Morgunblaðið - 06.08.1993, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.08.1993, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 Tímarit MM Friðrik Rafnsson ritstjóri FRIÐRIK Rafnsson, hefur verið ráðinn ritstjóri Tímarits Máls og menningar frá sl. mánaða- mótum í stað Árna. Sigurjóns- sonar. í samtali við Morgunblað- ið kvaðst Friðrik vonast til að undir sinni stjórn héldi áfram sú þróun sem orðið hefði á efnis- tökum í tímaritinu á liðnum árum, að umfjöllun um bók- menntir aukist á kostnað þjóð- félagsumræðu. Hann kvaðst þegar hafa komið á samskiptum við tvö erlend tímarit, eitt í Frakklandi og annað í Mexíkó. Friðrik kvaðst vænta þess að þau samskipti geri kleift að birta í Tíma- riti Máls og menningar nýjar greinar og skáldskap eftir höfunda á borð við Octavio Paz og Garcia Marques auk þess sem þama opnist leið fyrir efni íslenskra höfunda. VEÐUR Borsen segir faríð í kringnm lágmarksverð EB á ufsa í Þýskalandi Saka íslenska og norska fiskútflytjendur um svik TOLLAYFIRVÖLD í Þýskalandi hafa hafið rannsókn á meintum stórfelldum svikum norskra, danskra og íslenskra fiskútflytjenda við útflutning á ufsa til Þýskalands. Frá þessu er greint í danska dagblaðinu Bersen í gær og þar segir jafnframt að fiskútflytjendurn- ir og þýskir kaupendur hafi haft samvinnu um þessi svik með því að falsa tollskjöl. Þýsk tollayfirvöld hafi þegar komist að raun um að íslenskt fiskinnflutningsfyrirtæki í Bremerhaven og frystihús á sama stað hafi brotið gegn ákvörðunum EB um lágmarksverð og tollareglur og fleiri aðilar séu til rannsóknar þar í landi. Friðrik Rafnsson Viðræður við erlenda útgefendur Friðrik kvaðst vonast til að fyrsta tölublað Tímarits Máls og menningar undir sinni stjóm kæmi út í október. Friðrik Rafnsson er 34 ára, bók- menntafræðingur að mennt og hefur undanfarin fjögur ár starfað við Rík- isútvarpið sem umsjónarmaður bók- menntaefnis. Þá er hann kunnur fyr- ir þýðingar sínar, m.a. á verkum Milans Kundera. Samkvæmt Barsen hafa þessir aðilar farið í kringum það lágmarks- verð sem EB hefur sett á innfluttar ufsablokkir og ufsaflök. Lágmarks- verðið á frystar blokkir er 2,88 þýsk mörk fyrir hvert kg (rúmar 120ISK) og 3,26 mörk (rúmar 136 ÍSK) fyrir hvert kg af frystum flökum. Þessa vöru má ekki selja á lægra verði til EB-landa. Þijár aðferðir við svindlið Blaðið segir að þijár aðferðir hafi verið notaðar við svindlið. í fyrsta lagi hafí fiskútflytjendur frá Noregi / DAG ki 12.00 Heimild: Veðurstofa Islanda (Byggl á veðurspá. kl. 16.151 gær) VEÐURHORFUR I DAG. 6. AGUST YFIRLIT: Skammt út af Vestfjörðum er 995 mb lægð sem þokast norð- austur. SPÁ: Vestanlands verður suðvestan gola eða kaldi með súld og síðar skúrum. Um austanvert landið verður sunnan strekkingur og rigning í kvöld og nótt en lægir í fyrramálið. Hiti 8-19 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Norðlæg eða breytileg átt, víða kaldi. Súld norðanlands en hætt vlð skúrum f Öðrum landshlutum. Hiti 6-15 stig, hlýjast sunnanlands. HORFUR Á SUNNUDAG: Austlæg átt, vfða kaldi. Vætusamt víða um land, einkum suðaustanlands, en síst vestanlands. Hiti 9-16 stig, hlýj- ast vestanlands og í innsveitum fyrir norðan. HORFUR Á MANUDAG: Norðan strekkingur. Rigning eða súld norðan- og norðaustanlands, en úrkomulftíö suðvestanlands. Hiti 5-16 stig, hlýj- <aot QiiAv/OQtanlnnHc: Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. Q & Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað F F í * / * / / * / r r f r * r Rigning Slydda * * * * * * ★ * Snjókoma tik Skýjað V Ý Alskýjað * V Skúrír Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindórin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heíl fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka stig FÆRÐA VEGUM: (Ki.i7.30ígær) Þjóðvegir iandsins eru allir í ágætu ásigkomulagi og ágætlega greiðfær- ir. Þá er einnig búið að opna flesta vegi um hálendið en þó eru vegir eins og um Stórasand, í Þjófadali, í Loðmundarfjörð, í Hrafntinnusker og Gæsavatnaleiö ennþá ófærir. Hálendisvegir eru yfirieitt ekkt færir venjulegum fólksbílum nema vegur um Kaidadai og vegur í Landmanna- laugar. Vfða er unnið við vegageró, og eru vegfarendur að gefnu tilefni beðnir að þær merkingar sem þar eru. