Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1993 B 13 Umhverfisvænlr Jason Kaye og félagar. Umhverfisvæn danstónlist FÁAR plötur hafa vakið aðra eins athygli síðustu vikur og piata breska dansfíflsins Jasons Kayes. Hann hefur unnið sér góðan orðstír fyrir danshæfa popptónlist og umhverfisvænan boðskap og fyrsta breiðskífa hans hef- ur selst gríðarvel. Jason Kaye, sem félagar hans kalla JK, rekur sveitina Jamiroquai og gerði fyrir skemmstu átta breið- skífna risasamning við Sony. Fyrsta platan úr þeim samn- ingi kom út fyrir stuttu, og var tekin upp beint í hljóðver- inu, þ.e. hvert lag var tekið upp í einni atrennu. Boð- skapurinn á plötunni, Emerg- ency on Planet Earth, sem hæglega er með því besta sem komið hefur út á þessu ári, er ekki mótaður í einni at- rennu, heldur samtíningur úr ótal áttum. Sama má segja að nokkru um tónlistina, því þó hún sé á traustum fönk- grunni má fínna nútímalega dansspretti, ekki síður en ástralska frumbyggjatónlist. Gagnrýnendur hafa líkt Jamiroquai mjög við Stevie Wonder, enda þykir tónlistinni svipa til þess sem Stevie gerði á árum áður, ekki síður en boðskapurinn. Jason tekur slíku létt og spaugar jafnvel með það á breiðskífunni, en víst er þar ekki leiðum að líkj- ast. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Hamhleypa Bubbi hristir plötu fram úr erminni. Hamhleypa í hljóðveri BUBBI Morthens er hamhleypa til verka, eins flestir þekkja vísast og fyrir stuttu lét hann sig ekki muna um að bregða sér í hljóðver og taka upp nýja breiðskífu í miðjum GCD-önnum. Sú plata er um margt frábrugðin þeirri tónlist sem Bubbi hefur fengist við undanfarið, en þó lík ef grannt er skoðað. Bubbi segir að hann hafi byijað á textagerð fyrir plötuna nýju þegar í janúar, hafi síðan legið yfir þeim um páskana og samið lögin upp úr því. Eftir að hafa sett sam- an CGD-plötu með Rúnari Júlíussyni og kynnt hana af kappi í sumar brá hann sér svo í hljóðver og tók upp breiðskífuna á ellefu dögum. „Ég vildi hafa tímann fyrir mér að endurskoða það sem þyrfti," segir Bubbi, en eftir að upptökum lauk hefur hann þaulhlustað á plötuna til að sníða af hugsanlega hnökra. Með honum að plötunni unnu Guðlaugur Briem, Guðmund- ur Pétursson, Jakob Magnús- son, Eyþór Gunnarsson og Ellen Kristjánsdóttir. Tónlistin á plötunni nýju er skotinn bandarískri sveita- tónlist, en Bubbi gerir lítið úr stefnubreytingu, „þetta er álíka og ég hef verið að gera sem trúbadúr síðustu ár og segja má að ég sæki þessi áhrif allt aftur til Wo- ody Guthrie, ekki síður en til Neil Young, Bob Dylan og Miles Davis.“ Bubbi hyggst setja saman sveit til að kynna piötuna, en GCD leggst í dvala í ág- ústlok, því þá fer Guðlaugur Briem utan með Mezzoforte að leika í Indónesíu meðal annars. . mF/^VTDTÁlIT VCT U/LvUK 1 UiiLld 1 ITÓNLEIKAHALD er líflegt um þessar mundir og á fimmtudag heldur ein efnilegasta rokksveit landsins, SSSpan, tónleika í Tveimur vinum. Til upphitunar verða Kolrössur krókríðandi sem státa af nýjum trymbli sem áður barði bumbur með __ Sororicide. ■ GÓÐUR gest- ur hingað til lands verður hol- lenska sveitin Dog Faeed Her- mans, sem held- ur hér nokkra tónleika í byrjun næsta mánaðar. Fótbrotamennt Erplötusala í samrœmi vid útgáfu sumarsinsf Plötusumar FORÐUM Sykurmolar láta flestir í sér heyra um þessar mundir og fyrir skemmstu kom út plata sem Einar Örn Benediktsson