Morgunblaðið - 16.09.1993, Qupperneq 2
I
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993
/ skipstjórastóln um
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra brá á leik eftir að hafa opnað Islensku sjávarútvegssýninguna.
Hann skoðaði þá sýninguna og settist meðal annars í skipstjórastólinn hjá þeim í Brimrún hf. Meðal þeirra
sem fylgdust með var Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands.
Sjá bls. 26: „Fjölmenm viðstatt..."
Landbúnaðarráðherra um innflutningsreglugerð á grundvelli búvörulaga
Mísskílningur að reglu-
gerðin standist ekki lög
UTANRÍKISRÁÐHERRA segir að reglugerð sem sett var um höml-
ur á innflutning iðnaðarvara úr landbúnaðarhráefnum sé lögleysa
þar sem slíkar vörur falli undir viðskiptaráðuneyti og innflutningur
þeirra sé heimill samkvæmt EES-samningnum. Landbúnaðarráð-
herra segir þetta misskilning hjá utanrikisráðherra.
„Það er mikill misskilningur að hallur Ásgeirsson var ráðuneytis-
reglugerðin standist ekki lög. Það
er skýrt kveðið á um það í búvörulög-
um að landbúnaðarráðherra skuli
setja reglugerð um framkvæmd
þeirra og ég hygg að sá stafur sem
Alþingi samþykkti vegi þyngra. Það
liggur fyrir að formaður Alþýðu-
flokksins staðfesti það við forsætis-
ráðherra í vor að forræði þessara
mála yrði áfram í höndum landbún-
aðarráðuneytisins. Á mánudag hittist
efnahagsnefnd þingsins og þar kom
einróma niðurstaða. Ég átta mig því
ekki alveg á hvað utanríkisráðherra
er að fara en hann skýrir það vænt-
anlega fýrir mér,“ sagði Halldór
Blöndal landbúnaðarráðherra við
Morgunblaðið.
Engar samræður
Halldór sagði það nýlundu að ráð-
herrar skuli ekki talast við áður en
þeir hlypu með ágreiningsefni sín í
fjölmiðla. „Það voru stundum jaðar-
svæði milli landbúnaðarráðuneytis
og viðskiptaráðuneytis meðan Þór-
stjóri en mér er ekki kunnugt um
annað en þá hafí ráðuneytin talað
saman og komist að niðurstöðu,"
sagði Halldór.
Hann sagðist áður hafa beðið
Framleiðsluráð landbúnaðarins um
úttekt á stöðu svínakjöts og fengið
hana S hendur. „Á hinn bóginn hefur
ekki borist neitt erindi frá Hagkaupi
varðandi þetta mál. En vegna þess
að þetta mál er mjög rekið í fjölmiðl-
um þá tók' ég ákvörðun um að skýra
tollstjóra frá því [í gær] að nóg sé
af svínakjöti í landinu og því væri
ekki forsenda fyrir innflutningi,"
sagði Halldór.
Ríkislögmaður óþarfur?
Jón Baldvin Hannibalsson gagn-
rýnir ríkislögmann harðlega fyrir að
synja sér um álitsgerð um lögmæti
innflutnings á svínakjöti. Hann segir
að sér virðist þetta vera pólitísk
ákvörðun ríkislögmanns.
Gunnlaugur Claessen ríkislögmað-
ur sagði við Morgunblaðið, að í svari
slnu til utanríkisráðherra hefði hann
rakið ástæður þess að hann teldi sig
ekki geta svarað þeim spumingum
sem beint var til hans um þetta til-
tekna mál. Það væri síðan ákvörðun
ráðherrans hvort þær ástæður yrðu
gerðar opinberar á sama hátt og það
væri ákvörðun fjármálaráðherra að
álitsgerðin sem hann fékk var ekki
birt eða látin öðrum ráðherrum I té.
Gunnlaugur sagði ennfremur, að það
væri einstakt, að embætti ríkislög-
manns blandaðist með þeim hætti
sem nú hefði orðið, inn í deilur ráð-
herra um verksvið sín.
Aðspurður um ástæður ríkislög-
manns fyrir synjuninni sagði Jón
Baldvin að fyrst og fremst væri bor-
ið við þagnarkvöð að beiðni íjármála-
Norska strandgæslan segir að mikið
mælist af undirmálsfiski í Smugunni
Ráðherra vill að
veiði verði hætt
SJAVARUTVEGSRÁÐUNEYTINU hafa borist upplýsingar frá
norsku strandgæslunni um að mikið sé af undirmálsfisk í afla ís-
lensku togaranna í Smugunni. Af þeim sökum óskar Þorsteinn
Pálsson sjávarútvegsráðherra eindregið eftir því að veiðum sé nú
þegar hætt á þeim svæðum sem umtalsverður smáfiskur er í afla.
Samkvæmt upplýsingum frá ~ Z
Sex manaða
uppgjör Olís
Hagnaður
41 milljón
VELTA OIís fyrstu sex mán-
uði ársins var 2.879 milljónir
króna samanborið við 2.548
milljónir á sama tímabili í
fyrra. En í fyrra var hagnaður
fyrstu sex mánuðina um 60
milljónir samanborið við 41
milljón á fyrri helmingi þessa
árs. Hagnaður sem hlutfall af
veltu fór því úr 2,35% í júnílok
í fyrra í 1,42 nú. Lakari af-
kcmu félagsins nú má að
miklu leyti skýra með áhrifum
gengisfellingarinnar í júní sl.
