Morgunblaðið - 12.08.1993, Side 30

Morgunblaðið - 12.08.1993, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993 Elín Hólmfríður Helga Frímannsdóttir frá Homi — Minning Fædd 27. september 1918 Dáin 3. ágúst 1993 Útför Elínar H. H. Frímannsdóttur verður í dag frá Víðistaðakirkju. Tengdamóðir mín lést á Landspítal- anum eftir nokkurra vikna sjúkra- húsvist að þessu sinni. Þrátt fyrir alvarleg veikindi er hún hafði átt við að stríða í tæplega fjörutíu ár, var hún að miklu leyti laus við hina ýmsu alvarlegu fylgikvilla þess sjúk- íeika og náði hann ekki að setja á hana sín mörk fyrr en hin allra síð- ustu ár. Elín Hólmfríður Helga var fædd að Homi á Homströndum 27. sept- ember 1918, frumburður hjónanna Hallfríðar Finnbogadóttur og Frí- manns Sigmundar Jóns Haraldsson- ar. Þau eignuðust síðar Guðmund Óskar, fæddan 1927, dáinn 1968, og Rebekku Rósu, fædda 1932, íþrót- takennara í Reykjavík. Uppeldisson- ur þeirra hjóna var Jóhann Friðrik, fæddur 1921, dáinn 1981, vélstjóri í Hafnarfírði. Hallfríður átti ættir sínar að rekja til Bolungarvíkur á Ströndum og Frímann var einnig Strandamaður, fæddur og uppalinn að Homi, þjóðhagasmiðúr eins og hann átti kyn til. Elín sleit barns- skónum að Horni í stómm bamask- ara úr hópi vensla- og skyldfólks. Við það fólk hélt Elín tryggð allar götur síðan. Frímann, faðir Elínar, gerðist seinna vitavörður á Hom- bjargsvita og fiuttist þá fjölskyldan til Látravíkur. Elín tengdist þeim stað sterkum böndum og átti þar góð ár, sem hún oft minntist síðar. Hallfríður, móðir hennar, var for- sjál, skynsöm kona og taldi hag dótt- urinnar best borgið með góðri mennt- un. Hún settist því í Héraðsskólann að Núpi í Dýrafirði og lauk þar námi á tveimur árum, sem ekki var talin svo lítil skólaganga á þeim ámm. Síðar dvaldi hún einn vetur í Hús- mæðraskólanum á ísafirði og við bættust námskeið í klæðasaumi og hannyrðum. Má því segja að á þeirra t Elskulegur eiginmaður minn, JÓN ÞÓRARINN PÁLSSON, Prestsbakka á Síðu, verður jarðsunginn frá Prestsbakkakirkju laugardaginn 14. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigríður Jónsdóttir. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR GRETTIR JÓSEPSSON, verður jarðsunginn frá Garðakirkju föstudaginn 13. ágústkl. 13.30. Sigtryggur Guðmundsson, Hrefna Ragnarsdóttir, Barbara Ósk, Hlynur Páll, Kristrún íris. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET HJÁLMARSDÓTTIR, Háaleitisbraut 50, (áður Hófgerði 10, Kópavogi), verður jarðsungin frá Fossvogskirkju- föstudaginn 13. ágúst kl. 10.30. Elísa J. Jónsdóttir, Þórir Davíðsson, Guðmundur G. Jónsson, Þóra Jónsdóttir, María Huld Jónsdóttir, Díana L. Franksdóttir, Guðmundur H. Jónsson, Kristín Kristensen, Bára M. Eiríksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Stjúpfaðir okkar og bróðir, ÓLAFUR KRISTJÁNSSON fyrrverandi verkstjóri, Skálholti 15, Ólafsvfk, er lést 6. ágúst, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 14. ágúst kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Ólafsvíkurkirkju. Bjarni Þórðarson, Kristin Þórðardóttir, Erla Þórðardóttir, Magnús Þórðarson, Guðmundur Jóhannes Ólafsson, Kristfn Kristjánsdóttir, Tómas Kristjánsson, Aðalheiður Kristjánsdóttir. t Hjartans þakklæti til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát móður okkar, SIGRÍÐAR (SISSÝ) GUÐMUNDSDÓTTUR, Siglufirði. Fyrir hönd aðstandenda, ída Christiansen, Jóninna Hjartardóttir. tíma mælikvarða hafí Elín hlotið gott veganesti, hvað snertir