Morgunblaðið - 12.08.1993, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 12.08.1993, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993 19 Eru þeir að fá 'ann ■? m Uffe í ham Uffe Ellemann Jensen var í ham við Hraunsál í Laxá í Aðaldal á dögunum, veiddi fyrst þennan 17 punda hæng á Blue Charm nr. 8 með gáruhnút. Skömmu síðar náði hann svo hrygnunni, en hún var 14 punda. Stórstraumur er nýafstaðinn og gengur veiði yfirleitt þolan- lega, en mikið mun vera af særð- um laxi víða í ánum. Ekki er Ijóst af hveiju sárin stafa. Lax- arnir eru marðir, „eins og eftir reipi“, segir Torfi Ásgeirsson umsjónarmaður Haukadalsár. „Þetta eru engir smámarblettir. Menn geta lagt fingur sína í förin á löxunum. Svo eru marg- ir rispaðir, margir svo illa að roðið er af á stórum flákum og menn sjá þá sveimandi skellótta um árnar,“ bætir Torfi við. Haukan... í gær voru komnir tæplega 500 laxar úr Haukadalsá og þótti Torfa Ásgeirssyni það „nokkuð mein- hægt, en mætti ekki vera minna“. Að sögn Torfa er stöðugt að ganga lax í ána, en ekki eins mikið magn og búast hefði mátt við, Gott vatn er í ánni um þessar mundir. Laxá í Dölum „Það rigndi á fimmtudaginn og aftur í fyrradag og laxinn tók sig þá til og fór að dreifa sér betur en áður. Það kom kippur í veiðina og það eru kómnir rúmlega 400 laxar á land. Það er allt í lagi, en ætti að vera meira. Við vitum af þessum særðu löxum hér og þeir hafa reyndar verið í ánni síðustu sumur,“ sagði Gunnar Björnsson kokkur í Þrándargili við Laxá í Dölum í gærdag. Hann sagði enn- fremur, að mun minna væri í ánni af hefðbundnum stórlöxum, meðal- vigtin væri minni. Bærileg staða í Hítará í fyrrakvöld voru komnir 125 laxar af aðalsvæði Hítarár og 20 laxar til viðbótar af svæðinu Hít- ará 2. Hítará hefur verið í lægð síðustu árin þannig að þetta eru tölur sem benda til uppsveiflu. Áin er vön að taka við sér síðsumars og því gæti lokatalan orðið þolan- leg, enda telja menn að talsvert sé gengið í ána af laxi. Hér og þar Fyrir skömmu voru laxarnir af Fjallinu í Langá orðnir 60 talsins og úr Brynjudalsá voru í gærmorg- un komnir tæplega 60 laxar. í fyrrakvöld voru og komnir 911 laxar úr Elliðaánum, en á sama tíma í fyrra voru komnir 863 laxar á land og var þó byijað fimm dög- um fyrr í fyrra. Þá má geta þess, að Snæfoksstaðaveiðar í Hvítá í Árnessýslu höfðu í gærmorgun gefið rúmlega 50 laxa. Dregur Laxá á Norðurá? Orri Vigfússon sagði í gærdag, að Laxá í Aðaldal væri komin í 1400 laxa og veiði gengi þar með ágæt- um, algeng dagsveiði væri 35 til 40 laxar. Sagðist Orri reikna með því að mjótt yrði á mununum á Laxá og Norðurá er yfir lyki, en veiði stendur til 9. september í Laxá, en lýkur í ágústlok í Norð- urá. Úffe Elleman Jensen utanrík- isráðherra Danmerkur var við veið- ar í Laxá ásamt Orra á dögunum og fékk nokkra laxa, þar á meðal einn 17 punda hæng í Hraunsál á flugu. Þá sagði Orri, að sláandi væri að annar hver stórlax úr ánni, þ.e.a.s. laxar sem hafa verið tvö ár í sjó eða lengur, væru illa farn- ir eftir sjávarnet og yrði að taka til hendinni og sporna við þeim vaxandi ófögnuði. Rífandi veiði í Svartá Mjög góð veiði hefur verið í Svartá í Húnavatnssýslu að undanförnu og fyrir skömmu fór holl úr ánni með 34 laxa, en það er þriggja stanga veiði á tveimur dögum. Síð- ustu holl á undan voru með 20 til 30 fiska. Mest er þetta vænn eins árs fískur úr sjó, en slatti er einn- ig af vænum laxi innan um. Fyrir nokkru voru komnir um 900 laxar upp fyrir teljarann í Ennisflúðum í Blöndu, auk