Morgunblaðið - 12.08.1993, Síða 20

Morgunblaðið - 12.08.1993, Síða 20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993 20 Mál Demjanjuks * Akvörðun um kæru frestað Jerúsalem. Reuter. HÆSTIRÉTTUR fsraels frest- aði í gær úrskurði um hvort John Demjanjuk, sem nýlega var sýknaður af ákæru um að vera nasistinn ívan grimmi, skyldi ákærður fyrir aðra stríðsglæpi. Yosef Harish, dómsmálaráð- herra, sagði í bréfí til réttarins að yfírvöld hyggðust ekki leggja fram nýja kæru, en fjölmargir hafa krafíst þess að Demjanjuk verði ákærður aftur. Þeir sem kreijast ákæru, nasistaveiðarar, mannréttindafulltrúar, hægrisinn- aðir stjómmálamenn og Israelar sem lifðu af vist í útrýmingabúð- um nasista í seinni heimsstyijöld, halda því fram að fyrir liggi næg- ar sannanir til að réttlæta aðra ákæru vegna annarra sakargifta. Reuter Lögmanni Demjanjuks hótað VERJANDI Johns Demjanjuks, ísraelski lögmaðurinn Yoram Sheftel (t.v.), hefur fengið líflátshótanir frá fólki sem vill að Demjanjuk verði ákærður. Hér fylgir lögregla Sheftel úr réttarsal í gær, þar sem hæstiréttur ákvað að fresta úrskurði um hvort Demjanjuk verði ákærður aftur. Mistök viö frjósemisaðgerð vekja umræður um eftirlit --------------->,------- „Hér telst það skemmt- an að rústa lífi fólks.“ Washington. Reuter. VINCENT Foster, lögfræðiráðunautur í ríkisstjórn Bills Clintons Banda- ríkjaforseta, fyrirfór sér þann 20. júlí sl. Lögregla, sem rannsakað hefur lát hans, hefur staðfest að um sjálfsvíg hafí verið að ræða. Fost- er skildi eftir bréf þar sem hann fór hörðum orðum um stjórnmálalífíð í Washington og sagði meðal annars að þar í borg teldist það „skemmt- an að rústa lífí fólks“. Embættismenn í Hvíta húsinu segja að á vegum dómsmálaráðu- neytisins hafí farið fram rannsókn á þeim ásökunum sem koma fram í bréfí Fosters, en ekki hafi komið í ljós neitt sem bendi til að þær eigi við rök að styðjast. I fyrradag var birt bréf sem Foster ritaði sjálfum sér um það bil viku áður en hann lést. Bréfíð fannst sundurrifið í skjalatösku hans. Bréf Fosters í bréfínu segir Foster: „Mér urðu á mistök vegna þekkingarskorts, reynsluleysis og of mikils vinnu- álags. Ég braut aldrei vitandi vits nein lög eða vinnureglur. Enginn í Hvíta húsinu, það ég best veit, braut nokkru sinni lög eða vinnureglur, þar með taldar athafnir í ferðadeildinni. Aldrei var reynt að hygla einstakl- ingi eða hóp. FBI fór með lygar í skýrslu sinni til [dómsmálaráðherra]. Fjölmiðlar hylma yfir ólögleg hlunn- indi sem þeir fengri frá starfsliði ferðadeildarinnar. [Repúblikana- flokkurinn] hefur logið til um og rangtúlkað vitneskju sína og hlut- verk og hylmt yfir fyrri rannsókn. [Umsjónarmenn Hvíta hússins] hafa lagt á ráðin um að stofnað yrði til mikils kostnaðar, og notfæra sér Kaki [gælunafn innanhússarkitekts sem fenginn var til að sinna endur- bótum í Hvíta húsinu] og HRC [Hill- ary Rodham Clinton]. Almenningur myndi aldrei trúa sakleysi [forseta- hjónanna] og hins trúfasta starfsliðs þeirra. Ritstjórar WSJ [dagblaðið Wall Street JoumaI\ ljúga án afleið- inga. Mér var ekki ætlað að sinna þessu starfí, né heldur að vera í sviðs- ljósi opinbers lífs í Washington. Hér telst það skemmtan að rústa lífi fólks.“ • • 11 Athugasemdir norsks fiskifræðinffs Donsk kona geng- Þorskur mældist ur nú með níbura ekki 70% meiri Kaupmannahöfn. Frá Sigrunu Davíðsdóttur, fréttantara Morgunblaðsins. DONSK kona gengur nú með níbura, eftir að hafa gengist undir frjó- semisaðgerð á einkastofnun. Konan er undir eftirliti á Ríkisspítalan- um, en enn er ekki ljóst hvað gert verður. Utilokað er að kona geti gengið með og fætt níbura. Málið hefur vakið upp umræður um hert eftirlit með frjósemisaðgerðum á einkastofnunum. Varla er dæmi um mistök af þessu tagi á Norðurlöndum. Konan, sem er um fertugt, gekkst undir fijósemisaðgerð á einni af þeim fímm einkastofnunum í Kaupmanna- höfn, sem