menntun og aðbúnað fyrir lífsins ólgusjó. Við tvítugt giftist hún, hvarf frá foreldrahúsum í Látravík og fluttist með eiginmanni til Reykjavíkur. Þar hófu þau sinn búskap fyrst í skjóli tengdamóður hennar, Guðnýjar Gils- dóttur frá Dýrafírði, og síðar að Háaleitisvegi 36 í Reykjavík, sem þá þótti allfjarri kjama borgarinnar. Þar bjuggu þau í einbýli á vænum jarð- arskika, sem ætlunin var að rækta og lifa á landinu að hluta eins og forfeðurnir höfðu gert. Ýmsir erfíð- leikar steðjuðu að hinum óreyndu hjónum, börnin komu þétt og oft vom efnin ekki mikil. Fór svo að lokum að þau slitu samvistir. Þau, Gunnar Guðjónsson vélsmiður, nú látinn, eignuðust saman Ásthildi, fædda 1941, póstmann í Reykjavík, Halldór, fæddan 1942, vélamann í Reykjavík, og Halldísi Önnu, fædda 1943, kennara í Borgamesi. Síðar bættust í bamahópinn fædd 1953, Frímann, starfsmaður hjá Flugleið- um í Reykjavík, og Kolbrún, læknir í Reykjavík, böm Benedikts Bjama- sonar, sem nú einnig er látinn. Það kom í hlut Elínar að ala upp sín börn að talsverðu leyti ein sem hún gerði af miklum dugnaði og atorku, bjó börnum sínum fallegt og gott heimili. Þótt efnin á ámm áður hafí stundum verið lítil og oft á tíðum ekki úr miklu að moða, var sjaldnast skortur og tókst henni að vinna vel úr því sem til var. Þegar bömin uxu úr grasi var hennar helsta hugðarefni að þau öðluðust góða grunnmenntun og að hagur þeirra yrði sem bestur. Það færðist síðar yfir á fríðan og fjöl- mennan hóp barnabama og gladdist hún einlæglega yfír framgangi allra sinna niðja. Elín hélt góðum tengsl- um við systkini sín, Óskar er lést langt um aldur fram og einnig hafa þær systur, Elín og Rósa, ásamt fjöl- skyldum þeirra, fylgst að allar götur síðan þær fluttust báðar til Reykja- víkur. Þá var fósturbróðirinn Jóhann henni einnig mjög kær. Elín var góðum gáfum gædd, dugnaðarkona, framkvæmdasöm og ósérhlífín, en einnig átti hún góða kímnigáfu og fínt skopskyn. Átti hún oft til með að slá á léttari strengi og sjá broslegu hliðar augnabliksins. Lestraráhuga hafði hún hlotið í arf og undi vel hag sínum á efri ámm ein með sjálfri sér í skjóli góðra bóka. Þá þótti henni gott að heyra frá vin- um og skyldfólki, sem studdu og leiddu allir sem einn er heilsan tók að bila. Vil ég með þessum orðum kveðja elskulega tengdamóður mína og um leið þakka allan þann stuðning og ástúð sem hún hefur sýnt mér og mínum. Baldvin Jónsson. Ella amma er dáin og langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Amma fæddist á Homi á Horn- ströndum, dóttir hjónanna Hallfríðar Finnbogadóttur frá Bolungarvík á Ströndum og Frímanns Haraldssonar frá Horni. A unglingsámm bjó hún í Látravík. Til Reykjavíkur lá leiðin árið 1940 og bjó hún þar alla tíð síðan. Amma átti fimm böm, Ást- + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON forstjóri, Helgamagrastræti 26, Akureyri, sem andaðist 2. ágúst, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 13. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á minningar- og líknar- sjóði Oddfellowreglunnar á Akureyri. Karitas R. Sigurðardóttir, Magnús Jónsson, Lena Magnúsdóttir, Sigurður Freyr Magnússon, Magnús Karl Magnússon, Guðrún Karlsdóttir, Guðmundur K. Sigurðsson, Laufey Einarsdóttir, Arnar Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson, Guðrún Björk Guðmundsdóttir, Tinna Berglind Guðmundsdóttir, Nanna Þorbjörg Guðmundsdóttir, Ragnhildur Rós Guðmundsdóttir, Anna Gunndfs Guðmundsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SVANBORGAR GUÐBRANDSDÓTTUR, Torfufelli 29, Reykjavík. