Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1993 B 27 Fyrsta loft- myndin. Þessi mynd birtist á forsíðu Morgun- blaðsins þriðjudag- inn 23. jan- úar og er sú fyrsta sem tekin var úr lofti af gosinu. Erlenda pressan. Þessi mynd birtist í Svenska Dagbladet og var ein af fjölmörgum myndum sem birtust í erlendum blöðum, en hún sýnir gígaröðina til vinstri og útjaðar Vestmannaeyjabæjar til hægri. sImtalid... ER VIÐ JÓRUNNIEGGERTSDÓTTUR BÓNDA í LÆKJARTÚNI í ÁSAHREPPI Versalir ásandinunt 98-75078 Halló? -Já, er þetta í Lækjartúni? Já. -Góðan daginn, þetta er á Morg- unblaðinu, Urður Gunnarsdóttir heiti ég. Sæl vertu. -Ég er að forvitnast um bænda- gistingu sem þið rekið upp á miðri Sprengisandsleið, Versali? Við erum þarna langt inn á sandi þrátt fyrir að hinn eiginlegi Sprengisandur byiji aðeins norð- ar. Við erum með gistiaðstöðu, kaffiteríu, sjáum um veiðileyfi í svokallaðar Kvíslarveitur og selj- um bensín. Við hjónin rekum þetta en erum með fólk í vinnu í Versölum, því við erum með búskap hér í Lækjartúni. Elsta dóttir okkar hefur verið þarna alveg frá því að við byijuðum fyrir sjö árum. -Hvernig er að vera þarna uppfrá, er það ekki einmanalegt? Nei, veistu það að þarna er svo mikil umferð að maður finnur ekki fyrir einmanaleika. Þarna koma jafnvel mörg hundruð manns á dag. Umferðin yfir Sprengisand hefur verið alveg gríðarleg nema í sumar. Það hef- ur verið svo kalt og leiðinlegt veður að fólk hefur lítið farið norður. -Eru þetta þá aðal- lega rútur? Nei, það er mik- ið af einkabílum en þeir hafa reyndar verið færri í sumar út af veðrinu fyrir norðan. -Hvenær getið þið opnað á sumrin? „Við opnuðum 30. júní sem er um viku til tíu dögum seinna en vana- lega. En það gætir misskilnings um hvenær Sprengi- sandsleið opnar. Það er oft talað um að Sprengisandsleið ofan i Eyjafjörð eða Skagafjörð sé lok- uð. Sú leið opnast mikið seinna en hin eiginlega Sprengisandsleið sem liggur niður í Bárðardal. Þetta eru ekki allir með á hreinu og halda jafnvel að Sprengisand- ur sé lokaður löngu eftir að hann hefur verið opnaður um Bárðar- dal. -En hvaðan er nafnið á staðnum Versölum komin? Það eru grasver á hálendinu sem heita nöfnum á borð við Hnausaver, Þúfuver og svo fram- vegis. Staðurinn sem húsin standa á heitir Stóraver. Þegar húsin voru sett niður, þótti það stór og mikil framkvæmd og þau voru því kölluð Stóraverssalir. Fólk átti erfitt með að skilja að þau hétu ekki Stóru-Versalir og því ákváðum við að stytta nafnið í Versali. -Koma einhveijir hraktir til ykk- ar? Ekki á bílum, en það hefur komið fyrir að göngu- og hjól- reiðafólk er dálítið blautt og kalt. -Hvernig er veðrið í þessum landshluta? Það fylgir veðrinu hér sunnan- lands en er kaldara og minni úr- koma. í sumar hefur verið hvasst en að öðru leyti gott veður. í góðu veðri er alveg dýrðlegt að vera þama því frið- sældin er svo mikil. Það er gaman fyrir bæði íslendinga og útlendinga að upp- lifa það að heyra aðeins eigin andar- drátt. -Hvað verðið þið lengi í Versölum? Við miðum við að loka 1. sept- ember. -Það var og. Ég þakka þér kærlega fyrir spjallið. Takk sömuleiðis. Jórunn Eggertsdóttir HVAR ERU ÞAU NÚ? ÁSA FINNSDÓTTIR SJÓNVARPSÞULA Forðast myrkmherbergið „ÓGLEYMANLEG