Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1993 + Yiðarkurl mjúkt undir iljum, heilnæmar trjágufur, tré hvísla ævisögur: TRJÁSAFNIÐ HALLORMSSTAÐ eftir Gunnar Hersvein, myndir Kristleifur Bjðmsson SÓLIN gægist milli skýja. Þytur í laufum. Ilmandi skógur eftir regn. Sigurður Blöndal opnar hlið á safni sem á sér 90 ára sögu og býður okkur að ganga inn í það. Þetta er Trjásafnið á Hall- ormsstað sem var formlega opnað í júlíbyrjun. Síðastliðið haust var það grisjað, hreinsað, stígalagt og trén merkt nú í vor. „Við vonumst til að svona safn geti orðið áhugavert fyrir ferðafólk og það er líka fræðslustofnun,“ segir Sigurður sem ætlar að leiða okkur um safnið. tli það sé hægt að rækta skóg á íslandi?" hugsaði Carl Ryder, danskur sjóliðsforingi um síðustu aldamót. Hann fékk síð- an landa sinn prófessor C.V. Prytz, sérfræðing í skógfræði, til að fara um landið og velja staði til skóg- ræktartilrauna. Hallormsstaður, Grund í Eyjafirði og Rauðavatn við Reykjavík urðu fyrir valinu. Ryder og Prytz réðu svo Christian E. Flensborg til að standa fyrir byijun- artilraunum á þessum stöðum. Flensborg kom á Hallormsstað 1903, lét girða 10 hektara sem kallaðir voru Mörkin og stofnaði gróðrarstöð fyrir tijáplöntur. Nú tilheyrir hún Tijásafninu. Stígurinn í safninu er notalegur til göngu. Hann er lagður viðar- kurli og kemur í veg fyrir að skó- fatnaður verði moldugur á votum dögum. Við göngum og öndum að okkur ilmandi tijágufum. Árið 1907 var Skógrækt ríkisins sett á stofn og danskur maður, Agnar Kofoed- Hansen, gerður að skógræktar- stjóra. Hann gafst fljótlega upp á því að rækta erlendar tijátegundir á íslandi og lýsti því yfir 1913 að það væri ekki hægt. Þegar Hákon Bjamason varð skógræktarstjóri 1935 lét hann það verða sitt fyrsta verk gera tilraunir með erlendar tegundir. Hann var óhemju elju- samur að ná í fræ og græðlinga frá öllum heimshlutum í norræna barr- skógabeltinu. Tijásafnið varð til á tilviljunar- kenndan hátt með því að starfs- menn plöntuðu eintökum úr send- ingum í kringum græðireitina. Skipulagsleysið gefur tvímælalaust ákveðinn sjarma. Sigurður Blöndal þekkir safnið eins og lófann á sér. Hann' fluttist á Hallormsstað frá Mjóanesi, fæðingarstað sínum, árið 1930 er móðir hans Sigrún Blöndal varð fyrsti skólastjóri Húsmæðra- skólans. Hann byijaði að vinna hjá skógræktinni á Hallormsstað 1952, varð skógarvörður 1955 eftir móð- urbróður sinn Guttorm Pálsson sem hafði gegnt því starfi frá 1909, og skógræktarstjóri ríkisins 1977-89 eftir Hákon Bjamason. Sigurður nemur nú staðar í Tijásafninu, lyft- ir stafnum sínum, bendir og fræðir okkur um fyrsta merkta tréð sem verður á vegi okkar. Soltnar mýs og safalar Lindifura (Pinus cembra) sáð um 1905. Fræverslun Jóhannesar Rafns var mjög þekkt í V-Evrópu. Hún lagði t.d. til allt fræ sem Dan- ir notuðu. Árið 1905 gaf hún hing- að 50 kg. af lindifurufræi með því skilyrði að því yrði sáð beint út í skóg. Nú eru 100 lindifurutré í Tijásafninu. Lindifuran er mjög útbreidd austan Úralfjalla. Hún verður allt að 35 metra há á kjör- svæðum sínum í Altaj-fjöllum. Lindifuran í Tijásafninu er ættuð frá héraðinu Omsk í V-Síberíu. Fræið af henni eru stórar hnetur, stærri en