gerir með Hilmari Erni Hilmars- syni. Sú heitir Second Coming og gefur One Little Indian út, en þeir félagar koma fram undir nafninu Frostbite, sem þeir snúa í Kali. Þeir Einar og Hilmar hafa áður samið sam- an tónlist og nægir þar að minnast Ornamental sem þeir unnu að fyrir kvik- mynd og síðar var gefin út á tólftommu. Einar tek- ur því þó fjarri að Kali sé eitthvert framhald af Ornamental og öðrum fyrri snilldarverkum. Að þeirra sögn er á plötunni dans- Dog Faced Hermans. Kainlr Einar og Hilmar Ernir. tónlist fyrir fótbrotna og þá sem aldrei hafa þorað að iðka dansmennt. Plötuna tóku þeir Einar og Hilmar upp hér heima á skömm- um tíma, enda gekk allt samstarf liðlega. Lokahönd á verkið var síðan lögð ytra, meðal annars með lið- beina Kens Thomas, sem unnið hefur með Risaeðlunni og Ný- danskri. Þar fengu þeir félagar til liðs við sig í þremur laganna forðum söngkonu Morgunblaðið/Sverrir bresku sveitar- innar Daisy Chainsaw, Katie Jane Garside. Plötunni hefur verið vel tekið víðast ytra, þó marg- ir gagnrýnendur láti Einar enn fara í taugarnar á sér. Lítið verður úr tónleika- haldi þeirra félaga að sinni, enda eru þeir þegar önnum kafnir við næstu plötu þó ekki-sé ljóst hvort hún komi út á þessu ári. PLÖTUÚTGÁFA hefur verið með mesta móti þetta sumar, meira móti reyndar en elstu menn muna, því alls hefur þegar komið út á þriðja tug breiðskífna. Plötusala hefur þó ekki verið í fullu samræmi við útgáfu. Ljósmynd/Björg Sveindóttir Söluhæstur Bogmil Font í mambósveiflu. Frumraun Pláhnetur Skífuliðar geta og vel við unað, því önnur sölu- hæsta plata landsins er gefin út þar, GCD, sem selst hefur í tæpum 3.500 eintökum. SSSól hefur selst í um 3.000 eintökum, Bafndiskurinn Heyrðu í um 2.600 og Skriðjöklar í 1.500. Smekkleysa hefur kom- ið vel á óvart í sumar, þvi sölu- hæsta piata sumarsins, öli- um að óvörum og útgáfunni ekki síst, er plata Bogomiis Fonts Ekki þessi leiðindi. Sú hefur selst í yfir 3.500 ein- tökum og selst af kappi. Plata Bjarkar Guð- mundsdóttur Debut, sem Smekkleysa dreifir, hefur selst í 3.200 eintökum. Eins og áður segir var á þriðja tug platna gefinn út í sumar og fæstar taldar hér, enda fáar skriðið yfir 1.000 eintök, sem þýðir að tap er allmikið á mörgum, en af tillitssemi vefður þeirra ekki getið frekar. Síðustu tvö ár hefur jafnan farið svo að ein plata hefur staðið rækilega uppúr og selst margfalt á við næstu plötur. Þarsíð- ■■■■■■■■■■■ asta ár eftir Árno Motthíosson var það GCD sem tók alla í nefið og í fyrra sló Sálin flest sölu- met. Þessar plötur bera vissa sök á útgáfuflóðinu að þessu sinni, en ekki síður skiptir máli að óvenju margar stórsveitir voru í ballhark- inu í sumar og breiðskífa er fyrirtaks auglýsing, ef vel tekst til. Steinar/Spor eru helstu útgefendur sumarsins, eins og svo oft áður, í það minnsta hvað varðar titla- Qölda. Steinar hf. byijaði útgáfusumarið og Spor tók síðan upp þráðinn þegar Steinar komust í þrot. Þar á bæ geta menn nokkuð vel við unað, en söhihæsta platan þar er Speis Plá- Sigling Bubbi og Rúnar f GCD. hnetunnar sem selst hefur í um 3.000 eintökum. Aðr- ar plötur hafa og selst ágætlega, Stjórnin í 2.600 eintökum, Grimm dúndur í um 2.600, Algjört skronster, sem enn bætir við sig, í um 1.600, Á rás um landið í um 1.500 og Sveitasöngvar eru skriðnir yfir 1.000 eintök.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.