sjá um slíkar aðgerðir. Aðgerðin fólst í hormónagjöf, sem átti að verða til þess að í stað þess að aðeins eitt egg þroskaðist við egglos, þroskuðust fleiri egg og líkur á þungun ykjust. Eitthvað fór úr- skeiðis, svo níu egg fijóvguðust. Jo- hannes E. Bock yfirlæknir á kvenna- deild Ríkisspítalans í Kaupmanna- höfn segir að þetta séu ófyrirgefan- leg mistök með þeirri þekkingu og reynslu sem nú sé á slíkum aðgerð- um. Læknirinn hugleiðir nú að kæra stofnunina, þar sem aðgerðin var framkvæmd. Konan er ekki í neinni hættu enn sem komið er, en verður innan skamms að ákveða hvað gert verð- ur, því útilokað er að hún geti geng- - ið með og fætt níbura. Hugsanlegt er að eyða öllum nema einum eða tveimur fóstrum, eða að hún gangist undir fóstureyðingu. En einnig er hugsanlegt að einhver fóstrin deyi af sjáifu sér og þvi bíða læknamir um hríð, auk þess sem móðirin verð- ur að fá tíma til að átta sig. Hert eftirlit með frjósemisaðgerðum einkaaðila Torben Lund heilbrigðisráðherra segir að þetta atvik hljóti að leiða til að hugað verði að hertu eftirliti með fijósemisaðgerðum á einka- stofnunum, en nú eru sjö stofnanir í Danmörku, sem framkvæma slíkar aðgerðir. Verðið er misjafnt milli stofnana og eftir aðgerðum, en sem dæmi má nefna að glasaþungun kostar frá rúmlega 150 þúsund ís- lenskum krónum upp í tæplega 300 þúsund. Ekkert tölfræðilegt yfírlit er til yfír árangur stofnananna og erfítt að henda reiður á upplýsingum þeirra, því sem dæmi má nefna að af þeim konum sem verða þungaðar eftir glasaftjóvgun ná aðeins um 40 pró- Mörg lönd vilja taka við særðum frá Sarajevo 41 fórnarlamb verði flutt til Vesturlanda v, Zagreb, Stokkhólmi. Reuter. TALSMENN Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sögðu í gær að þeir vonuð- ust til þess að geta fyrir vikulok flutt að minnsta kosti 20 fórn- arlömb stríðsins í Bosniu til sjúkrhúsa á Vesturlöndum. Svíar og Bretar lýstu því yfir að þeir myndu tafarlaust gera ráðstafanir til þess að bjarga særðum sem þurfa á læknishjálp að halda án tafar. Fjölmörg lönd hafa boðist til að taka við særðum frá Bosníu, þar á meðal Bretland, írland, Ítalía og Svíþjóð. Tilboðin koma í kjölfar þeirrar athygli sem flutningurinn á Irmu Hadzimuratovic, lífshættu- ö lega slasaðri fímm ára gamalli stúlku frá Sarajevo til London, hef- ur vakið. Læknar Irmu sögðu í gær að hún væri enn í lífshættu og heilsu hennar hefði hrakað nokkuð. Forsætisráðherrar Bretlands og Svíþjóðar sögðu eftir fund sem þeir áttu í Stokkhólmi í gær að -þeir hefðu ákveðið að taka af skarið með tafarlausa björgun fórnar- lamba stríðsins. í fyrstu atrennu verður 41 særður - þar af 20 börn - fluttur frá Sarajevo til Bretlands, írlands og Svíþjóðar. SÞ hefur samþykkt flutninginn á þessum 41, og verið er að athuga hvort flytja þurfi um 400 aðra til meðferðar á Vesturlöndum. sent þeirra að fæða bömin, svo tölur um þungun segja ekki alla söguna. Ákveðn^r reglur gilda um frjósem- isaðgerðir á opinberum spítölum, meðal annars um að konan megi ekki vera eldri en fertug, þurfí að hafa verið þrjú ár í sambúð og megi ekki eiga börn fyrir. Á opinberum spítölum getur kona átt kost á þrem- ur ókeypis glasafrjóvgunum, ef hún uppfyllir öll skilyrði. Biðtími er eitt til þijú ár. Á einkastofnunum geta einstæðar konur gengist undir fijósemisaðgerð- ir og konan getur verið nokkrum árum eldri en á opinberu spítölunum. Áður hafa verið töluverðar umræður í Danmörku um fijósemisaðgerðir einkaaðila og níburafijóvgunin mun væntanlega ýta undir kröfur um aukið eftirlit. „ÞORSKSTOFNINN í Barentshafi mælist ekki 70% stærri en í fyrra og það er ekkert nýtt, að fiskifræðingar bendi á hugsanlegar skekkjur í útreikningum fyrri ára,“ segir norski fiskifræðingurinn Odd Nakken um frétt, sem upphafíega kom í norska sjávarútvegsblaðinu Fiskaren og birt var á forsíðu sjávarútvegsblaðs Morgunblaðsins, Úr verinu, í