matbaunir. Þegar Sigurð- ur var í Síberíu 1979 ásamt félaga sínum sá hann gamlar konur á járn- brautarstöðvum selja lindifurafræ í pokum sem sælgæti. Hann komst einnig að því að viðurinn af henni hentar mjög vel til útskurðar. Aðal- viðfangsefni útskurðarmanna í Altaj var þá bangsar og Lenin gamli. Það var ennfremur talið gott að fara með asmasjúklinga í lindif- uruskóg til að fá bata. Tré anda nefnilega frá sér heilnæmum guf- um. Leiðsögumaður Sigurðar og félaga taldi það þýðingarmest varð- andi lindifurana að fræ hennar væri kjörfæða verðmætasta pels- dýrsins í Síberíu, safalans (Martes zibellina) rándýrs af marðarætt. Mýs era líka sólgnar í þetta fræ og hafa þær dreift því um allt Tijá- safnið. Lindifuran er með fimm nálar í búnti en helmingurinn af 100 furutegundum heimsins era fimmnála. Flestar hinar era með tvær eða þrjár. Lindifuran í Tijá- safninu ber nú þroskað fræ á hveiju ári. Það vantar bara safalann! Við göngum áfram. Regndropar falla og sólin smeygir geislum sín- um í gegnum þá. Trén era merkt á smekklegan hátt. Grænmálaðir heflaðir staurar. Undir plasthlíf er bæði ritað íslenska tijánafnið og latínuheitið á miða ásamt gróður- setningarári. Stafafura (Pinus contorta), sáð 1936. Sigurður mælir hæðina með þjálfuðum augum. 14 metrar. Fyrir framan okkur eru fyrstu stafafur- uraar sem ræktaðar vora á íslandi. Hún hefur gífurlega útbreiðslu í N-Ameríku, norður til suðurs yfir 3.900 km svæði. Hún hefur eitt mesta vistfræðilega þolsvið allra tijátegunda í heiminum og er mest ræktaða furan á íslandi. Fræi henn- ar var sáð beint í jörð hér árið 1936 er Guttormur Pálsson fékk það sent frá Kanada. Hann fékk það fyrir milligöngu Stefáns Einarssonar prófessors í Baltimore við John Hopskins háskólann í Bandaríkjun- um. Stefán fékk fræið hjá einum þekktasta tijáerfðafræðingi N- Ameríku, prófessor Heimburger. Eitt sinn er Sigurður Blöndal hélt fyrirlestur við skógræktarstofnunin í Victoria á Vancouvereyju í Kanada kom hann auga á óskaplega gamlan og lítinn karl sem sat meðal áheyr- enda. Þeir voru kynntir eftir fyrir- lesturinn og þá kom í ljós að sá gamli var enginn annar en prófess- or Heimburger á tíræðisaldri. Þetta var árið 1984 og gat Sigurður glatt gamla manninn með því að fræ sem borist hafði til Islands fyrir hans tilstilli hefði borið góðan ávöxt. Heimburger fékk fræið frá Smit- hers í Kólumbíu hinni bresku. Stafafura hefur 2 nálar í knippi. Börkurinn er grár. íbognir könglar hennar geta setið lokaðir í mörg Sigurður Blöndal. ár. Þeir opnast jafnvel ekki nema við skógareld en þá dreifast fræin út í öskuna. Menn hafa fundið allt upp í 8 hundruð þúsund á hektara af stafafura sem vaxin era upp af brunaflötum. Náttúran hefur ráð undir rifi hveiju! 