Morgunblaðið - 06.08.1993, Síða 17

Morgunblaðið - 06.08.1993, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 17 íslensk málstöð kaus þágufall í veðurfréttum FYRIRMÆLI Páls Bergþórssonar veðurstofustjóra til aðstoðar- manna veðurfræðinga um það að staðarþágufall veðurstöðva sé notað í lestri veðurlýsinga styðjast við álit Islenskrar málstöðvar að því er kemur fram í svarbréfi prófessors Baldurs Jónssonar, fyrir hönd stjórnar íslenskrar málstöðvar, við fyrirspurn veður- stofustjóra. Sé staðarþágufall notað er lesið t.d: Þingvöllum, logn, léttskýjað, 15 stiga hiti en ekki: Þingvellir, logn ..., eins og tíðkast hefur þeg- ar veðurathugunarstöðvar eru nefndar í nefnifalli. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær veldur þessi ágreiningur um það í hvaða falli skuli lesa nafn veðurathugunarstöðva því að tveir aðstoðarmenn veðurfræðinga neita að undirrita samninga sem tekist hafa eftir langvinnar deilur um bak- vaktir og greiðslur vegna þeirra en í samningnum er ákvæði um að að- stoðarmenn skuldbindi sig til að hlýða fyrirmælum um staðarþágu- fall í veðurfregnum. í samræmi við hefðir íslenskrar tungu í fyrrgreind bréfi frá íslenskri málstöð til veðurstofustjóra segir að það sé ,,“í samræmi við hefðir ís- ienskrar tungu““ að veðurstöðva sé getið í þágufalli. Ennfremur segir í bréfí íslenskrar málstöðvar að hugs- anlegt sé að þessi beiting stað- arþágufalls í veðurfregnum í útvarpi hafi einhver áhrif á þróun málsins og líklegt megi telja að tilfmning fyrir staðarþágufalli muni þá heldur glæðast en dofna og um það sé ekki annað en gott að segja. Umhverfis- ráðherra vill takmarka notkun fos- fórhylkja UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ mun beita sér fyrir viðræð- um við varnarliðið til að reyna að ná samkomulagi um takmörkun á notkun fosfór- hylkja við æfingar og að fjör- ur verði hreinsaðar. Þessi fosfórhylki, sem eru ipjög hættuleg, hefur meðal ann- ars rekið á land í Hrútafirði undanfarna daga. Össur Skarphéðinsson um- hverfisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi merkjabúnaður væri nýtilegur við björgun og því eðlilegt að nota hann að einhverju marki við æfíngar. „Við viljum hins vegar að notkun þeirra við æfingar sé bundin við ákveðin afmörkuð svæði svo vitað sé hvar þau rekur á land og menn gangi í það að fjarlægja þau,“ sagði Össur. Varnaðarorð á ís- limlfverfisráðherra sagði að notkunin væri mest hjá varnar- liðinu, margfalt meiri en hjá Landhelgisgæslunni. Því sagð- ist hann hafa gert ráðstafanir til að leitað verði eftir viðræð- um við varnarliðið um að tak- marka notkunina með þessum hætti. Hann sagðist einnig vilja at- huga hvort ekki væri mögulegt að merkja búnaðinn með varn- aðarorðum á íslensku en fosfór- hylkin eru með áberandi aðvör- un á ensku. Engin lög um opn- un dýraheimila EKKi þarf sérstaka heimild til að setja á stofn hestaleigur, geymslu- eða þjálfunarstöðvar fyrir dýr samkvæmt núgildandi lögum. Hins vegar er gert ráð fyrir slíku leyfi í frumvarpi til dýraverndarlaga sem Sigurður Sigurðsson, dýralæknir á Keldum, segir að beðið hafi verið eftir árum saman. Hann segist vona að frumvarpið verði afgreitt frá Alþingi á haustþingi. Sigurður sagðist ekki vita til að í gildi væru lög um staði af þessu tagi. „Menn hafa árum saman beðið eftir því að fá dýraverndarlög í gildi. Þau hafa velkst áfram ár eftir ár fyrir Alþingi. En í því frumvarpi sem liggur fyrir núna er gert ráð fyrir leyfi þuiifi til að reka geymslur, þjálf- unarstöðvar eða hestaleigur,“ sagði Sigurður og bætti að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að fólk þyrfti ákveðinn útbúnað, aðstæður og þekkingu til starfseminnar. Hann sagði að margsinnis hefði verið ýtt á