þess sem það fer alltaf eitthvað flúðirnar sjálfar þegar vatnshæð er hagstæð sem hún þykir hafa verið. Lax er kom- in um alla Svartá, en samt hafa vatnaskilin verið drýgst til veiða og þar er að sögn mjög mikill lax saman kominn. ANDRÉS SKÓLAVÖRÐUSTÍG 22A - SÍMI 18250 Köflóttar buxur í golfið, verð kr. 2.900 Regngallar og vindjakkar fyrir öll veður Buxur á veiðimennina, verð kr. 5.900-6.400 Flauelsbuxur í úrvali, verð kr. 1.790-5.600 Á VEGGI, LOFT OG GÓLF TRAUSTARI HUÓÐEINANGRUN, ÞYNGRI OG STEINULL ÞVÍ ÓÞÖRF. A FLOKKUR ELDTRAUSTAR VATNSHELDAR ÖRUGGT NAGLHALD KANTSKURÐUR SEM EGG HOLLENSK GÆÐAVARA Þ.ÞORGRfMSSON &C0 ÁRMÚLA29, SIMI 38640 *61 kr.: Verð á 1 mínútu símtali (sjálfvirkt val) til Hollands á dagtaxta m.vsk. Það kostar minna en þig grunar að hringja til útlanda PÓSTUR OG SÍMI Ómissandi uppljsingabanki Innilegar þakkir Jyrir heillaóskir og aðra vin- semd mér sýnda í tilefni 70 ára afmcelis míns 26. júlí sl. Þórarinn Sigurjónsson, Laugardælum. Höfóar til .fólks í öllum starfsgreinum! Sálfræðistofa Dr. Gunnar Hrafn Birgisson, sérgrein klínísk sálfræði. Hef opnað stofu á Hverfisgötu 73, Reykjavík. Sálfræðileg próf, greining, meðferð og handleiðsla. Tímapantanir í síma 12174 eða í héimasíma 24782 milli kl. 9 og 18 virka daga. VANTAR ÞIG KÆLISKÁP? BLOMBERG hefur réttu lausnina! BLOMBERG skáparnir eru búnir Við bjóðum 20 gerðir af kæli- glæsilegum innréttingum með og frystiskápum frá Blomberg, færanlegum hillum í hurð og skáp. 55 eða 60 cm breiða. Einn þeirra hentar þér örugglega! Kæli/frystiskápur KFS 270 Kælir: 190 lítrar nettó, alsjálfvirk af- hríming, 3 hillur, 2 grænmetisskúffur, innbyggt Ijós. Frystir: 52 lítrar nettó, 3 frysti- skúffur með kuldahlít.Orku- notkun á sólar- hring: 1.6 kWh. Mál: H144xB60xD60 cm. Verð kr. 69.900 eða kr. 66.400 stgr. Kæli/frystiskápur KFS 350 Kælir: 222 lítrar nettó, alsjálfvirk afhríming, 4 hillur, 3 færanlegar og ein með flöskugati, 2 grænmetisskúffur, færanlegar hillur f hurð, innbyggt Ijós. Frystir: 86 lítrar nettó, i 2 frystiskúffur og 1 hilla með kuldahlíf. Mál: H184xB60xD60 cm. Verð kr. 95.900 eða kr. 89.187 stgr. Kæli/frystiskápur KFS345 Kælir: 190 lítrar nettó, alsjálfvirk af- hríming, 3 hillur, 2 grænmetisskúffur, innbyggt Ijós. Frystir: 42 lítrar nettó, 2 frystiskúffur með kuldahlíf. Orkunotkun á sólar- hring 1.7 kWh. Mál: H184xB60x D60 cm. Verð kr. 94.900 eða kr. 88.257 stgr. \ Kæli/ frystiskápur KFS 230 Kælir: 166 lítrar nettó, alsjálfvirk afhríming, 3 hillur, græn- metisskúffur, innbyggt Ijós. Frystir: 42 lítrar; nettó, 2 frysti- skúffur með kuldahlíf. Orkunotkun ásólarhring. 1.3 Kwh. Mál: H139.5xB55xD58 cm. Verð kr. 62.900 eða kr. 59.755 stgr. Kæli/frystiskápur KFS310 Kælir: 208 lítrar nettó, 4 hillur, 2 grænmetiskúffur, innbyggð lýsing. Frystir: 67 lítrar nettó, 2 frysti- skúffur og 1 hilla með kuldahlif. Orkunotkun á sólarhring 1.6 kWh. Mál: H178xB55 xD58. Verð kr. 78.900 eða kr. 73.377 stgr. Kæli/ frystiskápur KFS 282 Kælir: 217 lítrar nettó, alsjálf- virk afhríming, 5 hillur, 2 græn- metisskúffur, innbyggt Ijós. Frystir: 53 lítrar netó, 1 hilla. Orkunotkun á sólarhring 1.65 kWh. Mál: H153.5xB55xD58. Verð kr. 62.900 eða kr. 59.755 stgr. Kynntu þér nýju, mjúku línuna frá Blombera KFS 243 Samskonar skápur Kælir: 190 lítrar nettó. Frystir: 50 lítrar nettó. Mál: H144xB54xD60. Verð kr. 59.900 eða kr. 56.900 stgr. MffMff Einar MmM Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 1T 622901 og 622900

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.