Morgunblaðið - 25.08.1993, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993
37
A LGJ t ST PA
Borðar reiðhjól, byssu
kúlur og rakvélablöð
Vikublaðið The Sun greindi
fyrir skemmstu frá Michel
Lotito alætu og sagði hann
vera draumabarn hverrar móður. Það
er sama hvað er sett á diskinn hans,
hann borðar það. í gegnum árin hef-
ur hann gleypt í sig ýmislegt sem
ekki er hægt að flokka undir hefð-
bundinn hádegisverð.
Michel er þekktur í heimalandi sínu
Frakklandi fyrir þetta óvenjulega
mataræði og hann er skráður í heims-
metabók Guinness sem heimsins
mesta alæta.
Michel uppgötvaði þennan stór-
kostlega hæfíleika sinn þegar hann
var 16 ára gamall. Hann var að
drekka íste á veitingahúsi í París
þegar glasið brotnaði í þúsund mola
í munni hans. í stað þess að spýta
brotunum út úr sér tuggði hann þau
og kyngdi. Eftir það fór hann að
hakka í sig aðra illmeltanlega hluti
eins og rakvélablöð, leirmuni, byssu-
kúlur, pijóna, smápeninga, bjórdósir,
glerflöskur og jafnvel reiðhjól.
Michel setti á svið átsýningar í
ýmsum klúbbum í heimabæ sínum
Grenoble. Áhorfendur kunnu vel að
meta þessar sýningar en fjölskyldan
hafði miklar áhyggjur af heilsufari
hans. Hann hefur ferðast víða um
heim með sýningu sína og árið 1978
öðlaðist hann heimsfrægð eftir að
hafa borðað tveggja sæta Cessna-
flugvél.
Stutt hlé varð á þessum óvenjulega
frama Michels þegar vinur hans stakk
hann með hnífi í kviðinn fyrir að renna
hýru auga til eiginkonu sinnar. Það
tók Michel þó ekki nema mánuð að
verða stálsleginn og öðlast matarlyst-
ina á ný.
Michel segir leyndarmálið á bakvið
fæmi sína vera einbeitingu. Hann
viðurkennir þó að hann sé oft ör-
þreyttur eftir að tyggja þessa tor-
meltu hluti. „Þetta er verulega erfíð
vinna“ sagði Michel Lotito að lokum.
Anna Maria, 13 ára:
>.Um hundraðkall."-
Framundan
Ársel: Opið hús á mánudags-
og miðvikudagskvöldum kl. 20-23.
Fellahellir: Opið hús á þriðju-
dags- og fímmtudagskvöldum kl.
20-23.
Tónabær: Opið hús á mánu-
dags- og fimmtudagskvöldum kl.
20-23.
Þróttheimar: Opið hús á þriðju-
dags- og fimmtudagskvöldum kl.
20-23.
Siglingaklúbburinn: Opið starf
á mánudögum, þriðjudögum og
miðvikudögum kl. 17-19, fimmtu-
dögum kl. 17-22 og laugardögum
kl. 13-16. M.a. eru leigðir út ára-
bátar, kanóar og seglbátar. Gjald
kl. 150 fyrir hvem mann.
A leið til
Englands
Nafn: Pétur Örri Heiðarson.
Heima: Álftanesi.
Aldur: 13 ára.
Skóli: Var í Álftanesskóla en fer í einhvem skóla í Surrey í
Englandi. t
Sumarstarf: Ég gat enga vinnu fengið, hér er engin unglinga-
vinna. Helstu áhugamál: Fara á skíði og hestbak, spila körfu-
bolta og fótbolta, hlusta á tónlist og bara allar íþróttir. Hvaða
félagsmiðstöð stundar þú? Það er auðvitað engin félagsmið-
stöð hérna á Álftanesinu, en ég hef farið nokkrum sinnum í
Vitann í Hafnarfírði.
Uppáhalds hljómsveit: Race against the machine.
Uppáhalds kvlkmynd: Terminator 2.
Besta bókin: Mitt er þitt eftir Þorgrím Þráinsson.
Hver myndir þú vilja vera ef þú værir ekki þú? Ég
myndi vilja vera ríkasti maður í heimi eða söngvarinn í Race
against the machine.
Hvernig er að vera unglingur í dag? Það er alveg geggj-
að, geðveikt, frábært, mjög gott.
Hverju myndir þú vilja breyta í þjóófélaginu? Það ættu
að vera lægri körfur hérna. Svo mætti vera meiri atvinna
fyrir fólk og það á ekki allt að vera svona dýrt héma.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Spila körfu-,
bolta, fara á böll og bara vera með vinum mínum.
Hvað er það lelðinlegasta sem þú gerir? Að læra og
taka til.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla
að verða söngvari eða gítarleikari í einhverri rosalegri hljóm-
sveit. Vinsælustu hljómsveit allra tíma.
Hvað gengur þú með í vösunum? Það er bara allskonar
dótarí í vösunum hjá mér. Oftast tíkallar eða einhverjir pening-
ar, lyklar, bréfmiðar og stundum kassettur.
Viltu segja eitthvað að lokum? Ekki byija að reykja.