Morgunblaðið - 12.08.1993, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993
Jóhanna Linnet Erna Guðmundsdóttir
Kammerklúbbur Operusmiðjunnar
Islensk sönglög
á tónleikum
AÐRIR sumartónleikar Kamm-
erklúbbs Óperusmiðjunnar verða
haldnir fimmtudagskvöldið 12.
ágúst. Tónleikarnir verða í sal
FIH í Rauðagerði 27 og hefjast
klukkan 20.30
Tónleikamir eru hluti af tónleika-
röð sem Óperusmiðjan stendur fyrir
nú í ágúst og er til fjáröflunar og
kynningar á starfsemi hennar.
Að þessu sinni eru eingöngu ís-
Heitír pottar
úr akrýti l
Níðsterkir, auðveldir að þrífa.
Fást með loki eða öryggishlíf.
Nuddkerfi fáanlegt.
Margir litir, 5 stærðir,
rúma 4-12 manns.
Verð frá aðeins kr. ó*Mí75
Komið og skoðið þottana
uppsetta í sýningarsal okkar,
hringið eða skrifið og fáið sendan
litprentaðan bækling og verðlista.
Trefjar hf. Stapahrauni 7,
Hafnarfirði, sfmi 5 10 27.
HAftPVIOAHVAL
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SlMI 671010
lensk sönglög á efnisskránni og eru
þau m.a. eftir Pál ísólfsson, Karl
0. Runólfsson, Sigfús Einarsson og
Sigvalda Kaldalóns.
Einsöngvarar á þessum tónleik-
um verða Erla Gígja Garðarsdóttir,
Erna Guðmundsdóttir, Guðrún
Jónsdóttir, Jóhanna Linnet, Ragnar
Davíðsson og Þórunn Guðmunds-
dóttir. Vilhelmína Ólafsdóttir leikur
með þeim á píanó.
Sýningu
Bjarna
lýkur á
sunnudag
BJARNI Jónsson listmálari
sýnir vatnslitamyndir í Eden,
Hveragerði. Myndirnar eru
unnar með fjöibreyttri tækni á
mismunandi pappír og við-
fangsefnin eru úr ýmsum átt-
um. Bjarni hefur í áratugi unn-
ið út frá þjóðlegu efni, hagnýtt
sér þekkingu á lífi og starfi
sjómanna fýrri tíma og notað
hana í málverk. Sýningin er
opin til og með 15. ágúst.
Færi-
banda-
moiorar
Van der Graaf færibandamótorar
hafa reynst frábærlega hérlendis
við erfiðar aðstæður.
Eigum á lager eða útvegum með
stuttum fyrirvara allar stærðir og
gerðir. Þvermál: 127 mm, 160 mm,
215 mm, 315 mm, 400 mm og
500 mm. .... ....
I
■
Allt fyrir færibönd:
Mótorar - Færi-
bandareimar,
plast og gúmmí -
Stólar fyrir rúllur -
Endarúllur-
Plastplötur og
stangir. LA-U—-U-ÍJ
LEITIÐ UPPLÝSINGA
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUNIN
BÍLDSHÖFÐA 16 SlMI 67 24 44 TELEFAX 67 25 80
Alvar Aalto og
galdur formsins
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Norðurlöndin hafa löngum verið
taiin meðal helstu menningarlanda
vesturálfu, og þá ekki síst fyrir
almennt menningarstig þjóðanna.
Þegar hins vegar er rætt um þá
einstaklinga sem hafa skarað fram
úr og eiga óyggjandi stað meðal
framvarðarsveita listamanna, kem-
ur í ljós að aðeins fáir eru nefndir
til. Meðal þeirra eru auðvitað Ibsen
innan leiklistarinnar, Grieg innan
tónlistarinnar, Bergmann á vett-
vangi kvikmyndanna og Munch í
myndlistinni; fremstur meðal nor-
rænna hönnuða og arkitekta er
hins vegar óefað Finninn Alvar
Aalto.
Um þessar mundir stendur yfir
í sýningarsölum Norræna hússins
tuttugu og fimm ára afmælissýning
hússins, þar sem gefur að líta nokk-
uð yfirlit yfir starfsvettvang þessa
mikla listamanns. Sýningin hefur
hlotið nafnið „Galdur formsins",
og kemur hingað frá Safni finn-
skrar byggingarlistar í Helsinki.
