Morgunblaðið - 25.08.1993, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993
21
ANNAISTOKKHOLMI
Morgunblaðið/Magnus Torle
Samningamenn
FYRIR fundinn í gær stilltu ráðherramir sér upp til myndatöku. Frá
vinstri: Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra, Jón Baldvin Hanni-
balsson utanríkisráðherra, Johan Jörgen Holst, norski utanríkisráð-
herrann og Jan Henry T. Olsen sjávarútvegsráðherra Noregs.
Jón Baldvin Hannibaisson utanríkisráðherra
Þjóðernishyggjan hafiní
æðra veldi á atkvæðaveiðum
JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að staða Norð-
manna í viðræðum við Evrópubandalagið og þingkosningarnar, sem
framundan séu, hafi ráðið mestu um að svo fór sem fór á viðræðufund-
inum í Stokkhólmi, sem lauk án nokkurs samkomulags. Norskir stjórn-
málamenn séu að reyna að slá sig til riddara í kosningaslagnum.
menn vildu gera varðandi Barents-
hafið. Þá bentu íslenzku fulltrúarn-
ir á að í samningsdrögunum hefði
verið lögð áherzla á að heimaland
fískiskipa hefði lögsögu yfir þeim,
og að þau veittu leyfi, ef til kæmi,
eða takmörkuðu veiðar á grund-
velli vísindalegrar ráðgjafar. Þar
væri ekki gert ráð fyrir að einstök
ríki gætu takmarkað úthafsveiðar
annarra ríkja með leyfisveitingum
sínum. Ekki gekk heldur saman í
þessu máli.
Kröfum um kvóta tekið
víðsfjarri
Þriðja atriðið, sem kom til um-
ræðu á fundinum, var krafa íslend-
inga um kvóta í Barentshafi. ís-
lenzku ráðherrarnir settu hana ekki
fram á viðræðufundi sendinefnd-
anna í heild sinni, heldur báðu um
hliðarfund þar sem aðeins ráðherr-
spilltt
röfum
getað fundið grundvöll til að byggja
á þann samning, sem við Jón Bald-
vin Hannibalsson urðum sammála
um að reyna að ná þegar við hitt-
umst í Reykjavík fyrir nokkrum dög-
um,“ sagði hann.
Holst sagði að lausn mála í Smug-
unni hefði getað orðið fordæmi um
fyrirkomulag veiða í mörgum öðr-
um„Smugum“, á fiskistofnum sem
flökkuðu milli lögsögu ríkja og út-
hafsins. Norðmenn hefðu lagt mikla
áherzlu á að smíða almennan ramma,
sem nota mætti í framtíðinni, þegar
upp gætu komið mál, sem skiptu enn
meira máli varðandi ástand fiskveið-
iauðlinda en núverandi deila í Bar-
entshafi.
Aðspurður hvort upp væri komin
alvarleg diplómatísk deila ríkjanna,
sagði Holst að málið-hefði verið
deilumál frá upphafi. Ekki hefði tek-
izt að ná því samkomulagi, sem
stefnt hefði verið að. Aðspurður um
hvað myndi gerast næst í málinu,
sagði Holst að nú færi hvor til síns
heima og hugsaði ráð sitt. „Við höf-
um sagt það skýrt að við erum alltaf
tilbúnir að ræða við íslendinga um
þau vandamál, sem upp kunna að
koma varðandi fiskveiðar. Vilji menn
síðar, og í dálítið meiri fjarlægð frá
núverandi deilu, ræða á ný um al-
mennar reglur um fiskveiðistjómun,
sem Norðmenn og íslendingar ættu
að geta verið sammála um, erum við
tilbúnir í slíkt.“
arnir fjórir voru staddir. íslendingar
vísuðu annars vegar til þess að
Grænlendingar, Færeyingar og
fleiri þjóðir hefðu fengið veiðiheim-
ildir í Barentshafí, og hins vegar
að réttarstaða Norðmanna við Sval-
barða væri veik. íslendingar hefðu
orðið útundan við útdeilingu veiði-
heimilda á þessu svæði.
