Morgunblaðið - 25.08.1993, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993
Útlitshönnuðir prentgagna
Einstakt tækifæri!
Eins dags námstefna með Jan V. White, einum eftir-
sóttasta fyrirlesara um hönnun prentgagna í heim-
inum í dag.
White hefur skrifað fjölda bóka, haldið yfir 900 fyrirlestra og
námstefnur um efnið, og unnið að útgáfumálum fyrir mörg
stærstu og virtustu fyrirtæki heims.
Námstefnan verður haldin að Holiday Inn, föstudaginn 3. september kl. 09:00-17:00.
Vönduðum námsgögnum eftir White, í íslenskri þýðingu, verður dreift á staðnum.
Nánari upplýsingar og skráning þátttöku í símum 91 -687000 og 91 -680740.
Þátttökugjald er kr. 12.000.
Iðntæknistofnun
Prenttæknistofnun
Eftirmenntun í útgáfu og prentiðnaði
SPARIÐ ÞUSUNDIR KRÖWA. OLL GOLFEFAIIA EIAIUM STAÐ.
DÚKAR - FLÍSAR - PARKET - TEPPI - MOTTUR - AFGANGAR. TAKIÐ MALIW MEÐ.
AFGANGAR MEÐ ALLt\
AÐ 70% AFSLÆTTI ^
OPfÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18
OG LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-16
kredit
raðgreiðslur
SUÐURLANDSBRAUT 26 • SIMAR 681950 - 814850
Verk Louisu á Kjarvalsstöðum
YFIRLITSSÝNING á verkum Louisu Matthíasdóttur var opnuð á Kjarv-
alsstöðum síðastliðinn laugardag. Mikið fjölmenni var við opnunina og
stöldruðu gestir lengi við og nutu þess að virða fyrir sér ævistarf lista-
konunnar. Meðal gesta voru borgarstjórinn í Reykjavík, Markús Örn
Antonsson og frú Steinunn Ármannsdóttir, eiginkona hans og skóla-
stjóri Álftamýrarskóla. Með þeim á myndinni eru auk þess Gunnar
Kvaran, forstöðumaður Kjarvalsstaða, og Úlla, dótturdóttir Louisu.
Janet Passehl sýn
ir í Ganginum
í GANGINUM, Rekagranda 8,
stendur nú yfir sýning á verkum
eftir Janet Passehl. Janet er
fædd í Massachusetts í Banda-
ríkjunum, en stundaði myndlist-
arnám í New Britain,
Connecticut þar sem hún býr
nú. Hún hefur aðallega sýnt
verk sýn í Connecticut-fylki, en
einig í New York borg.
Efniviðinn og fyrirmyndir í verk
sín sækir hún í nánasta umhverfi
sitt, heimili, nærliggjandi um-
hverfi og á gönguferðum um bæ-
inn, en þetta blandast síðan eða
tengist bemskutilfinningum og
æskuminningum.
Verk Janet má telja kyrrlát og
náin, þ.e. sterk persónuleg tengsl,
andleg og efnisleg, milli hennar
og verkanna, enda höfða milliliða-
lausar vinnuaðferðir helst til henn-
ar. Einnig telur hún teikninguna
sem slíka, sem hún lagði sterka
áherslu á í skóla, grunninn undir
það sem hún er að fást við í dag.
Janet vinnur með alls kyns efni,
Eitt af verkunum á sýningunni.
svo sem við, tau, títupijóna, papp-
ír, veggfóður, gluggatjöld og einn-
ig ljósmyndir sem hún tengir
gjarnan við einhver efni eða skúlp-
túra. Myndefni ljósmyndanna eru
gjarnan af óljósum smáhlutum,
náttúrulegum efnum, gróðri, mold
og slíku og svo af henni sjálfri í
ákveðnum stellingum eða að fram-
kvæma einhveija athöfn - angi af
„body-art“ eða gerningi.
(Fréttatilkynning)
i
i
i
<
Myrkrið djúpa
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Ein er sú tegund málmgrafík-
listar, sem sá er hér ritar er hvað
hrifnastur af fyrir sérstæða og
hreina tækni.
Er hér um að ræða þann geira
er nefndur er „mezzotinta", sem
gæti útlagst skrapæting, vegna
þess að tæknin byggist svo mikið
á að skrapa málmplötuna kruss
og þvers. Við vinnslu plötunnar
er auk þess bæði notast við skrap-
tæknina eingöngu svo og sýru-
brennslu. Flöturinn er ýfður og
síðan eru fletir sem eiga að vera
ljósir og sléttaðir. Annars er orð-
rétt þýðing nafnsins hálftónaæt-
ing.
Þessi alveg sérstaka aðferð er
frekar sjaldgæf nú á dögum, en
listamenn ýmissa þjóða og þá eink-
um Pólveijar hafa endurreist hana
sem nútímalegan tjámiðil á síðustu
áratugum. Einnig hafa nafn-
kenndir listamenn annarra þjóða
hafíð hana til vegs eins og Amer-
íkumaðurinn Cuch Close og Japan-
inn Yozo Hamaguchi.
Tæknin er fyrst og fremst heill-
andi fyrir þá sök hve skuggarnir
eru tandurhreinir og djúpir,
myrkrið algjört og flauelismjúkt.
Þá er hún svo sérstök að menn
geta verið í lengri tíma við nám á
grafík-verkstæðum án þess að hún
sé kennd nema fyrir sérstaka
beiðni nemandans, sem uppgötvar
þá kannski, að kennarinn er hér
ekki vel heima. En það kom ein-
mitt fyrir mig á sínum tíma. Svo
eru hinar ýmsu tengundir agavat-
intu, sem er ætitækni, þar sem
fletir en ekki línur eru ættir með
sýru, mun vinsælli vegna þess að
hún er margfalt auðveldari við-
fangs.
Eins og átti sér stað með stein-
þrykkið var það áhugamaður,
Ludwig von Siegen að nafni
(1609-1680), sem fann upp tækn-
ina árið 1942 og birtist hún fýrst
í mynd hans af landsgreifynjunni
Amalíu Elisabeth Gonzaga af
Hessen. Tæknin var mikið notuð
við gerð andlitsmynda (portrett)
og endurgerð málverka og hlaut
sérstaka útbreiðslu í Englandi á
18. öld enda var hún ósjaldan
nefnd „enska aðferðin".
Þessar línur eru annars settar
á blað vegna þess, að um þessar
mundir sýna tveir pólskir lista-
menn mezzótintur í listhúsinu
Úmbru, þeir Lezek Golinski (f.
1962) og Maciej Deja (f. 1960).
Báðir stunduðu þeir nám við fag-
urlistaskólann í Varsjá og útskrif-
uðust sama árið (1987) og þannig
um skólafélaga að ræða.
Ef menn vissu ekki betur gætu
þeir haldið að um sama listamann-
inn væri að ræða, en ástæðan er
vafalítið að þeir hafa lært tæknina
hjá sama kennara.
Er hér um mjög litlar myndir