Morgunblaðið - 16.09.1993, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993
HELGARTILBODIN
EFTIR að umræðan fór að snúast um innflutt svínakjöt fór allt í
einu að bera á svinaskinku á næstum helmingi lægra verði en venju-
lega. Þrír stórmarkaðir bjóða nú skinku á 675, 690 og 775 krónur
kilóið og Nóatún býður beikon á 595 krónur kílóið og Bónus er með
beikonbita á 599 krónur kílóið.
Auk þessa má benda fólki á mjög hagstætt verð á blómkáli hjá
Bónus, 39 krónur kílóið á meðan birgðir endast.
Bónus
Jacob’s-tekex 250 g........29 kr.
Jonagold-epli...........55 kr./kg
Goða-Londonlamb........749 kr./kg
unghænuegg.............179 kr./kg
beikonbitar............599 kr./kg
SS-skinka..............675 kr./kg
blómkál meðan til er....39 kr./kg
lambalifur.............199 kr./kg
Hagkaup
Tilboðin gilda til 22. sept.
hollenskar perur........79 kr./kg
hollensktjöklasalat.........49 kr.
Ajax-rúðuúði 500 ml........139 kr.
rauðvínsl. lambalæri...695 kr./kg
Frón-Polo-súkkulaðikex......79 kr.
MS-beyglur..................99 kr.
Kjöt og fiskur
Tilboðin gilda frá fimmtudegi til
sunnudags
nautasnitsel...........780 kr./kg
skinka.................690 kr./kg
svínakótilettur........945 kr./kg
Super-hveiti 2 kg...........69 kr.
Super-haframjöl 1 kg........69 kr.
Super-þvottaefni 3 kg......269 kr.
Super-WC-pappír 8 rúllur..,.149 kr.
Super-eldhúsrúllur 8 stk...149 kr.
Samsölu-heilhveitibrauð. Kaupir
eitt og færð það næsta ókeypis.
Fjarðarkaup
gulepli.................61 kr./kg
grænvínber.............169 kr./kg
nautalundir..........1.698 kr./kg
svínaskinka............699 kr./kg
Oxford-Morgenkex.......119 kr./pk.
kertilOstk.................119 kr.
heilhveiti/franskbr. niðursn...98 kr.
Dole-ananas 3x250 g.........98 kr.
F&A
Ritter Sport-súkkul. 5x100 g
Egils-pilsner 0,51.........75 kr.
Mirret-þvottaduft..........589 kr.
lambakjöt 'h skrokkur ...398 kr./kg
Garðakaup, Garðabæ
Jakobs-pítubrauð...........119 kr.
Heinz-Sweet Relish 375 ml.
.....................149 kr.
Heinz-bak. baunir, Vi dós...46 kr.
Heinz-spaghetti, 'h dós.....55 kr.
aspas, grænn, skorinn, 'h dós
.....................119 kr.
svínakótilettur.........945 kr./kg
svínalæri, heil og hálf.495 kr./kg
Knorr-pastaréttir, 250 g....98 kr.
Myllu-heilhveiti samlokubrauð.
Færð tvö fyrir verð eins.
Londonlamb..............759 kr./kg
Nóatún
Tilboðin gilda til 21. september
Búrfells-hamb.hryggir...869 kr./kg
SS-skinka...............775 kr./kg
SS-beikon...............595 kr./kg
franskarkartöflur750g......189 kr.
Java-kaffi 500 g...........179 kr.
Shop Rite-samlokupokar,
.................... 398 kr.
Agfa E180 vídeóspólur....374 kr.
AgfaE240 vídeóspólur.....447 kr.
Goldberg bl. ávext. 820 g.137 kr.
Vöruval, ísafirði
rauðepli..............149 kr./kg
100 stk. 65 kr.
Brazzi-appelsínusafi, 11 69 kr.
Hunt’s-tómatar 400 g 39 kr.
rúsínur, 250 g 65 kr.
vatnsmelónur 69 kr./kg
spergil-blómkál 99 kr./kg
Þakkað
fyrir kvörtun
Viðbrögð framleiðenda og selj-
enda við kvörtunum sinna við-
skiptavina hafa mikið um það
segja hvort viðkomandi neytandi
kaupir áfram sömu vörur eða
snýr sér annað og full ástæða er
að geta þess sem vel er gert í
þessum efnum.
