Morgunblaðið - 25.08.1993, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993
33
IDÍMDtOIWUIf
SVEITIINI
»
Lou Diamond Phillips (Young
Guns, La Bamba) - Scott Glenn
(Hunting for Red October,
Silence of the Lambs)
Toppspennumynd sumarsins
Þegar lögreglumaðurinn Powers var ráðinn í sérsveit lögreglunnar,
vissi hann ekki að verkefni hans væri að framfylgja lögunum með
aðferðum glæpamanna. Hvort er mikilvægara að framfylgja skipun-
um eða hlýða eigin samvisku? Mynd, sem byggð er á sannsöguleg-
um heimildum um SIS sérsveitina í L.A. lögreglunni.
Sýnd í A-sal kl. 5,7,9 og 11
Stranglega bönnuð innan 16 ára
Verðlaunagetraun é Bíólínunnl 991000. Hrlngdu í Biólínuna í síma 991000 og taktu þátt í skemmtlleg-
um og spennandi spurningaleik. Boðsmiðar á myndina í verðlaun. Verð 39,90 mlnútan.
Bfólínan 991000.
HELGARFRÍ MEÐ BERNIEII
„WEEKEND AT BERNIE’S 11“
Frábær gamanmynd
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
HERRA FÓSTRI
Hulk Hogan er Herra Fóstri
Hann er stór. Hann er vondur. Hann er í
vandræöum.
Mynd fyrir alla fjölskylduna.
Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð innan 12 ára.
FEILSPOR
ONE FALSE MOVE
★ ★★★ EMPIRE
★ ★★MBL. ★★★7*DV
Einstök sakamálamynd, sem hvarvetna
hefur fengið dúndur aðsókn.
Sýnd kl. 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára.
Samkeppni um viðvörunar-
merkingar á tóbaksvörur
HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðuneytið hefur í
samvinnu við menntamálaráðuneytið, Landlæknis-
embættið, Tóbaksvarnarnefnd og fleiri aðila ákveðið
að stofna til samkeppni í grunnskólum landsins 15.
september til 15. nóvember í haust, þar sem nemend-
um á aldrinum 6 til 12 ára gefst kostur á að taka þátt.
í gerð nýrra viðvörunarmerkinga á tóbaksvörur.
í frétt frá heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu
segir m.a.: „Þess er
skemmst að minnast, hve
áhrifarík forvörn var unnin
af íslenskri æsku fyrir
nokkrum árum þegar átak
var gert til að draga úr tób-
aksnotkun landsmanna. Það
sýndi sig þá, að börnin
mynduðu þann þrýstihóp,
sem dugði til að margir létu
af tóbaksnotkun. Þetta
unga fólk býr að þeirri
fræðslu sjálft um alla fram-
tíð. Góðan árangur má
þakka skólum, sem stóðu
einhuga að baki nemendum
sínum meðan á átakinu stóð
ásamt jákvæðri umfjöllun
fjölmiðla. Undirbúnings-
nefndin reiðir sig á, að skól-
ar og fjölmiðlar láti nú ekki
sitt eftir liggja fremur en
þá og hvetji æsku landsins
til þátttöku. Vegleg verð-
laun verða veitt fyrir bestu
úrlausnir í hverjum aldurs-
flokki. Allir fá viðurkenn-
ingarskjal, þannig að öllum
verði umbunað."
Gögn hafa verið send í
alla grunnskóla um tilgang
keppninnar ásamt upplýs-
ingum, sem kennarar geta
notað til að fræða börnin
um skaðsemi tóbaks og um
leið að efla áhuga á þessu
brýna viðfangsefni innan
skólanna.
SÍMI: 19000
ÞRIHYRIMINGURINN
Vegna vinsælda færum við
þessa frábæru gaman-
mynd í A-sal kl. 9 og 11.
★ ★ ★ ★ Pressan
★ ★★ i/2 DV
Ellen hefur sagt upp kærustu sinnl
(Connie) og er farin að efast um kyn-
hneigð sína sem lesbíu. Til að ná aft-
ur í Ellen ræður Connie karlhóruna
Casella til að tæla Ellen og koma svo
illa fram við hana að hún hætti algjör-
lega við karlmenn.
Frábær gamanmynd.
Aðalhlv.: William Baldwin („Silver",
,,Flatliners“), Kelly Lynch („Drugstore
Cowboy“) og Sherilyn Fenn („Twin
Peaks“).
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
Bönnuð innan 12 ára.
Fór beint á toppinn í Bretlandi
STÓRMYND SUMARSINS
SUPER MARIO BROS.
Vegna vinsælda færum við þessa
stórmynd í A-sal kl. 5 og 7.
Aðalhlutverk: Bob Hoskins, Dennis Hopp-
er og John Leguizamo.
„Frumleg saga sem gengur upp, góðu karlarnir vinna
og allt og allt. Myndin er skemmtileg, fyndin og
hentar flestum meðlimum fjölskyldunnar."
★ ★ ★ G.Ó. PRESSAN
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
MEIRIHÁTTAR GRÍN-
OG SPENNUMYND
Aðalhlutverk: Nicolas
Cage og Samuel L.
Jackson
„Amos & Andrew er
sannkölluð gamanmynd.
Henni tekst það sem þvi'
miður vill svo oft
misfarast í Hollywood,
nefnilega að vera
skemmtileg."
G.B. DV.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
TVEIR
ÝKTIR 1
Sýnd ki.
5,7,
9og 11.
LOKASÝNING
LOFTSKEYTAMAÐURINN
★ ★★GE-DV ★★★Mbl.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
Lélegri grásleppu-
vertíð að ljúka
Stykkishólmi.
NÚ ER grásleppu-
vertíðinni að ljúka í
Stykkishólmi. Þessa
dagana eru siðustu bát-
arnir að taka upp net
sín. Vertíðin hefur al-
veg brugðist í ár og er
aflinn miklu minni en í
fyrra. Menn höfðu von-
að að grásleppan myndi
láta sjá sig í ár þar sein
veiðin hefur verið slök
síðustu vertíðir og
einnig að gott verð hef-
ur fengist fyrir grá-
sleppuhrognin.
Oftast hefur það verið
þannig að veiðisvæðin
hafa gefið misjafnt, gott
á sumum svæðum en
verra á öðrum. En á þess-
ari vertíð var alveg sama
hvar var lagt að veiðin var
léleg.
Frá Stykkishólmi voru
gerðir út í sumar á milli
20 og 30 smábátar á grá-
sleppu og eru á hverjum
báti einn til þrír menn. Það
eru því margir sem hafa
vinnu af þessum veiðum.
Netafjöldi bátanna fer eft-
ir því hve margir eru á
hverjum bát. Hver maður
má hafa 100 net í sjó og
þar sem þrír menn eru á
bát mega þeir hafa um
300 net. Þeir bátar sem
hafa náð mestum hrogn-
Morgunblaðið/Ami Helgason
Trillukarlar á Karli Þór SH 110 eru að þrífa eftir
að hafa tekið upp grásleppunetin.
um á vertíðinni hafa land-
að um 60 tunnum.
Flestir grásleppubát-
arnir hafa lagt upp hjá
kavíarverksmiðjunni Noru
hf. sem starfar i Stykkis-
hólmi. Verksmiðjan Nora
hefur tekið á móti 550
tunnum en í fyrra tók hún
á móti 1.100 tunnum svo
að aflinn er nærri helm-
ingi minni en í fyrra.
- Árni.