Morgunblaðið - 12.08.1993, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 12.08.1993, Qupperneq 44
m HEWLETT PACKARD HPÁ ÍSLANDI HF Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika lil veruleika UORGUNBLADID, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK Stm 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1556 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI85 FIMMTUDAGUR 12. AGUST 1993 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. I fífu- sundi NÚFER sumri senn að halla. Til marks um það er fífan sem orðin er full- þroskuð og farin að fjúka um. Þannig ber hún fræin á nýja staði á sínum mjúku ullar- vængjum. Frændurnir og nafnamir Eirík- ur Þór og Eiríkur Rafn skemmtu sér vel þar sem þeir voru að leik í fífusundinu við Granastaði ofan Borgarness. Morgunblaðið/Theodór Yfirmenn flugöryggismála leggjast gegn flugleyfi til Óðins hf. Alvarlegar athugasemdir um öryggi í Grænlandsfhigi Ásakanirnar eiga ekki við nein rök að styðjast, segir fiugrekstrarstjóri félagsins YFIRMENN hjá Loftferðaeftirliti og flugslysarannsóknadeild Flug- málastjórnar gagnrýna harðlega öryggismál í Grænlandsflugi Odin Air í bréfum sem send hafa verið til samgönguráðherra vegna umfjöll- unar um flugrekstrarleyfi flugfélagsins Óðins hf. og umsókn þess um leyfi til að sinna áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Kulusuk. í bréfi sem Skúli Jón Sigurðarson, framkvæmdastjóri flugslysarannsókna- , deildar Flugmálastjórnar, sendi ráðherra 26. júlí sl., greinir hann frá Mokkrum tilvikum, sem yfirmönnum flugöryggismála hafi borist upp- lýsingar um, þar sem öryggis hafi ekki verið gætt og legið hafi við slysi vegna harðfylgni Helga Jónssonar, fyrrv. flugrekanda, og Odin Air i Grænlandsflugi. Jón Helgason, flugrekstrar- og framkvæmda- stjóri Óðins hf., segir þessar ásakanir ekki eiga við nein rök að styðjast. Óðinn er að 70% í eigu Helga Jónssonar og fjölskyldu hans en Helgi stundaði m.a. áætlunarflug til Grænlands, þar til hann varð gjaldþrota á síðasta ári. Hefur Jón Helgason, sonur Helga Jónssonar, hlotið viðurkenningu Loftferðaeftir- litsins sem flugrekstrarstjóri félags- ins. Fékk félagið leyfí samgöngu- ráðuneytisins til að stunda þjónustu- flug 12. júlí sl. Óhöpp aldrei tUkynnt I bréfí Skúla segir m.a. að Helgi hafí aldrei tilkynnt Loftferðaeftirlit- inu um óhöpp í flugrekstri sínum. Engu að síður hafí yfirmönnum flugöryggismála borist upplýsingar um ýmis atvik eftir öðrum leiðum. Nefnir hann sem dæmi að í,desem- ber 1989 hafi litlu munað að flug- vél Odin Air færi í hafið eftir hreyf- ilstöðvun og í nokkrum tilvikum hafí flugvélar Odin Air lent á síð- ustu dropunum eftir flug frá Kulu- suk, þar sem sannarlega hafi legið við stórslysi. Jón Helgason segir að í umsögn framkvæmdastjóra Loftferðaeftir- litsins til flugráðs í mars hafi komið fram að félagið uppfyllti kröfur um öryggis- og tæknimál. Ásakanirnar nú séu undarlega tímasettar og mjög alvarlegar. Þeim sé beint gegn Helga sem fari ekki með neina ábyrgðarstöðu í rekstri Óðins hf., vegna atvika sem starfsmenn Loft- ferðaeftirlitsins haldi að hafi hent í flugrekstri hans. Skv. upplýsingum Morgunblaðsins er búist við að ráðherra taki ákvörð- un í málinu í dag eða á morgun. Sjá miðopnu: „Lent á síðustu dropunum.