Morgunblaðið - 25.08.1993, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993
Tudjman, forseti Króatíu.
Króatía
Ustasi-
mynt end-
urvakin
Zagreb. The Daily Telegraph.
HART er nú deilt í Króatíu um þá
ákvörðun þings landsins að taka
upp sama gjaldmiðil og notaður
var í leppríki nasista í seinni heims-
styrjöldinni.
Gjaldmiðillinn heitir kuna og var
tekinn upp í valdatíð Ante Pavelics,
leiðtoga Ustasi-hreyfíngarinnar. Sú
hreyfíng bar ábyrgð á hryllilegum
glæpum gegn samfélagi gyðinga og
Serba í Króatíu á stríðsárunum. Kuna,
sem leysa mun dínarinn af hólmi, er
nefnt eftir dýri sem svipar til minks.
Sagnfræðingar segja að skinnið af
kuna hafí verið notað í vöruskiptum
fyrir þúsund árum. Þeir sem vildu
taka kuna upp aftur vísuðu til þessa
og sögðu þama kominn fyrsta gjaldm-
iðilinn í Króatíu.
Ágreiningur á þingi
Stjómarandstæðingar segja að
með þessu sé verið að færa þeim sem
vilja ófrægja Króatíu vopn í hendur.
Er þetta í fyrsta sinn sem verulegur
ágreiningur verður á þingi um mál
er snertir svo mikilvæga þjóðarhags-
muni. Franjo Tudjman forseti Króatíu
var hlynntur því að innleiða kuna á
ný. Segir hann að þetta val endur-
spegli sjálfstæði ríkis og þjóðar.
Prófessor Zarko Puhovski, sem oft
hefur gagnrýnt forsetann, segir að
ákvörðunin sýni hve kaldrifjaðir króa-
tískir ráðamenn séu orðnir. „Þeir sjá
að þeir eru ekki lengur eftirlætisböm
vestrænna fjölmiðla og ríkisstjóma
og þess vegna vilja þeir sýna sjálf-
stæði sitt með því að taka ákvörðun
sem þeir vita að verður illa séð.“
Tyrkland
Sendiherra
Sviss rekinn
Atilrarii Ppntor
TYRKNESKA stjómin hefur skip-
að sendiherra Sviss og tveimur
sendimönnum að hverfa úr landi
og jafnframt tilkynnt, að sendi-
herra Tyrklands í Bera snúi ekki
aftur til Sviss. Svisslendingar hafa
krafist þess að fá að yfirheyra
sendiherrann vegna skotárásar,
sem gerð var á Kúrda, sem efndu
til mótmæla fyrir framan tyrk-
neska sendiráðið.
Svissneska stjómin mótmælti í
gær ákvörðun Tyrkja um að reka
svissneska sendiherrann í Ankara og
tvo sendimenn úr landi og sagði hana
út í hött og ástæðulausa. Svisslend-
ingar hafa krafíst þess, að friðhelgi
tyrkneska sendiherrans í Bem yrði
afnumin til að unnt væri að yfír-
heyra hann um skotárásina á Kúrd-
ana en á það hafa tyrknesk stjóm-
völd ekki viljað fallast. Sl. föstudag
kölluðu þau sendiherrann, Kaya To-
peri, heim og segja nú, að hann hafí
settur í annað embætti.
Árásin á Kúrdana áti sér stað 24.
júní sl. en þá efndu þeir til mótmæla
við tyrknesk sendiráð og ræðis-
mannsskrifstofur víða í Evrópu.
Skotið var á þá frá tyrkneska sendi-
ráðinu í Bem og féll einn þeirra.
Innanhússskýrsla ANC um mannréttindabrot
Fang’ar voru pyntaðir og
myrtir í útlagabúðum
Jóhannesarborg. The Daily Telegraph og Reuter.
SÉRSTÖK rannsóknarnefnd á vegum Afríska þjóðarráðsins, ANC,
öflugustu samtaka blökkumanna í Suður-Afríku, segir í nýrri skýrslu
að framin hafi verið alvarleg mannréttindabrot í útlagabúðum ANC
undanfarna áratugi. Sagt er að 22 hafi látið lífið og jafnframt eru
nokkrir nafngreindir menn í forystunni sagðir hafa tekið þátt í glæp-
unum. Cyril Ramaphosa, aðalritari samtakanna, segir að fram-
kvæmdastjórnin muni koma saman um næstu helgi til að ræða
skýrsluna.
Forseti ANC, Nelson Mandela,
kom rannsóknarnefndinni á lagg-
irnar 5 janúar sl. en svipaðar ásak-
anir hafa m.a. áður verið bomar
fram af alþjóðlegu mannréttinda-
samtökunum Amnesty Intemation-
al og hægrisinnaðri, bandarískri
stofnun, International Freedom Fo-
undation.
Skýrsluhöfundar segja að í mál-
um þeirra sem taldir hafi verið brot-
legir á einhvem hátt hafí verið beitt
pyntingum, ólöglegum fangelsun-
um og aftökum án dóms og laga í
búðunum sem vom í Angóla og
Tanzaníu. Meðal 14 pyntingarað-
ferða hafi verið ein sem nefnd var
„Beirut". Þá var fórnarlambið látið
liggja allsnakið á grúfu og síðan
var það húðstrýkt.