Skemmst er frá því að segja að
norsku ráðherramir tóku óskum um
hlutdeild íslendinga í veiðum í Bar-
entshafinu víðsfjarri og sögðu ís-
lendinga ekki eiga neitt sögulegt
tilkall til slíks. Eftir þetta gekk
hvorki né rak á samningafundinum
og honum var slitið í styttingi, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins. Raunar mátti sjá það á samn-
ingamönnum beggja ríkja er fund-
inum var lokið, að menn höfðu
reiðst.
Ekki þorskastríð
Holst var spurður hvort þorska-
stríð væri í uppsiglingu milli Norð-
manna og íslendinga. „Ég vil ekki
taka mér slík stóryrði i munn. Það
er afar leitt að þessi staða skuli hafa
komið upp, en ég held að ekki verði
neitt stríð úr henni.“
Óhagkvæmt að veiða í
Smugunni
Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegs-
ráðherra, sagði að væntanlega myndi
náttúran sjálf leysa úr því vanda-
máli, sem veiðar íslenzku togaranna
í Smugunni væru. Það væri einfald-
lega ekki hagkvæmt fyrir íslenzku
útgerðimar að gera út á þau mið.
Norsk skip hefðu aldrei haft mikið
þangað að sækja, einkum vegna þess
hversu mikið væri þar af smáfiski.
„Afstaða íslendinga hefur valdið mér
miklum vonbrigðum og ég vona
sannarlega að á næsta ári leiti ís-
lendingar til okkar á ný og leggi til
að við reynum að starfa saman að
alþjóðlegum reglum um úthafsveið-
ar,“ sagði Olsen og vísaði til þess
að úthafsveiðar yrðu ræddar á al-
þjóðlegum ráðstefnum í marz og maí
á næsta ári.
„Við höfðum sögulegt tækifæri til
að snúa þessari deilu upp í sameigin-
legt átak Norðmanna og Islendinga,
sem hefðu getað lagt fyrir ráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna tillögur um
umferðarreglur á alþjóðlegum haf-
svæðum. í staðinn kröfðust íslend-
ingar kvóta í Barentshafi og lögðu
áherzlu á að heimaríki fiskiskipa
hefðu meira yfir þeim að segja en
viðkomandi strandríki,“ sagði Olsen.
Hann sagði að fyrrnefnda leiðin hefði
bæði verið í anda þeirrar stefnu, sem
íslendingar hefðu áður fylgt á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna og í takt
við hagsmuni Norðmanna.
„Þessum viðræðum lauk án árang-
urs, þó án þess að stjórnmálasam-
bandi væri- slitið,“ sagði Jón Baldvin
Hannibalsson í samtali við Morgun-
blaðið eftir að viðræðufundinum
lauk. Er hann var spurður hvort
hætta hefði verið á að stjórnmála-
samband milli landanna slitnaði,
sagði hann: „Undir venjulegum
kringumstæðum hefði svo skynsam-
legum tillögum og sanngjörnum
kröfum ekki verið hafnað með jafn-
stórbokkalegum hætti og Norðmenn
gerðu.“
EB-viðræður og kosningar
orsökin
Jón Baldvin sagðist telja skýring-
una á stífni Norðmanna á fundinum
tvíþætta. „Meginskýringin er að
Norðmenn eru nú að semja um aðild
sína að Evrópubandalaginu. Erfíð-
asta samningssviðið er um fiskveiði-
mál og stífustu kröfur EB eru um
veiðiheimildir. Með því að segja:
„Sjáið þið, við spörkum meira að
segja í Islendinga, eru Norðmenn að
undirstrika að ekki sé þess að vænta
að þeir láti undan síga fyrir Evrópu-
bandalaginu. Hin meginafstaðan er
kosningamar, sem standa fyrir dyr-
um í Noregi. Sá, sem slær sig til
riddara, til vamar norskum lands-
réttindum, eða þeim rétti sem Noreg-
ur hefur tekið sér einhliða á Barents-
hafinu, getur -gert sér vonir um að
verða norsk þjóðhetja."
