Morgunblaðið - 25.08.1993, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993
FRJALSAR
Öldungameistara-
, mótið um helgina
Öldungameistaramót íslands í fijáls-
íþróttum fer fram á Laugardalsvelli n.k.
föstudag og laugardag, 27. og 28. ágúst.
Keppni hefst kl. 18 á föstudag og keppt
verður í tveimur greinum (stangarstökki
og sleggjukasti) kl. 10.30 á laugardag, en
aðalhlutinn hefst kl. 13.
GOLF
Golfmót hand-
knattleiksmanna
Golfmót handknattleiksmanna verður
haldið á Strandavelli föstudaginn 27. ág-
úst. Ræst verður út frá kl. 13. Punkta-
keppni, 7/8 forgjöf. Hámark 1 pt. á holu.
Þriggja manna sveitakeppni, þar sem tveir
bestu telja auk einstaklingskeppni. Nánari
upplýsingar hjá Hilmari Bjömssyni (s.
814389) og Karli Jóhannssyni (s. 675554).
ÚRSLIT
Hjólreiðar
íslandsmót í fjallahjólreiðum
Haldið sunnudaginn 15. ágúst í Heiðmörk.
Meistaraflokkur: (35,1 km) klst.
Sigurgeir Hreggviðsson, Mong.1:37.24
Marinó Siguijónsson, Mongoose.1:38.40
Óskar Páll Þorgilsson, Icefox.1:46.41
16 - 18 ára: (23,4 km)
Sighvatur Jónsson, Mongoose..1:08.44
G. Amar Ástvaldsson, TREK.....1:11.34
" Kristmundur Guðleifsson, Specil.1:12.27
Kvennaflokkur: (11,7) mín.
Sigríður Ólafsdóttir, TREK.....39.40
Svala Sigurðardóttir, TREK.....50.08
Gerður Guðlaugsdóttir, Mong....54.17
Opinn flokkur 19 ára og eldri: (23,4 km)
Guðmundur Eyjólfsson, Mong....1:10.23
Guðmundur Vilhjáimsson, TREK..1:10.26
Hans Gústafsson, Mongoose.....1:14,28
13 - 15 ára: (11,7)
Helgi Berg Friðþjófsson, Scott.39.29
Gissur Þorvaldsson, Mongoose...39.44
Hjalti Finnsson, Mongoose......39.45
HANDKNATTLEIKUR
Fjáröflunin kemur niður
á undirbúningi liðsins
- segirÓlafurSchramformaðurHSÍ. Unglingalandsliðsmennaflafjárvegnaferðará HM
LANDSLIÐ ieikmanna 21 s árs og yngri í handknattleik stendur í
ströngu þessa dagana, því auk þess að æfa á fullu fyrir heims-
meistaramót U-21 s árs landsliða sem haldið verður í næsta mán-
uði f Egyptalandi, þarf liðið sjálft að safna fyrir hluta af því sem
kostar að senda það á mótið. Ólafur Schram formaður HSÍ sagði
í samtali við Morgunblaðið að þetta væri neyðarúrræði, því þetta
kæmi óneitanlega niður á undirbúningi liðsins fyrir mótið.
Að sögn Ólafs kostar um 2,4
milljónir króna að senda liðið
á mótið, en um 1,1 milljón vantar
enn upp á. „Við eigum ekki fyrir
þessu,“ sagði Ólafur í samtali við
Morgunblaðið. Hann sagði að fjáröfl-
un væri í fullum gangi, fyrirhugað
væri að halda ball á föstudagskvöld-
ið, í skemmtistaðnum Casablanca,
LYFJAMAL
þar sem strákamir yrðu með
skemmtiatriði. Þá verða þeir í pizzu-
útkeyrslu hjá Pizzahúsinu í þrjá daga
yfir helgina, og liðið mun síðan leika
2. september gegn úrvalsliði landsl-
iðsþjálfaranna Þorbergs Aðalsteins-
sonar og Einars Þorvarðarsonar.
Ókeypis verður á leikinn en tekið við
framlögum við innganginn. Leikur-
inn verður á vegum Umferðarráðs,
en HSÍ og Umferðarráð/Fararheill
hafa tekið upp samstarf og mun
landsliðið aðstoða ráðið í baráttunni
fyrir bættri umferðarmenningu.
Aðspurður sagði Ólafur að þetta
kæmi niður á undirbúningi liðsins.