gær. Birtist yfirlýsing Nakkens í Fiskaren í gær og fer hér á eftir. „Skýrslan, sem Fiskaren vitnar til, sýnir ekki, að það mælist 70% meiri þorskur í Barentshafi nú en í fyrra. Það, sem fram kemur, er, að bergmálsmælingar á þorski og ýsu til samans eru 70% betri en á sið- asta ári. Að nokkru stafar það af auknu leitarsvæði en fyrst og fremst vegna þess, að ýsu- og þorskárgang- urinn frá í fyrra er mjög stór. Vegna þess, að smáfiskur og síld koma vel fram við bergmálsmælingar komu þær miklu út nú í vetur en í fýrravet- ur._ Árgangamir frá 1990, ’91 og ’92 eru miklu stærri en frá árunum á undan en mælingar á eldri árgöngum nú voru mjög líkar mælingunum í fyrra. Það er ekkert nýtt, að físki- fræðingar bendi á hugsanlegar skekkjur í útreikningum sínum, það var gert nú og einnig í skýrslunni í fyrra. Það er til dæmis nefnt, að hvað varði árs- og tveggja ára gaml- an físk hafi hugsanlega ekki verið mælt á nógu stóru svæði. Skýrslan er hluti af miklu fleiri gögnum, sem notuð verða við stofn- stærðarmatið. Af þeim má nefna niðurstöður úr öðrum leiðöngrum, rannsóknir Rússa og auk þess alþjóð- legar aflátölur. Beðið eftir fyrirskipun Boutros-Ghalis um loftárásir á Bosníu Ovíst um árangur án aðgerða á landí „HÓTANIR verða að vera svo trúverðugar, að ekki þurfí að fylgja þeim eftir,“ sagði einn af embættismönnum Atlantshafsbandalagsins, NATO, nýlega og orðaði um leið lq'arnann í utanríkisstefnu allra stórvelda í gegnum aldirnar, að hafa áhrif án beinnar íhlutunar. Óljósar hótanir vestrænna ríkja um að stöðva blóðbaðið í Bosníu með vopnavaldi hafa hingað til ekki haft nein áhrif á Serba, þær hafa ekki verið nógu trúverðugar, en fundur Atlantshafsráðsins í síðustu viku markaði tímamót. Þá var samþykkt, að NATO væri reiðubúið að tryggja öryggi griðasvæðanna svokölluðu í Bosníu með loftárásum færi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fram á það. Það er því komið undir Boutros Boutros-Ghali hvort til skarar verður látið skríða, NATO-ríkin verða að fylgja hótuninni eftir gefi hann merki um það. Talið er, að í hugsanlegum loftá- rásum á stöðvar Serba muni NATO beita um 120 árásarflugvélum, að- allega bandarískum en einnig bresk- um, frönskum og hollenskum, sem aðsetur hafa í 12 herstöðvum á ítal- íu og þremur flugmóðurskipum. Flugvélarnar eru vel vopnum búnar en Serbar í Bosníu ráða hins vegar yfir litlum búnaði til loftvarna. Edw- ard Cowan, sem starfaði fyrir skömmu í breska sendiráðinu í Belgrad, segir, að NATO-ríkin hafí allnákvæmar upplýsingar um helstu stöðvar Serba og þau hafí nú þegar á vettvangi menn, nokkurs konar leiðsögumenn, sem muni gefa árás- arflugvélunum upplýsingar um skot- mörkin. Nauðsynlegt að skilgreina markmiðin Enginn vafi er á, að fyrstu árás- irnar muni valda Serbum miklu tjóni, jafnt á mönnum sem vopnabúnaði, en þeir munu koma sér fyrir annars staðar og leggja mikla áherslu á að hafa uppi á „leiðsögumönnunum". Þeir gætu hert árásir sínar á Sarajevo og önnur grioasvæði, rofið flutningaleiðir til borgarinnar og lok- að flugvellinum og jafnvel beint skothríðinni að stöðvum gæsluliða Sameinuðu þjóðanna. Á því stigi yrðu NATO-ríkin að vera búin að ákveða hver markmiðin með hern- aðaraðgerðunum væru. „Sjúkleg löngun í land“ Stríðið í Bosníu er ólíkt þeim styij- öldum, sem háðar hafa verið í Evr- ópu á þessari öld. Sagt hefur verið, að stríð sé framhald eða framlenging á pólitíkinni en í Bosníu hefur stríð- ið komið fyrst, pólitíkin síðar. Það er í eðli sínu eins konar ættflokka- stríð þar sem hugsanleg landamæri verða til jafnharðan í huga stríðs- mannanna, allt eftir því hvað þeir telja sig geta náð miklu landi af andstæðingunum. Einn af yfírmönn- um flóttamannahjálpar SÞ í Bosníu sagði nýlega, að Serbar væru haldn- ir „sjúklegri löngun í meira land“ og það er besta lýsingin á eðli stríðs-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.