Morgunblaðið - 25.08.1993, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Viðræðumar við
Norðmenn
SAMNINGAFUNDUR ÍSLENDINGA OG NORÐM
Viðræðum slit-
ið í styttingi
Samkomulag var aldrei í augsýn
Stokkhólmi. Prá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgnnblaðsins.
Á VIÐRÆÐUFUNDI norsku og íslenzku sjávarútvegs- og utan-
ríkisráðherranna í Stokkhólmi í gær, þar sem rætt var um
Barentshafsdeiluna, lá aldrei neitt samkomulag í loftinu. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var stál í stál allan tim-
ann. Fundurinn varð lengri en ætlað var, eða nærri fimm tímar,
en að honum loknum kvöddust ráðherrarnir í styttingi. Þeir
munu ekki hittast aftur í bráð og enginn samkomulagsgrund-
völlur er talinn fyrir hendi. Eftir því sem næst verður komizt,
var gangur viðræðnanna eftirfarandi.
Ekki var við því að búast,
að samkomulag tækist
á fyrsta fundi íslenzkra og
norskra ráðherra í þeirri
deilu, sem upp er komin
vegna veiða íslenzku físki-
skipanna í Barentshafi. Hins
vegar kemur á óvart, að upp
úr slitni eftir nokkurra
klukkustunda viðræður eins
og fréttir frá Stokkhólmi
bera með sér. Jón Baldvin
Hannibalsson, utanríkisráð-
herra, skýrir viðræðuslitin á
þann veg, að fyrir dyrum
standi kosningar í Noregi og
þar að auki eigi Norðmenn
í samningaviðræðum um
aðild að Evrópubandalaginu
og þar sé komin ástæðan
fyrir harðri afstöðu Norð-
manna á fundinum. Vel má
vera, að þetta sé rétt skýring
og að ekki sé við því að bú-
ast, að raunverulegar samn-
ingaviðræður geti farið fram
fyrr en að kosningum lokn-
um. Hið sama mundi áreið-
anlega eiga við um okkur,
ef kosningar væru framund-
an hér.
Fréttir frá Stokkhóimi
benda til þess, að íslenzka
ríkisstjómin hafí tekið
ákvörðun um að leita eftir
auknum réttindum á norður-
slóðum. Það er ljóst af þeim
málatilbúnaði íslenzku ráð-
herranna , að íslendingar
séu eina meiriháttar físk-
veiðiþjóðin í þessum heims-
hluta, sem engra réttinda
njóti á þessu mikla haf-
svæði. Það kemur einnig
fram í efasemdum, sem ís-
lenzku ráðherramir hafa
bersýnilega sett fram um
þann rétt, sem Norðmenn
hafí tekið sér við Svalbarða.
Með öðrum orðum er ljóst,
að ríkisstjóm Davíðs Odds-
sonar hefur bætt nýjum
þáttum inn í stefnu okkar í
hafréttarmálum.
Það er að sjálfsögðu eðli-
legt að við leitum eftir öllum
þeim réttindum á hafsvæð-
um í námunda við ísland,
sem við getum fært rök fyr-
ir, að við eigum sanngjaman
rétt til. Það gerðum við í Jan
Mayen deilunni á sínum
tíma. Það hefur verið mál-
flutningur Eyjólfs Konráðs
Jónssonar varðandi Rockall-
svæðið, sem komið er á dag-
skrá á nýjan leík, og nú hef-
ur ríkisstjórnin bætt við
tvemur nýjum baráttumál-
um, sem em fískveiðiréttindi
í Barentshafi og athuga-
semdir við rétt Norðmanna
við Svalbarða.
Við þurfum ekki að vera
viðkvæmir fyrir því, þótt til
hagsmunaárekstra komi á
milli okkar og Norðmanna.
Hins vegar skiptir miklu
máli, að við séum sjálfum
okkur samkvæmir í mál-
flutningi okkar um hafrétt-
armál. Við höfum lagt
áherzlu á rétt strandríkja
m.a. til að hlutast til um
vemd fiskistofna, sem ganga
inn og út úr fiskveiðilögsögu
viðkomandi ríkja. Þau sjón-
armið hljótum við að virða í
Barentshafí ekki síður en við
ísland. Þess vegna var mikil-
vægt tilboð íslenzku ráðherr-
anna um jafn ströng ákvæði
um smáfískadráp við veiðar
íslenzkra fískiskipa í Bar-
entshafí eins og hér við land.
