Morgunblaðið - 25.08.1993, Síða 24

Morgunblaðið - 25.08.1993, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993 ATVINNUAUGIYSINGAR Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa í fiskbúð um óákveðinn tíma. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „F - 3853“, fyrir 30. ágúst. Innflutningsfyrirtæki í borginni vill ráða starfskraft, vanan öllum almennum skrifstofustörfum, til ritarastarfa strax. Fullt starf. Tilboð, merkt: „Þ - 7374“, leggist inn á aug- lýsingadeild Mbl. fyrir fimmtudagskvöld. Hlutastarf Heildverslun vill ráða góðan starfskraft með þekkingu á bókhaldi og tölvum. Vinnutími frá kl. 9-12 eða 13-17. Tilboð, merkt: „H - 4736, sendist auglýsinga- deild Mbl. fyrir fimmtudagskvöld. IÐNSKÓLINN (REYKJAVÍK Ræstingafólk óskast í tímavinnu - hlutastörf. Tekið er við umsóknum e.h. föstudaginn 27. ágúst og allan mánudaginn 30. ágúst. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Viltu auka tekjurnar? Óskum eftir dugmiklum aðilum í tímabundna vinnu á kvöldin. Kjörið fyrir heimavinnandi. Nánari upplýsingar í síma 812300 milli kl. 9.00 og 16.00. FROÐI BÓKA & BLAÐAÚTCÁFA Ármúla 18, 108 Reykjavík. Ferðaþjónusta Laugalandi, Holtum Óskað er eftir rekstraraðila fyrir Menningar- miðstöðina á Laugalandi frá 1. júní til 25. ágúst 1994. Laugaland í Holtum býður uppá rúmgóða svefnpokaaðstöðu, góða eldhús- aðstöðu, nýja sundlaug og ágæt tjaldstæði. Óskað er eftir skriflegum umsóknum ein- göngu fyrir mánudaginn 6. sept. 1993. Auglýsingaraðili áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar í símum 98-76564 og 98-76540. Stjórn Menningarmiðstöðvarinnar Laugalandi. Húsvörður Laust er til umsóknar starf húsvarðar í Val- húsaskóla á Seltjarnarnesi. Laun eru sam- kvæmt kjarasamningi bæjarstarfsmanna. Upplýsingar um starfið veitir rekstrarstjóri í síma 612100. Umsóknir, er geini aldur og fyrri störf, skulu berast til bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Austurströnd 2. Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi. Dansskóli Jóns Péturs og Köru óskar eftir að ráða danskennara í hlutastarf svo og aðstoðarmann eða nema. Upplýsingar í símum 36645 og 685045 í dag milli kl. 12.00-15.00. LANDSPÍTALINN Reyklaus vinnustaður BÆKLUNARLÆKNINGADEILD Nú er laus staða hjúkrunarfræðings við bæklunarlækningadeild Landspítalans. Um er að ræða morgunvaktir og næturvakt- ir eða fastar næturvaktir og engar helgar. Á deildinni er einstaklingshæfð hjúkrun. Góð aðlögun með vönum hjúkrunarfræðingi. Upplýsingar veitir Sólveig Sverrisdóttir, hjúkrunardeildarstjóri, í síma 601405 og Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í símum 601366 og 601300. RÍKISSPÍTALAR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sór fyrir markvissri meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstétta og fjölbreyttri rannsóknastarf- semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með, og leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi. radaug: ysingar Óska eftir 3ja-5 herb. íbúð Reglusöm hjón með 2 börn óska eftir 3ja-5 herb. íbúð miðsvæðis í Reykjavík nú þegar. Skilvísum mánaðargreiðslum heitið. Upplsýsingar í símum 13141 og 14848 í dag og næstu daga. Stærra húsnæði - makaskipti Félagasamtök í Reykjavík eru að leita að stærra húsnæði fyrir sívaxandi starfsemi sína. Við leitum að: ★ 700-900 fermetra húsnæði, má vera á tveimur hæðum, en þá með lyftu. ★ Góð bílastæði eru nauðsynleg. Við erum með skuldlaust 350 fermetra hús- næði og erum tilbúin að ræða ýmsa möguleika. Nánari upplýsingar gefur Elín í síma 619360 fyrir hádegi. Glæsileg íbúð f Grafarvogi Til sölu vönduð og rúmgóð 96 m2 3ja herb. íbúð ásamt bílskýli. Allar innréttingar sérsmíðaðar, parket og flís- ar á gólfum. Stórar suð-austur svalir. Gott útsýni. Lóð og sameign frágengin. Ákvílandi húsbréf 4,2 milljónir. Fasteignasalan Kjöreign, sími 685009. Mjólkurkvóti Höfum til sölu 50.000 I. mjólkurkvóta. Tilboðum skal skila til Lögmanna Suðurlandi fyrir 27. ágúst nk., sem veita frekari upplýs- ingar. Upplýsingar í síma 98-22988. Lögmenn Suðurlandi, Austurvegi 3, simi 98-22988. íbúð - Bjargarstíg 6, Reykjavík Til sölu 2ja-3ja herb. íbúð í tvíbýlishúsi á efri hæð. Góð áhvílandi lán. Verð 4.300.000. Nánari upplýsingar á fasteignasölu í síma 98-22988. Lögmenn Suðurlandi, Austurvegi 3, sími 98-22988. Aðalfundur Hjálms hf.t Flateyri, verður haldinn í mötuneyti Hjálms hf. þann 7. september kl. 20.30 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Hjálms hf. Sjðv/0"3 SjÖórOf'O' Greiðsluáskorun Gjaldheimtan á Seltjarnarnesi skorar hér með á gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á gjöldum sem voru álögð 1990, 1991, 1992 og 1993 og féllu í gjalddaga fyrir 15. ágúst 1993 og eru til innheimtu hjá ofangreindu innheimtuembætti að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetn- ingu áskorunar þessarar. Áskorun þessi nærtil neðangreindra gjalda: Staðgreiðslu opinþerra gjalda, launagreið- anda, reiknaðs endurgjalds ásamt vanskilafé álagi og sektum, tekjuskatts- og eignaskatts, sértaks eignaskatts, sérstaks skatts á versl- unar- og skrifstofuhúsnæði, útsvars, gjalds í framkvæmdasjóð aldraðra, kirkjugarðs- gjalds, iðnaðarmálagjalds, iðnlánasjóðs- gjalds, slysatryggingar v/heimilistrygginga, útflutningsráðsgjalds, aðstöðugjalds, trygg- ingagjalds staðgreiðsluskylt, lífeyristrygging- argjalds, slysatryggingargjalds, vinnueftir- litsgjalds og atvinnuleysisstryggingargjalds. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna að liðnum 15 dögum frá birtingu áskorunar þessarar. Athygli er vakin á því, að auk óþæginda hefur fjárnámsgerð í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkis- sjóð er allt að kr. 10.000 fyrir hverja gerð. Þinglýsingargjald er kr. 1.000 og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni auk útlagðs kostn- aðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþæg- indi og kostnað. Seltjarnarnesi, 23. ágúst 1993. Gjaldheimtan á Seltjarnarnesi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.