Fyrstu verk Hugos Alvars Hen-
riks Aaltos (1898-1976) voru í
anda nýklassísku stefnunnar sem
hafði ríkt í byggingarlist um langt
skeið, en hann vakti fyrst almenna
athygli með ýmsum byggingum,
sem hann vann í hinum nýja alþjóð-
lega stíl, einkum á §órða áratugn-
um. Af þessum verkefnum má
nefna Bókasafnið í Viipuri (Viborg)
1927-35, sem Aalto sagði síðar
að hafi notið þess að hann hafði
nægan tíma til að veita verkinu
fyrir sér, heilsuhælið í Paimio
(1929-33), sem var djarflega
hugsuð byggirtg á sínum tíma, og
loks verksmiðja og starfsmannabú-
staðir í Sumila (1936-39), þar sem
fór saman virðing hönnuðarins fyr-
ir umhverfinu og því fólki, sem
átti_ eftir að starfa og búa þarna.
Á þessu fyrra skeiði síns ferils
varð Aalto ekki síður þekktur sem
hönnuður, einkum á sviði húsgagna
og glermuna. Hann er talinn hafa
árið 1932 komið fyrstur fram með
hugmyndir að húsgögnum úr
sveigðum krossviði, sem síðan hafa
farið sigurför um heiminn og verið
eitt helsta einkenni norrænnar hús-
gagnahönnunar; einnig vann hann
merkileg verk í gler, þar sem hin
óreglulega lína náttúrunnar var
ráðandi, og átti þannig nokkurn
þátt í að bylta þeirri beinlínu- og
regluhönnun sem t.d. Bauhaus-
skólinn boðaði í hönnun alls hús-
búnaðar. Ágæt dæmi um þessa
hönnun Aaltos er að finna hér á
sýningunni.
Það var hins vegar eftir heims-
styijöldina síðari, sem frægðarsól
Aalto tók að rísa hátt á alþjóðavett-
vangi, og þá ekki vegna afmark-
aðra stíleínkenna, heldur vegna
þess hversu mikla áherslu Aalto
lagði á að efni, hönnun og form
bygginga væri lagað að umhverfi
og hlutverki þeirra hveiju sinni.
Hann tók að sér ýmis verkefni er-
lendis, en margar fallegustu bygg-
ingar hans urðu samt til í Finn-
landi, og má nefna Vuoksenniska-
kirkjuna í Imatra (1952-58) og
Finlandia-húsið í Helsinki
(1962-71) sem ólík dæmi um snilli
arkitektsins; Islendingar ættu síð-
an að þekkja Norræna húsið, sem
Aalto hannaði 1962-63.
Á sýningunni hér er-ekki leitast
við að rekja ferii Alvars Aaitos
(enda þyrfti mun stærra sýningar-
rými til að gera það svo vel væri),
heldur reynt að varpa ljósi á form-
galdur hans, með því að vekja at-
hygli á hvernig hann leysti einstök
viðfangsefni; í því skyni er vitnað
til orða hans (sem hafa komið fram
í nokkrum fróðlegum ritum) og
ekki síður til verka hans, hvort sem
það eru byggingar, húsgögn eða
glerverk.
Hér má nefna til þemu eins og
náttúra og bygging, myndbreyt-
ingar, áferð, samspil ljóss og rým-
is, flatar og hljóðburðar, stigskipun
húsa, og svo hinar ýmsu gerðir
bygginga, allt frá verksmiðjum til
heilsuhæla, kirkju til bókasafns,
svo eitthvað sé nefnt af því sem
sett er upp á sýningunni. Um öll
þessi efni hefur Alvar Aalto tjáð
sig í orði og verki, og ýmis fróðleg
dæmi um árangurinn má sjá hér.
Tengsl Aaltos við ísland eru
meiri en kann að virðast í fyrstu.
Norræna húsið er að vísu eina
byggingin sem hefur verið reist
Alvar Aalto: Finlandia-húsið,
Helsinki (1962-71).
Alvar Aalto: Vuoksenniska-
kirkja, Imatra (1952-58).
eftir hans teikningu hér á landi,
en meðal síðustu verka hans má
einnig nefna hugmyndir hans um
hönnun Háskólasvæðisins, sem síð-
an voru lagðar til hliðar, en eru
einkar áhugaverðar vegna þeirrar
samþjöppunar, sem þar er lögð til;
einnig má nefna teikningu að húsi
Heilsuræktarinnar í Reykjavík, sem
Aalto gerði 1975, en því miður
varð sú bygging aldrei að raunveru-
leika.