Norðmenn hafa sjálfsagt
ekki viljað hlusta á slíkt til-
boð á þeirri forsendu að i
samþykki þeirra fælist hugs-
anleg viðurkenning á rétti
íslendinga til veiða í Bar-
entshafi. Hins vegar er ill-
skiljanleg sú afstaða Norð-
manna að hafna tillögu um
samstarfsnefnd íslendinga
og Norðmanria um sjávarút-
vegsmál. Báðar þjóðimar
eiga verulegra hagsmuna að
gæta í þeim efnum og að
mörgu leyti fara þeir hags-
munir saman. Það er ekki
málefnaleg afstaða af þeirra
hálfu að hafna hugmyndum
um frekara samstarf.
Mestu skiptir að við höld-
um ró okkar í þessari deilu.
íslenzku fiskiskipin hafa
ekki haft erindi sem erfiði í
Barentshafí enn sem komið
er. Ferð þeirra þangað hefur
hins vegar orðið til þess að
opna nýjar víddir í hafréttar-
málum okkar. Nú ríður á að
halda þannig á málum, að
við stöndum fast á gmnd-
vallarsjónarmiðum, sem fært
hafa okkur hvem sigurinn á
fætur öðrum, og byggjum á
þeim grunni, sem við höfum
lagt með þrotlausri baráttu
áratugum saman.
í upphafí fundarins lögðu sendi-
nefndir beggja ríkjanna fram drög
að samkomulagi, sem leyst gæti
úr deilunni um veiðamar í Smug-
unni. íslendingar lögðu fram tillögu
um samkomulag á þeim nótum, sem
sagt var frá í Morgunblaðinu í
gær, þ.e. að samið yrði um að
bæði ríkin skuldbindu sig til þess
að beita að minnsta kosti jafn-
ströngum reglum um fiskvemd
þegar þau stunduðu úthafsveiðar
eins og giltu í lögsögu heimalands-
ins. Þessu höfnuðu Norðmenn, með
þeim rökum að íslendingar væm
með þessu að setja reglur heima-
lands fískiskipa í öndvegi, í stað
þess að fara eftir reglum strandrík-
isins, sem hagsmuna ætti að gæta.
Fiskvemdarreglur heimalandsins
kynnu að vera í lagi í tilviki ís-
lands, en væra það ekki í t.d. Dóm-
iníkanska lýðveldinu. íslendingar
bentu á móti á það, að verið væri
að gera tvíhliða samning, sem yrði
ekki endurtekinn sjálfkrafa ef um
„Samtöl okkar vora gagnleg,"
sagði Johan Jörgen Holst utanríkis-
ráðherra, er hann var inntur eftir
niðurstöðu viðræðnanna. „En ég verð
því miður að segja að það er enginn
grandvöllur fyrir samkomulagi
Norðmanna og Islendinga. Því miður
hefur ekki tekizt að gera þau grand-
vallarsjónarmið, sem við stóðum
saman um á úthafsveiðiráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna [í New York í
síðasta mánuði], að grandvelli samn-
ings milli Noregs og íslands."
Ræðum hvorki né semjum um
kvóta í Barentshafi
Holst sagði að af hálfu Norð-
manna hefði íslendingum verið gert
fyllilega ljóst, að Norðmenn hygðust
hvorki ræða né semja um þorskveiði-
heimildir fyrir íslenzk skip í Barents-
hafí. „Slíkar heimildir höfum við
aðeins byggt á sögulegum rétti og
væri að ræða lönd, sem ekki hefðu
þróaðar reglur um fískvemd og
bann við smáfískadrápi. Norðmenn
bentu hins vegar á hið almenna
fordæmisgildi, sem samkomulag
milli ríkjanna myndi hafa. Þar við
sat og ekki gekk saman í þessu
máli.
Ekkert samkomulag um
samningstexta
Texti sá, sem Norðmenn lögðu
fram í upphafí fundar, samanstóð
annars vegar af inngangi, þar sem
rætt var almennt um þær grand-
vallarreglur, sem gilda þyrftu um
veiðar á úthafínu. Samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins töldu ís-
Ienzku ráðherrarnir þessar almennu
yfírlýsingar að flestu leyti viðun-
andi, að gerðum orðalagsbreyting-
um. Hins vegar vora í samnings-
texta Norðmanna nákvæmari
ákvæði, þar sem meðal annars var
gengið út'frá því að ríkin tvö skuld-
bindu sig til að virða reglur, sem
grandvallarreglu um gagnkvæmar
veiðiheimildir," sagði Holst.
