Morgunblaðið - 16.09.1993, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993
19
Ályktun stjórnar Landssambands smábátaeigenda
Stjómvöld að leggja
smábátaútgerð í rúst
STJÓRN Landssambands ís-
lenskra smábátaeigenda hefur
sent frá sér ályktun, þar sem
stjónvöld eru sökuð um að ætla
að nota kvótakerfið til að koma
smábátaútgerð á kné.
í ályktuninni segir, að á ellefu-
hundruð ár hafí íslenskum smábáta-
eigendum tekist að standa af sér
stórviðrin við strendur landsins. Á
aðeins 32 mánuðum sé valdamönn-
um að takast að leggja þessa at-
vinnugrein í rúst. „Slíkt brýtur í
bága við alla siðferðis- og réttlætis-
kennd. Réttur þessara aðila verður
sóttur af fullri hörku,“segir í álykt-
uninni.
Þar kemur fram, að sú fyrirætlan
valdamanna, að nota kvótakerfið í
sjávarútvegi til að koma smábátaút-
gerðinni á kné hafi endanlega orðið
opinber með úthlutun veiðiheimilda
fyrir næsta fiskveiðiár. Svo augijós
sé þessi fyrirætlan orðin að formað-
ur Landssambands íslenskra útvegs-
manna hiki ekki við að koma fram
fyrir alþjóð og segja berum orðum
við fjölda sinna skjólstæðinga að
þeim sé best að hypja sig úr grein-
inni.
Nauðsyn brýtur lög
„Smábátaeigendur hafa í lengstu
lög vonað að misrétti það er þeir
hafa verið beittir, og þá hvort heldur
er úthlutun veiðiheimilda á fjár-
magnsmarkaði eða á öðrum þeim
sviðum er þeir hafa farið halloka á,
yrði leiðrétt af stjómvöldum og
starfsumhverfí þeirra gert ásættan-
legt.
Þá hafa smábátaeigendur þrauk-
að í þeirri von að með þeim hrika-
legu skerðingum sem þeir væru að
taka á sig væru þeir í rauninni að
taka þátt í að búa í. haginn fyrir
framtíðina. Allar slíkar vonir hafa
reynst tálsýnir einar.
En nú er mælirinn fullur. Orða-
gjálfur þeirra sem tala um jafnar
leikreglur í fiskveiðistjórnunarkerf-
inu gagnast ekkert þeim hundmðum
heimila útgerðaraðila smábáta og
minni skipa sem fyrirsjáanlega og
nú þegar hafa verið svipt rekstr-
argrundvelli sínum.
Stjórn Landssambands smábáta-
eigenda hefur fulla ástæðu til að
óttast að fjöldi félagsmanna þess séu
komnir í svo þrönga stöðu að þeir
muni telja nauðsyn brjóta lög.
Stjórn Landssambands smábáta-
eigenda sér ekki ástæðu til að hafa
um þessa hluti langa töLu. Alþingi
kemur saman í byijun október og
gerir stjórnin þá skýlausu kröfu til
þess að lögum um stjórn fiskveiða
verði breytt á þann veg að hlutur
þessara aðila verði bættur," segir
síðan í ályktuninni.
Með ályktuninni fylgdu eftirfar-
andi töflur:
Fjöldi Afla- Hlut-
báta mark deild
1. jan ’91 1.041 24.351 12,91%
l.sept’93 544 8.041 7,39%
Taflan sýnir þá þróun sem orðið
hefur hjá smábátum á aflamarki
tímabilið 1. janúar 1991 til 1. sept-
ember 1993, aflamark er í slægðum
þorski.
Við úthlutun aflamarks á smábáta
1. janúar 1991 voru 87,17% úthlut-
aðra þorskígilda þorskur. Dæmið hér
að neðan sýnir þróun aflamarks hjá
smábát sem hefur allar sínar afla-
heimildir í þorski. Báturinn er 9
brl. að stærð og voru árin ’88 og ’89
lögð til grundvallar þegar kvóti var
reiknaður. Meðaltalsafli áranna voru
70 tonn af slægðum þorski.