eftir frumvarpinu en án árangurs enn sem komið væri. Hann sagðist þó vona að það yrði að lögum í haust. Hundasjúkdómar Vart hefur orðið við lifrabólgu og smáveirusótt í hundum upp á síð- kastið og staðfesti Sigurður að ekki væri flutt inn bóluefni gegn lifra- bólgu í hundum. „Bóluefnið við henni er lifandi og hæpið hefur þótt að flytja inn lifandi bóluefni vegna hættunnar á því að aðrir sjúkdómar berist með bóluefninu. Slíkt hefur komið fyrir og gert illt verra," sagði Sigurður og sagði að miðað við tjón hefði ekki þðtt ástæða til að taka þessa áhættu. Hins vegar sagði Sigurður að bóluefni við smáveirusótt, sem ekki væri lifandi, væri flutt til landsins og væri ástæða til að minna fólk á að láta bólusetja hunda sína reglu- lega og þyrfti að bólusetja hunda einu sinni á ári fyrir smáveirusótt. Þá gæti verið æskilegt að hafa hund- ana nýbólusetta þegar farið væri með þá á staði þar sem mikið væri um hunda. Hann minnti jafnframt á að hundar tækju misvel við bóluefni og aðrir sjúkdómar gætu veikt áhrif þess. Að lokum tók Sigurður fram að rétt væri að benda fólki sérstaklega á að leita ráða hjá dýralæknum, sem væru sérfróðir um hunda.t.d. á dý- raspítala eða lækningastofum, varð- andi bólusetningu. Rýmingarsala á Toyota-bifreiðum árgerð ’93 Sala mikil þrátt fyrir versta bílasöluár lengi RÝMINGARSALA er á Toyota-bifreiðum árgerð 1993 t\já umboðsaðilum þeirra hér á Elstí Reykvík- ingnrinn látínn ÞORBJÖRG Grímsdóttir, sem var elst innfæddra Reykvíkinga, andaðist á Droplaugarstöðum 3. ágúst siðastliðinn. Hún var þá á 105. aldursári. Þorbjörg fæddist að Litla-Seli í Reykjavík, sem nú er Vesturgata 59, 8. júlí 1889. Þaðan flutti hún á Skólavörðustíg 24a árið 1914 þar sem hún bjó alla tíð síðan eða þar til hún varð vistmaður á Droplaug- arstöðum. Eiginmaður Þorbjargar var Að- albjörn Stefánsson prentari. Hann var einn af stofnendum Guten- bergsprentsmiðju og barnastúkunn- ar Æskunnar. Þau eignuðust átta börn og eru tvö á lífi. Þess má geta að Þorbjörg var þriðji elsti íslendingurinn en tveir þeir elstu eru búsettir á Akureyri. Þorbjörg Grímsdóttir landi. Hugmyndin að baki útsöl- unni er að losa lagerinn áður en ný sending af bílum árgerð 1994 kemur í hús í september. Afsláttur á þriggja dyra bein- skiptum Toyota Corolla, sem veiyulega kostar 1.229.000 kr., er nokkrir tugir þúsunda og afsláttur á beinskiptum 4Runn- er, sem venjulega kostar 3.079.000 kr. liggur á bilinu 100 til 150 þúsund króna. Skúli Skúlason sölustjóri hjá P. Samúelssyni hf., umboðsaðila Toy- ota, segir að afslátturinn fari mest eftir því hvernig greiðsla er í boði og gefur staðgreiðsla mestan af- slátt. Mikil viðbrögð Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hefur sala á bílum verið með allra lakasta móti það sem af er árinu en Skúli segir að mikil viðbrögð hafí verið við rým- ingarsölunni og það gangi hratt á þá rúmlega 70 bíla, sem eigi að seljast. Helstu bílarnir sem eru til sölu eru Toyota Corolla, Toyota Carina og Toyota 4Runner. Um- boðið hefur aldrei áður haft rým- ingarsölu af þessu tagi þær þekkj- ast víða erlendis að sögn Skúla. NOATUN Lambakjöts dagar Lambakjöt - 1/2 skrokkar Bestu kaupin! o79y' Áöur pr.kg. 498. Frampartur 1/2 niðursagaður 39oi Áður pr.kg. 498. Hryggir 1/1 Læri 1/1 588.- 599.' Áður pr.kg. 698.' Áður pr.kg. 679.' Læri 1/1 Læri 1/1 sagað í sneiðar þurrkryddað 649.- 649.- Áðurpr.kg. 798.- Áðurpr.kg. 899.- Hryggur 1/1 sagaður í grillkótilettur 598.- Áður pr.kg. 759.- NOATUN Nóatún 17 - S. 617000 Hamraborg 14, Kóp. - S. 43888 Rofabæ 39 - S. 671200 Furugrund 3, Kóp. - S. 42062 Laugavegi 116 - S. 23456 Þverholti 6, Mos. - S. 666656 JL-húsinu vestur í bæ - S. 28511

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.