Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1993 B ll MENNTAMAL una. Frakkar hafa eins og íslendingar gert ýmislegt til að búa til nýyrði. Á sama hátt og Sigurður Nordal fann orðið tölva á íslensku, þá fann fransk- ur prófessor í latínu orðið ordinateur til notkunar í stað enska orðsins computer. Þetta var frábær lausn hjá báðum.“ Áður en lengra er haldið er rétt að spyija hvemig stóð á því að Francois-Xavier Dillmann fór að helga sig norrænum fræðum, þar á meðal íslenskum. Að loknu háskóla- prófí í Frakklandi kvaðst hann fyrst hafa farið til Uppsala, þar sem hann nam í tvö ár norræn fræði og síðan var hann nokkur ár í Þýskalandi og fímm ár í Ámasafni í Kaupmanna- höfn. Á þessum árum samdi hann doktorsritgerð um galdra og galdra- menn í Islendingasögunum. „Svo fór ég til íslands 1986 til þess að læra nútímamálið og undirbúa þýðingu á verkum Snorra Sturlusonar. Eg var hér í tvö ár og upp frá því hefí ég haft mjög gott samband við íslenska fræðimenn. Og ég vildi gjaman efla enn betur samskiptin við þá með því að birta erindi sem unnin em og flutt á íslandi í nýja tímaritinu." Þess má geta að þeir sem vilja hafa samband eða gerast áskrifendur geta snúið sér til Société des études nordiques, Éc- ole pratique des Haute Études, Sci- ences historiques et philologiques. A la Sorbonne - 45-47, me des Écoles, 75005 Paris. Eintak Proxima Thulé verður 200-250 bls. að stærð. Skoðar drekahöfuð Francois-Xavier Dillmann starfar við rannsóknastofnun. Að hvaða rannsóknum vinnur hann þar helst núna? „Þær em í sambandi við nor- ræna goðafræði. Ég fór að skoða nokkur atriði í Gylfaginningu um Njörð og Skaða. Um þetta flutti ég erindi hér og kom fyrirlesturinn út í ritinu Snorrastefna á vegum Stofn- unar Sigurðar Nordals ásamt öðmm erindum þaðan. I erindi mínu á Snor- rastefnu sýndi ég fram á að endur- bæta þyrfti textann um Skaða og Njörð í Snorra-Eddu. í Gylfaginningu stendur að þau hafi sæst á það að dveljast hvort hjá öðm, nefnilega 9 nætur við sjó og aðrar níu saman á fjöllum. Þannig var í öllum útgáf- unum. Ég komst að raun um að þetta er ekki rétt. Þetta ætti að vera 3 nætur hjá Nirði og 9 nætur hjá Skaða, sem sagt þijár nætur við sjó og níu á fjöllum, 12 mánuði samanlagt, sem er táknrænt fyrir mánuðina tólf í árinu. Það þýðir 3 mánuði við sjó, sem þá er sumar hér norður frá, og 9 á ijöllum, sem táknar hinn langa vetur. Þama er beitt textafræðilegri aðferð til að reyna að túlka goðsögnina bet- ur. Gallinn er sá að flestir goðsagna- fræðingar em ekki mjög vel að sér í textafræðum og textafræðingar hafa lítinn áhuga á goðafræði. Eg er að reyna að tengja saman textafræði og goðafræði. í samræmi við það sem ég sagði áðan þyrfti að lagfæra fyrri útgáfur." Fleira er Francois-Xavier Dillmann að athuga um þessar mundir. Hann er að skoða drekahöfuðin á víkinga- skipunum með hliðsjón af myndum, þar á meðal á Bayeux-teppinu í Frakklandi. Skyldi vera eitthvað til í því sem sagt er, að án Bayeuxrefíls- ins mundu nútímamenn ekkert vita um hvemig víkingamir notuðu þessi drekahöfuð á skipum sínum? Ekki er Dillmann því sammála. „Drekahöfuð- in koma víða fyrir í fomsögum. Ákveðin gerð vikingaskipa var kennd við dréka. Þá em til teikningar af drekahöfðum á steinum í Gotlandi, eldri en Bayeuxteppið. En teppið er gert eins og teiknimynd, þar sem hver myndin tekur við af annarri, og sambærilegar myndasögur em sjald- an