stund“, segir Ása Finnsdóttir um fyrsta útsend- ingarkvöld Sjónvarpsins þann 30. október 1968, en hún kynnti dagskrána það kvöld. Ása vann í fjögur ár þjá Sjónvarpinu sem þula og klippari en þaðan lá leið hennar í starf læknaritara á Landspítalanum þar sem hún starfaði næstu tíu árin. Á þeim tíma var hún jafnframt tvívegis ritari Hrafns Gunnlaugssonar en hann var þá framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík. Núna vinnur Ása hins vegar á ljósmyndastofu sem hún á og rekur ásamt eigin- manni sínum, Jóhannesi Long ljósmyndara. Við kynntumst í stúdíóinu," segir Ása um fyrstu kynni þeirra Jóhannesar. „Hann var þá að vinna í leikmyndadeild Sjón- varpsins. Það var ekki fyrr en eftir að við vorum gift að hann fór að læra ljósmyndun og við settum á stofn okkar eigin stofu. Fyrstu fjögur árin vorum við með stofuna í bílskúrnum heima en nú erum við bráðum búin að vera í sjö ár hér í Mjóddinni.“ Asa kveðst vinna mjög ijölbreytt störf á ljósmyndastofunni. Hún tekur passamyndir, aðstoðar við brúðarmyndatökur, „redúserar" myndir, gengur frá myndum og filmum og skráir þær. „En ég forð- ast myrkraherbergið. Ég var búin að fá nóg af myrkrinu á meðait' ég var að klippa filmurnar hjá Sjón- varpinu." Amma í haust Þau Ása og Jóhannes eiga þijú börn. Dæturnar eru Lára, 23 ára, og Guðlaug sem er tvítug, en son- urinn Sigurður er 15 ára. Og fyöl- skyldan heldur áfram að stækka þvi Ása kvaðst eiga von á því að verða amma í haust. „Kannski ljós- myndunin sé að^ einhveiju leyti í blóðinu,“ segir Ása. „Eldri dóttir okkar er að ljúka ljósmyndanámi og starfar hjá okkur á stofunni. Guðlaug stefnir að því að ljúka stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti um jólin og Sigurð- ur byijar í Verslunarskólanum í haust.“ Ása segir að tíminn sem hún starfaði hjá Sjónvarpinu hafi verið mjög skemmtilegur þó að vinnu- dagurinn væri oft langur, einkum eftir að útsendingardögum var Það var oft glatt á hjalla hjá starfs- mönnum Sjónvarps- ins á fyrstu árum þess. Hérna er Ása með þeim Helga Sveinbjörnssyni ljós myndara og Snorra Þórissyni kvik- myndager ðarmanni fjölgað, en þeir voru ekki nema þrír á viku í fyrstu. „En ég hafði ekki neinn sérstakan metnað til þess að vinna meira við þennan miðil. Þetta var allt svolítið ævintýralegt og nýstár- legt en ég hef líka notið þess að takast á við ný verkefni." Samheldinn hópur Ása starfar nú á ljós- myndastofu sem hún rekur ásamt eigin- manni sínum, Jó- hannesi Long Ijós- myndara. Ása segir að það hafi verið skemmtilegur og samheldinn hópur sem starfaði hjá Sjónvarpinu fyrstu árin. „Við höld- um enn saman fimm hjón sem kynntust þarna. Auk okkar Jó- hannesar eru það þau fyriverandi fréttamenn, Svala Thorlacius og Ólafur Ragnarsson og makar þeirra, Bjöm Björnsson leikmynda- teiknari og Troels Bendtsen og konur þeirra. Troels var reynd- ar ekki í föstu starfi hjá Sjónvarpinu en hann var ásamt Birni í Savannatríó- inu og það kom ósjaldan fram í Sjón- varpinu á þessum fyrstu árum. Þessi hópur hittist að jafn- aði einu sinni í mánuði að vetrinum og við höfum farið saman í ferðalög, bæði hér heima og erlendis. Vin- átta þessa fólks hefur verið mér ómetanleg i lífinu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.