Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 3
MORGÚNBIAÐÍD SUNNUDAGUIÍ 15. ÁGÚST 1993 B 3 i'/ sXÆ ■Í/ ' Á komið af tyrkneskum málaflokkum. Jakútar hafa verið taldir friðsælir í aldanna rás, en reyndar verið milli steins og sleggju heimsvaldasinna. Fyrst undir Djengis Khan, hinum herskáa leið- toga mongóla. Árið 1633 byrjuðu rússneskir nýlenduherir að gera vart við sig þar sem Rúss- ar voru á þeim tíma að leggja undir sig sléttur Síberíu. Árió 1642 lögðu Rússar síðan grunninn að höfuð- borg Sakha, sem ber nafnið Jakútsk enn þann dag í dag. Rúss- ar byggðu borgina á bökkum fljótsins Lenu, sem er 7 km breið þar sem hún er breiðust, til að geta varist óvæntum árásum. I tímans rás hefur borgin vaxið og dafnað sem miðstöð stjórnsýslu héraðsins. Þar má einnig finna nokk- ur söfn, tónlistarskóla, leiklistarskóla, háskóla og leikhús. I dag búa um 260 þús. manns í borginni. Litið hefur verið á Síberíu sem kjörinn stað fyr- ir fólk með óæskilegar hugmyndir sem sýndi mótþróa gegn ríkjandi stjórn og á það jafnt við um gamla keisaradæmið og Sovétríkin sál- ugu. Er það bæði vegna hrjóstugra aðstæðna og mikillar fjarlægðar frá umheiminum. Það tek- ur sjö klukkustundir að fljúga þangað frá Moskvu í breiðþotu. Stalín var manna duglegastur við að senda þangað menn, konur og börn. Fólk- ið var flutt í þröngum flutningavögnum, í milljóna- tali, í þrælabúðir á hreinsunartímabilinu. Þetta voru þrælkunarbúðir. Fólk var óvant gríðarlegum kuldanum og lélegum aðbúnaði. Lítinn sem engan mat var að hafa og komst stór hluti fólksins aldrei aftur til síns heima. Þrátt fyrir að Rússar hafi litið á sig sem Ijós- bera vestrænnar menningar í Jakútíu og rúss- neska hafi verið opinbert tungumál hafa þeir þó leyft þjóðinni að viðhalda tungu sinni og sérstæðri menningararfleifð. Jakútar eru heið- ingjar og hafa frá alda öðli haft mjög músík- alska frásagnarhefð. Þessari hefð má helst lýsa sem blöndu af hraðtöluðu Ijóðmáli með söng sem borist .hefur frá kynslóð til kynslóðar. Þeir eru snillingar á gyðingahörpu og bera djúpa virðingu fyrir öllu sem sprettur frá móður jörð. Þeir höggva ekki dauð tré sem má sjá inni í óendanlegum skógum hinnar stórbrotnu nóttúru. Ástæóan er sú að þeir telja að allir hlutir hafi sálaranda, bjarta jafnt sem dimma, og á þetta rætur sínar að rekja til shamanisma, þar sem eldurinn fær voldugasta hlutverkið. Það eru seiðmenn sem þylja galdraþulur yfir eldinum og færa honum mat og vín sem fórn. Jakútar eru miklir veiðimenn í eðli sínu, og býður náttúr- an þeim uppá blárefi, gaupur, skógarbirni, safala, erni og fálka. Þeir hafa langa hefð fyrir tréskurði og er hesturinn eitt helsta viðfangs- efni þeirra. Þeir eru miklir hestamenn og er uppistaða fæðunnar hestakjöt. Þeir borða NÁTTÚRUBÖRN ÆT Æ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.