Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 J Elgnr og eyðilegging í Miðvesturríkjunum MISSISSIPPI er tignarlegt Gjót, sem teygir sig frá nyrstu ríkjum Bandaríkjanna suður til Mexíkóflóa. Nafnið kallar fram í hugann skáld- sögur Marks Twains og fljótabáta, sem silast letilega eftir lygnri ánni. Þeim sem búa við Mississippi og þverár hennar í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna verður hins vegar hvorki hugsað til Stikilsbeija-Finns né fljótapramma um þessar mundir. Linnulausar rigningar leiddu til þess að áin flæddi svo um munaði yfír bakka sína fyrir rúmum mánuði og virðist ekkert lát ætla að verða á þeim á næstunni. Flóðin hafa kostað 33 menn lífið og sett líf mörg hundruð þúsund manna á annan endann. Tjón af völdum þeirra er metið á 10 milljarða dollara (rúm- lega 700 milljarða ísl. kr.). Stjórnmálamenn hafa streymt á vettvang og hefur Bill Clinton Bandaríkjaforseti heimsótt Miðvesturríkin í þrí- gang frá þvi að flóðin hófust. Fjárhagsaðstoð hefur hins vegar ekki streymt jafn greitt og fíjótið og stjórnmálamennirnir. Á meðan íbúar á flóðasvæðunum keppast við að hlaða varnargarða úr sandpokum til að búa sig undir rigningar helgarinnar karpar þingheimur um það hvernig fjármagna skuli neyðaraðstoð til handa fórnarlömbum stór- fljótsins. Fellibylir og og jarðskjálftar skilja eftir sig rústir. Mississippi sýnir vald sitt með öðrum hætti. FTjótið flæðir mórautt inn í hús og mannvirki og fyllir þau af leðju og aur. Sums stað- ar rétt gægjast húsþök upp úr vatn- inu. Laufkrónur trjáa ná rétt að teygja sig ankannalega upp úr ánni. Suma daga hefur rigningin mælst tíu sentimetrar og flóðhæðin náði hámarki á þriðjudag þegar hún fór upp í 14,3 metra við borgina St. Lou- is í Missouri. Þegar vatns- borð Mississippi fer yfir níu metra á dýpt telst komið flóð í ána. Vanreiknaðir vamargarðar? Þegar verkfræðingar Bandaríkja- hers, sem hefur umsjón með því flókna kerfí stíflna og varnargarða, sem ætlað er að hemja Mississippi- fljótið, reiknuðu út hvemig fara ætti að beittu þeir likindareikningi. Þeir töldu það næga varkámi að miða mannvirki sín við flóðhæð, sem líkur væm á að myndaðist á fímm hund- rað ára fresti. Flóðið mikla (eins og þegar er farið að kalla þessar nátt- úrahamfarir) hefur reynst flestum mannvirkjum ofviða. Nú er svo kom- ið að á rúmlega þijú hundrað km kafla er ekki færa brú að fínna yfir Miss- issippi. Að sögn Rauða krossins hafa 32 þúsund heimili orðið fyrir tjóni. 40 þúsund km2 ræktaðs lands liggja undir vatni. Gervihnattamyndir sýna nú risastórt stöðuvatn þar sem árfarvegir hrísluð- ust áður eins og þræðir eftir landinu. Flóðanna hefur gætt í átta ríkjum og auk Mississippi hafa ámar Des BAKSVID Karl Blöndal skrifar Moines, Raccoon og Missouri valdið miklu tjóni. Athygli fjölmiðla hefur beinst að ýmsum smábæjum, þar sem íbúar hafa háð hetjulega baráttu við vatnselginn, oft án árangurs. Miss- issippi-fljótið sópaði á fimmtudag burtu lítilli eyju í Illinois, sem mynd- aðist í flóði fyrir einni öld. Einhveij- um tókst að hringja klukkum þorps- ins á eyjunni til að vara þá við, sem ekki