Fastir kostnaðarliðir hjá smábát
með þilfari:
Húftrygging 500.000
Slysatrygging 58.748
Skoðun báts 17.000
Skoðun gúmb. 25.000
Skoðunarstofa 5.000
Úthlutun Skerðing
milli ára frá viðmiðun
1991 51.237 -26,80% -26,80%
’91/’92 42.121 -17,79% -39,83%
’92/’93 30.133 -28,46% -56,95%
’93/’94 22.458 -25,47% -67,92%
Atvinnuréttur þessa aðila hefur því verður skertur um 67,92%
frá því að á hann var settur kvóti.
fram fyrirspurn um litprentaðan
bækling sem dreift hefur verið til
skólabama í Reykjavík. Spurt var
um heildarkostnað við gerð bækl-
ingsins og dreifingu, hvað hann hafi
verið prentaður í mörgum eintökum
og hveijir hafi fengið hann. Af hvaða
tilefni hafi verið ráðist í gerð hans
þegar upplýsingar um sjálfa tilhögun
heilsdagsskólans er af skornum
skammti í ritinu og loks hvort von
sé á fleiri kynningarritum og þá
hvaða.
í svari Árna segir að skólamálaráð
hafi samþykkt samhljóða að gefa
út umrætt kynningarrit. Ritið hafi
verið prentað í 14 þús. eintökum og
kostnaður var samtals 1.409.000
krónur. Hvert rit kosti því tæplega
100 krónur. Ritinu er dreift til heim-
ilanna af skólabörnum. Þá segir að
þetta sé í fyrsta sinn sem slíkur
upplýsingabæklingur er gefinn út
Lyfjakista
Ijarskiptaeftirlit
V eiðieftirlitsgj ald
Vinnsluleyfi
Bryggjugjald
Hafnargjald
Félagsgjald
Lífeyrissjóður
ís- og vatnsgjald
Kranagjald
Hleðsla slökkvit.
Hífing á land
Stilling komp.
Samtals
1.500
3.000
14.100
5.000
23.585
20.000
10.000
96.000
4.500
5.000
3.900
10.000
3.000
805.333
Úthlutað aflamark til þessa báts
eru 31 tonn af þorski.
Aflaverðmæti 1.984.000.
Afgangur til að greiða laun, veið-
arfæri, olíu o.s.frv. 1.178.667.
Augljóst er að útgerð þessa báts
gengur aldrei upp.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Niðurlægðir
Frá árlegri busavígslu í Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja, busun-
um hefur verið safnað saman
fyrir utan skólann þar sem þeir
máttu sætta sig við ýmsa niður-
lægingu af hálfu „aðalsins".
Hert á hús-
aga í FS
Keflavík.
NEMENDUR Fjölbrautaskóla
Suðurnesja héldu sína árlegu
busavígslu á föstudaginn en í
haust hófu liðlega 200 nýnemar
nám við skólann.
Að sögn Hjálmars Árnasonar
skólameistara verða um 700 nem-
endur á haustönn sem er metþátt-
taka og væri skólinn fullsetinn.
Sú ákvörðun hefði verið tekin að
herða nokkuð húsaga og í haust
hefði 30-40 nemendum verið synj-
að um skólasetu vegna lélegrar
ástundunar, en þeir hefðu verið
búnir að fá gula spjaldið áður.
Hjálmar sagði að 50 kennarar
myndu kenna við skólann í vetur
sem yrði rekinn með svipuðu sniði
og á undanförnum árum. Nú færi
öll kennsla fram undir sama þakinu
og hefði hin nýja viðbygging sem
tekin var í notkun á síðasta hausti
gerbreytt allri aðstöðu i skólahald-
inu.
- BB
Heilsdagsskóli ræddur í borgarráði
Rúmlega 1,4 millj.
fyrir kynningarrit
KYNNINGARRIT um heilsdagsskóla í Reykjavík hefur verið prentað
í 14 þús. eintökum og er kostnaður rúmlega 1,4 millj. eða tæplega
100 krónur fyrir hvert eintak. Þetta kom framí svari Árna Sigfús-
sonar formanns skólamálaráðs við fyrirspurn Ólínu Þorvarðardótt-
ur, áheyrnarfulltrúa Nýs vettvangs í borgarráði.
Á fundi borgarráðs lagði Ólína um grunnskóla Reykjavíkur. Hlið-
stæð rit um sumarstarf hafa árlega
verið gefin út af íþrótta- og tóm-
stundaráði. Bæklingar af svipuðum
toga hafa verið gefnir út í öðrum
sveitarfélögum, t.d. í Hafnarfirði.
Stefna ber að því að slíkt kynningar-
rit um grunnskóla verði árleg útgáfa
á vegum Skólaskrifstofu. Jafnframt
kemur fram að mjög líklega sé von
á fleiri ritum.
