og Skeljungur hf. hafa tekið höndum saman í skógræktarátaki undir slagorðinu „Skógrækt með Sketfungi“. Starfs- menn skógræktarinnar og Skeljungur hf. stóðu fyrir fjölskyldudegi á Hallormsstað á Héraði og Vöglum í Fnjóskadal. Þar gíifst gestum kost- ur á að kynna sér starfsemi Skógræktar ríkisins. Við þetta tækifæri var tijásafn opnað í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi en þar hófst skipu- lögð trjárækt fyrir 90 árum. Góð aðsókn var á §ölskyldudegi Skógræktarinnar og Skeljungs hf. í Hallormsstaðaskógi. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá í tilefni dagsins. Gestum gafst kostur á að bregða sér á hestbak og fara í bátsferð á Lagar- fljóti og heimamenn voru með kynn- ingar af ýmsu tagi. Þór Þorfinnsson skógarvörður sá um skógargöngur og sérfræðingar kenndu réttu hand- brögðin við gróðursetningu. Sögu skógræktar á Hallormsstað má rekja allt aftur til ársins 1899 en þá voru sett lög um verndun Hallormsstaðaskógar. Árið 1903 hófst skógræktarstarf á Hallorms- stað þegar girt var af landsvæði sem kallast Mörkin. 50 tegundir gróðursettar Alls hafa verið gríðursettar yfir 50 tegundir af tijám til reynslu frá yfír 200 stöðum í heiminum. í gróðr- arstöðinni í Hallormsstað eru árlega framleiddar um ein milljón tijá- plantna. Skeljungur gaf nýverið fjórar milljónir til Skógræktarinnar og er það jafngildi 200.000 tijáplantna. Framlag Skeljungs er tengt bensín- sölu fyritækisins. - Björn Atvinnuleysi var mest meðal fólks í yngsta aldursflpkknum, 16 til 19 ára, eða 12,9%. í aldurshópnum 20 til 29 ára var 8,4% atvinnuleysi, 4*/2% meðal 30 til 39 ára fólks en 3 til 4% í öðrum aldurshópum. Verri staða hjá minna menntuðu fólki Að mati Hagstofunnar virðist vera fylgni milli menntunar og stöðu á vinnumarkaði. Því minni menntun sem svarendur hafa því líklegra er að þeir séu utan vinnumarkaðar eða atvinnulausir. Af þeim sem hafa að- eins grunnmenntun, voru 7,3% at- vinnulausir, 3,6% þeirra sem hafa starfs- og framhaldsmenntun og 1,7% fólks með háskólamenntun. Þeir sem reyndust atvinnulausir í vinnumarkskönnuninni voru spurðir sérstaklega ýmissa spurninga. Þar kom fram að konur hafa að jafnaði verið lengur í atvinnuleit en karlar. 12% svarenda í könnuninni höfðu leitað vinnu í ár eða lengur. Meðal- tekjur atvinnulausra í marsmánuði reyndust vera um 38 þúsund krónur. Meðalkostnaður atvinnulausra vegna húsnæðis reyndist vera 16,3 þúsund á mánuði. Þá hafði rösklega þriðj- ungur atvinnulausra þurft að ganga á eignir eða sparifé vegna atvinnu- leysis og rösklega fjórðungur hafði tekið lán vegna atvinnuleysis. PC A biðlar til skákmanna í Biel Jóhanni boðið á millisvæðamót Áskell Örn Kárason skrifar frá Biel í Sviss Á fyrsta frídeginum á milli- svæðamótinu hér í Biel, var þátttakendum boðið til móttöku á fínasta hóteli bæjarins á veg- um PCA, Professional Chess Association, sem þeir Kasparov og Short stofnuðu þegar þeir sögðu skilið við FIDE. Nokkur eftirvænting var meðal stór- meistaranna hér á mótinu og áttu sumir jafnvel von á því að Kasparov sjálfur myndi láta sjá sig. Svo fór þó ekki. í hans stað var mættur bandarískur lögfræðingur frá New York, Bob Rice að nafni, til þess að tala máli PCA. Að hans dómi stendur skákhreyfingin nú á krossgötum; nú verður að mark- aðssetja skákina á sama hátt og golf og tennis og aðrar íþróttir þar sem auglýsingatekjur skapa iðk- endunum miklar tekjur, þekktir viðburðir hafa mikið auglýsinga- gildi og sýningarrétturinn er eftir- sóttur meðal stærstu sjónvarps- stöðva heims. Price kvaðst sannfærður um að þetta væri mögulegt og málið væri þegar í undirbúningi beggja vegna Atlantshafsins. Hann kvað PCA hafa fengið öflugasta al- menningstengslafyrirtæki vestan- hafs til liðs við sig til að hrinda þessari áætlun í framkvæmd. Ósk- aði Rice