Morgunblaðið - 25.08.1993, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993
13
i
f
>
Athugasemd um ráðningu
eftir Björn Bjarnason
Það er með hálfum huga, sem
ég blanda mér í ritdeilur þeirra
Sighvats Björgvinssonar og Ólafs
Ragnars Grímssonar hér á síðum
blaðsins. Deilur þessar snúast að
öðrum þræði um að hafa það sem
sannara reynist. Kjarni þeirra er
þó sá að rökræða á hvaða formleg-
um forsendum menn eru valdir til
opinberra starfa og hárra emb-
ætta.
I grein í Morgunblaðinu í gær
sér Sighvatur Björgvinsson ástæðu
til að nefna Geir heitinn Hallgríms-
son til sögunnar málstað sínum til
styrktar. Hann segir réttilega, að
Geir Hallgrímsson, þáverandi for-
sætisráðherra, hafí ráðið mig til
starfa sem deildarstjóra í forsætis-
ráðuneytinu haustið 1974. Síðan
bætir Sighvatur við, að Geir hafi
jafnframt ráðið mig sem „sér-
stakan aðstoðarmann".
Samkvæmt stjórnarráðslögun-
um sem tóku gildi 1. janúar 1970
var ráðherra heimilað að ráða sér
aðstoðarmann, sem hyrfí úr starfí
um leið og ráðherrann. Menn voru
enn að móta framkvæmd laganna
haustið 1974. Geir Hallgrímsson
var þeirrar skoðunar, að forsætis-
ráðherra ætti ekki að ráða sér
aðstoðarmann. Þess vegna eru að
mínu mati engar forsendur fyrir
því að nefna hann til sögunnar í
deilu um það, hvort eðlilegt sé að
aðstoðarmenn ráðherra séu ráðnir
eða skipaðir til embætta í ráðu-
neytum. Ég var ráðinn og síðan
skipaður deildarstjóri í forsætis-
ráðuneytinu, siðar varð ég skrif-
stofustjóri þar. Hugtakið „sérstak-
ur aðstoðarmaður" er ekki til í
stjómarráðslögunum.
Það er fráleitt, að nú tæpum
20 árum síðar skuli þetta embætt-
isverk Geirs Hallgrímssonar dregið
inn í deilur þeirra Sighvats Björg-
vinssonar og Ólafs Ragnars Gríms-
sonar, sérstaklega þegar haft er í
huga, að Geir vildi ekki ráða sér
aðstoðarmann samkvæmt stjórn-
arráðslögunum.
Höfundur er þingmadur
Sjálfstæðisflokksins í Reykjnvík.
VINKLAR Á TRÉ
HVERGI LÆGRI VERÐ
ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR
OG KAMBSAUMUR
ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI
EINKAUMBOÐ
&Þ.Þ0RGRIMSS0N&C0
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640
Þú svalar lestrarþörf dagsins
Dýralæknar þin g
uðu á Hvanneyri
AÐALFUNDUR Dýralæknafé-
lags Islands var haldinn að
) Hvanneyri 20.-21. ágúst sl.
Fjallað var um efnaskiptasjúk-
dóma í mjólkurkúm og ónæmis-
aðgerðir á sauðfé fyrri daginn.
Aðalfyrirlesari var d.r Steinar
Waage frá Dýralæknastofnun-
inni í Osló, en félagið naut
styrks yfirdýralæknisembættis-
ins til ferðar hans hingað. Dr.
Simon Smith frá Bretlandi fjall-
aði um ónæmisaðgeðrir á
sauðfé og kom hingað á vegum
Hoechst á íslandi.
Síðari daginn voru félagsmál á
dagskrá. Fjallað var um ýmis
mál. Efst á baugi var Norræna
dýralæknaþingið saem haldið
| verður í Reykjavík 27.-29. júlí á
næsta ári. Um undirbúning þings-
ins sér nefnd innan félagsins í
samstarfi við Ráðstefnur og fundi
hf.
~ Fjallað var um dýralæknamál á
W Vestíjörðum. Samþykkt var álykt-
un þess efnis að fullyrðingu yfir-
dýralæknis í fjölmiðlum nýverið
að allt hafi verið gert til að fá
dýralækni til starfa á Vestfjörðum
að ræða og sýningin lætur lítið
yfir sér í fyrstu en vinnur fljótlega
á við nánari skoðun. Einkum hafði
ég ánægju af henni við aðra heim-
sókn og staldraði ég mun lengur
við hverja mynd. Það kom líka í
ljós, að hér er í raun um mjög
ólíka listamenn að ræða og það
eina sem þeir eiga sameiginlegt
er að þeir hafa frábært vald á
sömu tækninni. Þeir sækja líka á
ólík mið um myndefni og þannig
er eins og að hinn nístandi ein-
manaleiki og fírring sé ofarlega í
huga Deja, en ein mynd af konu-
baki er sér á báti, afskaplega vel
útfærð og róandi fyrir augað. Það
er líkt og það þrengi sér fram hluti
konulíkama í viðvarandi og djúp-
um draumi. Og þrátt fyrir megin-
inntak efnistakanna við gerð
myndanna höfða þær svo sterkt
til skynfæranna í sínum mildu og
djúpu tónum, að maður er fullur
aðdáunar.
Það er fjölþættari lífsheimspeki
í myndum Golinski auk þess sem
í þeim er margræður ástþrunginn
blær og súrrealismi í bland. Hér
tendrast mikill og lífrænn galdur
ofurfínni blæbrigða þar sem
ókennilegar furðuverur líða um
sviðið.
Hjá báðum listamönnunum er
um hrein, bein og ekta vinnubrögð
að ræða, þar sem myndirnar sjálf-
ar tala til skoðandans, þrengja sér
hvergi fram en búa yfir mikilli
nánd og stigmagna væntumþykju
eftir því sem skoðandinn þrengir
sér dýpra inn í eigindir þeirra.
var mótmælt harðlega. Fundurinn
taldi að bæta þyrfti starfsaðstæð-
ur dýralækna á jaðarsvæðunum
til þess að manna héruðin. Fundur-
inn taldi ámælisvert að staða far-
anddýralæknis væri ekki notuð við
slíkar aðstæður eins og nú hafa
skapast á Vestfjörðum.
Núverandi stjórn Dýralæknafé-
lags íslands skipa: Rögnvaldur
Ingólfsson, formaður, Ólafur Jóns-
son, ritari, Sigurborg Daðadóttir,
gjaldkeri og Sigurður Ingi Jó-
hannnsson, meðstjórnandi.
Það kostar minna \
en þig grunar að
hringja til útlanda
PÓSTUR OG SÍMI
*98 kr.: Verð á 1 mínútu
símtali (sjálfvirkt val) til ftaliu
á dagtaxta m.vsk.
VZterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Verðið á 1. flokks
lambakjöti í
hálfum
skrokkum
lækkar um heil
20%. Fáðu þér
ljúffengt lambakjöt í ,
næstu verslun á j
írábæru verði, aðeins
398 krónur kílóið.
m
*Leiöbeinandi smásöluverö
HVERT KILO flf
LflfllBAKJÖTI
Bestu kaupin í lambakjöti á aðeins398kr./kg.
ínœstuverskm