Morgunblaðið - 12.08.1993, Síða 1

Morgunblaðið - 12.08.1993, Síða 1
64 SIÐUR B/C 179. tbl. 81. árg. FIMMTUDAGUR12. ÁGÚST 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Deila Norðmanna og Bandaríkjamanna um hrefnuveiðar Holst telur gnrnd- vallaratríði í veði Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. Stefnubreyting Rabins Heimilaði leynifund með PLO Jerúsalem, Túnis. Reuter. TALSMAÐUR Yitzhaks Rabins, forsætisráðherra ísraels, staðfesti í gær að ráðherrann hefði lagt bless- un sína yfir fund Yossis Sarids umhverfisráðherra með fulltrúa Frelsissamtaka Palestínu, PLO, í Kaíró í síð- asta mánuði. Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, hefur sagt að sérhver ráð- herra landsins hafi rétt til að ræða við PLO þótt stjórnin sem slik viður- kenni ekki samtökin opinberlega. Til marks um viðhorfsbreytingu ísraelskra ráðamanna að undan- förnu er nefnt að háttsettum PLO- manni, Hassan Abdel-Rahman, hef- ur verið leyft að vera við jarðarför móður sinnar á Vesturbakkanum. Abdel-Rahman, sem hefur verið fulltrúi PLO í Kanada og Bandaríkj- unum, kom til Vesturbakkans á mánudag og hafði bandarískt vega- bréf. Palestínumenn ræða skipulagsbreytingar Mikil átök hafa verið á fundum forystu Palestínumanna i Túnis í vikunni. Yasser Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu (PLO), hefur verið legið á hálsi fyrir skort á samráði við samningamenn Pal- estínumanna í friðarviðræðunum við ísraela. Einnig standa menn frammi fyrir því að ákveða stefnuna í viðræðunum. Haft var eftir einum fundarmanna í gær að lausn væri í augsýn. Fæli hún í sér nýtt stjóm- kerfi sem auðveldaði skoðanaskipti og samráð milli PLO-forystunnar í Túnis og þeirra sem standa í eldlín- unni í friðarviðræðunum. NORÐMENN eru staðráðnir í að láta ekki undan banda- rískum þrýstingi og hætta hrefnuveiðum. „Það ætti sér engin fordæmi í samskiptum náinna bandamanna ef Bandaríkin efndu til efna- hagslegra refsiaðgerða gegn Noregi,“ sagði Johan Jorgen Holst utanríkisráð- herra á fréttamannafundi í gær. „Við gerum enn ráð fyrir að engar refsiaðgerðir verði ákveðnar.“ Bill Clinton Bandaríkjaforseti þarf að gera upp við sig innan tveggja mánaða hvort hann fer að tillögu viðskiptamálaráðherra síns er vill beita Norðmenn við- skiptaþvingunum vegna hrefnu- veiðanna. Norsku hrefnuveiði- mennirnir áttu í gær aðeins eftir að veiða fjórar hrefnur af 160 dýra kvóta sem ákveðið var að Ieyfa þeim að veiða en þar að auki verða 136 dýr veidd í vísinda- skyni. Ekki spurning um hvalveiðahagnað Það hefur gerst þrisvar sinnum að bandarískur forseti hefur feng- ið-tilmæli frá viðskiptaráðuneytinu um viðskiptabann vegna hvalveiða Norðmanna en forsetinn hefur ávallt vísað þeim á bug. Banda- ríkjamenn segja að Norðmenn bijóti gegn alþjóðlegum samning- um um algert hvalveiðibann frá 1985 er Norðmenn hafa aldrei samþykkt að taka þátt í. Að auki benda Norðmenn á að hrefnu- stofninn í Norður-Atlantshafi sé nú talinn vera yfír 80.000 dýr og hann þoli því vel veiðar. Holst taldi að kröfur ýmissa bandarískra þingmanna og nátt- úruverndarsamtaka um viðskipta- bann væru bæði óskiljanlegar og móðgandi. „Við erum að vetja grundvallarreglur sem eru miklu meira virði en hagnaðurinn af hvalveiðunum," sagði ráðherrann og visaði þar til þess að Norðmenn telja