Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 11 Úr íslenskum söguatlas: íslenskir stráklingar herma eftir breskum dátum. við sögu koma. Tímabilaskipting höfunda er nokkuð óljós. Allmargir kaflar verksins taka til allrar aldarinnar, aðrir spanna aðeins fáein ár. í flest- um tilvikum virðist þó miðað við þrískiptingu tímabilsins 1918- 1992, þannig að fyrsta tímabilið taki til áranna 1918-1945, annað spanni árin 1945-1970 og hið þriðja árabilið 1970-1992. Frá þessu eru þó margar undantekning- ar og er það nokkur galli á ritinu að skýrari og rökstuddari tímabila- skipting sé ekki viðhöfð. Tel ég að hér hafi ritstjórum tekist miður að setja efni sínu skorður en í fyrri bindunum tveimur. Sömuleiðis má gera nokkurn ágreining um efnisröð í ritinu. Þannig tel ég það furðulega ráðstöf- un að fjalla um verkalýðshreyfing- una á árabilinu 1970-1992 áður en rætt er um stjómmálasögu tíma- bilsins 1959-1971, þegar Viðreisn- arstjórnin innleiddi mun virkari að- ild ríkisvaldsins að kjarasamningum en áður hafði tíðkast. Sömuleiðis hefði verið eðlilegra að fjalla um landhelgismál 1950-1976 á undan kafla um sjávarútveg 1970-1992 en ekki eftir eins og ritstjórar kjósa að gera. Um tímaviðmiðanir í báð- um þessum köflum má deila. Hefði upphaf landhelgiskaflans ekki átt að miðast við setningu landgrunns- laganna 1948? Væri ekki eðlilegt að skipta sjávarútvegskaflanum í tvennt og miða skiptinguna við breytta fiskveiðistjórn með tilkomu kvótakerfis á níunda áratugnum? Fleiri athugasemdir af þessum toga mætti gera, en á hitt ber fremur að benda að verkefni ritstjóranna er afar flókið og í heild má segja að bærilega hafi til tekist við niður- röðun efnis. Hins vegar er hætt við að ýmsum þyki umfjöllun höfunda um einstök viðfangsefni býsna almenn og skorta á rækilegri upplýsingar. Að nokkru leyti ræðst þetta vafalaust af formgerð ritsins, en alls ekki þó að öllu. Þannig fjallar kafli um Al- þýðumenningu 1925-1955 (bls. 90-91) ekki síður um það sem venjulega væri flokkað undir „há- menningu“ (fagurbókmenntir, klassísk tónlist, leikstarfsemi) og engin tilraun er gerð til að meta áhrif samfélagsbreytinga, þ.e. um- skiptanna úr dreifbýlu sveitasamfé- lagi í þéttbýlissamfélag, á hug- myndaheim og menningarviðmið íslendinga. Ekki er heldur hugað að stéttbundnum viðhorfum í þessu sambandi. Svipuðu máli gegnir um umfjöll- un um stjórnmál á áttunda áratugn- um. Þar er reyndar gerð allrækileg grein fýrir stefnumiðum og störfum vinstri stjórnarinnar 1971-1974, en síðan eru stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks 1974-1978, vinstri stjórnin 1978-1979 og minnihlutastjórn Benedikts Grön- dals 1979-1980 afgreiddar í fáein- um línum. í neðanmálskafla á bls. 163 er stuttlega vikið að „Fjór- flokknum“ og auknu fylgi annarra stjórnmálaafla, en engin tilraun gerð til að greina með skipulegum hætti orsakir hinna miklu fylgis- sveiflna flokka sem hófust á átt- unda áratugnum og hafa einkennt íslensk stjórnmál síðan. Umfjöllun um íslensk stjórnmál 1978-1992 er einnig mjög snubbótt, enda ein- ungis lögð undir hana ein opna (bls. 164-5). Á