Þannig frétti Daglegt líf af hús-
móður í Hafnarfírði sem hefur um
árabil keypt unnar kjötvörur frá
kjötvinnslunni Kjarnafæði á Akur-
eyri og gerði svo í síðustu viku sem
endranær. Hins vegar kom í ljós
þegar búið var að elda kjötið sem
í þessu tilviki var svokallað London
lamb, að útkoman var ólík því sem
hún átti að venjast. Kjötið þótti
bæði of feitt og of salt. Konan, sem
segist yfirleitt ekki nenna að standa
í kvörtunum, hætti frekar að kaupa
viðkomandi vöru, sagðist hafa
ákveðið að breyta til í þetta skiptið
af því að hún keypti yfírleitt unnar
kjötvörur frá fyrirtækinu og þættist
vita að kjötið sem endaði í rusla-
körfunni væri alger undantekning.
Viðbrögð yfirmanns kjöt-
vinnslunnar voru til fyrirmyndar
þegar konan sló á þráðinn norður.
Var hún að sjálfsögðu beðin afsök-
"unar og margþakkað fyrir að láta
kjötvinnsluna vita af þessari gölluðu
framleiðslu. Og degi síðar barst
henni þessi kassi að norðan með
sárabótum sem voru talsvert meiri
en kjötbitinn sem málið snérist um.
Nýr appelsínusafi frá Sól
BRAZZI heitir nýr appelsínu-
safi frá Sól hf. sem kom á
markaðinn í vikunni. Er hann
gerður úr brasilískum appel-
sínum og örlítið Iéttari en
appelsínusafar sem fyrir eru.
Verð á einum lítra af Brazza
er um 79 kr. út úr búð. Þó mun
það væntan-
lega fara eftir
því hvað versl-
anir gera mikil
innkaup hjá
heildverslun-
inni og þá hvað
þær leggja á
safann.
X / —■ Pfi Canc Cara Grep H . aff y vella, a vað ko Raftækja- þjónustan AEG star vi Smith & Norland Siemens ðgerð Rafha Rafha Betha Kúpperbusch Zanussi á heim Húsa- smiðjan Electrolux Funai Gaggenau Oster Roventa o.fl. ilistæk Heimilis- tæki Husquarna Philco Philips jum? Einar Stefánsson rafvirkjam. Ariston Blomberg KPS
Fastagjald/ útkall 1.400 + 343v.= 1.743,- Smáviðgerð, 15-20 mín. vinna innifalin 1.390 + 340v.= 1.730,- Smáviðgerð, u.þ.b. 10mín. vinna innifalin 1.310 +321 v.= 1.631,- Smáviðgerð, u.þ.b. 15mín. vinna innifalin 2.100 +514v.= 2.614,- Smáviðgerð u.þ.b. 30 min. vinna innifalin 1.502 + 368v.= 1.870,- Smáviðgerð 10-15 min. vinna innifalin 1.350 +331 v.= 1.681,- 1.445 + 354v.= 1.799,-
Tímavinna 1.400 + 343v.= 1.743,- 1.430+ 350v.= 1.780,- 1.310 +321 v.= 1.631,- 1.580+ 387v.= 1.967,- 1.502+ 368v.= 1.870,- 1.450 + 355v.= 1.805,- 1.445 + 354v.= 1.799,-
Þjónustugj. 145 + 35v.= 180,-
Akstur 680 + 167v.= 847,- 516 + 860 + 126v. 211v. 642-1.071,- fer eftir staðset. 430 + 705 + 105v. 173v. 535-878,- fer eftir staðset. 300 + 900 + 73v. 220v. 373-1.120,- fereftirstaðset. 402 + 98v.= 500,- 600 + 147v.= 747,- 750 + 184v.= 934,-
v., virðisaukaskattt jr er 24,5% ofan á verð vöru og t jónustu
N
V erð á viðgerðum
heimilistækja er svipað
EKKI reyndist áberandi munur á verði milli fyrirtækja þegar
Daglegt Ííf kannaði hvað kostaði að fá viðgerðarmann heim til
að gera við heimilistæki. Fast gjald er greitt fyrir komu viðgerðar-
manns og að sögn sumra viðmælenda er smáviðgerð oft innifal-
in. Misjafnt er hvort þetta fasta gjald er kallað útkall, vinna,
fastagjald eða eitthvað annað, en viðmælendur blaðsins sögðu
algengast að u.þ.b. hálftími færi í viðgerð.
Talsmenn þeirra fyrirtækja sem
rætt var við, voru sammála um að
verð á viðgerðum gæti vart verið
lægra. „Ef rekstur á viðgerðarþjón-
ustu ber sig ekki, endar með því
að hún hættir að vera til,“ sagði
yfirmaður eins verkstæðisins. Hann
benti jafnframt á að virðisauka-
skattur væri lagður á alla liði þjón-
ustunnar og hækkaði því reikning
viðgerðarmanna um 24,5%.