á steinum. Þetta rannsóknarefni er ég að fást við núna. Flutti um það erindi í fyrra í París og í vor á ég að flytja fyrirlestur um sama efni á Sikiley." Þegar verið er að ræða um störf Francois-Xavier Dillmanns mætti benda lesendum á grein eftir hann um seið í íslendingasögum, einkum Eiríks sögu rauða, en sú grein birtist nýlega í tímaritinu í Skáldskaparmál- um sem Stafholt gefur út. Francois-Xavier Dillmann er nú á fömm til heimalandsins. Hann kveðst hafa unað sér vel i sumar í lítilli íbúð í Hjónagörðum Háskólans, með fal- legu útsýni til sjávar og yfír að Bessa- stöðum, sem Snorri Sturluson átti. Textaðar sjón- varpsmyndir auka lestrar- kunnáttuna í fyrsta sinn hefur það nú komið fram í rannsókn á áhrif- um sjónvarps að það getur haft góð áhrif á börn og unglinga. Sjónvarpsmyndir sem em með rituðum texta geta veitt barni aukinn skilning á eigin máli. En til lengdar dregur þó sjónvarpið úr lestri barna og einbeitingu hugans. Þetta em niðurstöður sérstakr- ar rannsóknarnefndar við háskól- ann í Leiden í Hollandi, sem hefur um þriggja ára skeið unnið að rannsóknum á 1.000 grannskóla- börnum. í Hollandi eru erlendar sjón- varpsdagskrár sjaldnast sýndar með hollenzku tali, en oftast með hollenzkum texta. Vísindamenn- irnir í Leiden komust að því að textarnir gerðu börnunum kleift að skilja ritaða textann um leið og hann birtist. Bömin tóku þann- ig ósjálfrátt upp lestrarvenjur sem mynduðu heil orð úr stöfunum á svipstundu. Gallinn var hinsvegar sá að börnin tóku fljótt upp á því að horfa á sjónvarp í margar klukku- stundir á degi hveijum. Þeim fannst mun þægilegra að horfa á sjónvarp en að setjast niður með bók og brátt vöndust börnin af því að lesa. Loks komust vísindamennirnir að því að böm sem horfa of mik- ið á sjónvarp glata hæfileikanum til að einbeita sér og getunni til að skilja skrifaðan texta — en hvort tveggja getur leitt til slæmr- ar frammistöðu í skóla. Vídeóleikir og skólanám fara ekki saman Þótt „seiðmagn vídeóleikja" haldi áfram að laða til sín þús- undir ungmenna í Bretlandi hafa kennarar þar i landi sent frá sér viðvörun: Stýripinnaæð- ið getur skaðað námsgetuna og gert unglingana árásargjarna og andfélagslega. Kennarasamtökin í Bretlandi hafa hafið baráttu með tvenns- konar markmið í huga. Að þrýsta á yfirvöld um að setja lög um eftirlit með vídeóleikjum, og að benda foreldrum á að þeim beri að takmarka notkun leikjanna hjá bömum. Kennarasamtökin segja nauð- synlegt að sýna öllum foreldrum fram á hættuna sem börnum staf- ar af leikjunum. Skora samtökin á foreldra að tryggja bömum sín- um fjölbreytni í tómstundaiðju og sérstaklega þátttöku í íþróttum. Jackie Miller, framkvæmda- stjóri samtakanna, segir að allir félagsmenn kennarasamtakanna hafí fengið sendan bækling þar sem varað er við þeim vandamál- um sem upp koma þegar barn eyðir of miklum tíma fyrir framan sjónvarpsskjáinn. Hún sagði einn- ig að samtökin hefðu áhyggjur af áhrifum vídeóleikja á heilsufar barnanna. (Heimild: Europe today.) NU RYMUM VIÐ TIL ! Rýmingarsala á BJÖRN kommóðum o dag rýmum við fyrir nýjrnn kommóðum og seljum allar BJÖRN kommóður sem við eigum með 40% afslætti. 0PNUNARTÍMI MAN. - FOSTUD. 10 - 18.30 LAUGARDAGAR 10-16.00 SUNNUDAGAR í ÁGÚST 13-17.00 MYLLAN - býður upp á kökurmeð kaffinu. -fyrir fólkið í landinu KRINGLUNNI 7 ■ SIMI 91-686650

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.