Aukin markaðshlutdeild og
mikil aukning útistandandi við-
skiptakrafna er helst einkenn-
andi fyrir rekstur Olís það sem
af er þessu ári að sögn Einars
Benediktssonar, framkvæmda-
stjóra félagsins.
Bærilegur rekstur
Einar sagði að reksturinn
hefði gengið bærilega, en hins
vegar hefði útlánaáhætter aukjst
verulega. „Eftir fyrstu sex mán-
uðina í fyrra nam upphæð úti-
standandi skulda í efnahags-
reikningi félagsins 1.236 millj-
ónum, en var 1.480 milljónir
eftir fyrstu sex mánuðina í ár.
Þarna er um að ræða 20% aukn-
ingu sem endurspeglar hvað best
erfiðleikana í efnahagslífinu og
í stærstu atvinnugreinum lands-
manna,“ sagði Einar. Hann
sagði ennfremur að afskriftar-
reikningar félagsins hefðu verið
styrktir verulega frá síðasta ári.
Heildarmarkaður fyrir elds-
neyti á íslandi á fyrri hluta síð-
asta árs var 303 þúsund tonn á
móti 318 þúsund tonnum nú.
upplýsingum frá
sjávarútvegsráðuneytinu leiddu
mælingar norsku strandgæslunn-
ar í ljós að þorskur undir 47 sm
að stærð var að meðaltali 43% af
afla íslensku togaranna. Mælingar
fóru fram um borð í sex skipum
og var á milli 10,5% og 70,4% af
aflanum undirmálsfískur eða á
stærðarbilinu 20-46 sm.
Með tillit til þessara upplýsinga
beinir ráðuneytið þeim eindregnu
tilmælum til útgerða íslenskra
skipa er stunda veiðar í Smugunni
að veiðum sé hætt nú þegar á
þeim svæðum þar sem mikið er
um smáfisk.
ráðherra, vegna forræðisdeilu land-
búnaðar- og fjármálaráðuneytis og
vegna þess sæi hann sjálfur ekki til-
efni til að birta bréf það sem ríkislög-
maður sendi honum I fyrradag.
Jón Baldvin sagði að embætti rík-
islögmanns hljóti að vera óþarft,
fyrst það hafi ekki getað látið sér í
té lögfræðiálit um lögmæti innflutn-
ings á svínakjöti. Gunnlaugur sagði
um þetta, að það væri aðeins hluti
af verksviði embættis ríkislögmanns
að gefa ráðherrum álit á ákveðnum
málum. Stærsta hlutverkið væri að
reka dómsmál fyrir öll ráðuneytin.
Og uppgjör skaðabótamála á hendur
ríkinu.
Sjá bls. 16: „Telur reglugerð..."
Ráðherrar Alþýðuflokks leggja til meiri niðurskurð
Vilja ná hallanum á ríkis-
sjóði í 5 milljarða króna
Ekkert fyrirtæki hefur hlotið jafrt
mikla fyrirgreiðslu hjá Byggða-
stofnun og Miklilax 16
Efasemdir um hlutverk NATO
Skiptar skoðanir eru meðal aðiidar-
ríkja NATO um nýjar tillögur í
leynilegri skýrslu 24
Kristniboði í Eþíópíu
Kristniboð heldur áfram þrátt fyrir
byltingu í Eþíópíu. 30
Leiðari___________________________
Sameining sveitarfélaga 26
:: , ttirkirnteð2.24%
ijumitM-Mt»
nirocwiin
Itnwo'
ViÖskipti/Atvinnulíf
► Sæplast á nýjar slóðir - Nem-
endafyrirtæki HÍ - Umdeildar
fjárfestingar Lyfjaverslunar - I
skuldakreppu tiunda áratugarins
- The Economist 150 ára
A dagskrá
► Aðalstöðin á þ’úfu nótumun -
Matreiðlumeistarinn - Angela
Lansbury með stórt hjarta -
Tvídrangar sýndir í Rússlandi -
Leggjum fæð á Brendu
Tekjuöflun ríkissjóðs verði aukin um
tvo og hálfan milljarð króna
RÁÐHERRAR Alþýðuflokks-
ins hafa lagt til í ríkisstjórn
að ríkisútgjöld verði skorin
niður um 3-4 milljarða króna
til viðbótar þeim niðurskurði
og sparnaði sem gert er ráð
fyrir í fjárlagafrumvarpinu og
að tekjuöflun ríkissjóðs verði
aukin um 2Ah milljarð þannig
að fjárlög verði afgreidd með
um 5 milljarða halla í stað 10
milljarða halla eins og frum-
varpið gerir ráð fyrir.
kvæmt fjárlagafrumvarpinu eins
og það liggur nú fyrir. Meðal þess
sem ráðherrar Alþýðuflokks vilja
skera niður af ríkisútgjöldum eru
framlög til vegamála.
Greinir á um fjármagns-
tekjuskatt
Ágreiningur er í ríkisstjórn um
hvort taka skuli upp fjármagns-
tekjuskatt um næstu áramót eins
og unnið hefur verið að af hálfu
sérstakrar nefndar að undanförnu.
í tillögugerð sinni leggja alþýðu-
flokksráðherrarnir áherslu á að
erlendar skuldir séu komnar Iangt
yfir hættumörk og að afborganir
og vextir af lánum ríkissjóðs verði
nálægt 12 milljörðum króna sam-
Hafa ráðherrar Alþýðuflokks
lagt til að í stað fjármagnstekju-
skatts verði tekinn upp samræmd
skattlagning á peningalegar eign-
ir, s.s. innstæður á gjaldeyrisreikn-
ingum, verðbréf og hlutabréf.