Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1993 B 19 STJÖRNUR Grátur Grammers Lífið hefur ekki verið neinn dans á rósum hjá leikaranum Kelsey Grammer sem fer með hlutverk Frasiers Crane geðlæknis í sjónvarpsþáttunum Staupa- steinn. Kelsey er þjálfaður Sha- kespeareleikari en það var fyrst með hlutverkinu í Staupasteini sem stjarna hans fór verulega að rísa. Allar götur frá 1984 hefur frami Kelseys sem leikara farið vaxandi en miklar sviptingar hafa einkennt einkalíf stjörnunnar. Kelsey Grammer er núna 38 ára gamall. I júní skildi hann við aðra eiginkonu sína, dansarann Leigh- Anne Cushuany sem var þunguð að barni þeirra hjóna, komin þrjá mánuði á leið. í skilnaðarréttinum gerði Kelsey tilkall til forráðarétt- ar yfir ófæddu barninu. Skilnaðar- málið gekk svo nærri Leigh-Anne að hún gerði tilraun til að svipta sig lífi og missti fóstrið. Þessi áföll eru ekki hin fyrstu sem Kelsey Grammer hefur orðið fyrir. Faðir hans var myrtur þegar Kelsey var þrettán ára. Tvítugur að aldri varð hann fyrir því að ástfólginni yngri systur hans var nauðgað og hún myrt á hrottaleg- an hátt. Fimm árum síðar drukkn- uðu tveir hálfbræður Kelseys. „Þessar hörmungar hafa skilið eftir sig tilfinningalegt gap í lífi mínu“, segir Kelsey en hann hefur ekki látið sviptingarnar í einkalíf- inu hafa áhrif á leikferil sinn. Og hann virðist búa yfir miklum tö- frum sem listamaður og maður. „Hann er mjög góður og skilnings- ríkur maður“, segir Jean Kasem samstarfskona Kelseys úr Staupa- steinsþáttunum. Fyrrum ástkona hans Cerlette Lammé kveðst elska hann enn þó að sjö ár séu liðin frá því að slitnaði upp úr sambandi þeirra. Nú er Kelsey sagður eyða mestum tíma sínum með níu ára dóttur sinni sem heitir Karen eftir hans ástfólgnu systur. Kelsey með Leigh-Anne meðan allt lék í lyndi. Dóttirin Karen er nú helsti huggari Kelseys Gram- mer. Morgunblaðið/Pétur Þorsteinsson F.v. Heijólfur Guðbjartsson, Gauti Jóhannsson og Jón Sigurvinsson. SUMARBÚÐIR Betri gæsla en á Litla - Hrauni Isumarbúðum KFUM í Vatna- skógi er unglingaflokkur fyrir aldurinn 14 til 17 ára. Morgunblað- ið hitti þá Hetjólf Guðbjartsson, Gauta Jóhannsson og Jón Sigur- vinsson á förnum vegi í skóginu og spurði þá út í hvernig það væri að vera svona gamlir í sumarbúðum, sem yfirleitt væru ætlaðar 9 til 12 ára krökkum. Þar sem þeir töldust hafa dvalið í Vatnaskógi fjórum sinnum fyrr ættu þeir að gera sér grein fyrir muninum. „Við erum núna í Vatnaskógi í fimmta skiptið og það er miklu skemmtilegra að vera í unglinga- flokki heldur en í venjulegum sum- arbúðaflokki," sögðu þeir félagar. En hvað gerir eldri flokkinn svona miklu skemmtilegri? „Það er hátt stökk upp á við að vera í unglinga- flokki. Við erum á margan hátt fijálsari heldur en í yngri flokkun- um, þótt íþróttir og fræðsla um kristindóminn sé svipuð hvað dag- skrá varðar. Þó er það sérstaklega, sem er öðru vísi, að nú eru stelpur með líka, engar stelpur eru í yngri flokkunum.“ Og breyta stelpur svona miklu? „Þær breyta bara öllu. Það er miklu skemmtilegra að hafa þær með í sumarbúðunum. Hins vegar er allt of ströng gæsla á nóttunni, sérstaklega þar sem stelpurnar sofa. Það kemst allt upp ef við ætlum að fara yfir til þeirra á nótt- unni. Það eru verðir út um allt. Við erum miklu betur vaktaðir hér held- ur en á Litla Hrauni. Héðan gæti enginn strokið í burtu yfir til stelpn- anna, þar sem þær sofa,“ segja félagarnir glottandi. En eru þessir kappar ekki orðnir of gamlir fyrir sumarbúðir? Það stendur ekki á svarinu: „Það er enginn of gamall fyrir Vatna- skóg. Þegar við verðum of gamlir fyrir unglingaflokkinn, þá verðum við bara foringjar i framtíðinni í Vatnaskógi," sögðu þeir Heijólfur, Gauti og Jón að lokum. BÖKUR Fjórða útibúið Enn íjölgar veitingastöðum landsins, að þessu sinni var fjölgunin í Hafnarfirði, þar sem fjórða útibú Pizza ’67 opnaði með pompi og pragt fyrir nokkrum dögum. Var glatt á hjalla er eigendur staðarins vígðu hann. Hermt er að fleiri útibú séu væntanieg í náinni framtíð. Þrír eigendanna, f.v. Giorgio, Sigurður og Einar. Tveir gesta, f.v. Einar Vilhjálmsson frjálsíþróttamaður og Anna Gulla fatahönnuður, ásamt Árna Björgvinssyni, einum úr hópi eig- enda Pizza '67. Nú er 65 milljóna ára bið á enda. Vinsælasta mynd allra tíma. STEVEIUSPIELBERGiynd ...^ HASKOLABÍÓ SAMmi SAMWt BÍÓBORGIN BÍÓHÖLLIN Sýnd kl. 2.30,5,7,9 og 11.30. Sýndkl. 1.30,4,6.30,9 og 11.30. Sýnd kl. 2.30,5,7,9 «g 11.30. Bönnuð börnum innan 10 ára en getur valdið ótta hjá börnum upp að 12 ára aldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.