höfðu þegar forðað sér. Bærinn Hannibal í Missouri fór mikið til undir vatn, en íbúum tókst þó að bjarga fæðingarstað Marks Twains. Ekki hefur síður verið fjallað um stærri borgir. Flóðin menguðu drykkj- Vegskiltin standa fyrir sínu Menn ferðast nú um akvegi í bátum í bænum Crafton í Illinois. arvatn íbúa í Des Moines í Iowa og var vatnslaust í borginni í 12 daga. Flætt hefur í úthverfum St. Louis, en 16 metra hár vamargarður utan um miðborgina heldur enn. Ástæðan fyrir því að rignt hefur allt að því þrefalt meira á flóðasvæð- unum en í venjulegu árferði er hæða- kerfí, sem hefur legið yfír austur- strönd Bandaríkjanna undanfamar sex vikur. Hæðimar gera það að verkum að heitt og rakt loft streym- ir norður á bóginn frá Mexíkóflóa og þar sem það mætir hinum land- læga vestanvindi, sem blæs þvert yfír Bandaríkin í um tíu km hæð og liggur nú yfír ofanverðum Miðvestur- ríkjunum, myndast þramuveður með tilheyrandi úrhelli. Á meðan þessi staða helst verður lítið lát á flóðum. Aðeins tveir af hverjum tíu tryggðir Flóðin í sumar hafa ásamt felli- bylnum Andrew, sem skall á Flórída í fyrra, og jarðskjálftanum í Kalifor- níu í hitteðfyrra vakið spumingar um það hvers vegna fólk kýs að búa þar sem líklegt er að móðir náttúra láti að sér kveða. Venjuleg trygg- ingafélög bjóða sjaldan upp á flóða- tryggingu, en það gerir ríkið hins vegar. Aðeins um tveir af hveijum tíu, sem orðið hafa fyrir tjóni í flóðun- um, hafa nýtt sér þessa tryggingu. Hinir treysta á það að ríkið komi til bjargar og hafa nokkuð fyrir sér í því. Ótryggðir eiga rétt á opinberam bótum, en sá böggull fylgir skamm- rifí að þeir fá tjón sitt aðeins bætt einu sinni. Verði þeir aftur fyrir tjóni af völdum flóðs án þess að hafa tryggt verða þeir látnir bjarga sér sjálfír. Clinton hefur reynt að slá á vonir fórnarlamba flóðanna um fullar bæt- ur frá Washington. „Alríkisstjómin hefur aldrei bætt hvers kyns tjón af völdum náttúrahamfara að fullu,“ sagði forsetinn fyrir viku. Um leið lagði hann til að veitt yrði þriggja milljarða dollara neyðaraðstoð nú þegar. Gert er ráð fyrir því að þess- ir þrír milljarðar verði taldir til næstu ijárlaga. Þegar kom til kasta full- trúadeildar Bandaríkjaþings að veita aðstoðina upphófust deilur um það hvemig ætti að fjármagna hana. Innilegustu þakkir fyrir blóm, skeyti og gjafir á 80 ára afmœli minu. GuÖ blessi ykkur öll. Jónína Pálsdóttir. Veitingahús - Akranesi Vorum að fá í einkasölu fasteignina Bárugötu 15, Akra- nesi, ásamt öllum rekstri og búnaði. í húsinu hefur um árabil verið rekið veitingahús og hótel. Rekstur hússins í dag áhugaverður fyrir duglega aðila. Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson á skrifst. 8057. ÍÍS^FASTEIGNA “ MIÐSTÖÐIN B2 20 30 SKIPHOLTI50B -105 REYKJAVÍK SÍMI 622030 - SÍMBRÉF 622290 Dalshraun - Hafnarfirði Nýkomið í einkasölu glæsilegt 1000 fm atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum (500 fm hvor hæð). Báðar hæðirnar eru í leigu. Næg bílastæði. Frábær staðsetning. Teikningar og nánari upplýsingar á skrifst. 