Kalt tímabil framundan
Jón Baldvin sagði að ekkert fram-
hald yrði á samskiptum ríkjanna um
Barentshafsdeiluna, slíku hefði verið
hafnað. Aðspurður hversu alvarlegt
málið væri fyrir diplómatísk sam-
Aðspurður hvort samkomulag um
fiskvernd, sem íslendingar lögðu til,
hefði ekki þýtt í raun, miðað við hlut-
fall smáfísks í afla úr Smugunni, að
íslenzku togararnir hefðu orðið að
sigla heim, sagði Þorsteinn að engar
formlegar upplýsingar hefðu borizt
Islendingum um samsetningu aflans.
„Hins vegar gáfu skipstjórarnir sjálf-
ir yfirlýsingu um að þeir væru farn-
ir út af svæðinu vegna lélegrar veiði
og smáfisks. íslenzkir sjómenn eru
nú ekki þekktir fyrir að vera að rót-
ast í smáfiski, þannig að ég tek
þeirra mat gott og gilt.“
Ekki minnsti grundvöllur fyrir
framhaldi
Þorsteinn sagði að mikið hefði
borið á milli á viðræðufundinum allan
skipti íslands og
Noregs, sagði
Jón Baldvin að
væntanlega tæki
við „kalt tíma-
bil“. Deilan hefði
komið óvænt
upp, án tilverkn-
aðar stjórnvalda,
og ríkisstjórnir
ríkjanna hefðu
aðeins brugðizt
eftir á við því að
íslenzkur tog-
arafloti hefði haldið á veiðar í Smug-
unni. Hins vegar hefði hún komið
upp á versta hugsanlegum tíma,
vegna viðræðna Norðmanna við EB
og kosninganna. „Svigrúm norskra
stjómmálamanna til skynsamlegrar
umræðu eða málamiðlunar um gagn-
kvæma hagsmuni var því ekkert.
Þvert á móti. Þeim er akkur í því á
atkvæðaveiðum sínum að hefja þjóð-
ernishyggjuna í æðra veldi,“ sagði
Jón Baldvin.
Norðmenn ganga skyndilega
lengra
Norðmenn halda því fram að ís-
lendingar hafi nú kastað fyrir róða
fyrri málflutningi, um rétt strand-
ríkja til að hafa stjórn á úthafsveið-
um á stofnum, sem ganga um lög-
sögu þeirra. „Norðmenn, sem yfír-
leitt hafa ekki fylgt íslendingum að
málum í málflutningi þeirra fyrir
aukinni ábyrgð strandríkja og ann-
arra fískveiðiþjóða á grundvelli fís-
kverndar, hafa nú allt í einu, vegna
aðstæðna í Barentshafinu, dottið
fram fyrir okkur og ganga nú lengra,
með því að þeir ætla strandríkjunum
að hafa einhliða rétt til reglusetning-
tímann og sjón-
armið ríkjanna
aldrei nálgazt.
„Það var ekki
minnsti grund-
völlur fyrir
áframhaldandi
samtölum,"
sagði hann.
Sjávarútvegs-
ráðherra sagðist
telja að kosning-
arnar, sem
stæðu fyrir dyr-
um, hlytu að hafa haft einhver áhrif
á ósveigjanleika Norðmanna. „Mitt
mat er hins vegar það að þessi
ákveðna afstaða þeirra byggist á
langtímasjónarmiðum um stjórnun á
þorskstofninum í Barentshafi og það
ar, án samninga við önnur ríki,“
sagði Jón Baldvin. „Þar hafa þeir
gert ágreining við okkur - vitlausu
megin við okkur - og þess vegna
halda þeir því fram að ágreiningur
sé uppi um framtíð þjóðaréttarins.r
Þeir höfnuðu því þess vegna að setja
upp samstarfshóp um þróun hafrétt-
arins á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna.“
Gamlar, brezkar forsendur
Um kröfu íslendinga um þorsk-
kvóta í Barentshafi sagði Jón Bald-
vin: „Við óskuðum eftir því að tekn-
ar yrðu upp viðræður milli ríkjanna
um hugsanlega hlutdeild íslendinga
í framtíðarveiðum á Barentshafs-
svæðinu. Við settum fram þessa ósk
án nokkurra fyrirframskilyrða, fyrst
og fremst á tvíþættum forsendum.
