Morgunblaðið - 16.09.1993, Side 25

Morgunblaðið - 16.09.1993, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993 25 Solzhenítsyn boðar sið- gæði og sjálfsafneitun Schaan. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ALEXANDER Solzhenítsyn, sem var þekktastur andófsmanna Sovétríkjanna sálugu, hafði viðkomu á þriðjudag í Liechten- stein á leið sinni til Rússlands eftir 19 ára útlegð í Bandaríkjun- um. Solzhenítsyn, sem er 75 ára, hélt ræðu í Heimspekiakadem- íunni (IAP) í Schaan og gerði að umtalsefni mikilvægi siðgæð- is og sjálfsafneitunar í framhaldi af hruni kommúnismans og endalokum kalda stríðsins. Solzhenítsyn sagði mannkynið hafa glatað skilningi á tilgangi lífs- ins í hinu hamslausa framfara- og lífsgæðakapphlaupi. Hættan á kjamorkustyrjöld væri ekki hin sama og áður en umhverfinu staf- aði nú ógn af of- og misnotkun gjafa jarðar. Solzhenítsyn lét í ljós efasemdir um að kommúnisminn væri í raun liðinn undir lok í Sovét- ríkjunum sálugu. Víða væru valda- rásirnar í þjóðfélaginu óbreyttar og enn einkenndi kommúnískur hugs- unarháttur viðhorf embættismanna sem almennings. Hann ítrekaði gagnrýni sína á oftrú manna á gildi óheftrar íjármagnshyggju og lýsti yfir áhyggjum sínum vegna upp- gangs slíkra afla í Rússlandi. Eftir- litslaus tilfærsla á þjóðarauðnum hefði nú þegar leitt til efasemda um gildi þeirra umbreytinga sem átt hefðu sér stað í heimalandi hans. Rússar væru á ný teknir að þrá .jafnrétti hinna allslausu". Yermolal Solzhenítsyn, sonur Nóbelsverðlaunahafans, þýddi ræð- un fyrir föður sinn og flutti hana á magnþrunginn hátt með honum. Hann lauk prófi frá Harvard- háskóla í vor og hyggst leita sér að starfi í Taivan eða Kína en hann lagði stund á kínversku og Asíu- fræði í Bandaríkjunum. Solzhenítsyn var veitt heiðurs- doktorsnafnbót Akademíunnar í Liechtenstein. Hann hefur haft tengsl við smáríkið frá því hann var sendur í útlegð frá Sovétríkjunum árið 1974. Þá gerði hann sér ferð til höfuðborgarinnar til að þakka Reuter Solzhenítsyn heiðraður Rússneski rithöfundurinn Alexander Solzhenítsyn var heiðraður í heimspekiakademíunni í Schaan í Lieehtenstein á þriðjudag. Franz Jósef II, þáverandi fursta, manna sem höfðu barist gegn Stal- fyrir velvilja hans og þjóðarinnar ín og leituðu hælis í Liechtenstein allrar í garð 500 rússneskra her- í lok seinni heimsstyijaldarinnar. Þrettán ára drengur höfðar einkamál Michael Jackson stefnt fyrir rétt Los Angeles, Moskvu. Reuter DRENGURINN, sem poppsöngvarinn Michael Jackson hefur verið ásakaður um að hafa misnotað kynferðislega, hefur höfðað einkamál á hendur söngvaranum. Ekki fundust nægar sannanir til að hægt væri að höfða opinbert mál þegar áskan- irnar komu fram. Er búist við að réttarhöldin taki að minnsta kosti mánuð og krafist verði tugmilljóna króna í skaðabætur. Drengurinn, sem er þrettán ára, ásakar Jackson fyrir kynferðislegt ofbeldi, misþyrmingar, flekun, vís- vitandi áreitni og tilfinningalegt álag af ásettu ráði, svik og van- rækslu. Fulltrúar Jackson sögðu málshöfðunina fáránlega en ekki koma á óvart. Drengurinn og að- standendur hans reyndu að ná peningum á löglegan hátt eftir að mistekist að kúga fé út úr söngv- aranum. Sjálfur hefur Jackson ekki látið hafa neitt eftir sér en hann hélt tónleika í Moskvu í gærkvöldi. Skyggðu hellirigning, málshöfðunin og hálftómir áhorf- endabekkir á tónleikana. Skömmu fyrir tónleikana hafði ekki tekist að selja nema helming miðanna vegna þess hversu dýrir þeir voru. Verð þeirra samsvarar um tveggja mánaða launum. A tímum glæsi- legra hersýninga Sovétmanna sá varnarmálaráðuneytið til þess að ekki rigndi á mestu hátíðisdögun- um, en ráðuneytið bjó yfir tækjum sem gátu sundrað skýjum. Sá bún- aður er ekki lengur fyrir hendi í höfuðborginni, eins og hellirign- ingin í gær bar vott um. Yngsti formaður Radikale venstre FLOKKURINN Radikale venstre í Danmörku eða Radík- alar kusu sér fyrir skömmu nýjan Iandsformann í stað Gret- he Erichsen. Fyrir valinu varð 25 ára gömul kona, Margrethe Vestager Hansen, fulltrúi í fjár- málaráðuneytinu og hlaut hún öflugan meirihluta á landsfundi flokksins, að sögn Berlingske Tidende.. Vestager er yngsti formaður í sögu flokksins er varð til um alda- mótin þegar hópur manna klauf sig út úr bændaflokki landsins, Venstre. Fyrstu áratugina voru fijáls samkeppni og barátta gegn útgjöldum til varnarmála helstu mál Radíkala; síðari árin hefur hann verið talinn miðjuflokkur er höfðar mjög til menntamanna. Eftir sem áður er ljóst að raun- verulegir leiðtogar flokksins verða áfram um sinn þau Marianne Jelved efnahagsmálaráðherra og Niels Helveg Petersen utanríkis- ráðherra. Vestager fær því nokk- urt ráðrúm til að þjálfa sig í leið- togastörfum. Vestager er prestsdóttir frá 01god á Vestur- Jótlandi, ógift og barnlaus en í sambúð með heimspekinema. Hún þykir bráðgáfuð og er vel mennt- Ungrir formaður MARGRETHE Vestager Hansen uð, málsnjöll og kemur vel út á sjónvarpsskjánum, er sögð efni í mikinn skörung. Vestager þykir líkleg til að hleypa nýju lífi í flokk- inn og hefur þegar bryddað upp á nýjungum, m.a. vill hún að flokks- menn endurskoði þá stefnu að taka aldrei við fjárframlögum frá fyrir- tækjum. WRQ The world « Ilútcl Loftlciðum briðiiidaR^MP^Pk'Dtcmhcr ki. MiOd.til 17:00 ^illV TTV/JLlVi Reflection X Reflecúon fyrir HP tölvur % Reflection fyrir DEC tölvur 1 Reflection fyrir IBM tölvur Reflection fyrir UNIX tölvur Reflection fyrir Macintosh tölvw Reflection skapar tölvusamvirkni 5250 Ethemet/LAN DS AppleT alk 1 CKfiM Framsögumenn: Gopal RajGuru, WRQ Evrój. Ólafur Gíslason, RARIK, Einar Reynis, Pósti og sín fi Hafliði Magnússon, tölvudeilda Reykjavík, mun kynna Rejlection jÍfyrir ráðstefnugestummeð dœmum. Ráðstefnunni lýkur met gestum gefst kostur á að vinna með Reflection. Þátttaka tilkynnist sem fyrst í síma 612061

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.