sig fara fullkomlega eftir reglum um sjálfbæra nýtingu nátt- úruauðlinda er samþykktar voru á umhverfisráðstefnunni í Rio de Janeiro. Veiðar við Svalbarða Að sögn Holsts munu Norð- menn ekki sætta sig við að erlend- ir togarar undir þægindafánum ríkja á Karíbahafí haldi áfram veiðum á umdeildu hafsvæði utan við lögsöguna við Svalbarða. Verð- ur farið fram á það við stjórnvöld í Rússlandi, á íslandi og í Færeyj- um að skipunum verði bannað að landa aflanum í þessum löndum. Jafnframt reyna norsk stjórnvöld nú að treysta þjóðréttarlegar kröf- ur sínar til svæðisins. Átökin í Tadzhíkístan Viðræður um frið? Dushanbe. Reuter. STJÓRNVÖLD í Tadzhíkíst- an báðu í dag ríkisstjórn Afganistans að reyna að miðla málum í deilum við uppreisnarmenn heittrú- aðra múslima sem berjast gegn yfirvöldum í Dus- hanbe, höfuðborg Tadzhí- kístans. Uppreisnarmenn hafa margir bækistöðvar í Afganistan en gera þaðan árásir á heimaland sitt. Rashid Alimov, utanríkisráðherra Tadzhíkístans, sagði eftir fund með starfsbróður sínum frá Afg- anistan að til greina kæmu beinar viðræður við uppreisnarmenn. Á meðan á fundi ráðherranna stóð bárust fregnir um að upp- reisnarmenn hefðu tekið til fanga fimm hermenn úr rússnesku liði sem aðstoðar Tadzhíka við landa- mæragæslu. Hundruð manna hafa fallið í átökunum undanfarna mánuði og eru þar á meðal tugir Rússa. Gull eða kartöflur? Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðs- dóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKIR aðilar, sem vinna að því að bjarga þýskum kaf- báti úr seinni heimsstyijöld upp af hafsbotni, hafa nú fengið lögbannshótun frá Norðmannum Einar Hövding. Hann segist hafa í höndum samning við þýsku stjórnina um að hann eigi björgunar- rétt á öllum þýskum flökum í norskri og danskri land- helgi. Aldrei hefur fengist upplýst hver farmur kafbátsins var, en ýmist er talað um að hann hafi flutt gull, gersemar og leyni- skjöl eða kartöflur. Danski fjármálamaðurinn Carsten Ree fjármagnar kaf- bátsbjörgunina, sem hófst í vor í samvinnu við hollenska björg- unarfyrirtækið Smit Tak, sem hefur mikla reynslu af slíkum verkefnum. Kafari fann bátinn 12,5 sjómílur norður af eynni Anholt í Kattegat 1986 á sex- tíu metra dýpi. Ree segist ekki trúa á gullfarminn, en hefur í huga að gert verði safn úr bátn- um, annaðhvort í Danmörku eða erlendis. Einar Hövding rekur björgunarfyrirtæki í Ósló og segist hafa gert samning við vestur-þýsk yfirvöld 1957 um rétt til að bjarga öllum þýskum flökum í norskri og danskri landhelgi. Hövding hefur oft áður náð upp þýskum flökum, meðal annars veiddi hann upp heilmikið járn úr orrustuskipinu Tirpitz, sem sökkt var úti fyrir Tromsö í seinni heimsstytjöld- inni. Reutcr Beðið eftir fyrirmælum ÁHÖFNIN á bandaríska flugvélamóðurskipinu Invincible sleikir Adríahafssólina á flugþilfarinu í gær. Sáttasemjarar í Bosníudeil- unni gáfu Bosníu-Serbum frest þar til í dag til að flytja allt her- lið sitt frá tveim mikilvægum hæðum við Sarajevo en múslimar neita ella að hefja friðarviðræður í Genf. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði í gærkvöldi að héldu Bosníu-Serbar áfram að sitja um Sarajevo hlytu líkur á loftárásum Atlantshafs- bandalagsins á stöðvar þeirra að aukast enn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.