Sem fyrr segir vom sumir teknir
af lífí, stundum höfðu þeir gerst
sekir um uppreisn, nauðganir,
skemmdarverk eða liðhlaup. I öðr-
um tilvikum létust fangar vegna
„skorts á mat og sól“ aðrir „köfn-
uðu í gámum" eða dóu vegna þess
að þeir fengu ekki lyf og mat, sum-
ir fyrirfóm sér. Sumir þeirra sem
sakaðir era um pyntingar eru nú
við störf í öryggisgæslu ANC í aðal-
stöðvunum í Jóhannesarborg.
Leiðtogar nafngreindir
Meðal þeirra sem em nafngreind-
ir era Joe Modise, leiðtogi svo-
nefndrar hernaðarfylkingar ANC,
og Jacob Zuma, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri en gert er ráð fyrir
að hann taki við valdamiklu emb-
ætti eftir kosningamar sem fyrir-
hugaðar eru í apríl á næsta ári.
Zuma, sem var í haldi á Robben-
eyju í áratug vegna baráttu sinnar
gegn minnihlutastjóm hvítra, er
sagður hafa vanrækt að tryggja
sómasamlegan aðbúnað fanga. I
skýrslunni segir ennfremur að
fangabúðir á vegum ANC hafi orð-
ið eins konar „mslahaugar" fyrir
þá sem með einhveijum hætti lentu
í andstöðu við yfirmenn öryggis-
mála samtakanna og gefíð er í skyn
að sum fómarlambanna hafí verið
saklaus af ásökunum um svik og
njósnir fyrir andstæðingana.
Nefndin hvatti ANC til að biðja
alla þá sem urðu saklausir að sæta
fangelsi afsökunar, einnig að
greiddar yrðu skaðabætur og lækn-
ishjálp fyrir þá sem sætu pynting-
um.
Cyril Ramaphosa sagði nefndina
hafa unnið gott starf, í skýrslunni
væri gætt stillingar og málsatvik
sett í rétt samhengi. ANC gæti hins
vegar eingöngu refsað hinum seku
með brottrekstri. „Við emm sam-
tök, ekki ríkisstjóm".
Fiskurinn
lifði björg-
unina af
London. Reuter.
BRESKUR lífeyrisþegi, Jessie
Rayner að nafni, vann það afrek
nýlega að bjarga gulifískinum
sínum, honum Grumpy, með því
að beita munn-við-munn-aðferð-
inni og hressti hann síðan við
með fersku vatni og aspiríni.
Talsmaður breskra dýravernd-
unarsamtaka hefur sitthvað við
„björgunina" að athuga.
„Hann gat varla hreyft litlu ugg-
ana sína og tálknin bærðust eigin-
lega ekki,“ sagði frú Rayner, sem
er 74 ára gömul. „Ég blés því var-
lega upp í munninn á honum og
gaf honum dálítið hjartahnoð með
fingranum. Hann tók þá að hjarna
við og til frekara öryggis setti ég
hann í ferskt vatn með súrefnis-
töflu og aspiríni. Nú er hann eins
og nýsleginn túskildingur."
„Fiskurinn lifði þrátt fyrir með-
ferðina en ekki vegna hennar,"
sagði talsmaður breskra dýravernd-
unarsamtaka í gær. „Fisktálkn era
gerð til að taka súrefni úr vatni,
ekki lofti.“
Samsærískenningarnar um morðið á John F. Kennedy
Ráðamenn hjá CIA sökuðu
kommúnista um rógsherferð
Washington. The Daily Telegraph.
BANDARÍSKA leyniþjónustan,
CIA, hafði miklar áhyggjur af
því að rætt var opinberlega um
hugsanlegan þátt liðsmanna
stofnunarinnar í morðinu á John
F. Kennedy Bandaríkjaforseta í
nóvember árið 1963. í skjölum
sem nú hafa verið gerð opinber
kemur fram að þrem árum síðar
reyndu ráðainenn CIA að út-
skýra þessar sögusagnir með þvi
að um „áróður kommúnista"
væri að ræða.
í skjölunum er að finna ásakanir
um að yfírlýsingar af hálfu CIA um
morðið hafi oft verið ruglingslegar
og mótsagnakenndar en tekið fram
að „engar traustar vísbendingar"
séu um þátttöku í glæpnum.
Fimm dögum eftir morðið ritaði
Morðvopnið
MYND af byssunni, sem Lee Harvey Oswald notaði, var birt nú í
vikunni. Niðurstaða umfangsmestu einkarannsóknar á morðinu á
John F. Kennedy er sú, að Oswald hafí verið einn að verki.
Peter Deryabin, fyrrverandi njósn-
ari sovésku leyniþjónustunnar KGB
er strauk úr vistinni og síðar varð
ráðgjafí hjá CIA, skýrslu þar sem
hann leiddi að því rök að KGB hefði
staðið fyrir morðinu. Deryabin lést
í fyrra. Hann leggur ekki fram nein
sönnunargögn, kenningum sínum
til stuðnings, aðeins rök.
Á átta blaðsíðum rekur Deryabin
hvemig morðið gæti meðal annars
hafa gagnast Sovétríkjunum og
heldur hann því fram að KGB gæti
hafa fengið Lee Harvey Oswald,
meintan morðingja Kennedys, til
að vinna verkið en Oswald fluttist
á sínum tíma til Sovétríkjanna og
bjó þar í nokkur ár. Hann fékk að
snúa heim aftur, þótt hann væri
orðinn sovéskur borgari, og eigin-
kona hans fór með honum. Oswald