Það er vel við hæfi að þessi sýn-
ing á verkum þessa fremsta arki-
tekts og hönnuðar Norðurlanda sé
haldin í því húsi sem hann teiknaði
sjálfur, Norræna húsinu í Vatns-
mýrinni, sem utan þess að vera
einstaklega fögur bygging hefur í
aldarfjórðung náð að sameina lif-
andi starfsemi og virðingu fyrir
umhverfinu á þann einstaka hátt
sem Aalto leitaði ávallt eftir.
Sýningin á verkum Alvars Aalt-
os, „Galdur formsins“, í sýningar-
sölum Norræna hússins, stendur
út ágústmánuð, til 31. ágúst, 0g
eru listunnendur hvattir til að láta
hana ekki fram hjá sér fara.
Didda H.
Myndlist_________
Eiríkur Þorláksson
Gallerí 11 neðst við Skólavörðu-
stíginn er nú tekið til starfa á ný
eftir nokkuð sýningahlé yfir sum-
armánuðina; slíkt ágætis hlé er
hvíld og endurnýjunartími fýrir
bæði staðinn og listunnendur, og
mættu fleiri sýningarstaðir taka
sér þetta fyrirkomulag til fyrir-
myndar; eftir hvíld er ánægjan og
eftirvæntingin væntanlega meiri
en áður.
Um þessar mundir stendur yfir
í Galleríinu sýning á verkum ungr-
ar listakonu, Diddu H. Leaman,
en hún sýnir hér nokkur olíumál-
verk, klippimyndir og önnur verk.
Listakonan útskrifaðist úr Mynd-
listar- og handíðaskóla íslands
1989, og lauk framhaldsnámi við
Slade Fagurlistaskólann 1989;
hún á þegar nokkrar sýningar að
baki.
Áhugaverðasti hluti sýningar-
innar er án efa nokkrar myndir
af fiðrildum (gulu, rauðu og hvítu).
Hér verður að líta eftir táknum. í
fomri myndlist var fíðrildið tákn
eilífs lífs eða umbreytinga, vegna
þess á hvern hátt lífshringur þessa
dýrs er; jafnframt hefur það verið
tákn upprisunnar í kristilegu sam-
hengi, sálarinnar sem rís upp af
líkamanum eftir dauðann, og er
Leaman
sú samlíking staðfest í fjölda
Kristsmynda. Listakonan er hér
að leika sér með þessar merking-
ar, og jafnframt tákngildi litanna,
sem ljær myndunum enn fekari
dulúð.
Ein flugumynd (nr. 7) kemur
síðan eins og andstæða þessa;
þrátt fyrir fagurt útlit er hér kom-
ið tákn syndarinnar, boðberi hins
illa, farsótta og slæmra tíðinda -
en þetta er auðvitað allt það sem
Kristur þarf að sigrast á.
Eitt lítið málverk er annars eðl-
is en þessi; „Thor Bergur á
Hampstead Heath“ (nr. 9) er inni-
leg mynd sem fjallar í senn um
vernd og djörfung æskunnar, þar
sem drengurinn sést í miðju al-
heimsins, hnarreistur á leið út í
lífið í stuttbuxum og með axla-
bönd. - Pastel- og klippimyndir
þær sem listakonan nefnir „Yfir-
borð“ eða „Teikning“ eru hins
vegar fremur ómarkvisst skilirí,
sem hefði hæglega mátt missa sín
á sýningunni.
í innri sal er að finna tvö verk,
þar sem útsaumsgarn í jarðlitum
sýnir spóa og lóu á tveimur flöt-
um, sem eru tengdir saman á
saumnum .einum. Tengsl lífs og
náttúru hangir þannig á veikluleg-
um þráðum, sem þrátt fyrir allt
hafa til að bera þann styrk sem
þarf, því alltaf kemur vorið á ný,
Didda H. Leaman.
og farfuglarnir sem fýlgja því.
Af sýningunni má ráða að hér
er á ferðinni hugmyndarík lista-
kona sem þó lætur (eins of allt
of margir aðrir) algjörlega líða hjá
að veita sýningargestum nokkrar
innsýn inn í hvað liggur að baki
því sem fyrir augu ber (einföld
skrá yfir verkin er það eina sem
liggur frammi). I útfærsluna sjálfa
vantar jafnframt oft einhvern
þann neista í vinnubrögðunum,
sem þarf til að kveikja líf í list-
inni, sem fyrir vikið er nokkru
daufari en efni standa til.
Sýning Diddu H. Leaman í Gall-
eríi 11 við Skólavörðustíginn
stendur til 19. ágúst.