Ólína bókaði, að athyglisvert væri
að í svari formanns skólamálaráðs
kæmi frara að engin eftirsjá væri
af kostnaði við bæklinginn. Sjálf
hefði hún kosið að fá ítarlegar, hag-
nýtar upplýsingar um heilsdags-
skólaverkefnið eitt og sér og teldi
að þær upplýsingar hefði mátt gefa
með mun minni tilkostnaði. „Sú yfir-
borðslega umíjöllun sem gefur að
líta í umræddu riti stendur vart und-
ir nafni sem „kynning" enda þótt
umbúðirnar séu glæsilegar."
P
á Sjávarútvegssýningunni
CP FOOD MACHINERY A/s
LAXAHNIFAR Frá CP-FOOD kynnum við nýja gerð
laxaskurðarhnífa, sem sneiða reyktan lax við
- 4 til + 6 C°. Hnífamir eru eingöngu rafdrifnir,
án þrýstilofts, sem er mikill kostur. Við þrif er auðvelt
að taka úr hnífnum alla hluti, sem em í beinni snertingu
við flökin. CP-FOOD framleiðir þrjár stærðir hnífa með
afköst frá 30 - 120 sneiðar á mínútu. Frank Nielscn frá
CP-FOOD verður hjá okkur dagana 15.-19. september.
HOWDEN FOOD EQUIPMENT
LOFTTÆMIVÉLAR Frá HOWDEN FOOD kynnum
við HENCOVAC vacuumpökkunarvélar. Við kynnum
loftskipta pökkun, sem eykur geymsluþol matvæla og
treystir sölu á fjarlæga markaði. Hans von Neienhof frá
HÓWDEN FOOD verður hjá okkur dagana 14.-17.
september. Hann er matreiðslumeistari og kynnir
„vacuum eldun“. Matreitt við hitastigið 70-90 C° í
lofttæmdum pokum. Þannig aukast bragðgæði verulega.
FORMATIC
FORMUNARVÉLAR Frá DEIGHTON sýnum við
FORMATIC formunarvél, sem gerir t.d. fiskstauta,
fiskborgara o.s.ffv. Þessi vél er mjög auðveld í notkun
og fljótlegt að skipta um mót í henni. Við vélina er hægt
að tengja deig-, brauðmylnslu- eða þurrsteikingar-
vél. Peter Hicks frá DEIGHTON verður hjá okkur
dagana 16.-19. september.
ZEBRA Frá ZEBRA kynnum við hitaprentara.
UULMA
PÖKKUNARLÍNA Frá ULMA sýnum við pökkunar-
vél, sem pakkar frystum fiskflökum og bitum
í plastfilmu.
2
SJALFVIRK MERKING Frá ESPERA sýnum við
tölvuvog ES600 með færibandi og sjálfvirkri miða-
álímingu. Heinz Pluta frá Espera verður hjá okkur
dagana 15.-16. september og svarar fyrirspumum
um vogakerfi fyrir matvælaiðnað.
EXTEiD’
Á LAGERINN Frá EXTEND sýnum við kassabindi-
vélar og brettavafningsvélar.
BOTEK
BRETTAVOGIR Frá BOTEK kynnum við hand-
lyftara með innbyggðri vog.
WDOEELQE?
SPRAUTUPRENTARAR Frá VIDEOJET kynnum
við nýja gerð bleksprautuprentara Videojet 37e, sem
er einfaldari í notkun og ódýrari en eldri gerðir sömu
prentara. Mjög góð reynsla er af Videojet prenturum
á Islandi og má m.a. nefna fyrirtækin Lýsi hf., Osta-
og smjörsöluna, ORA, Mjólkurbú Flóamanna, Ölgerð
Egils Skallagrímssonar, EMMESS, Vffilfell, íslenskt
Bergvatn o.fl. ofl. sem nota VIDEOJET.
‘MM
VIDEX Frá VIDEX kynnum við strikamerki og
hnappalesara.
Við val á tækjum leggjum við áherslu á gæði, hagstætt verð og góða þjónustu
og bjóðum nú heildarlausnir fyrir margskonar framleiðslu.
Við erum þekkt fyrir góð tæki, hagstætt verð og góða þjónustu !
Það borgar sig að koma við hjá okkur..
l>DaDS[taDS
Krókhálsi 6
110 Reykjavik
Síml 67 1 900-
FAX671901