bls. 170-173 er á tveimur opnum fjallað um byggðastefnu á 20. öld'og fólksfjölda- og byggða- þróun á tímabilinu 1970-1992. Töluverðra endurtekninga frá fyrri opnunni gætir í texta hinnar síðari. Þannig er á báðum fjallað um byggðastefnu sem „lausnarorð átt- unda áratugarins" og gerð grein fýrir Framkvæmdastofnun ríkisins og Byggðasjóði sem komið var á fót í tíð vinstri stjórnarinnar 1971- 1974. Um þessi atriði hafði reyndar þegar verið fjallað í kafla um stjórn- mál 1971-1978 á bls. 162, þannig að sömu efnisatriði eru margtuggin með stuttu bili á 12 síðna kafla í bókinni. Þetta ber að flokka undir verulega bresti í ritstjórn. Kaflar um þorp og bæi (bls. 174-175) og Reykjavík 1970-1992 (bls. 176-177) eru hins vegar dæmi um vel heppnaðar opnur þar sem samspil knapps texta og ágætra skýringamynda nýtur sín vel. Sem betur fer eru góðu opnurnar í ritinu mun fleiri en þær sem mér finnst hafa miður tekist. Það er ótvíræður kostur við ritið að töluverðu rými er varið til að ijalla um náttúru landsins og sambúð manns og lands. Sömuleiðis eru opnur um menningu og listir gagnlegar. Hins vegar þykir mér heildarmynd þessa lokabindis íslensks söguatlass lak- ari en hinna fýrri. Engu að síður er hér margt vel gert og engum vafa undirorpið að lesendur munu hafa gagn og gaman af kynnum af ritinu. Skipulag þess hefur þann kost helstan að lesendum er veittur greiður aðgangur að upplýsingum um tiltölulega afmörkuð viðfangs- efni og heimildaskráin auðveldar leit þeirra sem vilja kynna sér nán- ar tiltekin efnissvið. íslenskur söguatlas 3 er eins og fyrri bindi ritsins óvenju fallegt rit. Umbrot er vandað, prentun góð og kort, skýringarmyndir og ljósmynd- ir njóta sín vel. Mikil vinna liggur að baki korta og skýringarmynda og eiga bæði höfundar og starfs- fólk Landkosta hf. sem annaðist gerð þeirra skilið lof fyrir vinnu sína. Það voru ungir og bjartsýnir menn sem áttu hugmyndina að /s- lenskum söguatlas. Þremur og hálfu ári eftir að fyrsta bindi verks: ins kom út er útgáfunni lokið. í heild hlýtur dómur um störf þeirra að vera jákvæður. Þeir hafa lagt mikið að veði og þótt ýmislegt megi að ritunum finna, eins og öll- um öðrum bókum, er árangurinn óumdeilanlega eitthvert aðgengi- legasta og fegursta yfirlitsrit um íslenska sögu sem út hefur komið. P05TUR Það kostar minna en þig grunar að hringja til útlanda OG sImi *64,50 kr.: Verð á 1 mínútu símtali (sjálfvirkt val) til New York á næturtaxta m.vsk. Saga samtíðar _________Bækur_____________ Gísli Ágúst Gunnlaugsson íslenskur söguatlas 3. Saga sam- tíðar — 20. öldin. Ritstjórar: Árni Daníel Júlíusson, Jón Ólafur ís- berg og Helgi Skúli Kjartansson. Iðunn. Reykjavík 1993, 245 bls. Fyrir skömmu gaf Iðunn út þriðja bindi íslensks söguatlass og er það jafnframt lokabindi þessa ritverks, en útgáfa þess hófst árið 1989. Ritstjórar eru hinir sömu og fyrr, sagnfræðingamir Árni Daníel Júl- íusson, Jón Ólafur ísberg og Helgi Skúli Kjartansson, en auk þeirra rita þeir Bjarni Guðmarsson, Einar Hjörleifsson, Haukur Jóhannesson og Pétur Már Ólafsson nokkrar opnur í ritið. Uppbygging þessa bindis