Morgunblaðið - 16.09.1993, Page 21

Morgunblaðið - 16.09.1993, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR Ij6. SEPTEMBER 1993 21 F uglakjöt er góð tilbreyting frá öðru kjöti Skotveiðitíminn svokallaði hófst föstudaginn 20. ágiist og hafa þá eflaust margir hugsað sér gott til glóðarinnar. Fuglakjöt er herramannsmatur og oft nýnæmi frá öðru kjötmeti. í Kjötbúri Péturs á Laugavegin- um fengust þær upplýsingar að lundi hefði verið á sama verði í þrjú ár, hamflettur á 100 krónur stykkið og reyktur á 170 kr. Sömu- leiðis kostaði hamflettur svartfugl 170 krónur. Reytt og sviðin villi- gæs kostaði í fyrra 1.490 kr. stykk- ið og átti verslunarstjórinn ekki von á mikilli hækkun í ár. Meðferð fuglakjöts kann ef til vill að vefjast fyrir sumum, en hún þarf síður en svo að vera vanda- söm. Villta fugla skal hengja upp á hálsinum og láta hanga í nokkra daga fyrir matreiðslu. Það fer eft- ir veðráttu hve lengi þeir mega hanga, tveir til sjö dagar eru hæfi- legir ef veður er milt, en að vetrar- lagi hér á landi mega fuglar hanga í nokkrar vikur, t.d. ijúpur. Ef hægj; er að losa auðveldlega eina stélfjöðrina er fuglinn hæfilega hanginn, segir m.a. í Handbók heimilisins. Áður en fugl er hamflettur er oft gott að dýfa honum í sjóðandi vatn, það losar um fjaðrimar. Villta fugla, sem hangið hafa of lengi, er oft betra að nota í pott- rétti, því þeir geta verið mjög bragðsterkir. Fugla, sem eru af- frystir, skal matreiða strax meðan Þegar auglýstur er svartfugl til sölu í verslunum, er ýmist átt við langvíu, stuttnefju eða álku. Og þó lundi sé í daglegu tali kallað ur lundi, telst hann einnig til svai-tfuglsættar. Langvía og stuttnefja lifa hlið við hlið víða á íslandi, hér eru þær í fugia- bjargi á Langanesi. þeir eru enn kaldir, það kemur í veg fyrir að safi renni úr þeim og hindrar fjölgun gerla sem hugsan- lega eru í fuglunum. Gott er að fylla fugla með ávaxtafyllingu, það gerir kjötið meyrara. Uppskriftin, sem fylgir hér að neðan, er bæði auðveld og góð í meðförum og gefur beijasósan réttinum sérstakan og ljúffengan keim. Svartfugl í bláberjasósu 4 svartfulgar 8 beikonsneiðar 1/2 tsk. pipar _________1/2 lárviðarlauf_____ 4 msk. bláberja- eða rifsberjasulta 1 peli rjómi salt eftir smekk Raufar skornar í fuglana eftir endi löngu sitt hvoru megin við bringubein. Beikonsneiðar settar í raufarnar. Fuglarnir grillaðir í ofni í 25 mínútur. Síðan settir í pott ásamt einum og hálfum lítra af vatni. Saltað eftir smekk. Hálf teskeið pipar og hálft lárviðarlauf sett út í pottinn. Soðið í einn til einn og hálfan klukkutíma. Fuglarnir teknir upp úr pottinum og sósan búin til úr soðinu. Bláberja: eða rifsbeijasultu hrært saman við soðið og að lokum ijómanum. Hrært vel í þar til suðan kemur upp. Borið fram með kartöflum og salati; ■ JI „Einnota" gleraugnalinsur EINNOTA er e.t.v. ekki alveg rétta orðið yfir gleraugnalins- urnar „Acuvue“ frá Johnson & Johnson, sem Austurbakki hf. hefur nýverið fengið einkaumboð á. Linsurnar duga alla jafna í eina til tvær vikur og þykja hentugar fyrir börn, íþróttafólk og þá sem eru mikið á ferðinni. Pakki með þremur pörum kost- ar um 4.000 kr. Notendur þurfa lítið fyrir þessum linsum að hafa að öðru leyti en því að geyma þær í geymsluvökva, gæta fyllsta hreinlætis við meðhöndlun og skipta um linsur um eftir þörfum. Hreinsivökvi er óþarfur. Framleiðendur segja ofnæmi vegna linsanna fátítt og þær hindri ekki súrefnisflæði til augnanna. Hönnuður leiðbeinir viðskiptavinum FORS V ARSMENN Borgar- ljósa hf. bjóða viðskiptavin- um sínum að láta lýsingar- hönnuð leiðbeina með lýs- ingu og lampaval. Þjónustan nær sérstaklega til þeirra sem eru að byggja eða breyta en einnig til þeirra sem eru með skrifstofu- eða verslunarhúsnæði. Það er Hannes Siggason, lýsingar- hönnuður og rafmagnstækni- fræðingur, sem sér um þessa þjónustu Borgarljósa hf. sem er veitt án endurgjalds. ■ Schiesser® N Það besta næst pér! ■0MK VORUHUS KA Selfossi TILBOÐ VIKUNNAEÍ PERUR hollenskar . . , , AÐUR I pr- '«• hollenskt JÖKLASALAT ÁÐUR 99 pr. stk. ÁJÁXÉX^S^ RÚÐUUÐl 500 ml 13 KJARNAFÆÐI BjVUÐVÍNSLEG® LAMBALÆRI 695.-5 HAGKAUP allt í einni ferb

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.