í fyrsta lagi eru íslendingar eina
meiriháttar fískveiðiþjóðin við Norð-
ur-Atlantshafíð, sem ber algerlega
skarðan hlut frá borði á þessu víð-
lenda og auðuga veiðisvæði. Norð-
menn, sem hafa tekið sér vald til
stjómunar á Barentshafínu, hafa
samið við önnur ríki, þar á meðal
grannþjóðir okkar Grænlendinga og
Færeyinga, um veiðiheimildir. I öðru
lagi bentum við á að þjóðréttarlegar
forsendur fyrir því valdi, sem Norð-
menn hafa tekið sér við útfærslu og
stjómun svokallaðs fiskvemdar-
svæðis umhverfís Svalbarða, væru
hæpnar og nytu ekki allsherjarviður'
kenningar. Því væri ástæða til að
ræða nánar hlut fiskveiðiþjóðarinnar
íslendinga á þéssu svæði, í ljósi
þeirra reglna sem þar gilda nú.“
Jón Baldvin sagði að þessu hefðu
Norðmenn hafnað og vísað til þeirrar
grundvallarforsendu, að íslendingar
ættu ekkert sögulegt tilkall til veiða
á þessu svæði. „Þeir em þar farnir
að taka upp gamlar, brezkar forsend-
ur,“ sagði hann.
hafi ráðið miklu meim en kosning-
arnar, sem em yfirvofandi. En ég
geri fastlega ráð fyrir að málið sé
viðkvæmara vegna kosningabarátt-
unnar.“
Samstarf áfram mikilvægt i
Sjávarútvegsráðherra sagði að
erfitt væri að segja til um hvaða
áhrif þessar málalyktir hefðu á fram-
tíðarsamskipti íslands og Noregs.
„Það er á það að líta að við eigum
margra sameiginlegra hagsmuna að
gæta með Norðmönnum. Það er
mjög mikilvægt að það góða sam-
starf, sem hefur verið milli ríkjanna,
geti haldið áfram. Ég minni á þá
miklu vinnu, sem við eigum fyrir
höndum á ráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna um úthafsveiðar. Ég minni
einnig á norsk-íslenzka síldarstofn-
inn, en þar eru gífurlega miklir hags-
munir. Ef hann vex eins og spár
gera ráð fyrir, mun hann fara um
alþjóðlegt hafsvæði og það ríður á
miklu að við náum samkomulagi við
Norðmenn um nýtingu á honum. Ég
vona því að við getum haldið þessu
samstarfi áfram, en það er mjög
erfitt að segja til um það hér og n'ú
hvort niðurstaðan í dag hefur nei-
kvæð áhrif," sagði Þorsteinn.
fstöðu íslendinga í deilunni
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
Norðmenn ekki tilbún-
ir að ræða vandamálið
Afstaða byggð á langtímasj ónarmiðum um verndun stofnsins
„VIÐRÆÐURNAR strönduðu fyrst og fremst á því að Norðmenn
voru ekki tilbúnir að ræða það vandamál, sem við vorum komnir til
að fjalla um, sem er veiðar í Smugunni, sem svo er kölluð,“ sagði
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið
eftir að slitnaði upp úr viðræðunum við Norðmenn í gær, „Við lögð-
um áherzlu á að ræða, sem fyrsta skref í áframhaldandi samstarfi,
samning um fiskvernd og síðan áframhaldandi samstarf á fiskimála-
sviðinu, þar á meðal frekari undirbúning fyrir ráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna um veiðar á úthafinu. Loks vildum við ræða hver gæti
verið hlutdeild okkar í Barentshafsveiðum. Ekkert af þessu hlaut
hljómgrunn.“