Morgunblaðið - 25.08.1993, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993
i, Jóno., '<29 i/iL fci ók 'ilnafc."
Með
morgunkaffínu
Því miður voru einu við-
brögðin sem ég fékk frá
þeim sem köstuðu í mig
tómötunum
Guðmundur! Hver gaf
þér leyfi til að fara úr
rúminu og leika þér með
hlustapípur læknisins?
HÖGNI HREKKVlSI
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Hvers vegna er verið að
gera einfaida hluti flókna?
Frá Eddu Ársælsdóttur
UNDANFARIÐ hafa verið miklar
umræður í gangi vegna innheimtu
vsk. af erlendum blöðum og tímarit-
um, sem fólk fær sent heim til sín
með póstinum.
Sem kunnugt er aftóku stjómend-
ur Pósts og síma að kalla áskrifend-
ur á viðkomandi póststöð í hvert sinn
sem þeim bærist erlent rit, til að
innheimta skattinn.
Þess í stað eiga nú starfsmenn
póstsins að senda öllum þessum ein-
staklingum bréf, þar sem þeim er
gefinn kostur á að greina frá árs-
áskriftargjaldi viðkomandi rits og að
greiða skatt í samræmi við það. Þessi
lausn er ekki mikið skárri hinni fyrri.
Starfsmönnum póstsins er ætlað að
leita uppi þá sem gjöldin skulu greiða
og að fylgjast með því, að enginn
sleppi og áskrifendur verða að gera
sér ferð á pósthús til þess að greiða
skattinn.
Það eru þijár aðferðir við að greiða
áskrift að erlendum blöðum hér á
landi:
1. Greitt er með erlendum gíró-
seðli, greiðsla fer fram á pósthúsi.
2. Greiðandi fer í banka og kaup-
ir ávísun á erlendan gjaldeyri, stflaða
á viðkomandi útgáfufyrirtæki.
3. Áskriftin er greidd með
greiðslukorti.
í öllum þessum tilvikum er ekkert
einfaldara en að leggja virðisaukann
á upphæðina um leið og hún er
greidd. Starfsmenn póstsins leggja
hann á umreiknaða greiðslu gíróseð-
ilsins, í bankanum bætist hann við
það sem greitt er fyrir ávísunina og
starfsmenn kortafyrirtækjanna
leggja hann við áskriftargjaldið, þeg-
ar það hefur verið reiknað út í ís-
lenskum krónum. Þessa aðferð mætti
taka upp frá og með næstu mánaða-
mótum. Þeir sem þegar hafa greitt
fyrir áskrift koma þá inn við næstu
endurnýjun. Þótt ríkiskassinn verði
þar af einhverri upphæð, þá sparast
á móti kostnaðurinn við að skrifa
öllum áskrifendunum bréf og sumum
ítrekunarbréf.
Eflaust eru þónokkrir sem fá blöð
sín send í gjafaáskrift erlendis frá,
þeir hljóta að vera undanþegnir því
að greiða þennan skatt, þar sem
heimilt er að þiggja gjafir að vissri
upphæð erlendis frá, án þess að af
þeim séu greiddir tollar og gjöld.
EDDA ÁRSÆLSDÓTTIR
Hringbraut JM, Hafnarfirði
Otrúleg fróðleiksnáma
og hjálparhella
Frá Ólafi Guðmundssyni:
Á SIÐASTA ári eignaðist ég íslensku
alfræðiorðabókina. Ég verð að viður-
kenna að það var með hálfum huga
að lét af því verða. Jafnframt verð
ég einnig að viðurkenna að allar efa-
semdir um notagildi bókarinnar hafa
síðan horfið úr huga mínum sem
dögg fyrir sólu, og eftir stendur undr-
un og aðdáun yfir því hversu ótrú-
lega mikil fróðleiksnáma bókin er.
Ég er sannast sagna alltaf að fletta
upp í henni. Stundum til þess að fá
gleggri upplýsingar um það sem efst
er á baugi í fréttum, fá bakgrunninn
sem fjölmiðlar hafa ekki tíma né rúm
fyrir. Oft til þess að leita grunnupp-
lýsinga varðandi ýmislegt þjóðlegt
efni sem ég hefí gaman af að kynna
mér nánar, sem og alþjóðlegt þegar
því er að skipta.
Nýjasta dæmið þessu tengt kom
til af því að ég og kunningi minn
vorum að velta því fyrir okkur hvers
vegna deginum var skipt í tólf stund-
ir. Taldi annar okkar að það væri
tilkomið vegna tylftakerfisins svo-
nefnda, en hinn var í vafa um það.
Þegar heim kom sló ég fyrst upp í
víðfrægri, erlendri alfræðiorðabók en
fékk þar alls ekki fullnægjandi svar
við þessari spurningu. Það var því
með hálfum huga sem ég leitað í
Islensku alfrœðiorðabókina, en viti
menn, þar kom ég ekki að tómum
kofunum. í bókinni segir:
„Tylftakerfið: sætistalnakerfi með
stofntölu 12. Tylftakerfið var mikið
notað fyrr á öldum og hefur þann
kost að tala 12 er deilanleg með
mörgum tölum (2,3,4,6) sem auð-
veldar reikning með brotum. Leifar
tylftakerfisins má enn finna í ýmsum
mælieiningum, t.d. jafngildir 1 fet
12 þumlungum og stórt hundrað
120. Einnig má nefna skiptingu árs-
ins! 12 mánuði og dagsins í 12 stund-
ir.“
Þetta er aðeins eitt dæmi af mörg-
um. Síðan ég eignaðist alfræðiorða-
bókina hefur ungur frændi minn sem
stundaði nám í menntaskóla lært að
meta hana. Hann leitaði ætíð í bók-
ina þegar hann undirbjó ritgerðir og
varð því meira undrandi yfir víðfeðmi
verksins sem hann kynntist því meir.