ís- Iensks söguatlass er áþekk fýrri bindunum. Hver opna er sjálfstæð heild þar sem fjallað er um afmark- að efni í knöppum texta, ljósmynd- um, myndritum og kortum. íslensk saga er tengd gangi heimsmála með sérstökum opnum þar sem vikið er að helstu atburðum og hræringum almennrar sögu á tímabilinu 1918- 1990. Megináherslan í ritinu er á þróun íslensks samfélags, breyting- ar á mannfjölda, búsetu og atvinnu- háttum, menningar- og félagslífi í víðri merkingu þess orðs. Stjóm- málasögu er að sjálfsögðu gerð skil, en hún fær ótvírætt minna rými en tíðast er í yfirlitsritum. Þótt höfundar styðjist að vera- legu leyti við rannsóknir annarra fræðimanna í framsetningu sinni á sögu „samtíðar“ liggja töluvert umfangsmiklar rannsóknir þeirra sjálfra að baki myndrita. Dæmi um þetta má m.a. finna á bls. 29 þar sem birt er kort sem sýnir búsetu úrtakshóps útsvarsgreiðenda í Reykjavík eftir fjárhæð útsvars- greiðslna. Ennfremur mætti nefna kort er sýnir meðaljarðeignir bænda í hverjum hreppi árið 1933 (bls. 33). í bókarlok er vönduð greinar- gerð fýrir heimildum sem við er stuðst í texta og við gerð skýringar- mynda og korta. Sömuleiðis er get- ið höfunda texta á hverri opnu. Af heimildaskránni er ljóst að höfundar hafa seilst víða til fanga og að ný- legar rannsóknir skila sér vel í þessu yfirlitsriti. Heimildaskráin er enn- fremur nauðsynlegt hjálpartæki fýrir lesendur sem vilja afla sér nánari þekkingar á því efni sem íjallað er um í knöppum texta bók- arinnar. Aftast í ritinu er síðan nafnaskrá allra bindanna. Það er veralegur löstur á henni að ekki er getið fæðingar- og dánarárs, né stöðu þeirra manna og kvenna er Vivaldi og Corelli á tónleikum í Skálholti s Omissandi upplýsingabanki KONSERTAR Vivaldis og Co- rellis hljóma á Sumartónleik- um í Skálholtskirkju um helg- ina í upprunaflutningi undir leiðsögn Jaap Schröder, hol- lensks fiðluleikara sem er brautryðjandi í slíkri túlkun á verkum barokktímans. Schröder byrjar tónleikahelgina með fyrirlestri á ensku á morgun, laugardag,kl. ’ 2 sem hann kallar: Hvers vegna fóram við að nota hljóðfæri frá barokktíma til að leika barokktónlist? Klukkan 3 tekur Bach-sveitin í Skálholti fram „upprunahljóðfæri" sín og leikur konserta eftir Vivaldi og Corelli á strengi og sembal undir leiðsögn Schröders. Klukkan 5 ræður Vivaldi ríkjum og Camilla Söderberg bætist í hópinn með blokkflautu sína. Konsertarnir, sem hún leikur með Bach-sveit- inni, voru hljóðritaðir fyrir nokkra og verður takmarkað upplag af geislaplötunni með þeim leik og fleiri barokkverkum fáanlegt á staðnum. Á sunnudaginn kl. 3 verður boðið upp á blöndu af Corelli og Vivaldi; strengjasveit ásamt semb- al og einleik á fiðlu og blokk- flautu. Sömuleiðis ætla listamenn- irnir í Skálholti að leika kafla úr efnisskrám helgarinnar við messu á sunnudaginn kl. 5. Prestur er sr. Guðmundur Óli Ólafsson. Enginn aðgangseyrir er að Sumartónleikum í Skálholtskirkju; barnagæsla er í skólahúsinu og áætlunarferðir era frá Umferðar- miðstöðinni í Reykjavík. Jaap Schröder fiðluleikari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.