Morgunblaðið - 12.08.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.08.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. AGUST 1993 fclk i fréttum LEIKARAR Blíður inn við beinið Bandaríski kvikmyndaleikarinn John Lithgow er ekki nærri því eins grimmur og áhorfendum síðustu mynda hans, Cliffhanger og Raising Cain kann að fínnast. Inni við beinið er Lithgow sagður stakt ljúfmenni en honum fínnst gaman að glíma við hlutverk ill- mennanna og nýtur við það dyggr- ar aðstoðar sonar síns, Nathan, sem er níu ára. Nathan fylgdist með uþptökum á slagsmálaatrið- um Cliffhanger og sagði föður sín- um til er hann slóst við sjálfan konung slagsmálaatriðanna, Syl- vester Stallone. Með bendingum og varahreyfingum sagði hann föður sínum til og hafði mestar áhyggjur af því að hann gretti sig of mikið. Leikstjórinn Renny Harlin segir að sér hafí fundist nóg um hversu auðvelt Lithgow átti með að bregða sér í hlutverk illmennisins. Þá þótti Harlin með ólíkindum hversu lipur leikarinn er þrátt fyr- a —s t ! 1 1 PLANHVÍJT BAÐINNRÉTTING Lí^ feo BÆJARHRAUNI 8, HAFNARFIRÐl. SlMI 651499 STUTTUK AFGREIÐSIUTÍMI GOB GREIÐSLUKJÖR Stallone og Lithgow í kröppum dansi í Clilffhanger. ir að hann sé rúmir 190 sm og 100 kg. En Litgow hefur leikið meira en illmenni, hann hefur far- ið með hlutverk alls kyns furðu- fugla. Nægir þar að benda á The World According to Garp þar sem hann leikur kynskipting og fyrr- verandi ruðningshetju. Á milli þess sem Lithgow bregð- ur sér í hin ýmsu hlutverk, nýtur hann þess að vera ósköp venjuleg- ur maður. Hann býr í Los Angeles með Mary, seinni konu sinni og börnum þeirra, áðumefndum Nat- han og Phoebe, 11 ára. Mary er aðstoðarprófessor í sagnfræði við háskólann í Los Angeles og segir Lithgow hana meira eða minna einstæða móður þar sem hann dvelur langdvölum fjarri heimili sínu við tökur. Þegar hann er heimavið, hefur hann matarinn- kaup með höndum, auk þess sem hann keyrir börn sín í tónlistar- tíma. Mary sættir sig ágætlega við starf eiginmannsins að frátöld- um veislunum sem hún fer helst ekki í. John Lithgow hlaut leiklistar- bakteríuna í arf, hann er sonur ieikkonu og leikhússtjóra og eyddi bernskunni á ferðalögum með leik- flokki foreldranna. Hann nam við Harvard og síðar í London, þar sem hann giftist breskri kennslu- konu og eignaðist með henni son. Hann er nú 21 árs og stundar nú leiklistamám. Lithgow skildi við fyrri eigin- Langt frá því að vera illilegur; með börnunum Phoebe og Natan. Lithgow í rólegheitunum heima með Mary. konu sína 1980 en var fljótlega kynntur fyrir Mary. Fyrsta stefnu- mótið horfði ekki vænlega, Mai-y mætti uppstríluð en John ét sér nægja svitastorkinn tennisgallann. Tveimur vikum síðar vom þau hins vegar farin að ræða giftingu. Lithgow er maður sem kann að njóta lífsins, segir leikstjórinn Harlin. Þegar hann er við tökur, hefur hann alls kyns delludót með sér; hann les, skrifar og málar og flakkar um á bflaleigubíl. „Hann lifir hinu fullkomna lífí,“ segir Harlin. Og Lithgow tekur undir það. „í Hollywood fæ ég borgað tuttugu sinnum meira en nokkurs staðar annars staðar, starfíð er miklu léttara en sviðsleikur og ég kemst til fjarlægra slóða.“ • Morgunverður í Bláa lóninu Þeir vom ánægðir jarðfræð- ingamir sem komu hingað til lands frá Bandaríkjunum um verslunarmannahelgina. Þeir komu beint frá Keflavíkurflug- velli í Bláa lónið, þar sem þeim var borinn morgunverður í veðri eins og best verður á kosið hér á landi. Það má segja að þar hafí þeir verið í sínu rétta um- hverfí. Frá Bláa lóninu héldu þeir í hringferð um Reykjanesið. Að sögn Kristins Benedikts- sonar, framkvæmdastjóra Bláa lónsins, var þetta í fyrsta skipti sem hópi fólks er borinn morg- unverður úti í lóninu og telur hann að framhald geti orðið á því. Það byggist þó á veðri og verður að vera hægt að borða innanhúss leiki veðurguðirnir gesti of grátt. COSPER CDSPER 1-2209 £.piB. Okkur var skipað að spara bæði efni og sauma- skap. '<A'r NÝTT KORTATIMABIL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.