Morgunblaðið - 12.08.1993, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993
29
tróðum við okkur út af mat sem
ekki var á hvers manns borðum og
ævintýralegu sælgæti með dularfull-
um nöfnum og sannarlega nutum við
þess hámarks sælunnar á jörðinni.
Heimili þeirra Sigrúnar og Bjössa
var líka harla frábrugðið öðrum
heimilum sem við höfðum kynni af.
Hákiassísk húsgögn, málverk meist-
aranna veggjum, dúnmjúk ítölsk
teppi og tónlist hinna gömlu snillinga
mynduðu umgjörð sem drottningu
hæfði.
Ást og gagnkvæm virðing þeirra
hjóna leyndist engum sem til þekkti.
Sigrún vann langan starfsaldur í
Landsbanka íslands og skilaði þar
verki sem enginn blettur féll á. Hún
var oft ein í löngum fjarvistum bónda
síns, eignaðist fáa vini en trausta
og undi sér gjarna við lestur góðra
bóka.
Fáum hefur tekist sem Sigrúnu
að lifa vammlausu lífi, þessari göf-
ugu konu sem frændi minn eignaðist
fyrir gjafmildi forlaganna. Yfir minn-
ingu slíkrar mannkostakonu hvílir
ljómi sem seint dofnar.
Þórður Helgason.
t
Elskuleg systir okkar,
NICOLE ROXANNE ADAL,
lést i sjúkrahúsi í Vancouver, Kanada, 8. ágúst sl.
Rosina Myrtie Vilhjálmsdóttir,
Anna Peggy Friðriksdóttir.
Ástkær vinkona mín og amma okkar,
MAGNFRÍÐUR
SIGURBJARNARDÓTTIR,
Hofteigi 16,
lést í Landspítalanum þriðjudaginn
10. ágúst.
Axel Guðmundsson,
Lára Stefánsdóttir, Gísli Gíslason,
Fríður Birna Stefánsdóttir,
Jóhann Gunnar Stefánsson, Sigrún Dóra Jónsdóttir
og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
INGRID MARKAN,
Laugateigi 28,
lést þann 1. ágúst sl. Útför hennar hefur farið fram.
Þökkum auðsýnda samúð.
Starfsfólki öldrunardeildar Hvitabandsins eru færðar alúðarþakkir
fyrir umönnunina.
Rolf Markan,
Sofie Marie Markan,
Björn Markan,
Helén Louise Markan,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
HELGU KRISTINSDÓTTUR,
Grenigrund 16,
verður gerð frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 13. ágúst,
kl. 15.00.
Skúli Júliusson og fjölskylda.
■Þj&O A UGL YSINGA R
/ V v_/ V—/ L I v-/ #1 N| V,—/ / V I \
Innheimtufólk
Óskum eftir innheimtufólki á Dalvík
og Grundarfirði.
Upplýsingar veitir Halldóra í síma 812300
milli kl. 9 og 16.
FROÐI
BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA
„Au pair“!
„Au pair“ óskast til heimilisstarfa og að
gæta 4ra ára drengs á heimili íslenskra hjóna
í Ósló. Góð laun og góð aðstaða í boði.
Viðkomandi þarf að vera minnst 18 ára.
Má ekki reykja og þarf að hefja störf í byrjun
september nk.
Nánari upplýsingar í síma 615805.
Sálfræðikennara
vantar
Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi vant-
ar kennara í sálfræði (full staða).
Umsóknarfrestur um starfið er framlengdur
til 18. ágúst.
Umsóknir skal senda Fjölbrautaskóla Vestur-
lands, Vogabraut 5, 300 Akranesi.
Upplýsingar veitir undirritaður
í síma 93-12544.
Skólameistari.
Innflutnings- og
heildsölufyrirtæki
óska eftir að ráða skrifstofumann frá og með
1. október nk. Starfið felst í umsjón með
öllum fjármálum fyrirtækisins, þ.m.t. bók-
hald, innheimtu, tollskýrslugerð, áætlana-
gerð og úrvinnslu gagna.
Nauðsynlegt er að umsækjandi sé viðskipta-
fræðingur eða hafi sambærilega menntun.
Aðeins kemur til greina aðili sem hefur
reynslu á þessu sviði.
Umsóknarfrestur er til og með 18 ágúst nk.
Svar sendist á auglýsingadeild Mbl. merkt:
AJ - 36". Fullum trúnaði heitið.
Barnafataverslun
- innflutningur
Óskum eftir barnafataverslun(um) til þess
að leysa saman út barnafatnað, haust- og
jólavörur.
Beinn innflutningur.
Tilvalið fyrir litlar verslanir úti á landi.
Um áframhaldandi viðskipti við erlendan
aðila getur verið að ræða.