Hjá Rafha er hálftíma vinna inni-
falin í fastagjaldi, sem er 2.614
krónur með virðisaukaskatti en
2.100 kr. án hans. Viðmælendur
blaðsins bentu á að uphæðin sem
neytendur greiddu fyrir viðgerð
væri langt frá nettó tímakaupi við-
gerðarmanna. Máli sínu til stuðn-
ings bentu þeir m.a. á launatengd
gjöld sem verkstæði og verktakar
inntu af hendi, verkfæri sem þyrfti
að kaupa og endumýja auk þess
sem tími þeirra færi ekki aðeins í
viðgerðir heldur einnig í samtöl við
viðskiptavini þegar þeir tilkynntu
viðgerðir, ferðir milli staða o.s.frv.
Þá bentu sumir á að verð væri hið
sama þó venjulegum dagvinnutíma
væri lokið. þ.e. kl. 18 eða 19.
Akstur bætist ofan á
Akstur er innheimtur sérstaklega
hjá öllum þeim sem rætt var við.
Er sá gjaldliður mishár og oft er
farið eftir vegalengd milli verkstæð-
is og þess heimilis sem viðgerðar-
maður kemur á. I töflunni er reikn-
að með að ekki sé ekið lengra en
milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar
þar sem verð er misjafnt, en hjá
Rafha fengust til dæmis þær upp-
lýsingar að ef viðgerð færi fram í
Vogum á Vatnsleysuströnd væri
innheimt 1.200 krónu gjald auk
virðisaukaskatts sem í þessu tilfelli
er tæplega 300 krónur.
Viðmælendur blaðsins sögðust
reikna vinnutíma út í heilum og
hálfum klukkustundum. Tæki við-
gerð t.d. 40 mínútur væri skrifaður
reikningur á klukkutíma vinnu.
Tæki viðgerð 70 mínútur hljóðaði
reikningur upp á IV2 klst. vinnu.
Ofan á það bætist fastagjald, akst-
ur og í einstaka tilfellum þjónustu
- eða verkfæragjald. Hjá Smith &
Norland var okkur tjáð að 15 mín-
útna vinna væri innifalin í fasta-
gjaldi. Tæki viðgerð 30 mínútur,
væri gjaldið 2.446 kr. með virðis-
aukaskatti og tæki hún klukku-
stund væri það 3.262 krónur.
Sé ekki hægt að framkvæma við-
gerð í heimahúsi, er bilaða tækið
tekið til viðgerðar á verkstæði og
er kostnaður vegna flutnings mis-
jafnlega mikill. Sumir hafa yfir að
ráða flutningabílum fyrir tækin, en
í öðrum tilfellum þurfa viðskiptavin-
ir sjálfir að útvega viðeigandi bíl.
■
BT/GRG
Jóhannes í Bónus
er að fá dönsk kalkúnalæri til landsins
JÓHANNES Jónsson í Bónus
er búinn að panta til lands-
ins 200 kíló af dönskum
kalkúnalærum. Kalkúnalær-
in koma væntanlega til
landsins um helgina og kíló-
verðið verður 260 krónur
útúr Bónus.
Stendur til að kjötið komi
til landsins með flugi um
helgina þannig að væntan-
lega verður það utanríkis-
ráðuneytið í stað landbúnað-
arráðuneytisins sem af-
greiðir kalkúnakjötið inn í
landið.
Síðustu hindruninnl rutt úr
vegl?
Að sögn Jóhannesar hefur aðal-
skýring landbúnaðarráðherra á
innflutningsbanni á svínakjöti ver-
ið sú að nóg sé til af því í landinu
Jóhannes með sýnishom af kalkúnalærum.
og því ætti það ekki að standa í vegi
fyrir innflutningi á kalkúnakjöti þar sem
hingað til hefur verið skortur á kalkúnum
í landinu. Hér á landi er
einungis einn kalkúnafram-
leiðandi sem fram til þessa
hefur ekki annað eftirspurn
og ekki er leyfilegt að flytja
til landsins nýjan kalkúna-
stofn.
Því segist Jóhannes ekki
sjá fram á annað en hann
fái kalkúnakjötið í verslanir
sínar eftir helgi.
Steikt og krydduð
kalkúnalæri
Hér er um að ræða læri
sem búið er að krydda og
fullsteikja. Geymsluþolið er
átta mánuðir en nýrri og
mjög fullkominni verkun-
araðferð er beitt við pökkun
vörunnar. Kjötið er því til-
búið kalt sem álegg, eða í
salat en einnig má hita lær-
in upp í ofni, á pönnu eða
í örbylgjuofni. ■