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og lækna heimaaðhlynningar Krabba- meinsfélags Islands. Grétar Vilmundarson, Inga Erlingsdóttir, Þóranna Jónsdóttir, Ævar Ákason, Hermann R. Jónsson, barnabörn . og systkini hinnar látnu. + Innilegar þakkir færum við öllum, er sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar HARÐAR ÁRNASONAR, Bakkaseli 14, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Brynja Hliðar og fjölskylda. hildi, Halldór og Halldísi Önnu Gunn- arsbörn og Frímann og Kolbrúnu Benediktsbörn. Barnabörnin eru nú orðin fimmtán og það sextánda væntanlegt og langömmubömin sex. Systkini hennar voru tvö, Rósa og Óskar, en hann lést aðeins 41 árs að aldri. Uppeldisbróðir þeirra var Jóhann Vigfússon. Amma gekk menntaveginn á þeirra tíma vísu. Var hún fyrst við nám á Núpi í Dýrafirði í tvö ár og lá leiðin að námi loknu í hússtjórn- arskólann á ísafirði. Hún var bráð- skörp og fylgdist vel með öllu fram á síðasta dag. Sérstaklega var fjöl- skyldan henni hugleikin. Það var allt- af gagman að ræða við hana um málefni líðandi stundar og kom hún stöðugt á óvart með vandlega hugs- uðum og hnyttnum athugasemdum. Hún starfaði til margra ára í mjólkur- búðum, lengst af á Langholtveginum og var ætíð spennandi að koma þang- að til hennar. í þeim heimsóknum vom þeir ófáir sælgætismolamir sem hurfu niður í litla muna. Ekki var síðra að koma heim til ömmu og voru þeir ófáir lítrarnir af ísnum sem var torgað hjá henni. Undantekn- ingalaust átti hún eitthvað í skápun- um til hátíðabrigða ef gesti bar að garði. Ekkert gaf ömmu eins mikið og að gefa gjafír og þrátt fyrir að oft væri þröngt í búi voru alltaf til aurar er hátíð fór í hönd hvort sem um var að ræða jól eða afmæli. Meðan heils- an leyfði voru tekjurnar drýgðar með prjónaskap. Jólin voru hennar tími og var ekkert til sparað svo allir yrðu ánægðir. Sérstaklega minnis- stæð eru jólin 1970 þegar hún gaf mér og systur minni dúkkuvagna sem hún hafði látið Jóhann, uppeldis- bróður sinn, kaupa fyrir sig erlendis. Þar sem þeir voru of stórir til að hægt væri að pakka þeim inn og setja -undir tréð voru þeir vandlega faldir niðri í geymslu. Á sama tíma og verið var að ná í vagnana var bankað á dymar og úti stóð jóla- sveinn og hjálparmaður hans. Okkur bömunum þótti mikið til koma og ekki varð gleðin minni þegar vögnun- um var rúllað inn framhjá þeim. í fyrstu stóðum við í þeirri trú að jóla- sveinninn hefði gefíð okkur þá, en í það skipti sem önnur skákaði amma jólasveininum. Þegar við urðum eldri og pökkunum hafði fækkað var svo alltaf einn auka pakki sem á stóð „frájólasveininum“ og var amma þar enn að verki. Svo var einnig um annað sem amma gerði. Hún var alla sína tíð boðin og búin við að aðstoða og hlaupa undir bagga með þeim sem henni þóttu hjálpar þurfí. Hálfa ævina þurfti amma að stríða við sykursýki á háu stigi. Að lokum hafði sjúkdómurinn betur. Andlát hennar kom eins og reiðarslag yfír okkur sem eftir sitjum. Ég kveð ömmu með harm í brjósti. Hennar er sárt saknað. Blessuð sé minning þín, elsku amma. Halla. Fleiri minningargreinar um Elínu Frímannsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A N sími 620200 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð fallegir salirogmjög góð þjónustíL llpplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR HÍTEL LIFTLÍllll

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.