Okkur íslendingum hættir til að
láta helst í okkur heyra þegar við
erum óánægð. Mér fannst hins vegar
ástæða til þess að koma ánægju
minni með þessa alfræðiorðabók á
framfæri, því ég hygg að allur þorri
manna geri sér ekki grein fyrir hví-
líkt hjálpargagn hún getur verið.
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON,
Sævargörðum 20,
Seltjamamesi.
Víkverji skrifar
Viðhorf íslendinga til lífsins hafa
oft vakið furðu Víkveija; þau
eru oft eins konar öfugmæli við alla
skynsemi, jafnvel þótt tungumál okk-
ar sé hlaðið málsháttum og orðatil-
tækjum sem bera vott um allt ann-
að. Setningar eins og „Of seint er
að byrgja brunninn þegar bamið er
dottið ofan í,“ virðast augljósar og
ætti ekki að vera erfitt að fara eftir
þeim.
xxx
En það virðist samt vera lenska
hér að byrgja enga bmnna
fyrr en einhver böm hafa dottið ofan
í þá. Á dögunum birtist frétt um
aukaverkanir geðlyfsins Fontex og
sagt frá því að í upplýsingum frá
aukaverkanamiðstöðinni í Uppsölum
í Svíþjóð komi fram að einn sjúkling-
ur hafi dáið og 40 fengið talsverðar
aukaverkanir af geðlyfínu. Einnig
er staðfest að upplýsingarnar séu
birtar í föstum dálki yfír aukaverkan-
ir lyfja í fréttabréfí lækna sem vænt-
anlegt er í byijun september.
Auðvitað hefur þetta lyf verið not-
að hér á íslandi og það staðfestir
aðstoðarlandlæknir í Morgunblaðinu
síðastliðinn sunnudag. En hann segir
jafnframt „að ekkert benti til að lyf-
ið hefði þessi alvarlegu áhrif en ef
slíkt kæmi (ljós yrði lyfið samstund-
is tekið út af lyQaskrá".
Víkveiji gat ekki annað en staldr-
að við og velt því fyrir sér
hvað maðurinn var raunverulega að
segja. Þegar staðfestar rannsóknir á
virtum stofnunum leiða í ljós skað-
semi, blæs maðurinn á það og segir
að ekkert bendi til að lyfíð hafi þessi
alvarlegu áhrif. Tekur hann ekkert
mark á niðurstöðum rannsókna í sínu
eigin fagi, eða telur hann sína vík-
ingaþjóð ónæma fyrir skrýtlum eins
og aukaverkunum? Eða er hann að
segja okkur að einhveijir íslendingar
þurfí að deyja eða verða alvarlega
veikir til að gripið verði til einhverra
ráða hér? Er ekki hægt að fylgja
öðrum Norðurlandaþjóðum - eða hin-
um stóra heimi - í viðbrögðum við
þessum upplýsingum?
x x x
Aðstoðarlandlæknir segir enn-
fremur: „Ef sjúklingar eru
undir eftirliti lækna er ekkert að
óttast" og bætti því við að hér á landi
„sé mjög vel fylgst með notkun lyfs-
ins m.a. af lyfjaeftirlitinu og lyfja-
nefnd". Víkveiji velti því fyrir sér
hvort það sé eitthvert séríslenskt
fyrirbæri að læknar, lyfjaeftirlit og
lyljanefnd fylgist með notkun lyfja.
Sveija ekki læknar um allan hinn
vestræna heim sama eiðinn? Eða eru
íslenskir læknar mun betur gerðir
en læknar á til dæmis Norðurlöndum,
að huga betur að því hvort, hvenær
og hversu mikil lyf sjúklingamir
þeirra gleypa? Getur verið að lyf séu
þar af leiðandi aldrei misnotuð á ís-
landi?
Aðstoðarlandlæknir afgreiðir
rannsóknina að þessu leyti í niður-
lagi fréttarinnar, þegar hann segir:
„Það á við um þetta lyf eins og
mörg önnur lyf að þau eru hættuleg
ef þau eru tekin í of miklu rnagni."
Ekki veit Víkverji hvort það þýðir
að íslenskir lyfjaneytendur séu betur
í stakk búnir en lyfjaneytendur ann-
arra þjóða til að vara sig á ofneyslu.
Lyfíð er gefíð við þunglyndi og
kannski líður íslenskum neytendum
þess bara ekki eins illa og erlendum
neytendum og því ekki nein hætta á
að þeir freistist til að taka inn of
stóra skammta. Þykir Víkveija yfir-
sýn aðstoðarlandlæknis með ólíkind-
um, ef hann getur dregið þá ályktun.
XXX
A
Iupphafi fréttarinnar kemur fram
að sannað sé að lyfíð hafi alvar-
legar aukaverkanir og geti jafvel leitt
til dauða. Hann getur ekki litið á
afgreiðslu aðstoðarlandlæknis, sem
hann slettir framan í alla þjóðina,
öðmvísi en sem ótrúlegt kæmleysi.
En auðvitað er ekkert hægt að segja
eða gera. Við Islendingar verðum
bara að bíða þar til einhver deyr af
völdum lyfsins, svo við tökum mark
á sænskum rannsóknum og pípa á
gullvægar setningar eins og „sælir
vom þeir sem sáu ekki, en trúðu þó“.