„Það dregur úr æfingatíðni og kemur
niður á undirbúningnum að þurfa að
vera að standa i þessu,“ sagði Ólaf-
ur. Hann sagði að enn væri ekki
búið að borga ferð liðsins á Norður-
landamótið fyrr í þessum mánuði,
tekið hefði verið lán upp á 300 þús-
und krónur sem ætti eftir að borga.
Að sögn Jóhönnu Á. Sigurðardótt-
Fjármagn lyfjaeftirlitsnefndar ISÍ á þrotum að sinni
Ekkert athugavert
fundist við 42 próf
GUCCIOPEN
opið golfmót á Grafarholtsvelli
laugardaginn 28. ágúst
Keppt verður í karla- og kvennaflokki
með forgjöf (hámark gefið 24).
Ræst verður út frá kl. 9.oo.
Skráning keppenda fer fram hjá Golfverslun
Sigurðar Péturssonar s. 68 22 15
fyrirkl. 16.oo27/8.
Fjöldi glæsilegra verðlauna m.a. frá
Borgarkringlunni
Niko HF
Engjateigur 5 s. 680945
LYFJAEFTIRLITSNEFND ISI
hefur tekið 42 lyfjapróf á ís-
lenskum íþróttamönnum frá
síðustu áramótum og hafa þau
öll verið neikvæð, þ.e. ekkert
athugavert hefur komið í Ijós.
Jón Erlendsson, starfsmaður
nefndarinnar, segir að það fjár-
magn sem nefndin hefði haft til
ráðstöfunar væri búið, en reikn-
að væri með að aukafjárveiting
fengist f rá menntamálaráðu-
neytinu á næstu dögum svo
hægtyrði aðtakafleiri sýni.
Hvert lyfjapróf kostar lyfjaeftir-
litsnefndina 18 þúsund krónur,
svo framarlega sem það reynist nei-
kvætt. Ef rannsaka þarf sýnið enn
frekar má tvöfalda þá upphæð og
rúmlega það. Lyfjaeftirlitsnefndin
hafði 1,2 milljónir krónur til ráðstöf-
unar og eru þeir peningar nú á þrot-
um eins og áður segir.
Jón Erlendsson sagði a.ð lyfjapróf
hefðu m.a. verið tekin af nokkrum
leikmönnum karlalandsliða í knatt-
Ikvöld
Knattspyrna - kl. 18.30
1. deild kvenna:
Akureyri.......ÍBA - KR
AkraneS.....ÍA - Stjaman
spymu, handbolta og körfubolta á
árinu. Eins var U-21s árs liðið í hand-
knattleik prófað nokkru fyrir Norð-
urlandamótið. Tólf sýni voru tekin á
meistaramóti íslands í frjálsíþrótt-
um. Hann sagði að lyfaeftirlit með
íþróttamönnum hér á landi væri hlut-
fallslega mjög svipað og gerist í ná-
grannalöndunum.
Stefnt er að því að taka sýni frá
íþróttamönnum i sem flestum grein-
um, m.a. golfi, en kylfingar hafa
aldrei veri lyfjaprófaðir hér á landi.
Ef aukið fjármagn fæst verða tekin
lyfjasýni úr boltagreinunum og skið-
um í kyrrþey á næstu vikum og
mánuðum. Jón sagði að allir íþrótta-
menn gætu átt von á því að vera
kallaðir í lyfjapróf.
Hann sagði að gott samstarf væri
við menntamálaráðuneytið, löggæslu
og tollgæslu um þessa hluti. Að sögn
Jóns liggja nú fyrir breytingar á
reglugerð um innflutning steralyfja.
Sem dæmi um það voru teknir átta
þúsund skammtar af sterum, svo-
nefndri „Rússa-fímmu“ að sögn Jóns,
af Islendingi við komuna til landsins
á Keflavíkurflugvelli á dögunum.
Tollgæslan lagði hönd á lyfin í fyrstu
en varð að láta ferðamanninn hafa
þau aftur þar sem hann sagði þau
vera til eigin nota og væru ekki á
bannlista, en eftir að reglugerðin
tæki gildi yrði leyfilegt að leggja
hald á slík lyf.
ur gjaldkera HSI eru heildarskuldir
sambandsins 29 milljónir króna, en
það væru mest skuldir sem styrkta-
raðilar sæu um að greiða. Hún sagði
að skuldirnar hefðu verið um 34
milljónir króna fyrir ári síðan, tekist
hafi að lækka þær niður í 26 milljón-
ir í vor, en þær hefðu aukist aftur í
sumar vegna keppnisferðalaga ungl-
inga- og kvennalandsliða. Jóhanna
sagði að sumarið væri erfíðasti
tíminn, þá kæmu litlar tekjur inn í
sjóði sambandsins. Það batnaði alltaf
með haustinu, og þá mætti búast við
að skuldir lækkuðu aftur.