9155. Snorri Wium syngur í Hafnarborg SNORRI Wium, tenórsöngvari, heldur tónleika í Hafnarborg á mánudag, 26. júní, kl. 20.30, við undirleik Davids Neely. Snorri Wium stundaði nám við Söng- skólann í Reykjavík frá 1984 til 1988 týá Magnúsi Jónssyni og Dóru Reyndal. Frá árinu 1988 til 1992 stundaði hann nám við Konservatorium Vínarborgar. í Vín naut hann m.a. handleiðslu Svanhvítar Egilsdóttur og síðar Carol Black-Mayo. Þar fór hann með hlutverk Rudolfo í La Bohémé; Lionel í Mörtu; og Hans í Seldu Brúðinni. Þá tók hann þátt í upp- færslu Jugendstil Theater á Brott- náminu úr Kvennabúrinu, og söng hlutverk Pedrillo. Einnig ferðaðist Snorri með Salzburger Toume um Þýskaland, Holland og Danmörku og fór með hlutverk Don Ottavio úr Don Giovanni. Síðastliðin þijú sumur hefur Snorri sungið við Wagner-óperuna í Bayreuth. Haustið 1992 gerði hann tveggja ára samning við Óperuhúsið í Co- burg í Þýskalandi, en mun á næsta ári auk þess syngja sem gestur við Óperuna í Lippstadt. Morgunblaðið/Kristinn David Neely og Snorri Wium. Píanóleikari á tónleikunum er David Neely. Hann er fæddur í Day-Ton Ohio í Bandaríkjunum og stundaði nám bæði í píanóleik og hljómsveitarstjóm í Cincinatti og við Tónlistarháskólann í Blooming- ton. Árið 1990 réðst David sem hljómsveitarstjóri við Óperana í Coburg, en hann hefur nú verið ráðinn til Ríkisóperunnar í Stuttg- art. Nýtt hljóð- tímarit BLINDRAFÉLAGIÐ hefur hafið útgáfu á nýju hljóðtímariti, „Ræktun og lífsgildi". Aðalhvata- maður er Ingibjörg Jóhannsdótt- ir fyrrverandi skólastjóri frá Löngumýri í Skagafirði. Þar er ætlunin að fjalla um ýmislegt menningarefni og lífssigra fólks. Hljóðtímaritinu er ætlað að koma út þrisvar á ári, á sumri, um haust og um jól. Áskriftargjald er 500.- fyrir hvert skipti eða 1.500.- á ’ári. í fyrsta tölublaðinu er aðaluppi- staðan viðtöl við Jónas Tryggvason frá Finnstungu í Bólstaðarhlíðar- hreppi. Jónas var alla tíð mjög sjóndapur og síðustu árin blindur. Hann stjórnaði kórum, orti ljóð og stundaði handiðn á Blönduósi, þar sem hann bjó meginhluta ævi sinnar. Einnig eru flutt lög eftir Jónas og Torfí Jónsson les ljóð eft- ir hann og fleiri. Þá flytur Guðrún P. Helgadóttir fyrram skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík hugleið- ingu og frumort ljóð. Ingibjörg Jó- hannsdóttir frá Löngumýri fylgir hljóðtímaritinu úr hlaði með nokkr- um orðum. Fleira enfi er í ritinu. Hljóðtímaritið er á einni 90 mínútna snældu. Aðstandendur eru Ingi- björg Jóhannsdóttir frá Löngumýri og Gísli Helgason. Ábyrgðarmaður er Halldór S. Rafnar framkvæmda- stjóri Blindrafélagsins. Hljóðtíma- ritið fæst hjá Blindrafélaginu og geta menn gerst áskrifendur með því að hafa samband við skrifstofu þess. (Úr fréttatilkynningu) Skipholt - til leigu Til leigu mjög góð jarðhæð um 140 fm. Auk þess geta fylgt 80 fm í kjallara. Ýmsir notkunarmöguleikar. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. 9151. ffc ^FASTEIGNA "■ MIÐSTÖÐIN I62 20 30 SKIPHOLTI50B -105 REYKJAVÍK SÍMI 622030 - SÍMBRÉF 622290 r-Ö Z^FASTEIGNA ~M MIÐSTÖÐIN 62 20 30 SKIPHOLTI50B -105 REYKJAVÍK SÍMI 622030 - SÍMBRÉF 622290 fólksí öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.