Bregðast þarf fljótt við og senda svör fyrir
17. ágústtil Mbl. merkt: „Innflutningur 1993".
Njáluslóðir - Þórsmörk
Árleg sumarferð framsóknarfélaganna í
Reykjavík verður farin laugardaginn 14. ágúst
1993. Að þessu sinni verður farið á söguslóð-
ir Njálu og inn í Þórsmörk. Aðal leiðsögumað-
ur ferðarinnar verður Jón Böðvarsson.
í öllum bílum verða reyndir fararstjórar.
Steingrímur Hermannsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, mun ávarpa ferðalanga.
Ferðaáætlunin er þessi:
Kl. 8.00 frá BSÍ.
Kl. 10.00 frá Hvolsvelli.
Kl. 11.15 frá Bergþórshvoli.
Kl. 12.30 frá Gunnarshólma.
Kl. 17.00 úr Þórsmörk.
Kl. 18.45 frá Hlíðarenda.
Kl. 20.45 frá Gunnarssteini.
Kl. 22.00 frá Hellu.
Áætlað er að vera í Reykjavík kl. 23.30.
Skráning íferðina er á skrifstofu Framsóknar-
flokksins í síma 624480 frá 9.-13. ágúst.
Verð fyrir fullorðna. 2.900 kr., börn yngri en
12 ára 1.500 kr.
Steingrfmur Hermannsson
Fulltrúaráðið.
Söluturn - skyndibiti
Til sölu vel útbúið og staðsett fyrirtæki.
Góð afkoma fyrir duglegt fólk.
Upplýsingar á skrifstofu.
Fyrirtækjasala Húsafells,
Langholtsvegi 115,
sími 680445.
Halldór Svavarsson, sölustjóri.
Frá Kvennaskólanum
íReykjavík
Vegna bilunar í hugbúnaði hjá viðskiptabanka
skólans var einungis hluti síðari innheimtu-
seðla vegna skólagjalds sendur út um síðast-
liðin mánaðamót.
Seðlarnir verða sendir út í þessari viku og
er nýr gjalddagi og eindagi settur 18. ágúst.
Skólameistari.
kJM XXXII sambandsþing
Ir^ Sambands ungra
,,,“,.1, sjálfstæðismanna
13.-15. ágúst 1993
Úr viðjum ríkisafskipta
með frelsi að leiðarljósi
DAGSKRÁ:
Föstudagur:
13.00 Skráning þingfulltrúa hefst á Hótel Örk.
18.00 Setning sambandsþings SUS á Hótel Örk. Ávarp formanns
SUS, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Forsætisráðherra, Davíð
Oddsson, ávarpar þinggesti. Ávarp Hjalta Helgasonar, for-
manns FUS Hveragerði, og Kjartans Björnssonar, formanns
Hersirs, FUS Selfossi.
19.30 Kvöldverður á Hótel Örk (pottréttur, pasta og brauð).
20.30 Fundur SUS-þings með ráðherrum Sjálfstæðisflokksins á
Hótel Örk.
23.00 Opiö hús í Sjálfstæðishúsinu í Hveragerði ásamt léttum
veigum. SUS-ball.
Laugardagur:
07.00-10.00 Morgunveröur.
10.00-12.30 Nefndastörf.
12.30-13.30 Hádegisverður (glænýr Ölfusárlax).
13.30 Þingfundi og nefndarstörfum fram haldið.
17.00 Fótboltakeppni gestgjafa og úrvals SUS-ara á iþrótta- vellinum á Selfossi. Fari svo ólíklega að veður verði óhagstætt er íþróttahúsið til taks fyrir innanhússfót- bolta.
18.30 Rútuferð um Selfoss og nágrenni.
20.00 Hátíðarkvöldverður á Hótel Selfossi (þríréttuð máltíð: Blandaðir sjávarréttir í hvítvínssósu, glóðarsteikt lambafillet með jurtasósu, steiktum kartöflum, fylltum sveppum og grænmeti, kaffi með líkjör eða koníaki).
23.00 SUS-dansleikur á Hótel Selfossi með stórhljómsveit- inni Todmobile.
Sunnudagur:
07.15-10.00 Morgunverður.
10.00-12.00 Nefndafundir og þingstörf.
12.00-13.00 Hádegisverður (létt pasta að hætti hússins).
13.00 Þingstörf, kosningar og þingslit að þeim loknum.
Nefndarfundir fara fram á Hótel Selfossi og i Sjálfstæðishúsinu
á Seifossi, en sjálft þinghaldið og skrifstofur þingsins verða á
Hótel Selfossi. Á meðan þinghaldið stendur verður kaffi endur-
gjaldslaust. Þinggjald verður 3.000 kr.