HLAUP
Reykjalundarhlaupið
Reykjalundarhlaupið 1993 verður haldið
laugardaginn 28. ágúst. Hlaupið hefur ver-
ið haldið fimm síðústu ár og tekist vel. t
fyrra tóku hátt í þúsund hlauparar þátt í
þessu trimmi. Hér er um almennigshlaup
að ræða sem Reykjalundur gengst fyrir í
samvinnu við SÍBS, Búnaðarbankann og
íslandsbanka í Mosfellsbæ.
Reykjalundarhlaupið er ætlað að höfða
til sem flestra, fatlaðra sem ófatlaðra,
keppnisfólks sem skemmtiskokkara. Fjórar
vegalengdir eru f boði. Sú lengsta er 14
km, síðan er hægt að hlaupa 6 km eða 3
km og einnig 0,5 - 4 km leið sem gæti t.d.
hentað fólki í hjólastólum og með önnur
hjálpartæki.
Hlaupið hefst kl. 11, nema hjá 14 km
hlaupurunum sem verða ræstir örlítið fyrir
eða kl. 10.40. Ekki þarf að skrá sig í hlaup-
ið en þátttakendur mæti tímanlega upp að
Reykjalundi í Mosfellsbæ á hlaupadaginn
sjálfan.
Þátttökugjald er kr. 400 en innifalið í
því eru hlaupahanskar eða húfa fyrir yngri
þátttakendur, verðlaunapeningur þegar í
mark er komið og eftir hlaup er boðið upp
á léttar veitingar.
Leiðrétting
Leiknir vann 11:0
Úrslitin í leik Hvatbera og Leiknis í B-riðli
4. deildar snérust við í blaðinu í gær. Það
rétta er að Leiknir vann Hvatbera 11:0, en
ekki öfugt. Mörk Leiknis gerðu: Gísli Þor-
steinsson 3, Jón Hjálmarsson 3, Sigurður
Friðleifsson 2, Pálmi Guðmundsson 2 og
Steinn Kári Steinsson 1.
Lokastaðan f riðlinum er því þessi:
B-RIÐILL
LOKASTAÐA
Fj. leikja U J T Mörk Stig
ÆGIR 12 10 2 0 61: 11 32
NJARÐVÍK 12 8 2 2 49: 15 26
LEIKNIRR. 12 7 2 3 69: 15 23
ÁRMANN 12 7 1 4 35: 21 22
ERNIR 12 4 1 7 32: 37 13
HAFNIR 12 1 0 11 7: 65 3
HVATBERAR 12 1 0 11 10: 99 3
NYUA BILAHÖLLIN FUNAHÖFÐA 1 S:6Y2277
Mazda B 2200 árg. ’92, diesel, vsk-bíll, ek. Ford Aerostar árg. ’91, V6 3000, 5 g., ek.
15 þ. km. Verð kr. 1.130.000, skipti á ód aóeins 5 þ. km. Verð kr. 1.580.000, skipti
á ód.
Hyundai Pony 1500 GLSI árg. '92, ek. 5
þ. km. Verð 850.000, engin skipti.
BMW 520i árg. '90, sjélfsk., sóllúga, rafm.-
rúður, ek. 64 þ. km., vínrauðsans. Verö kr.
2.200.000, skipti á ód.
MMC Colt EXE árg. '92, ek. 17 þ. km.,
svartur. Verð kr. 850.000, athf skipti á ód.
1 S:
npr ' i’/'f' .T' ^. |
Range Rover Vouge árg. '87, grænsans,
sjálfsk., ek. 119 þ. km. Gott eintak. Verð
kr. 1.800.000, sk. á dýrari jeppa.
Vofvo 740 GLT árg. '90, blásans, sjálfsk.,
ek. 62 þ. km. Verð kr. 1.570.000, skipti á ód.
Ford Econollne Club Wagon árg '91, grár,
12 manna, 7.3 diesel, sjálfsk., ek. 40 þ. km
Verð kr. 2.500.000, skipti.
MANUDAGA TIL FIMMTUDAGA F R A K L . I O TIL 2 I
Ford Ranger STX árg. '92, blásans, upp-
hækkaöur, 33" dekk, ek. 15 þ. km. Verð kr.
1.850.000, skipti - skuldabróf.
VW Golf CL árg. '91, rauöur, vökvastýri,
ek. 21 þ. km. Verð kr. 850.000.