“ Slitlag á alla vegi í Asahreppi ALDREI hefur jafn mikið verið lagt af bundnu slitlagi né eins mikið boðið út af vegum í Suður- landskjördæmi og í ár. í heild er um að ræða á milli 120 og 130 kílómetra vejgalengd. Sem dæmi leggur Asahreppur í Rangárvallasýslu slitlag á alla vegi í hreppnum, um 26 kíló- metra leið. Aætlaður kostnaður við þær framkvæmdir er um 150 milljónir króna og fjármagnar hreppurinn þær sjálfur. í upphafi næsta sumars verður lokið við gerð Suðurlandsvegar í gegnum Suðurlandskjördæmi. Að sögn Þórhalls Ólafssonar, umdæm- istæknifræðings hjá Vegagerðinni, hafa áður mest verið lagðir 50 kíló- metrar á ári. „í ár samsvarar þetta á hinn bóginn vegalengdinni frá Reykjavík og austur fyrir Hvols- völl,“ segir hann. Svipuð fjárhagsstaða við sameiningu Fleiri sveitarfélög en Ásahrepp- ur hafa í ár lagt fé í vegagerð, t.d. Skaftárhreppur og Grafnings- hreppur sem leggur fram 7 milljón- ir til að ljúka við Grafningsveg. „Yfirleitt eru þetta stuttir kaflar sem sveitarfélögin eru að leggja en þetta eru þjóðvegirnir sjálfir. Við þessar framkvæmdir gjör- breytast vegasamgöngur innan hreppsins auk þess sem þetta fegr- ar umhverfið til muna,“ segir Þór- hallur. Hann segir að áhugi sveit- arfélaganna á að fjármagna vega- gerð komi til m.a. af því að talið sé heppilegt að sveitarfélögin standi svipað að vígi fjárhagslega þegar að sameiningu komi. Því sé talið arðbært að ráðstafa fé í vega- gerð. Eysteinn Jónsson fyrr- verandi ráðherra látinn Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fyrsti sigur Víkings LANGÞRÁÐ stund rann upp hjá Víkingum í gærkvöldi þegar þeir unnu sinn fyrsta sigur í 1. deild Islandsmótsins í knattspyrnu. Víkingarnir lögðu KR-inga að velli á Laugardalsvelli 3:2. Fram að leiknum í gærkvöldi hafði Vík- ingur gert tvö jafntefli í deildinni en tapað 9 leikjum. Þeir voru því kampakátir er þeir gengu af velli nafnarnir Guðmundur Steinsson . og Hreiðarsson. Sjá nánar á íþróttasíðu bls. 43. EYSTEINN Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og for- maður Framsóknarflokksins, lést í gærmorgun á hjartadeild Land- spítalans. Hann var á 87. aldurs- ári. Eysteinn markaði djúp spor í stjórnmálasögu landsins á þess- ari öld, sat einna lengst allra í ráðherraembætti og var einungis 27 ára gamall þegar hann varð ráðherra, yngstur Islendinga í slíku embætti. En lengst verður hans þó minnst fyrir skelegga afstöðu til alþjóðakommúnismans á kaldastríðsárunum þegar hann hafði forystu um það að Fram- sóknarflokkurinn studdi, með undantekningum, aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu og tók höndum saman við aðra forystu- menn lýðræðisflokkanna um að tryggja öryggi íslands á viðsjálum tímum. Það er mesta framlag hans til íslenskra stjórnmála. Eysteinn var fæddur 13. nóvem- ber 1906 á Djúpavogi. Foreldrar hans voru Jón Finnsson prestur í Hofsþingum og Sigríður Hansína Hansdóttir kona hans. Eysteinn stundaði verslunarstörf og ýmsa aðra vinnu á Djúpavogi svo og sjó- Eysteinn Jónsson mennsku. Hann lauk Samvinnu- skólaprófi 1927. Eysteinn var starfs- maður f Stjórnarráði íslands 1927 til 1930 og jafnframt endurskoðandi fyrir Skattstofu Reykjavíkur og stundakennari við Samvinnuskól- ann. Hann var skattstjóri í Reykja- vík 1930 til 1934 og framkvæmda- stjóri prentsmiðjunnar Eddu 1943- 1947. Eysteinn var kosinn á þing fyrir Suður-Múlasýslu árið 1933 og var þingmaður sýslunnar og síðar Aust- urlandskjördæmis til ársins 1974, nema hvað hann var varaþingmaður 1946-1947. Hann var því alþing- ismaður í fjóra áratugi. Eysteinn var fjármálaráðherra frá 1934 til 1939 og síðan viðskiptamálaráðherra til 1943. Hann var menntamálaráð- herra 1947 til 1949 og fjármálaráð- herra á ný árin 1950 til 1958. Ey- steinn var forseti Sameinaðs þings 1971-1974. Hann var formaður Framsóknarflokksins 1962 til f'968 og formaður þingflokksins 1934 og 1943-69. Auk þessa gegndi Eysteinn fjölda trúnaðarstarfa. Hann var meðal annars formaður stjórnar Sambands íslenskra samvinnufélaga um tíma, formaður Þingvallanefndar og for- maður Náttúruverndarráðs. Eftirlifandi eiginkona Eysteins er Sólveig Eyjólfsdóttir. Þau eignuðust sex börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.