Hann sagði að Norðmenn hefðu
einnig aftekið með öllu að gera
samning, sem fæli í sér að reglur
þess ríkis, sem viðkomandi skip væru
skráð í, giltu á úthafinu, fremur en
reglur strandríkisins, sem ætti hags-
muna að gæta. „Slíkt hefur haft í
för með sér alvarleg vandamál hvað
varðar alþjóðlega stjómun fískveið-
iauðlinda og leitt til ofveiði mikil-
vægra fískistofna, þannig að þeir
hafa verið í útrýmingarhættu. Þar
af leiðandi teljum við, og við héldum
í upphafí að Islendingar væra okkur
sammála, að strandríkin, innan
ramma alþjóðlegra samninga og
stofnana, eigi að vinna saman að
meginreglum um ábyrgða auðlinda-
stjómun, þannig að við getum hindr-
að að úthafsveiðar grafí undan þeim
reglum, sem verður nauðsynlega að
settar væra einhliða af strandrík-
inu, án samninga. Á þetta gátu
íslendingar ekkí fallizt. Settur var
á starfshópur embættismanna úr
sendinefndum landanna, sem falið
var það verkefni að reyna að sam-
ræma formálaskjöl beggja aðila.
Það reyndist fljótlega vera vonlaust
verkefni, þar sem báðir stóðu fast
á sínu.
Samstarfi á vettvangi SÞ
hafnað
íslendingar lögðu fram tillögu
um að ríkin tvö kæmu á samstarfi
sín á milli, einkum á vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna, um frekari þróun
hafréttarins. íslenzku ráðherrarnir
lögðu til að komið yrði á fót sam-
starfshópi á þessu sviði, en norsku
ráðherrarnir höfnuðu því. Þeir
sögðu að íslendingar hefðu nú snú-
ið baki við málflutningi sínum á
úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í síðasta mánuði, en hann
hefði byggzt á lykilhlutverki
strandríkja í fískveiðistjómun á út-
hafínu. íslenzku samningamennim-
ir mótmæltu þessu harðlega og
sögðu íslendinga ekki hafa hvikað
frá tillöguflutningi sínum. í þeim
samningsdrögum, sem íslendingar
lögðu fram á ráðstefnunni, ásamt
Kanadamönnum og fleiri þjóðum,
hefði ekkert komið fram um að ein-
stökum ríkjum væri heimilt að
ákveða einhliða reglur um úthafs-
veiðar, veita leyfí eða ákveða kvóta
einhliða, en það væri það sem Norð-
fylgja, eigi að vera hægt að vemda
fískistofnana. Það er deginum ljósara
að hvað Smuguna svokölluðu varðar,
þá verður að stjóma veiðum úr Norð-
ur-íshafsþorskstofninum, sem er
sameiginlegur stofn Norðmanna og
Rússa. Hann var ofveiddur, langt
umfram það sem hægt var að veija,
og við höfum verið að byggja hann
upp að nýju. Við getum því alls ekki
þolað, að menn geti komið og grafíð
undan fískveiðistjórnuninni með því
að veiða úr stofninum, sem gengur
inn og út úr efnahagslögsögunni.
Þar að auki háttar svo til í Smug-
unni að þar er hátt hlutfall smá-
físks. Þar eru uppeldisstöðvar
þorsksins og það er einkum ungfisk-
urinn, sem verður fyrir áföllum
vegna veiða í Smugunni. Bæði í afla
rannsóknarskipa ög í afla íslenzku
skipanna, sem strandgæzlan hefur
farið um borð í, er hlutfall smáfísks
tvöfalt það, sem norskar reglur leyfa.
Þetta er algerlega óþolandi ástand.“
Hefði getað orðið fordæmi
Holst sagði að öllum grandvallar-
sjónarmiðum um sjálfbæra auðlinda-
stjórnun hefði verið stefnt í hættu
með veiðum íslenzku skipanna í Bar-
entshafi. „Við urðum að bregðast
við stefnu íslendinga í málinu. Af-
leiðingin er sú, að við höfum ekki
Norsku ráðherrarnir segjast vonsviknir yfir a
Sögnlegn tækifæri
með óbilgjömum k
Veiðum í Smugunni sjálfhætt án aðgerða Norðmanna
Stokkhólmi. Frá Ólafí Þ. Stephensen, blaðamanni Morgnnblaðsins.
JOHAN Jörgen Holst, utanríkisráðherra Norðmanna, og Jan Henry
T. Olsen sjávarútvegsráðherra sögðust mjög vonsviknir yfir því, sem
þeir kölluðu óbilgjarna afstöðu íslendinga í deilunni um veiðar í Bar-
entshafi. Sjávarútvegsráðherrann lét svo um mælt að sögulegu tæki-
færi til að ná saman um skynsamlegar reglur um úthafsveiðar hefði
verið spillt. Ráðherramir vildu ekki svara spumingum um það hvem-
ig norsk yfirvöld myndu bregðast við, héldu íslenzkir togarar áfram
að veiða í Smugunni, heldur lögðu þeir áherzlu á að veiðum þar væri
sjálfhætt. Bæði væm aflabrögð dræm og mikið af smáfiski, þannig
að veiðarnar gætu ekki borgað sig fyrir íslenzku skipin.