eftir liðsinni stórmeistar- anna til þess arna og lofaði þeim gulli og grænum skógum ef vel tækist til — sem hann kvaðst sjálf- ur viss um að yrði. Skákmenn tortryggnir Umræður urðu fjörugar á fund- inum og greinilegt að skákmenn eru afar tortryggnir gagnvart þessu nýja afkvæmi Kasparovs. Margir fundarmanna minntu á feril heimsmeistarans, sem hvað eftir annað hefur stofnað ný sam- tök og hreyfingar, en snúið svo við þeim baki þegar minnst varir — til þess að stofna ein samtökin enn. Greinilegt er að menn eru orðnir þreyttir á sífelldum og skyndilegum sinnaskiptum heims- meistarans og vilja sjá efndir ein- hverra af loforðum PCA, áður en þeir leggja samtökunum lið. Gall- inn er bara sá, að til að koma áætlunum sínum í framkvæmd mun PCA þurfa stuðning og þátt- töku stórs meirihluta öflugustu meistaranna! Meðal þess sem Price og aðstoð- armenn hans kynntu á fundinum var „millisvæðamót PCA“, sem halda á í Groningen í Hollandi í desember. Til þess er boðið 50 stigahæstu skákmönnum heims (skv. stigalista FIDE!) og er Jó- hann Hjartarson einn þeirra sem fengið hafa þetta boð. Stefnt er að öðru heimsmeistaraeinvígi á vegum PCA 1995. Þá munu sam- tökin útbúa stigakerfi til eigin - nota, í stað ELO-lista FIDE. Þótt mikil áhersla hafí verið lögð á að kynna þessi nýju samtök sem ópólitísk og að þau hefðu einungis viðskiptaleg markmið, virtust skákmeistararnir sjálfír fullir tor- tryggni eins og áður er sagt og kom fram ótti margra við að nú upphæfíst langt og strangt stríð milli PCA og FIDE sem skaða my.ndi ímynd skáklistarinnar um allan heim. Boðið á mótið í Groningen freistar þó eflaust margra, enda verðlaun þar rúmlega 16 millj. ísl. króna. Væntanlega mun framtíð PCA öðru fremur ráðast af því hvernig til tekst með það mót; verði það vel heppnað og góð mæting af hálfu fremstu skák- manna heims, mun PCA fá vind í seglin; ef ekki er hætt við að þessi félagsskapur verði enn einn minnisvarðinn um misheppnað fé- lagsmálabrölt Garri Kasparovs. Kvenfélag Mosvallahrepps færir Holtskirlqu altarisldæði SÉRA Jón Ólafsson, fyrrum sóknarprestur og prófastur í Holti í Önundarfirði, hefur fært Kvenfélagi Mosvallahrepps myndarlega fjárupphæð til minningar um eiginkonu sína, Elísabetu Einarsdótt- ur, fyrrum húsfreyju og prófastsfrú í Holti. Kvenfélagið hefur nú varið hluta upphæðarinnar til þess að láta sauma Holtskirkju altarisklæði, sem Heidi Kristiansen, textíllista- kona í Reykjavík, hefur unnið. Altarisklæðið er af rauð antík- flaueli með ásaumuðum krossi, sem unninn er með bútasaum. Þá hefur Heidi Kristiansen einnig unnið og gefíð messuhökul úr fjólu- blárri ull, bómull og hrásilki, fyrir föstutíma kirkjuársins. Ásaumaður er kross með myndum af kristnu táknmáli. Elísabet Einarsdóttir prófastsfrú fæddist 22. nóvember 1906 í Bol- ungarvík, dóttir hjónanna Einars Jóhannessonar bónda í Álfadal á Ingjaldssandi og síðast verkamanns á Flateyri og konu hans Ragnhildar Bjarnadóttur frá Kirkjubóli í Val- þjófsdal. Hún giftist séra Jóni Ól- afssyni sóknarpresti í Holti, 29. september 1936. Séra Jón þjónaði Holtsprestakalli frá 1929 og gegndi prófastsembætti frá 1941, uns hann fékk lausn að eigin ósk árið 1963. Elísabet andaðist á Sólvangi í Hafn- arfírði 9. mars 1985 og var jarðsett í Holtum. Maður hennar, séra Jón Ólafsson, varð níræður í maí 1992 og er nú búsettur í Hafnarfírði. Hann er Þingeyingur að ætt, fædd- ur í Fjósatungu í Fnjóskadal 22. maí 1902. Nýtt altarisklæði NÝJA altarisklæðið í Holtskirkju í Önundarfirði. & O cj Látið ekki veður og vi spilla verslunarm helginni! Auk 200-800 rrf risatjaldanna bjóöum viö nú upp á stórskemmtileg 36, 54 og 162 rrf samkomutjöld, sem leigjendur reisa auöveldlega sjálfir. Upplýslngar og pantanir ísíma 625030.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.