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og fgrænnílínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. trn hiti veður Akureyrl 16 skýjað Reykjavík 12 rígning Bergen 16. skýjað Helainki 21 ekýjað Kaupmannahöfn 10 þokumóða Narssaraauaq vantar Nuuk vantar Oitó 20 léttskýjað Stokkhólmur 20 hálfskýjað Þórshöfn 11 alakýjað Algarve vantar Amsterdam 10 skýjað Borcelona 28 léttakýjað Berlfn 21 alskýjað Chicago 13 iéttakýjað Feneyjar 30 heiðskírt Frankfurt 26 léttskýjað Glasgow 17 skýjað Hamborg 18 rigmngásið.klt London 19 skýjað LosAngeles 18 léttskýjað Lúxemborg 26 léttskýjað Madríd vantar Malaga vantar Mallorca 32 hálfskýjað Montreal 15 akúr NewYork 23 léttskýjaö Oriando 26 léttskýjað Parfs 23 skúr Madelra 23 léttskýjað Róm 29 heiðskírt Vín 36 léttskýjað Washington 22 þokumófta Wlnnipeg 10 léttakýjað og Islandi falsað tollskjöl, í hveijum gámi séu aukalega 3-4 tonn af fiski sem ekki sé getið um á tollskjölum og ekki er greint frá á reikningi og í þriðja lagi hljóði reikningurinn frá útflytjendum upp á lágmarksverð EB en kaupendur fái senda kredit- nótu fyrir mismuninum einum til tveimur mánuðum síðar. Hátt í tíu íslenskir aðilar flytja út ufsa á mark- að í Evrópubandalaginu. í frétt Barsen er rætt við Christ- ian Petersen, sem rekur fískvinnslu- fyrirtækið Dan Lachs GmbH í Rais- dorff skammt frá Kiel. Þar segir hann að tollayfirvöld í Þýskalandi hafí skýrt frá því að þau hafi afhjúp- að svindl hjá íslensku innflutnings- fyrirtæki í Bremerhaven og frysti- húsi á sama stað sem hafi haft milli- göngu um innflutning á ufsa frá íslenskum og norskum fískútflytj- endum með þessum ólöglega hætti.' Verðlækkun á ufsa „Þetta lágmarksverð var sett til að vernda hagsmuni sjómanna og fiskverkenda í Evrópubandalaginu á sínum tíma. Við höfum heyrt af því að menn hafi notað hinar og þessar aðferðir til koma fiski inn í bandalag- ið undir lágmarksverðinu þegar þeir eiga í vandræðum með afurðirnar. Hvort eitthvað slíkt sé stundað frá íslandi skal ég ekki segja og hef engar sannanir fyrir. Hins vegar höfum við ekki tekið þátt í því og munum ekki gera,“ sagði Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. „Það hefur orðið mjög mikil verð- lækkun á ufsa á síðustu fáu misser- um sem hefur m.a. orðið til þess að það hefur dregið úr framleiðslu á þessari vöru. Við höfum reynt að beina framleiðslunni inn á önnur markaðssvæði til þess að þurfa ekki að sitja uppi með þessa vöru. Við viljum ekki taka þátt í neinu svindli. Við könnumst vissulega við það að markaðsverð á ódýrustu blokkaraf- urðunum hafí í einstaka tilfellum farið niður fyrir lágmarksverðið og við því ekki getað selt þær,“ sagði Friðrik. Áta fer minnkandi í loðnimni Um 150 þús. tonn eru komin á land TÆPLEGA 150 þúsund tonn hafa borist á land af loðnu á vertíð- inni. Sæmilega aflaðist á loðnumiðunum í gær. Svanur RE kom með Sigurð VE í togi til Siglufjarðar í gærkvöldi. Um 550 tonn eru nú óveidd af loðnukvótanum. Bilun varð í Sigurði VE á miðun- um fyrr í vikunni og kom Svanur RE með hann í togi til Siglufjarðar í gærkvöldi. Alls voru skipin með rúmlega 2.000 tonn af loðnu. Sólarhringssigling Kap VE landaði 670 tonnum á Þórshöfn í gær. Að sögn Sigurðar Magnússonar stýrimanns var um sólarhringssigling af miðunum. Hann sagði að minni áta væri í loðn- unni en áður. Farið er að þrengjast um löndunarpláss á flestum höfnum en Sigurður sagði að hvergi væri þó löng löndunarbið. Kölluð í ráðuneytið vegna Kínaferðamia UNNUR Guðjónsdóttir, sem m.a. hefur skipulagt ferðir til Kína með Kínaklúbbnum, fer á fund hjá samgönguráðuneytinu I dag vegna beiðni ráðuneytisins. Hún segir að ef hún þurfi að fá leyfi til ferðaskrifstofu- reksturs til að fara með hóp í fyrirhugaða ferð 'til Kína í október næstkomandi þá ætli hún að sækja um það leyfi. Unnur segir að vegna óánægju í þessa ferð, því þá ekki að nota það aðila í ferðaskrifstofurekstri hafi hún verið boðuð á þennan fund. Unnur ætlar með hóp til Kína 1. október og er það í fjórða skipti, sem hún skipuleggur ferð þangað. „Ef ég þarf leyfið til að geta farið almennilega? Hver veit hvað ég geri? Ég hafði ekki hugsað mér að fara í ferðaskrifstofurekstur en ég gæti jafnvel hugsað mér að nota þetta leyfí allrækilega ef til þess kæmi,“ segir Unnur Guðjónsdóttir. Hjarta- og lungnaþegi látinn ÁSLAUG Þorsteinsdóttir, 17 ára hjarta- og lungnasjúklingur úr Kópavogi, lést á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg mánu- daginn 2. ágúst sl. en hún beið þar eftir að fá nýtt hjarta og ný lungu. Aslaug fór utan hinn 12. júlí sl. ásamt Hróðmari Helgasyni, bama- hjartasérfræðingi, til að gangast undir hjarta- og lungnaskiptaaðgerð. Var hún þá búin að liggja nokkrar vikur á spítaja hérlendis. Foreldrar Áslaugar eru Ellen Páls- dóttir og Gunnar Kristjánsson. Hún átti þijú systkini. Áslaug Þorsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.