54 tegundir era í Tijásafninu og virðast búa í sátt og samlyndi. Engin tegund er gerð brottræk úr garðinum. Það sést á berkinum að þeim líður vel. Börkurinn er andlit tijánna. Næst heilsum við upp á Rússneskt lerki (Larix suka- ezewii). Fjögur rússalerkitré á besta aldri standa saman. Þau vora gróð- ursett 1922 og eru orðin 16 m há. Þessi tré gáfu Guttormi Pálssyni hvatningu til að útvega sér meira fræ sem hann fékk 1933 og gróður- setti á eigin spýtur í lundi sem nú er nefndur Guttormslundur. Hann plantaði í hann 5.000 tijám. Þetta var mjög merkilegt framtak hjá honum því að Kofoed-Hansen skóg- ræktarstjóri hafði afskrifað erlend- ar tijátegundir hér eins og áður sagði. Rússalerkið í Tijásafninu frá 1922 hafði staðið 9 ár eða frá 1913 í gróðrarstöðinni. Ilmandi tré og pípa á hvolfi Það er kyrrlátt í Tijásafninu. Mjúkt viðarkurl undir fótum. Fugl á stakri grein. Gangan framkallar rósemd sem tijáilmurinn á mikinn þátt í. „Hér eru okkar „Icelandic Bigtrees“,“ segir Sigurður og bend- ir á blágreni (Picea engelmannii) gr. 1905. Hákon Bjarnason kallaði bigtré stórvið. Þau eru mestu tré heimsins að umfangi. Blágrenið í Tijásafninu er ættað vestan úr Klettafjöllum í Colorado í Banda- ríkjunum. Flensborg kom með þau frá Danmörku. Hann kom hingað með þau á hestbaki 25. maí 1905 frá Seyðisfirði. Blágrenið er geysi- lega útbreidd tegund í N-Ameríku. Það er með mjóa krónu eins og tré sem vaxa hátt til fjalla. Trén era sum staðar eins og spjótsoddar. Það er vegna þess að þau eru búin að aðlaga sig snjóþyngslum. Tré með mjóa krónu lifa best af mikil snjó- þyngsli. Þau hafa ennfremur mjóan stofn vegna þess að gildleikinn er alltaf í samræmi við krónustærðina, og árhringimir líka. Mikil króna merkir breiða árhringi. Grannar greinar og mjóir árhringir gera betra timbur. Besti smíðaviðurinn er úr barrtijám með 2 til 3 milli- metra árhringum. Blágreni er harð- gert og skuggþolið tré. Það getur haldið áfram að vaxa allt til 500 ára aldurs. Tígulleg tijátegund! Við fetum stíginn áfram. Þarna er fjallaþinur (Abies lasiocarpa) gr. 1937. Þinur er fallegt nafn. Það er tijáheiti sem Hákon Bjarnason og Steindór Steindórsson frá Hlöð- um fundu í nafnaþulu Snorra-Eddu. Þetta er gamalt trjáheiti sem finnst reyndar ekki nema í einni útgáf- unni af Eddunni. Fjallaþinurinn virðist vera eina þintegundin sem auðvelt er að rækta á Islandi. Sér- staklega í innsveitum norðan og austanlands vegna veðurfars. Hann er amerísk háfjallategund sem hef- ur í aðalatriðum sama útbreiðslu- svæði og blágrenið. Ofurmjó króna eða spjótsoddur einkennir hann. Fjallaþinslundurinn í Tijásafninu er vaxinn upp af tijám komin frá gróðrarstöðinni í Álastarhaugi á Hálogalandi í Noregi. Og eins og skuggþolnum tijám sæmir vex hann hægt, einn til tvo metra fyrstu 20 árin. Þinurinn fellir ekki nálar og er af þeim sökum eftirsóttur sem jólatré. Áð auki ilmar allt tréð. Sigurður treður tóbaki í pípuna sína og kveikir í. Regn fellur og Sigurður snýr þá pípunni á hvolf með hólkinn niður. „Þetta gerum við skógræktarmenn þegar rignir,“ segir hann til skýringar. Svo styttir upp aftur og við eram komin að bergfuru (Pinus mugo) gr. 1936. Hún er frá Pýrenafjöllunum í SV- Evrópu og er aðaluppistaðan í fura- lundinum á Þingvöllum sem var gróðursettur 1899. Bergfuran í Tijásafninu er með þeim hæstu á íslandi, 10-11 metrar. Afbrigði af henni hefur stórt útbreiðslusvæði í Alpaíjöllunum og er þar eins og ranni, kallaður dvegfura. Hún er vinsæl garðplanta á íslandi og á Norðurlöndunum. Náttúran verður ekki hraðfryst Nú komum við að hávöxnu síber- íulerki (Larix sibirica) og lávaxinni !■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.